Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 2«. október. 1974
Síöbúnar
þjóöhátíöar-
hugmyndir
Me6 nýju sunnudagsblaði
ýtum við á flot nýju Stangli og
vonum að þátturinn eignist af
sjálfsdáðum glaðbeitta frétta-
ritara i sem flestum lands-
hlutum og heimsálfum. Að
þessu sinni ýtum við Stangli úr
vðr með hálfgerðum vand-
ræðagrip sem datt ofan i si-
fullar ruslakorfur sumarsins
og fjallar um þjóðhátiðir. Það
efni er vist ekki enn dottið úr
tisku, þvi eins og menn vita er
verulegur hluti af útvarpsdag-
skránni fram til þessa dags
byggöur upp af hugljúfu þjóð-
hátiðarefni, og sjónvarpið er
enn ekki af stað farið að ráði i
þvi að gera þeim hlutum skil.
Hér við bætist að allir sem
haldið gátu á kvikmyndavél
og riflega það voru i sumar
önnum kafnir við að búa til
privatkvikmyndir fyrir bæjar-
félög, sýslur og hreppa um
ytra útlit þessara staða á þjóð-
hátið — að ógleymdum bæjar-
stjóranum, konu kaupfélags-
stjórans og hundinum prests-
ins og öðru þvi sem helst er
sýnilegt og áþreifanlegt af lif-
andi mannlifi.
Pistill hófst i upphaflegri
gerð á einhverju fimbulfambi
um mikilfengleg hátiða-
þyngsli sem islendingar taka á
sig á stórhátiðum. Eins og
menn vita er þetta gert i yfir-
bótarskyni fyrir það sukk og
glæfralegan gleðskap sem er á
landsmönnum utan hátiða.
Aðeins ein þjóð
Satt að segja getum við is-
lendingar að þvi er varðar
stórhrikalega alvöru i hátiða-
haldi ekki jafnað okkur við
neina þjóð nema ef vera kynni
Norður-Kóreumenn, sem eru
óumdeilanlegir heimsmeist-
arar i þessari grein. Og úr þvi
svo er komið, þá eigum við að
keppa við þá sem mest og taka
opinskátt mið af þeim eins og
kostur er. Þá hefðum við lika
bara átt að hafa einn ræðu-
mann á aðalhátið á Þingvöll-
um, en hann hefði lika mátt
tala helmingi lengur en nokk-
ur gerði þar og þá i helmingi
fleiri hátalara. Ef að við hefð-
um tekið þessa stefnu upp, þá
hefðum við fækkað sungnum
lögum um helming en marg-
faldað kórinn með þvi að
skylda alla þá sem verið hafa i
karlakórum til að syngja með,
en þeir eru um það bil 13% af
þjóðinni eða nokkru fleiri en
þeir sem kjósa Alþýðuflokkinn
um þessar mundir.
Mislitir hlutar
Og þá hefðu þeir Matthias
og Indriði tekið ráð i tima og
sett Höskuld Goða Karlsson
sögusýningarstjóra til Pjong-
jang fyrir fimm árum. Þar
hefði hann stúderað þá list, að
láta hundrað þúsund skóla-
stúlkur á engum tima mynda
með hreyfingum og mislitum
klútum ýmist andlitið á Kim II
Sung oddvita eða kornöx
bylgjandi eða traktor brun-
andi I morgunsárinu. Haldið
þið ekki það hefði verið mun-
ur, að sjá á Þingvöllum með
eldingarhraða skiptast á
landsföðurbros Ólafs
Jóhannessonar (það var nú
þá), skuttogara með vörpuna
úti og fisk i vörpunni og svo
Skarphéðinn að stökkva yfir
Markarfljót með öxina
Rimmugýgi á lofti? Og hefðu
að slikri skrautsýningu staðið
öll skólabörn á suðvestur-
landi. Og ef við hefðum undir-
búið okkur þannig, þá hefðum
við ekki staðið svo herfilega á
gati I skjaldarmerkjafræði, að
ruglast á hnigandi sól Sjang
Kæ-sjeks á Formósu og hækk-
andi gulri stjörnu Maós for-
manns, en þetta leyfðu þeir
sér nú prótókollséffarnir.
Hollt er
heima hvat
En hinu er heldur ekki að
neita, að á þjóðhátið má eins
vel hunsa erlendar fyrirmynd-
ir og byggja þeim mun ræki-
legar á þjóðlegri hefð, á þvi að
hollt es heima hvat eins og
bóndinn sagði, sem réði við-
haldið til sin i kaupavinnu. Þá
hefði vissulega annað orðið
uppi á teningnum.
I stað raunalega litlausrar
þjóðarsögu hefði mátt efna til
dýrtlðarreiptogs i þrihyrning
milli Vinnuveitendasam-
bandsins, ASI og rikisstjórn-
arinnar. Glimunni hefði mátt
fylgja mannjöfnuður milli úr-
valdsliða skagfirðinga og
þingeyinga og titlatog milli
einstakra starfshópa innan
vébanda Bandalags starfs-
manna rikis og bæja. Það
hefði mátt hafa hártoganir
milli ritstjóra dagblaðanna.
Ráðuneytisstjórar hefðu getað
skorið hrúta og rithöfundar
heföu barið lóminn sem fast-
ast. Formenn þingflokkanna
hefðu getað brugðið sér i
hornaskinnsleik og Geir Hall-
grimsson hefði auðvitað verið
inni. Færustu leikmenn hefðu
getað leikið af fingrum og
munni fram mótif úr æsileg-
asta og óendanlegasta reyfara
tslandssögunnar, en hann
heitir eins og kunnugt er Leit-
in að höfundi Njálu.
Miðilsfundurinn
mikli
Þjóðhátið hefði síðan mátt
ljúka á mesta miðilsfundi ver-
aldarsögunnar. Þriðjungur is-
lensku þjóðarinnar hefði setið
og haldist i hendur umhverfis
þann miðil sem best væri
stilltur inn á bylgjulengd
Þingvalla og spurt i gegnum
hann Ara fróða, Jón Arason og
Jón Sigurðsson að þvi sem
mestu skiptir fyrir þjóðar-
heildina og þjóðareininguna,
en það er: verð á bensini
næstu tvö árin, breytingar á
útlánsvöxtum næstu tvo mán-
uöina og veðurfar á Mallorca
næstu tvær vikurnar. Að lokn-
um miðilsfundi hefðu svo ver-
iö hýddir opinberlega þeir
friðarspillar og leiðindamenn
á ýmsum aldri, sem fyrr og
siðar hafa spillt þjóðarsam-
hug og eindrægni með þvi að
röfla um mál sem koma heild-
arþjóðartekjunum ekkert við.
—Skaði.
d-hlj ómur
E ^-hljómur.
cb
© t
C 0
M
C-hljómur.
c
C V
C
G^-hljómur
Katrín
Guöjónsdóttir
velur gítargrip við
vinsælustu lögin
TÖKUM
LAGIÐ!
Margir höfðu gaman af að
reyna við gitarinn i siðustu viku,
en þá kom Katrin með hljómana
við eitt lagið á splunkunýrri
plötu Þokkabótar, Litia kassa.
Nú hefur hún valið eldra lag,
sem er þó enn mjög vinsælt og
mikið sungið og spilað. Þetta er
eitt af lögum Bitlanna, sem nú
eru löngu hættir að leika saman,
Yesterday.
Þið kunnið lagið áreiðanlega,
en við prentum hér textann á
ensku og Katrin hefur skrifað
hljómana inná fyrsta erindiö og
viðlagið og dregiö skýringar-
teikningar með. Athugið að
moll-hljómar eru skrifaðir með
litum staf, dúrinn með stórum.
YESTERDAY
a
Yesterday
E7 a
All my troubles seemed so far away
d a
Now it looks as though they are here to stay
d a a
Oh, I believe in yesterday.
Suddenly
I’m not half the man I used to be
There’s a shadow hangin’ over me
Oh, yesterday came suddenly.
a ' t E7 a d
Why she had to go
G7 c E7
I don’t know, she wouldn’t say
a E7 a d
I said something wrong
G7 C
Now I long for yesterday
Yesterday
Love was such an easy game to play
Now I need a place to hide away
Oh, I believe in yesterday.
Why she had to go
I don’t know, she wouldn’t say
I said something wrong
Now I^ong for yesterday.
Yesterday
Love was such an easy game to play
Now I need a place to hide away
Oh, I believe in yesterday.
Græn-
lenskur
vinstriflokkur
Til þessa hafa grænlenskir
stjórnmálamenn ekki skipulagt
sig I flokka til hægri og vinstri
eins og tiðkast annars staðar, þó
aö augljóslega hafi að visu mátt
greina tilhneigingar I grænlensk-
um stjórnmálum sem bera svipuð
einkenni og annars staðar. Nú
virðist hins vegar vera að verða
nokkur breyting á yfirbragði
stjórnmálaátaka I Færeyjum.
Þegar kosningar fara næst
fram á Grænlandi verður það I
fyrsta sinn, sem kosningabarátta
stendur milli hægri- og vinstri-
manna, segir Grænlandspóstur-
inn. Þjóðþingsmaður Grænlend-
inga, Nikolaj Rosting, Knud
Hartling, fyrrverandi þjóðþings-
maöur og Otto Steenholt, lands-
stjórnarmaður munu skipa sér
hægra megin I kosningabarátt-
unni og bera fram sömu megin-
stefnumálin. Hins vegar verða
þeir Moses Olsen, fyrrverandi
fulltrúi Grænlendinga á þjóðþing-
inu i Danmörku, og Lars Emil
Johansen, þjóðþingsmaður,
vinstrameginn. Hyggjast þeir
stofna grænlenskan vinstriflokk.
Ljómandi sjónauki þetta. Ég sé grcinilega, að hérna neðar við
götuna er verslun sem selur þessa sjónauka 200 krónum ódýrar en
þú.