Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 24

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 24
DIOÐVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykja- vikur, slmi 18888. Kvöldsfmi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Sunnudagur. 20. október. 1974 Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúöanna I Reykjavík vikuna 18.—24. okt. er i Vesturbæjarapóteki og Háaleitisapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstööinni. Simi 21230. Marsvin aft gæöa sér á káli Kanina I bliri Eitt af uppáhaidsdýrunum hennar Dagbjartar, hvlt rotta. Dagbjört Gunnarsdóttir meö marsvlnsunga I höndunum. Að vera músahirðir er sjálfsagt með sjaldgæf- ustu störfum, og hér á landi vitum við bara um einn slíkan. Sá heitir Dag- björt Gunnarsdóttir, og við hana ræddum við fyrir skömmu um þetta óvenju- lega starf hennar, en hún vinnur hjá rannsóknar- stofunni að Keldum. — Eiginlega er ekki rétt aö kalla mig músahiröi, ég hiröi og hugsa um fleiri dýrategundir hér, ég sé um rottur, mýs, marsvin og kaninur, en þessi dýr eru notuö við ýmiskonar rannsóknir hér að Keldum, sagði Dagbjört. — Hvaö ertu búin aö vinna hérna lengi? — Marsvinin eru nær eingöngu notuð til að fá úr þeim blóð til rannsókna. Aöur en þau komu hingaö var blóöiö flutt inn, en þaö var vist oröið svo óskaplega dýrt að það margborgaði sig að vera meö dýrin hér, þótt þau væru mjög dýr i innkaupi þau fyrstu. Rotturnar eru svo aftur notaöar til tilrauna hjá lyfjafræðistofnun- inni og eins töluvert á lifeðlis- fræðistofnun háskólans. Og mýsnar eru notaðar svipað og rotturnar. Kaninurnar eru enn ekkert notaðar, en ég held að byrjað verði á þvi næsta vor. Ég gleymdi þvi, já, að rottur og mýs eru notaðar þegar verið er að prófa ný bóluefni. — Eru dýrin látin lifa áfram eftir að þau hafa verið notuð við tilraunir? — Nei, það er regla að svæfa þau eftir að þau hafa verið notuð við tilraunir. — Ég sé að það eru mörg dýr saman I búri, en er ekki hætta á að þau drepi unga hvers annars nýfædda? — Marsvinin geta drepið unga sina ef þau verða hrædd, en rottur og mýs gera það ekki nema ef eitthvaö er að ungunum, þá drepa þær þá undantekningarlaust og eta þá. Og ef eitthvert fullorðið dýr drepst i búrinu, þá þarf mað- ur að vera ansi snöggur að ná hræinu, annars yrði það etið. Þetta virðist vera einskonar þrifnaðarráðstöfun hjá þeim. — Er mikið um að fólk komi og fái hjá ykkur gæludýr? — Það er mjög mikið spurt um það, en við látum alls engin dýr frá okkur, það er ófrávikjanleg regla. — Hvort heldurðu að þessum dýrum liði betur einum I búri eða mörgum saman? — Það er mjög misjafnt. Mýs geta alls ekki verið einar I búri, þær þola það illa. Afturámóti virðist rottunum vera alveg sama, og oft virðist þeim alls ekki liða verr að vera einar I búri. — Nú veit maður um fólk sem notar þessi dýr sem gæludýr á heimili, heldurðu að þau séu hent- ug til þess? — Það get ég varla Imyndað mér, það er svo óskaplega vond lykt af músum og rottum og raun- ar af marsvinunum lika, það væru þá helst kaninurnar. — Og að lokum Dagbjört, hvaða dýrategund af þessum 4 heldurðu mest upp á? — Ég held langmest upp á rott- urnar, enda eru þær skemmtileg- astar. Þær eru eins og ég sagði áðan gáfaðastar af þessum dýr- um og fjörugastar, og það er mjög auðvelt að kenna þeim ýmislegt. —S.dór — Það eru vist orðin ein 3 ár sem ég hef haft þennan starfa með höndum. Ég var þessu nú ekki alveg ókunnug, þvi að faðir minn var hér bústjóri, og í eina tfð hafði móðir min það starf að hugsa um tilraunadýrin, en þetta var nú ekki orðið eins viðamikið þá og nú. — Sjálfsagt fer nú um suma þegar þeir hugsa um mýs og rott- ur, likar þér þetta starf vel? — Agætlega, þetta er alls ekki verra starf en hvað annað. — 1 hverju er svo starfið fólgið? — Það er fólgið I þvi að gefa dýrunum, hreinsa búrin þeirra, sjá um að þau fjölgi sér eðlilega, halda skrá um þau og svona ýmislegt i kringum þetta. Mest verkið er að hreinsa búrin, en annars er þetta ekki meira starf en svo, að ég grip oft til hendinni við annað hér á stofnuninni. — Nú ertu þarna með 4 dýra- tegundir, er mikill munur á að umgangast þau? — Já, hann er nokkur. Marsvin- in til að mynda eru mjög við- kvæm og taugaveikluð. Þau reyna að komast I felur ef ókunn- ugir koma og nota til þess sömu aðferð og strúturinn, fela á sér höfuðið. Segja má einnig að kaninur séu mjög viðkvæmar. Aftur á móti eru rotturnar bráð- gáfuð dýr, og mér finnst þær einna skemmtilegastar af þess- um dýrum. Sem dæmi get ég nefnt að ef ég geri eitthvert rusk við búrið þeirra þá þjóta þær að visu til, augnablik, en koma svo strax aftur að athuga hvað þetta hefur verið. Mýsnar og marsvinin aftur á móti fela sig og koma ekki fram aftur fyrr en ró er komin á. — Hvað gefið þið þessum dýr- um að borða? — Marsvínin og kaninurnar fá mikið af káli og öðru grænmeti, en mýsnar og rotturnar fá sér- stakt fæði sem flutt er inn. Það er mesti vandinn við fóðrunina að fita þau ekki of mikið, einkum eru marsvinin viðkvæm fyrir þvi að fitna um of. MYNDIR OG TEXTI S.DÓR — Hér er um mjög stóra hópa af hverri dýrategund að ræða, held- urðu að þau þekki þig? — Já, ég er alveg viss um það, vegna þess að ef einhver annar kemur með mér kemur mikill ó- rói I þau, sem aldrei kemur þegar ég er ein. — Til hvers eru svo þessi dýr aðallega notuö? Þetta er ekki verra starf en hvaö annað segir eini músahirðirinn á íslandi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.