Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 23

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 23
Sunnudagur. 20. október. 1974'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Gunnar Gunnarsson: „Hver er næst? - mér er spurn” Forysta Alþýðuflokksins breikkuð, teygð og toguð „Hvaö er næst? — Mér er spurn”. Þessi örlagaþrungnu orö lásu menn I Mogganum i siöustu viku, en höfundur þeirra er hinn djarfi, frumlegi og gáf- aöi kaupmaöur Guölaugur Bergmann i Barnabæ. Og viö skulum rýna ögn i merkingu þessarar merkingar- bólgnu setningar og taka fram- haldiö til hliösjónar: „Hvaö er það næst sem viö megum ekki sjá, lesa eöa heyra að dómi menningarpostulanna? Þeir vita hvaöa menning er okkur fyrir bestu og eins og þeir segja: frelsi er gott svo langt sem þaö nær, en það verður að takmarka” og þeir ætla aö ákveða fyrir okkur, hvað sú takmörkun nær langt. Þetta Keflavikursjónvarps- mál er I sjálfu sér ómerkilegt sem slikt, en látum þaö ekki slá ryki i augu okkar. Þaö gæti bara oröiö byrjunin. Við höfum þá alltaf aöstööu til aö láta i ljós skoðanir okkar meö undirskrift og ef ekki er tekið mark á henni, þá getum við sett X viö einhvern annan stjórnmálaflokk, sem ef til vill er ekki til i dag, en gæti orðið til ef enginn vill taka mark á hinum þögla meirihluta”. Það var hinn mikilhæfi og menntaði fréttaskýrandi og stjórnmálasérfræðingur, Breiöur Björn Diggó, sem vakti athygli undirritaös sérfræöings á hinum þrungnu oröum Gulla i búöinni. Sjáöu til, sagöi BB Diggó og talaöi meö fullan munninn af frönskum, þannig að hann likt- ist helst formanni annars rit- höfundarfélagsins þar sem hann sat i sóffa og blés þungt meö nefinu: Gulli er ekki fífl Gulli er ekki fifl, eins og Sigurlaug freistast til að vona. Hann spyr hvað komi næst. Um það er ljóslega hægt að lesa i bók minni „Voru guðirnir geim- farar”, en þar er skýrt tekiö fram, að hinn þögli meirihluti láti verst i svefni. BB Diggó er ekki vanur þvi aö tala ljóslega, a.m.k. ekki I sjón- varpiö, en nú var hann i heilla- vænlegu óráði og hann skýrði viðburði vikunnar eins og aö drekka vatn með nefi annars manns. Þessi stjórnmálaflokkur, sem ef til vili er ekki til i dag — gæti Gull i í Barnabæ — verður væntanlega einn af ritstjórum Þögla fálkans og fjármálaráðherra nýja flokksins oröið til á morgun, fimmtudag. Þaö er þetta sem Guölaugur kaupmaður er aö segja. Unga island Og sanniö til, hélt Diggó áfram óráöinu: „I vor, um það leyti sem þessi rikisstjórn sem nú situr liöast sundur og Fram- sókn stendur uppi og vantar fólk i ráöherrastóla, þá hinn nýi flokkur þögla meirihlutans alskapaöur og tilbúinn að taka völdin. Þaö eru engir aukvisar sem Guðlaugur kaupmaöur hefur sér að baki. Þar standa frelsishetjur vl með Þór Vilhjálmsson i fararbroddi, Þorstein stjarna við hliö hans og svo alla hersinguna: Albert Guömundsson, Hreggviö Jóns- son, Birgi Viöar, Georg Viöar, Matthias og Eykon, Þorvald, Rich aðmirál og Hrafn Gunn- laugsson. Þessir menn munu hefja merkiö I anda unga Islands og þegar i stað mun Geir Hall- grimsson ganga til liös viö hers- inguna, en meö þvi aö Geir losar sig undan ofurvaldi Framsóknar og samfylkingin sér dagsljósiö, þá losnar um liklega sem óliklega, og fylking hins þögla meirihluta heldur inn i þingsali undir herópi sinu: Hvaö er næst — mér er spurn. Albert forseti BB Diggó, fréttaskýrandi og stjórnmálasérfræðingur teygöi úr sér á sófanum og lét nokkrar igrundaðar setningar ryðjast gegnum nefiö eins og væri hann Jónas: Albert Guömundsson ætlar sér ekki aö eiga sæti i þeirri rikisstjórn sem tekur völd hér i vor. Hans timi er ekki kominn þá. Hann verður forseti hins nýja rikis á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Á Bessastöðum veröa geröir viöáttumiklir fót- boltavellir og Hreggskrifur menntamálaráðherra fær sér- stakt herbergi þar til aö þjálfa rithönd sina. BB Diggó veit hvaö hann syngur, og þaö er aðeins þess vegna sem hann fær aö blása boðskap sinn á þessum dýru sið- um. Hann stundar nú nám i Stjórnmálaskóla Sjálfstæöis- flokksins, en þaö er einmitt þar, sem hinir mikilhæfustu sér- fræðingar hafa dvalið og ornað sér við arineld menntanna. Allar sjoppur tapa Taktu lika eftir einu, sagði Breiður Björn: Sama daginn og Mogginn birtir hin framtiðar- bólgnu orö Guölaugs i Barnabæ: Hvað er næst? — Mér er spurn, þá birtist frétt i blaöinu um gifurlegt tap á smásölunni. Hver einasta sjoppa I þessu landi hefur tapaö tuttugu mil- jónum á hverjum mánuöi siöan i vor. Hver stendur fyrir þessu? Hver borgar brúsann? Ekki neytendur, svo mikið er vist. Gulli ætlar sér ekki aö borga þetta tap, og það er þess vegna sem hann geysist nú fram á rit- völlinn og i pólitikina. Hann er á flótta undan þjóðnýtingar- áformum Geirlaugar. Hann vill ekki greiöa fyrir tapiö og hann sér ekki framá annað, en eftir- leiðis veröi að greiöa niður skyrtur og gallabuxur. Og ef neytendur greiöa ekki tapiö af smásölunni, hver gerir þaö þá? Rikissjóður. Niöurgreidd smá- sala þýðir i augum Guölaugs aðeins þjóönýting. Og það ætlar hann aö stöðva meö flokksstofn- uninni. Þögli flokkurinn sefur, en hvað verður, þegar hann vaknar? Hvað næst — ungi maöur? Og nú sofnaöi Breiður Björn Diggó á sófanum og var ekki að Skiptast á Þau mistök uröu i umbroti þessarar siöu i siöasta sunnudagsblaði, aö höfund- arnafn féll niöur, en var reyndar kynnt á forsiðu i staðinn: Jón Hjartarson leikari. t dag er þaö Gunnar Gunn- arsson blaðamaður sem horfir gegnum skopgleraug- un á atburði undangenginnar viku, en hann mun hlaupa i skarðið fyrir Jón öðru hverju, þegar alltof mikið er að gera i leikhúsinu. sjá, að hann hefði persónulega áhyggjur af bægslagangi meiri- hlutans á bak viö tjöldin, enda höfum við lúmskan grun um aö stjórnmálasérfræðingur sjón- varpsins og mesti frétta- skýrandi sem Island hefur enn alið, hafi bjargaö bjór sinum og eigi visa ritstjórastööu á vænt- anlegu málgangi þögla meiri- hlutans: Þögla fálkanum. Ég sting upp á Benedikt! Þaö þarf aö breikka forystulið Alþýðuflokksins, mælti Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins af sannfæringarkrafti sem honum einum er laginn, þegar BB Diggó, fréttaskýrandi rikisins, spuröi hann spjörunum úr i út- varpinu i vikunni. Þaö þykja þjóöinni reyndar ekki ný tiöindi, að breikka þurfi forystuliðið i þessum mikla baráttuflokki alþýðunnar. En það nægir bara ekki að breikka hvern einstakan I forystuliöi flokksins, það er ekki hægt aö teygja á mönnum og toga þá út til hliöanna endalaust. Gylfi stendur nú frammi fyrir mikl- um vanda. Undirniðri gerir hann sér ljósa grein þess, aö skrokkar Alþýöuflokksins þola ekki endalausa breikkun, og ekki er um að ræöa aö fjölga i flokknum. Björn teygjanlegur Hvað er þá til ráða? Björn Jónsson sem er nýlega genginn i Alþýðuflokkinn hefur breikkað meira en góöu hófi gegnir, enda hefur hann látiö teygja á sér meira en góðu hófi gegnir. Gylfi er mát andspænis þessum teygjukarli, sem tekur á sig allra kvikinda liki og litur stundum út eins og fjöldi manns, þannig aö hann reynir að fjölga sér eins og Björn. Hann hefur skipt sér. Ýmsum mun finnast Gylfi betur til skiptingar fallinn en Björn, þar eð hann er breiðari um miöjuna, en það er misskilningur. Skipt- ingu Gylfa fylgja ýmsar auka- verkanir, sem ljóslega sjást af þvi, aö hann hefur nú loksins komiö auga á Benna Gröndal. Hver veröur eftirmaöur þinn i formannssætinu, Gylfi? spuröi BB Diggó, fréttaútskýrandi og stjórnmálasérfræöingur rikis- ins i fréttaauka I vikunni. Og Gylfi leit kæruleysislega um öxl, um þaö bil sem Björn klauf hann i heröar niöur og sagði: Ætli þaö verði ekki Benni. Skatta- pólitík ét mm jr m I IjOSI reynslunnar Danskur teiknari hefur með þessum hætti túlk- að stefnu stjórnar sinn- ar i skattamálum. Kannski teikninguna megi að ýmsu heimfæra upp á fleiri lönd?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.