Þjóðviljinn - 20.10.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur. 20. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
SMÁÞJÓÐIR OG STÓRÞJÓÐIR
,,Á Hjaltlandi er heima-
fyrir iftill hópur ungra
skálda. Það lítið sem ég
kynntist þeim þótti mér
allt að því átakanlegt. Mál
þeirra var enska, þeir
hefðu átt að geta ort fyrir
heiminn. En til hvers var
þeim að vera að yrkja á
enskri ensku? — það hef ur
þegar verið gert af tugum
þúsunda víðsvegar um alla
veröldina í mörg hundruð
ár, líklega er búið að yrkja
á ensku fyrir löngu allt
sem nokkurnveginn venju-
legum manni getur dottið í
hug. Það hafði þá orðið
fangaráð þessara ungu
hjaltlendinga að reyna að
leita uppi fátíð og hálf-
gleymd orð sem enn voru
til á vörum hjaltneskra
sveitamanna og búa sér til
einskonar nýtt mál, hjalt-
neska ensku, með tilstyrk
þessháttar orða. Á þennan
hátt gátu þeir látið dálítið
til sin taka án þess að vera
nákvæmlega eins og allir
aðrir, án þess að yrkja upp
með allt að því sömu orð-
um það sem aðrir höfðu ort
á undan. Þá rann það upp
fyrir mér, að þannig getur
verið ástatt fyrir mönnum.
að sjálft heimsmálið verði
eins og hlekkur um fót
þeim, svo að þeir telji sér
þann kost vænstan að
reyna að losa sig úr viðjum
þess".
Jón Helgason prófessor.
Tíbetinn rauöhærði fór meö
írskan uppreisnarsöng
SAMBÝLI TVEGGJA eða fleiri
þjóða innan eins rikis fylgja alltaf
sambúðarvandamál. Okkur
undrar ekki þótt til meiriháttar á-
rekstra komi þegar um er aö
ræða t.d. Afrikuriki, sem dregin
voru á landabréfið eftir hentug-
leikum nýlenduveldanna, sem að
sjálfsögðu kærðu sig kollótt um
það, hvaða þjóðir væru skyldar og
hverjar ekki. Það var heldur ekki
erfitt að gera sér grein fyrir for-
sendum þeirrar hreyfingar, sem
klauf Bangladesh frá Pakistan.
En hitt er miklu undarlegra, aö I
hundgömlum Evrópurlkjum þar
sem ein þjóð er I yfirgnæfandi
meirihluta, þar skuli verða til
sjálfstjórnar- og aðskilnaðar-
hreyfingar smáþjóða, sem svo
lengi hafa veriö I sambýli við
miklu sterkari þjóð, að þær hafa
að mestu týnt máli sínu.
NÆRTÆK DÆMI ERU keltnesk-
ar þjóðir Frakklands og Bret-
landseyja: bretónar, írar* og nú
eru einmitt I sviðsljósi þjóðernis-
sinnaflokkar walesmanna og
skota. Siðarnefndir fengu um 30%
atkvæða I bresku þingkosningun-
um á dögunum og eru oröið næst-
stærsta pólitiska aflið I landinu.
betta er merkileg þróun — fyrir
fáum árum mun hafa verið litið á
þennan flokk sem einhverskonar
sérvitringahóp.
Rudyard Kipling, skáld hins
breska heimsveldis, kveðst hafa
heyrt tibeta einn uppi i Himalaja-
fjöllum fara með söng sem hann
þóttist kannast við. Hann heim-
sótti tlbetann, sem reyndist hafa
átt irskan fööur sem tekinn hafði
verið til soldáts snemma á 19. öld
og verið sendur til Indlands. Þessi
iri hafði strokið til fjalla og gengið
að eiga tibetska konu. Og i minn-
ingu hans stilltu tibetinn, kona
hans og börn sér upp i röð á degi
hverjum og fóru með söng hins
irska föður og afa. Textinn haföi
afbakast I meðförum, en Kipling
mátti samt greina að farið var
með irskan uppreisnarsöng frá
18. öld, The Wearing of the
Green:
Meiri harmur er kveðinn að Ir-
landi
en nokkru öðru landi.
Menn eru hengdir og konur einnig
fyrir að bera hiö græna merki...
KIPLING BIRTI þessa frásögn
með „gamansögum”. í reynd var
þetta partur af mikilli harmsögu.
Það væri synd að segja að keltar
hefðu haft lánið með sér i þeim
kynduga bálki sem kallaður er
mannkynssaga. Á siðustu öldum
fyrir Krist áttu þeir lönd og bú-
festu um mikinn hluta Vestur-
Evrópu. En með hverri öld sem
leið upp frá þvi voru þeir á undan-
haldi undan germönskum og
rómönskum þjóðum um leið og
þeir lögðu sigurvegurunum til ör-
nefni, rauðbirkið hár og skáld-
gáfu. Bretónar komust endanlega
undir frönsku krúnuna árið 1491,
walesbúar undir þá ensku árið
1536, og árið 1707 var reitum skota
og enskra endanlega ruglað sam-
an og skoska þingið lagt niður.
Saga fárra þjóða var jafn
hörmuleg og ira. Um 1840 voru
þeir átta miljónir, en hungurs-
neyðin mikla (sem margir kalla
hiklaust þjóðarmorð vegna þess
hvernig ensk nýlendustefna hélt á
þvi máli) og upp úr henni örviln-
an og landflótti, léku þá svo grátt,
að þegar Irska lýðveldið var
stofnað 1926 voru ekki nema 4.2
miljónir manna eftir á Eynni
grænu. Það er enn i dag eina riki
kelta (Ibúar um 2,5 miljónir, 1,5
eru á Norður-trlandi). Þar af geta
um 600 þúsund talað irsku, en
nota hana ekki nærri allir. Wales-
búar standa betur að vigi að þvi
er tunguna varðar, um þriðjung-
ur þriggja miljóna ibúa Wales
mælir enn á keltneska tungu.
Skotar eru að þessu leyti miklu
verst staddir, aðeins um 120 þús-
undir manna af sex miljónum
geta talað gelisku, þar af nota að-
eins um 7000 þá tungu einungis.
Bretónar i Frakklandi eru taldir
um 2,5 miljónir og þar af kunna
um miljón bretónsku. Það mál
var til furöulega skamms tima
bannað i skólum og á opinberum
vettvangi. Og til þessa hefur
gengið illa að fá það viðurkennt.
Siðan 1951 hefur verið leyft að
kenna bretónsku einn tima i viku i
skólum, utan stundaskrár. Þótt
bretónskumælandi menn séu
fimm sinnum fleiri en islendingar
fá þeir ekki nema um 50 minutur
af sjónvarpsefni —-eða svo var til
mjög skamms tima. Það þætti
sjálfsagt þunnur þrettándi ef
austar væri i álfunni.
ÞAÐ ER NOKKUÐ misjafnt hvað
haft hefur verið á oddinum i þjóð-
ernisbaráttu á keltneskum lönd-
um. 1 Bretagne og Wales er það
hin viðkvæma staða tungunnar, á
Norður-lrlandi blandast aöild að
kaþólsku kirkjunni mjög inn i
spurningar um irska þjóöernis-
hyggju. En öll keltnesk lönd eiga
það sameiginlegt, að þau hafa
orðið fyrir pólitisku og efnahags-
legu misrétti, sem hafa gert þau
að vanræktum útkjálkahéruðum
stærri heildar.
Miðsækin, kapitalisk þróun hef-
ur dregið saman fé og ákvörð-
unarvald til stórborga meiri-
hlutaþjóðarinnar. Þar eru á-
kvarðanir teknar um framtið
fyrirtækja og þar með byggða;
þegar aðalmiðstöövar einhverrar
samsteypu i Paris eða London á-
kveða að leggja niður „óhag-
kvæmt” útibú á Bretagne eða
Skotlandi, þá er eins liklegt að
verið sé að „hagræða burt úr til-
verunni” heilum bæ eöa sveit. At-
vinnuleysi verður miklu meira i
minnihlutahéruðunum en i land-
inu i heild, tekjur manna lægri,
unga fólkið flýr að heiman til
enskra og franskra höfuðborga til
að passa hunda, þvo upp diska og
gæta þeirra véla sem leiðinleg-
astar eru og hávaöamestar. Það
var þesskonar hagræðing sem
norðmenn neituðu þegar þeir
felldu aðild að Efnahagsbanda-
laginu, þeim þótti nóg að glima
við andstæður norölenskra fiski-
bæja og Oslóar, þó að Brííssel
settist ekki ofan á þeirra eigin
höfuðborg með miöstjórnarvald
ofar þjóðrikjum. Og það er þessi
þróun sem skoskir þjóðernissinn-
ar hafa snúist gegn meö þeim ár-
angri sem kosningaúrslit gefa að
nokkru leyti til kynna.
FYRIR FIMM ARUM gerði ég
yfirlit yfir hina „keltnesku vakn-
ingu” sem þá var svo kölluö, eins
og hún kom fram á mismunandi
svæðum. Þá sprungu sprengjur á
Bretagne og skammt var i strið
IRA I Belfast en skoskir og velsk-
ir þjóðernissinnar voru að búa sig
i stakk til að ráðast á hið torsótta
kosningakerfi Bretlands. 1 fljótu
bragði séð virðist sem sprengju-
kast skæruliða úr Gwenn ha du
(Hvitt og svart) á Bretagne eða
liðsmanna IRA á Noröur-trlandi,
hafi litlu breytt. Heföbundnar aö-
ferðir stjórnmálaflokka þjóð-
ernissinna i Wales og Skotlandi
sýnast hafa gefið betri raun. Að
minnsta kosti hafa aðrir flokkar
neyðst til að viðurkenna vanda-
mál Skotlands og bera fram til-
lögur sem ganga i mismunandi
litlum eða stórum mæli til móts
við þær. Af þessu mætti einna
helst draga þá ályktun að
þjóðernisbarátta minnihlutahópa
eigi einna mesta möguleika þegar
hún tvinnast sem rækilegast sam-
an við efnahagslegan vanda
svæöanna sem þeir byggja. Þetta
gerðist I Skotlandi — og að sumu
leyti fyrir þá tilviljun, að oliu-
fundir i Norðursjó ýta undir áræði
þeirra sem færa rök fyrir þvi að
skotum vegni best er þeir standa
á eigin fótum.
ATVIK EINS og oliuævintýri geta
reynst tvibent þeim sem i þeim
lenda, og verður ekki fariö út i þá
sálma nánar hér. Við skulum
heldur reyna að slá þvi föstu, að
þjóðernisstefna, sem vit er i, er
kjarabarátta, er bandamaður
lýðræðislegs hugsunarháttar.
Vegna þess að hún stuðlar að auk-
inni dreifingu valds, færir
ákvarðanatekt nær sjálfu þvl
fólki sem ákvarðanir bitna á.
Vinnur að jafnrétti gegn þróun,
sem i nafni framfara, hagræðing-
ar, samheldni stórra heilda i raun
mismunar fólki eftir búsetu — og
þar með i reynd eftir þjóðerni,'
uppruna. Vissulega hefur þjóð-
ernishyggja neikvæðar hliðar — i
hennar nafni hafa verið framdir
margir glæpir. Eins og það hafa
verið framdir hrikalegir glæpir I
nafni guðs, frelsis, sósialisma,
lýðræðis og hvers sem vera skal.
Þessar neikvæðu hliðar koma
ekki i veg fyrir, að smáþjóðir leiti
sér stuönings i þjóðernishyggju
til varnar gegn þeirri alþjóða-
hyggju, sem sterkar þjóðir hafa i
frammi i nafni framfara og hag-
vaxtar. Vegna þess að alþjóöa-
hyggja stórvelda reynist oftast
nær þjóðernishyggja stórþjóða,
sem hefur logið sig saman við
eitthvert samþjóðlegt hugmynda-
kerfi.
En auk þess sem þjóðernisbar-
átta eins og sú, sem nú var lýst, er
kjarabarátta, er hún einnig part-
ur af viðleitni manna til að varð-
veita „þau verömæti sem gera
Hfiö auöugra og fjölbreytilegra”
eins og skoskt skáld, þjóðernis-
sinni og kommúnisti, Hugh Mac-
Diarmaid, kemst að orði. Verð-
mæti sem menn virðast skilja
betur en áður, þvi betur sem þeir
kynnast meir hinum þunga vált-
ara iðnvædds mengunarsamfé-
lags sem á hámarksneysluna eina
aö guöi.
Arni Bergmann.
PiiHIi