Þjóðviljinn - 20.10.1974, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974 ANNAR HLUTI: MANUDAGUR ..Þér ættuð að vera stolt yfir þvi, að þér eruð góð móðir í síðasta sunnudagsblaði byrjuðum við birtingu stuttrar sovéskrar skáldsögu um hvers- dagslif „vinnandi húsmóður”. Olga vinnur á rannsóknarstofu og býr i nýju úthverfi með manni og tveim börnum. Hún hefur áhuga á starfi sinu, en verkefnin hlaðast allsstaðar upp, heima og i vinn- unni. Sagan segir frá glimu hennar við þetta mikla álag. 1 fyrsta þætti, Mánudagsmorgni, kynntumst við einnig vinnu- félögum Olgu, Ljúsu Ijóshærðu og Ljúsu dökkhærðu, og fleiri persónur eru á leið inn I söguna. —ÁB Ég hlusta og samt heyri ég ekkert. Samtalið frá þvi i morgun er aftur farið að suða I höfði minu: Ég ráðlegg yður að taka yður á... Bölvað — og nú kemur min „veikindaskýrsla” einmitt fyrir augun á þeim. Það var leiðinlegt að ég fékk ekki að tala við Ljúsu Markorjan. Hún sér að það er eitthvað að. Hún faðmar mig að sér, dregur mig til sln og segir raulandi: — Hafðuengar áhyggjur, Olga, þú veröur ekki rekin. — Þeir ættu nú bara að þora það — Ljósa Ljúsa rýkur upp eins og galdrakarl úr öskju — hún sem á tvö börn. Samkvæmt reglunum verða þeir fyrst að senda aðvörun, en þú hefur ekki fengið annað en áminningu til þessa... Fyrir að koma of seint. Ég fer að skammast min. Ljósa Ljúsa er góð og hjálpsöm, en samt er mér það á móti skapi að tala I trúnaði I hennar viðurvist. — En skiljið mig, stelpur, ég er blátt áfram hrædd um að mér takist ekki að ljúka tilraununum áður en fresturinn er útrunninn. Eftir mánuð... — Uss, vertu nú ekki svona langt niðri grlpur Ljúsa Jarkorjan fram I fyrir mér. — Hvað á það að þýða að tala svona — vertu ekki langt niðri, segir ljóshærða Ljúsa. Þú sérð hvernig henni liður... Þú ættir heldur að segja henni að stilla sig. Og það er satt, Olga, þú imyndar þér svo margt. I guðanna bænum. Þetta bjargast allt, vertu viss. Ég fæ kökk I hálsinn við þessi orð. Það vantaði nú bara að ég færi að skæla. Dökkhærða Ljúsa kemur mér til bjargar: — Heyrið mig, fögru fljóð, segir hún og lemur ókkur rösk- lega á herðarnar. En hvernig væri að viö skiptum i þrjú horn? Ljúsa fær mlna Ibúð, ég flyt til Olgu og Olga til Ljúsu. — Og hvað svo? spyrjum við hissa. — Nei, annars, það er sama... Ljúsa Markorjan skrifar með fingri I loftið. Nei, svona ætti það að vera. Olga flytur til mln, ég til Ljúsu og Ljúsa til Olgu. Og þá skreppur allt saman. — Ætlar þú að skipta á þinni þriggja herbergja ibúð og sambýlisibúðinni minni? segir ljósa Ljúsa hlæjandi. — Nei, það vil ég ekki, en ég neyðist til. Ég tapa bæði á fer- metrum og þægindum. En ég fæ annað sem skiptir meira máli. Þú ljóskan, verður heldur ekki neinn svartipétur I þessu fyrir- tæki. Hann Dlma hennar Olgu er myndarmaður. Súrin minn verður ánægður — Olga er bæði yngri og þriflegri en ég. Og mig vantar ömmu. Er það I lagi? Hjálpið veslings kandidatsrit- gerðarhöfundi. — Það er alltaf eins, segir ljósa Ljúsa, þið getið ekki verið alvar- legar hálfa minútu I einu. Hún snýr sér við og ætlar að fara, en I sömu mund opnast dyrnar og Ljúsa er rétt búin að fella um koll Marlu Matvéévnu. — Þið hafið hátt, félagar, segir Marla Matéévna með sinni bassarödd. Þið truflið vinnuna. Hefur eitthvað komið fyrir? Ég grip I höndina á ljóshærðu Ljúsu I tíma, því hún hefur þegar búið sig undir að buna samtali okkar yfir M.M. (en svo köllum við Marlu Matvéévnu okkar I milli.) Við berum allar virðingu fyrir Maríu Matvéévnu. Við kunnum vel við andlegt flekkleysi hennar. En það er ekki hægt að tala um neitt I alvöru við hana. Við vitum fyrirfram hvað hún muni segja. Okkur finnst hún vera gamall Idealisti. Okkur finnst aö hún hugsi afstrakt. Hún þekkir ekki hversdagslegt llf, svlfur fyrir of- an það eins og fugl. Ævisaga hennar er til fyrirmyndar: fram- leiðslukommúna I byrjun fjórða áratugsins, svo vígstöðvarnar, pólitlska deildin. Hún býr ein, dætur hennar ólust upp á barna- heimili, og eiga nú börn sjálfar. Marla Matvéévna er öll I vinn- unni — I framleiöslunni og I flokknum. Hún er sjötug. Við berum virðingu fyrir M.M. fyrir verðleikum hennar. Getum viö nokkuð annað gert? — Af hverju standið þið hér? spyr María Matvéévna ströng. — Við erum að taka Olgu til bæna, segir dökkhærða Ljúsa brosandi, hún... — I hvaða tilefni? — Hún kom of seint... skýtur ljóshærða Ljúsa inn I flýti. Marla Matvéévna hristir ásakandi höfuðið eins og hún vildi segja: og ég sem trúði á yður. Mér er farið að liða illa og Ljflsum báðum llka. Svona getur maður ekki komið fram við M.M. — Marla Matvéévna, segi ég opinskátt, án þess þó að svara spurningu hennar. Ég hefi þessa einkennilegu tilfinningu — ég á tvö börn og mér finnst eitthvað að þvi. Ég er 26 ára, á tvö börn, það er... — Fyrirbyltingarfordómar... hvislar Ljúsa dökkhærða. — Hvað eruð þér að segja, Ljúsa? Maria Matvéévna er næstum þvi reiö. Hvernig getur yður dottið annað eins I hug, Olga? Þér ættuð að vera stolt af þvi að þér eruð góð móðir og þar að auki góður starfsmaður. Ekta sovét- kona. M.M. talar, en ég spyr sjálfa mig auðvitað, hvers vegna ég eigi að vera stolt, með hverjum hætti ég sé góð móðir, hvort það sé nokkur ástæða til að hrósa mér sem starfskrafti og hvað sé inni- falið I hugtakinu „sönn sovét- kona”. Það væri út I hött að bera þessar spurningar upp við Marlu Matvéévnu, hún mundi ekki svara þeim. Við róum M.M. með þvl að ég hafi veriö I slæmu skapi og það sé liöið hjá. Við snúum aftur til okkar herbergis. Ég hefi ekki fengið neitt af viti um spurningaskrána. En Ljúsa sendir mér miða: það á að skila þeim á mánudag. Þeir vilja heyra okkar álit. Kannski þurfum viö að spyrja þá? Takk, þetta er nóg um spurningaskrárnar. Ég næ I það sem gert var á föstudag og hreinskrifa niður- stöður af síöustu tilraunum fyrir Ljflsu Markorjan. Svo næ ég I stóra papplrsörk og dreg inn á hana mismunandi llnur. Þetta á að verða skema yfir allar tilraunir sem gerðar hafa verið. Glertrefjaefnið sem við fyrst fengum reyndist of stökkt. Við breyttum efnasamsetningunni og þurftum að byrja aftur á öllum tilraununum: rakaáhrif, hitaþol. eldþol. Aldrei hefði ég getað imyndað mér, að ég mundi sýna sllka alúð og varfærni skolpleiðsl- um og niðurföllum. Ég átti einu sinni samtal um þetta við dökkhærðu Ljúsu. Ég játaði að mig hefði dreymt um aðra rannsóknastofu.Ljúsa fór að hlæja: „Þið eruð snjöll, þetta unga fólk, öll viljið þið vinna við geimferðir, en hver á að sjá um lifið hér niðri á jörðinni? Svo spurði hún allt I einu: Hefur þú aldrei átt heima I húsi þar sem skitugt vatn drýpur gegnum þak- ið vegna þess að rörin eru gömul og ryðguð? Það kom á daginn að við þekktum báðar alltof vel til slikra aðstæðna. En ég hafði ekki hugsað mikið um þær. Þvi meir sem ég fæst við þetta nýja trefjaefni, þeim mun meiri tökum nær það á mér. Það er mér mikil raun að blða eftir niður- stöðum rannsóknanna. Hvernig stenst efnið álagsprófanir? Hvaða traustleika höfum við náð? Og svo stendur allt fast i mekanisku stofunni. Umferðar- hnútur. Allt annað gengur eðlilega. Ég byrja að draga upp skema yfir eðlis- og efnafræðitilraunirnar — þeim er næstum þvl lokið. Hægt skrifa ég hvern dálkinn á fætur öðrum meðan ég blaða I skýrsl- unum. Vinstri hönd heldur reglu- stikunni I réttri linu, hægri höndin skráir tölurnar, meðaltal af þrem umferðum, á töfluna. Maður verður að hafa sig allan við til að láta sér ekki verða á yfirsjón. — Olga, Olga, er kallað veikri röddu. Klukkuna vantar tiu minútur I tvö, ég fer núna, hvað vantar þig? í dag er röðin komin að Sjúru að annast innkaupin fyrir „fjöl- skyldumæðurnar”. Við erum vön að kaupa inn fyrir allar I einu. Við höfum langt hlé frá tvö til þrjú, þegar minnst er örtröð I búðun- um. Ég panta smjör, mjólk, kíló af pylsum og hveitibrauð til að borða I vinnunni. Ég ætla ekki frá mlnu borði, ég er víst búin að sólunda nógum tlma I dag. Dökkhærða Ljúsa hefur falið sig einhvers staðar og hún er vlst llka að reyna að ná upp þvl sem hún hefur vanrækt. Hún birtist tiu minútum áður en hléinu lýkur. Af kjól hennar og hári stafar lykt sem minnir á lakk, lykt sem er vel þekkt hér I húsinu. Hún er banhungruð og við étum helming- inn af pylsunni minni, skiptum á milli okkarhveitibrauðinu og skol- um matnum niður með vatni úr krananum. Ég sökkvi mér aftur niður I töludálkana. Síðari hluti dagsins llður svo hratt og tiðindalaust, að það liður drjúg stund áður en ég skil, hvers vegna allt I einu er ys og þys I okkar kyrrláta herbergi. Vinnutlmanum er lokið. Aftur ek ég I strætisvagni, sem aftur er yfirfullur, og svo með neðanjarðarlestinni. Ég skipti um linu á Bélorússkaja. Aftur hleyp ég upp og niður stiga. Ég má ekki koma of seint — þau hin koma heim rúmlega sex. 1 lestinni stend ég úti I horni við hliðina á lokuðum dyrum. Ég stend þar og geispa. Ég geispa svo opinskátt að ungur náungi við hliðina á mér getur ekki stillt sig um athugasemd: — Þér hljótið að hafa reynt eitthvað spennandi I nótt er leið, ungfrú. — Ég ruggaði börnum I svefn, segi ég til að fá að vera I friði. Ég geispa og hugsa um morg- unn þessa dags. Mánudagsmorg- un. Kortér fyrir sex hringir slm- inn. Lengi, lengi, þetta hlýtur að vera langlinusamtal. Nei, það er dyrabjallan, sem hringir. Er komið skeyti? Kannski frá Veru frænku, sem ætlar að koma I óvænta heimsókn? Ég sendist út I ganginn. Þar liggur simskeyti á gólfinu, sem þegar hefur verið opnað, það stendur ekkert á þvl, á þvi eru bara nokkur göt. Ég svlf yfir þetta skeyti og sný mér við til að komast aftur upp I rúm ...... Loksins skil ég að það er vekjara- klukkan sem er að hringja og ég segi við hana: það ætti að skjóta þig. Hún þagnar um leið. Kyrrlátt mvrkur. Mvrk kyrrð. Ég stekk fram úr rúminu og klæði mig I snatri, allir krókar smella I sinar lykkjur, og — kraftaverk hefur gerst —þær sem rifnað höfðu eru nú saumaðar á sinn stað. Ég hleyp út I eldhús og set vatn yfir eld I te og makkarón- ur. Annað kraftaverk, það var bú- ið að kveikja á gasinu, vatnið I kastarholunni ólgar og tevatnið sýður. Ketillinn byrjar að flauta eins og fugl: fújt-fú, fújt-fú, fújt- fú....Og allt, I einu renna þau sannindi upp fyrir mér, að það er ekki ketillinn sem flautar heldur nefið á mér. Ég get ekki vaknað. 'Nú byrjar Dlma að ýta við mér, ég finn hönd hans á bakinu á mér, hann snýr mér við og segir: Olga, Olga, reyndu loksins að vakna, við skulum ekki þveitast um aftur eins og vitleysingjar. Og loksins fer ég á fætur I raun og veru: ég klæði mig hægt og kræki vitlaust og það vantar eina lykkju á kjólinn. Ég fer fram I eldhús og er næst- um þvl dottin um dregilinn I ganginum. Það er ekkert gas, eldspýtan brennur út, ég brenni mig á fingrunum. 0. Ég þefi gleymt að skrúfa frá gasinu. Loksins kemst ég fram I baðher- bergi. Ég þvæ mér og gref and- litið I hlýtt og loöið handklæöi. Þaö er sem ég sofi hálfa sekúndu og ég vakna aftur segjandi: skjót- ið það allt niður til fjandans. Nei, þetta er einhver vitleysa. Það þarf ekki að salla neitt niður. Allt er gott og dásamlegt. Við höf- um fengið ibúð I nýju húsi. Kotja og Gúlja eru indælisbörn. Við Dima elskum hvort annað, og ég hefi skemmtilega vinnu. Það þarf ekki að salla neitt niður, alls ekk- ert. Vitleysa er þetta. Framhald næsta sunnudag. „Þrátt fyrir alla löggjöf sem átti að frelsa konuna, heldur hún áfram að vera þræll, vegna þess að heimavinnan kyrkir hana, for- heimskar og niðurlægir, hlekkjar hana við eldhús og barnaherbergi og starfsþreki hennar er eytt i óhagkvæmt, smálegt, tauga- shtandi og forheimskandi strit. Raunveruleg frelsun konunnar, sannur kommúnismi, kemur ekki fyrr en allsherjarbarátta alþýðu við stjórnvöl hefst gegn smálegum hússtörfum, eða réttara sagt, með þvi að breyta þeim i sósialiska sambýlishætti á grundvelli stórra eininga.” Lenin, 1919

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.