Þjóðviljinn - 20.10.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur. 20. október. 1»74 ÞJÖÐVII.JINN — SIDA > af erlendum vettvangi FagnaA tr vinstrisveiflu I Lissabon Vasco Goncalves: ljbsmæAur lýAreAis eAa hvaA? Portúgal og vinstrisveifla um sunnanverða Evrópu Eftir Árna Bergmann Flest hefur verið með kyrrum kjörum i Portúgal siðan Antonio de Spinola hershöfðingi neyddist til að segja af sér fyrir þrem vikum. Eins og menn rekur minni til ætluðu ýmsir stuðningsmenn Spinola að efna til mikillar kröfu- göngu I Lissabon honum til stuðnings, en það hafði þá verið augljóst um hrið að allmikill ágreiningur rikti milli forsetans og hinna ungu liðsforingja sem höfðu veriö bakfiskur i þeirri hreyfingu sem steypti fasiskri stjórn Caetanos I april. Það var auðséð, að mikið stóð til, og ekki virtist hinn „þögla meirihluta”, sem svo kallaði sig, skorta fé. Til dæmis fengu menn útbýtt ókeypis járnbrautarmiðum til Lissabon ef þeir lýstu sig fúsa til að taka þátt i göngu þessari. Tilraun sem mistókst Vinstrisinnar þóttust vissir um, að ganga þessi ætti að verða upphaf hægri uppreisnar gegn bráðabirgðastjórn þeirri sem komið var á fót þegar Caetano féll. Haft er fyrir satt, að kommúnistaflokkurinn hafi byrjað að rýma aðalbækistöðvar sinar og koma meðlimaskrám á örugga staði. Soares utanrikis- ráðherra hélt þvi fram þá og siðar að gangan mikla hefði átt að breiða yfir uppreisnaráform, og bandariska vikuritið Time segir, að „vinsamlegir vestrænir dipló- matar” hafi varaðSpinola sjálfan við varhugaverðum áformum stuðningsmanna fyrrverandi stjórnarfars. Spinola sá þá sitt óvænna og gafst upp, hann gat ekki lengur ráðið ferðinni, allra sist eftir að vinur hans og vopna- bróðir, de Costa Gomes hers- höfðingi, neitaði að styðja við bakið á honum. Spinola aftur- kallaði leyfið fyrir fjöldagöngunni og bar fyrir ótta við hjaðningavig milli hægrimanna og vinstrisinna — en vinstrimenn voru þegar við öllu búnir og farnir að hlaða götuvfgi. Hvert átti aðhalda? Allt frá þvi herinn tók völd i april og gaf fyrirheit um lýðræðislega þróun hafa her- foringjarnir og aðrir aðstand- endur byltingarinnar lagt mikla áherslu á einingu þjóðarinnar. Og vissulega hefur svo virst sem mjög viðtæk eining væri um að aldrei skyldi horfið aftur til fyrri stjórnarhátta. En það eitt var ekki nóg. Fasiskt stjórnarfar og nýlendustrið I Afriku, sem þjóðin var orðin langþreytt á, voru alls ekki duttlungar illra manna. Hér var um að ræða stjórntæki og tryggingú fyrir hagsmunum þeirra fáu fjölskyldna sem eiga lönd og iðnað i Portúgal og hafa grætt á auðlindum nýlendnanna. Þegar spurt er um þróun til lýðræðis i þessu snauða landi, Portúgal, þar sem mikið djúp er staðfest milli auðs og örbirgðar, þá hlaut að verða spurt um það, hvað ætti að verða um þennan eignarrétt,þennan auð. Smám saman hefur þessi spurning verið að skipta þjóðinni i fylkingar. Annarsvegar eru þeir, sem vildú aðeins breyta yfirbygg- ingunni, breyta stjórnarháttum I skikkanlegra form, en byggja að öðru leyti á þvi sem fyrir var. í þessum hópi er að finna ýmsa hægfara borgara, hluta hersins, og svo stuðningsmenn fyrra stjórnarfars. Hinsvegar fer liðs- foringjahreyfingin sem hefur tögl og hagldir i bráðabirgðastjórn- inni, og flokkar sósialista og kommúnista. Og sameiningar- táknið og þjóðhetjan frá þvi i april, Spinola, hefur bersýnilega hallað sér að fyrri hópnum. Þetta hefur komið fram á ýmsan hátt. Nýlendurnar Spinola varð frægur um allan heim fyrir bók sem hann birti i fyrra, þar sem hann sýndi fram á að portúgalir gætu ekki sigrað i nýlendustriðunum. Það var þessi bók sem þá kostaði hann og Costa Gomes æðstu stöður i hernum. En hann hefur bersýnilega ekki getað sætt sig við það, hve ör þróunin til sjálfstæöis Guineu- Bissau og Mósambik hefur verið, og ekki bætir það úr skák fyrir honum, að þjóðfrelsishreyfingar þessara landa hafa fullan hug á að stefna á sósialisma. Þar með eru hugmyndir hans um hægfara þróun, sem að visu veiti nýlend- unum sjálfstæði, en búi 'svo um hnútana, að portúgalskt (og þá alþjóðlegt) fjármagn haldi aðstöðu sinni sem minnst skertri runnar út i sandinn. I ljósi þessa ber að skoða þá ákvörðun Spinola að taka i eigin hendur samninga um sjálfstæði Angola, en hún féll vinstrisinnum mjög illa i geð. 1 Angola er mjög flókin staða. Þar er annarsvegar stærri hvitur minnihluti en i hinum nýlend- unum, og hinsvegar er þjóð- frelsishreyfingin þar klofin. í þriöja lagi er landið firnalega auðugt og mikið i húfi fyrir ýmis vestræn auðfyrirtæki sem þar hafa haft umsvif mikil. Það er einmitt i Angola, sem hviti minni- hlutinn er liklegastur til að reyna að taka málin i sinar hendur og lýsa yfir sjálfstæði i anda Ians Smiths i Ródesiu. Það þótti lika koma i ljós um siðustu mánaða- mót, að sterkir straumar lægju milli hægrisinna i Angola og i Portúgal sjálfu, hvort sem Spinola sjálfur hefur verið með i þvi tafii eða ekki. Þá hefur Spinola beint og undir rós látið i ljós áhyggjur af viðgangi kommúnistaflokks landsins. Það er þess vegna sem að hann vildi að frestað yrði um eitt ár þingkosningum þeim, sem bráðabirgðastjórnin hafði lofað að fram færu ekki seinna en i mai næstkomandi. Þelta er túlkað á þann hátt, að Spinola hafi viljað gefa sundruðum borgaralegum öflum tima til að bræða með sér flokk, sem gæti með árangri keppt við kommúnista og sósia lista. Vinstri öflin En borgaralegum öflum af ýmsum tegundum tókst ekki að snúa þróuninni sér i hag. Vinstri- öflin hafa greinilega bætt stöðu sina. Oddviti liðsforingjahreyfingar- innar sem neyddi Spinola til að segja af sér er Vasco Goncalves. Honum er lýst sem dugmiklum hugsjðnamanni og einlægum lýöræðissinna (Time). Hug- myndafræði hreyfingarinnar er ekki vel ljós — talsmenn hennar hafa sumir lýst fylgi við „vestrænan sósialisma”,en aðrir lagt á það megináherslu að hlut- verk þeirra sé mótað af bráða- birgðaástandLþað sé fólgið i þvl að tryggja framgang lýðræðis og festa það i sessi. Sósialistaflokkurinn hefur verið mjög i sviðsljósinu, ekki sist fyrir sakir foringja hans, Soares utan- rikisráðherra, sem hefur verið fulltrúi hinnar portúgölsku bylt- ingar út á við. Flokkurinn á all- miklu fylgi að fagna meðal menntamanna, en honum gengur miður að keppa við kommúnista um fylgi verkamanna. Flokkur- inn nýtur stuðnings sósialdemó- krataflokka i Vestur-Evrópu, en er allmiklu róttækari en þeir. Kommúnistar Kommúnistaflokkur Portúgals reyndist hafa lifað sterku lifi neðanjarðar um hálfrar aldar einræðisskeið. Þegar loks birti af degi gat hann virkjað umsvifa- laust marga góða starfskrafta. Hann hefur á stefnuskrá sinni að þjóðnýta banka- og trygginga- kerfi, samgöngur og námur. En yfirleitt ber mönnum saman að flokkurinn og fulltrúi hans i bráðabirgðastjórninni, Alvaro Cunhal, hafi farið að öllu með mikilli gát. Cunhal hefur reynt að gera liðsforingjahreyfingunni lifið auðveldara með þvi að fá verkamenn til að draga úr kaup- kröfum (og hlotið fyrir óþvegnar skammir frá maóistum og skyldum hópum) Newsweek telur, að markmið kommúnista nú sé að tryggja sér um 20% at- kvæða i næstu kosningum. Sama blað telur aö portúgalskir kommúnistar taki mjög mið af þvi, að framganga þeirra hefur viðtæk alþjóðleg áhrif. Þeir eru nú i stjórn i Natóriki, og ferill slikar stjórnar verður jafnan hafður i huga þegar spurt er um hugsanlega stjórnaraðild kommúnista i Grikklandi og á Italiu. Hér mætti viö bæta, aö það er sjálfgert að kommúnistar i Portúgal reyni áð skapa sem við- tækasta samstöðu um tilteknar og brýnar breytingar á gerð þjóð- Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.