Þjóðviljinn - 22.10.1974, Side 8

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 22. október. 1974. Þriöjudagur. 22. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 nBaæasBasnni asa trönsku keisarahjón og krónprinsinn, Resa Kýros. Nöfn drengsins eruijós vottur um þá viöleitni keisarans aö gera sér sem mestan mat úr fornfrægö landsins. máli. Hann er metnaöargjarn meö afbrigðum og sjálfstraustiö og sjálfsdýrkunin slik, aö þar hafa fornkonungar persa varla staöiö honum á sporði, enda leggur hann allt upp úr aö veröa ekki minni höföingi en þeir. Til þess aö þegnarnir gleymi enga stund að tilbiðja hann skyldar hann öll dagblöö landsins.aö birta myndskreytta forsiðuklausu um keisarafjölskylduna minnst ann- an hvern dag, og hvarvetna i landinu, jafnt á opinberum stööum, skrifstofum og heimilum hanga uppi hlið við hliö myndir af keisaranum og Ali, tengdasyni Múhameðs spámanns, sem er mestur dýröarmaður hjá Sjiitum, þeirri grein íslams er persar aöhyllast. Persar eru sagnamenn miklir og áhugamenn um ættfræöi ekki síöur sumir aörir, og fyrir alllöngu komst á kreik i landinu orðrómur þess efnis aö núverandi keisaraætt væri að langfeögatali komin af Safa- vidum, keisaraætt þeirri er rikti yfir landinu á sextándu og seytjándu öld, en á þeim tima varö vegur persa hvað mestur i múhameðskum dómi. Eldri sögn hermir þvi til viðbótar að Safavidar séu afkomendur Sassanida, stórkónga þeirra persneskra er lengst öttu kappi viö Róm og Býsans, en þeir áttu aftur aö vera komnir af Akkamenidum, stofnendum fyrsta persneska stórveldisins. Meö þessu móti hefur Múhameö Resa eignast ættartré allt aftur til Kýrosar mikla, og segir sig sjálft aö ekki er það að óvilja hans aö sagnir sem þessar ganga ljósum logum i landinu. 70% ólæsi Núverandi sja-an-sja, sem nú er fimmtiu og fjögurra ára aö aldri, er viö hestaheilsu og slikur þjarkur og hamhleypa til vinnu að þar slær honum varla nokkur við af nútima þjóðhöfðingjum nema Fidel Castro á Kúbu. Sagt eraö keisarinn vinni oftlega átján stundir á sólarhring og geti ekki fest blund aö vinnudegi loknum nema með þvi að taka riflega skammta af svefnlyfjum (þess þarf Castro ekki). bótt hallir hans og hirð glitri af skarti sem helst minnir á Þúsund og eina nótt, þá er keisari sjálfur sagöur foröast allt persónulegt óhóf, enda fyrir- litur hann Vesturlönd og telur þau oröin slöpp og úrkynjuö vegna óhófslifnaðar þjóðanna þar. En nú eru gáfur og dugnaður aö sjálfsögöu engir kostir nema þessu sé beitt til góös, og stjórnarfarið i Iran er meö þvi móti aö aukin auösæld hefur fyrst og fremst komiö tiltölulega fá- mennum forréttindahópum til góöa, en þorri almennings er litlu eða engu betur settur en áöur. Embættismenn keisarans glamra mikiöum „hvita byltingu” Irans, sem þeir kalla svo og vilja með þvi meina aö vel sé hægt að búa til mannsæmandi þjóöfélög án þess aö taka upp marxískar megin- reglur. Hversu merkileg þessi „bylting” er má marka af þvi, aö ennþá eru sjötiu af hundraöi ibúa Irans, sem nú eru um þrjátiu og tvær miljónir, ólæsir og óskrif- andi. Uppistaðan i daglegri fæöu meginþorra landsmanna er enn- þá flatbrauð með jurtaoliu, og margir lifa á hungurmörkunum eða stundum fyrir neöan þau. Verst er ástandiö i sveitunum, sem hafa orðið mjög útundan i efnahagsþenslunni, og er þetta sama sagan og i Brasiliu, sem raunar á furöumargt sammerkt meö íran þessi árin. Skólun á kennurum og tæknimenntuöum mönnum hefur oröið mjög i skötuliki, og háir skortur á slfku fólki mjög framþróun i mennta- málum og framkvæmdum Augu og eyru stórkðngsins Þaö segir sig sjálft aö mikil römm ánægja vegna þjóöfélags- legs misréttis og ógnarstjórnar keisarans logar hvarvetna undir hinu skrautlega yfirboröi. Hinn mikli vigbúnaður keisara er aö miklu leyti hugsaöur til þess aö hræöa úr landslýönum hvers- konar uppreisnarþanka, og þar aö auki hefur Múhameö Resa til þess leynilögreglu sina, Savak, sem aö visu hefur varla náö þvi enn að veröa eins alræmd og bandariska CIA og sovéska KGB, en er engu að ,siöur meöal harð- snúnustu leyniþjónustustofnana i heimi. Hvað þetta snertir eins og á t'leiri sviöum búa persar að eldri erföavenju en flestir aðrir, þvi aö Darios stórkonungur er sagöur hafa komið sér upp leyni- þjónustu fyrstur þjóöhöföingja; sú stofnun var kölluö „augu og eyru stórkonungsins.” Af Savak er það ennfremur aö segja aö keisari fékk til sérfræöinga frá CIA og Mossad, israelsku leyni- þjónustunni, til aö skipuleggja hana fyrir sig á sjötta áratugn- um, og enginn efast um að Savak hafi enn þann dag i dag verulegt samstarf viö þessi systurfyrir- tæki sin bæöi. Fasteignir á Spáni og brynvarin þyrla Um aðferðir Savak er það að segja að þær eru eins ógeöslegar og verst gerist hjá þessháttar stofnunum. I tran er þaö daglegur viðburður aö fólk, sem Savak handtekur, sjáist ekki meir, og hvað pyndingar snertir standa Savak-menn i engu lærimeistur- um sinum i CIA aö baki. „Skepnuskapur Savak á sér engin takmörk,” sagði iranskur náms- maður erlendis nýlega. „Þeir berja fólk, rifa af þvi neglurnar, reka flöskur upp i endaþarminn á þvi, hleypa i það rafstraumi og nauðga konum fyrir augum eigin- manna þeirra.” Njósnanet Savak er einnig sagt mjög fullkomið og er fullyrt að þrjár' miljónir irana — einn af hverjum átta fullorðn- um landsmönnum — séu stofn- unninni innanhandar meö upp- lýsingar. Undir jafn öflugri ógnarstjórn er aö sjálfsögöu erfitt fyrir and- spyrnuhreyfingar aö starfa, en þær eru þó til. Alltaf ber þaö annað veifiö við að einhver hátt- settur embættismaöur eöa hers- höfðingi er veginn af óþekktum tilræöismanni, og sjálfur hefur keisari um sig svo öflugan lifvörö aö kalla má heilan her. Þessutan er hann með mestu stóreigna- mönnum heims og hefur komiö miklum hluta þeirra auöæva fyrir i fasteignum erlendis — þar á meðal á Spáni — og I svissneskum bönkum að sjálfsögöu. Og hvár sem konungur konunganna og velgeröamaður aria er og hvert sem hann fer innanlands, þá er alltaf á næstu grösum viö hann brynvarin þyrilvængja i gangi, reiðubúin aö fljúga með hann úr landi fyrirvaralaust. dþ fjórðung hlutabréfa i þeim al- ræmdasta af öllum þýskum auö- hringum — Krupp. transkt fjár- magn er lika þegar fariö að láta aö sér kveöa i Bandarikjunum, Bretlandi, Frakklandi, ítallu og Egyptalandi, auk þess sem tran hefur veitt fátækari rikjum eins og Indlandi, Pakistan, Afganistan, Bangladesj og Senegal beina efnahagsaöstoð. Og fjárfesting og efnahagsaöstoö þýöir bein efnahagsleg itök i hlut- aöeigandi löndum, eins og hvert barnið veit. Enn er þó ótalinn sá út- gjaldaliöur Irans sem liklega er stærstur, en það er vigbúnaður- inn. Það hefur þegar fjölmennari og betur vopnaðri her en nokkurt annað riki viö Persaflóa og heldur áfram að kaupa vopn i griö og erg, aðallega frá Bandarikjunum, sem raunar eru — og ekki vonum fyrr — farin aö hafa áhyggjur af þvi aö þau séu þar aö magna draug, sem alveg eins geti átt það til að snúast gegn þeim sjálfum. tran hefur nú stærri risaþyrlu- flota en nokkurt annað riki i heimi og gæti þannig á aðeins tuttugu og fimm minútum flutt heila her- deild yfir á vesturströnd Persa- flóa. Þá hefur Persakeisari fimmtán hundruö manna her i Óman til aö hjálpa furstanum þar til að berja niöur marxiska uppreisn og ræöur siglingum um Hormús-sund — þaö er að segja inn I Persaflóann — siðan hann hernam þrjá smáeyjar þar i fullri óþökk smáfursta þess, er taldist rikja yfir þeim. Með þessu hefur Persakeisari náb verulegu tangarhaldi á Vestur-Evrópu- rikjum, sem fá sextiu af hundraöi oliu sinnar frá Persaflóalöndum, og þó enn frekar á japönum sem fá niutiu af hundraði sinnar oliu frá þessu svæöi, og oliufram- leiöslulöndunum við Persaflóa sjálfum. Burt með USA og Sovét af Indlandshafi Ekkert bendir til að Sja-an-sja Arianeher (titill írans- keisara og þýöir: konungur kon- unganna og velgeröamaöur Aria) ætli að láta hér staðar numið i þeirri viöleitni sinni að gera tran heimsveldi á borð við það sem það var I tið keisaraættanna Akkamenida og Sassanida. Hann hefur mikil viöskipti við bæöi Bandarikin og Sovétrikin, en leggur kapp á að andæfa báðum jafnt. Þannig er svo að heyra aö nýafstaðin ferð keisarans til Singapúr, Astraliu, Nýja-Sjá- lands, Indónesiu og Indlands hafi öörum þræði verið farin til aö undirbúa jarðveginn fyrir hernabarbandalag Indlandshafs- rikja, og yrði hlutverk þess bandalags hvaö helst aö bægja áhrifum Bandarikjanna og Sovét- rikjanna frá Indlandshafi, en bæði risaveldin halda þar nú úti miklum herflota. Og þótt tran sé i hernaðarbandalagi viö Banda- rikin (CENTO), fer keisarinn I enga launkofa með aö sú tiö sé löngu liöin aö Sámur frændi geti sagt honum fyrir verkum. Ford Bandarikjaforseti lýsti þvi yfir fyrir skömmu að Bandarikin myndu ekki liða endalausar verö- hækkanir á olíunni, en Múhameð Resa lét sér hvergi bregða viö þá hótun. „Þótt viö kunnum að eiga samleið með Bandarikjunum um margt,” sagði hann, „þýðir hvorki fyrir þau né aðra að segja okkur fyrir verkum.” Ættartré keisarans Þótt margar ástæöur hafi oröið til að hlaöa undir hið nýfengna veldi Irans, fer ekki milli mála að hæfileikar og dugnaður keisarans sjálfs eiga hér drjúgan hlut að annar Daríos I öllum fyrirganginum út af olíunni/ sem varð upp úr Jom Kippúr-stríði araba og israels i fyrra# dróst at- hyglin hvað mest að Feisal konungi í Saúdi-Arabíu/ sem ræður meira oliu- magni að nokkur annar þjóðhöfðingi á jörðinni. Annar vestur-asískur ein- valdur hefur þó að líkind- um> þegar á allt er litið, magnast enn meir á olíukreppunni og því sem henni hefur fylgt, og sá er Múhameð Resa Pahlavi iranskeisari. Hvaö sem um þjóðhöfðingja þennan má segja — og fæst af þvi er gott — verður ekki á móti þvi borið að hann er i hópi þeirra at- hyglisverðustu af æðstu ráða- mönnum heimsins i dag og að undir hans stjórn hefur Iran þróast frá þvi að vera snautt og vanþróað leppriki i klóm erlendra auðhringa og stórvelda til þess að veröa eitt af þeim rikjum, sem ganga stórveldunum sjálfum næst að völdum og áhrifum. Siöasta áratuginn hefur Iran magnast meö sprengingarkennd- um hraöa og heldur þvi áfram. ,,Á næstu tuttugu og fimm árun- um,” segir keisarinn, „veröum viö orðnir eitt af fimm voldugustu rikjum heims.” Þenslan hefur skerpt stéttaandstæðurnar íran er i senn hrifandi land og andstyggilegt, fullt af sögulegum og félagslegum andstæðum. Persar uröu fyrstir þjóba til þess að koma á legg stórveldi, sem kallast gat heimsveldi og náöi frá Himalajafjöllum vestur I miðja LibiiT og frá Kákasusfjölium suðurundir myrkviöi Súdans. Persar eru ennþá ákaflega stoltir af þessari fortið sinni, og sjálfs- traust þeirra, sem komiö hefur að góðum notum viö framfarir siðustu ára, á aö miklu leyti rætur að rekja til stórveldis Kýrosar og Dariosar. Aðalástæðan til þess hvilikt efnahagslegt stórveldi Iran er orðið er þó auðvitaö olian, og má varla á milli sjá hvort meir dregur að sér athygli gesta og gangandi, leifarnar af höllum þeirra Dariosar og Xerxesar i Persepólis og moskurnar i Isfahan, sem ef til vill er stórkost- legustu minjarnar um Islamskan arkitektúr, annarsvegar, og hins- vegar oiiuborturnarnir niöri á sléttlendinu viö Persaflóann. A hinn bóginn hefur sá firnaauður, sem olian hefur fært rikinu, og gifurleg þensla i atvinnulifi og framkvæmdum i kjölfar þess peningaflóðs, ekki hiö minnsta dregiö úr þjóöfélagslegu misrétti. Þenslan, sem er svo ör aö margir landsmanna vita varla hvaöan á þá stendur veöriö, hefur þvert á móti á margan hátt skerpt þjóö- félagsandstæðurnar og magnað hatrið milli rikra og fátækra, um- bótasinna og íhalds, kúgara og kúgaðra. I Iran, og hvergi fremur en i höfuðborginni Teheran, er andrúmsloftið mengað hörku, hraða, spennu, og maður hefur á tilfinningunni að heiftarleg þjóð- félagsleg sprenging geti orðið á hverju næsta andartaki. Eða eins og breti, sem árum saman hafði kennt við iranskan háskóla, sagði við mig: Það spyr enginn hvort Múhameð Resa Pahlavi dreymir um að hefja íran til engu minni áhrifa i heiminum en það naut i fornöld. íran er þegar drottnandi her- veldi við Persaflóann — á auðugasta oliusvæði heims — og keisarinn stefnir að þvi að bægja herflotum risaveldanna frá Indlandshafi. En þrátt fyrir allan oliuauðinn býr þorri þegna hans eftir sem áður við eymd og menntunar- skort. bylting verði i Iran, heldur hvenær. Framfarir undir stjórn Pahlavi-feðga. Eftir siöari heimsstyrjöld voru oliulindir landsins að mestu i klóm breskra auðhringa, en sviptingarnar við breta á dögum Mossadeks leiddu til þess að bandariskir auðhringar náðu ljónspartinum af þeirri köku af vinum sínum bretum. Urðu bandarisk áhrif eftir það yfir- gnæfandi i landinu og ennþá kring um miðjan siöastliðinn áratug töldu Bandarikin íranmeðalsinna þægustu fylgirikja. Meö klókind- um, sem eru stjórnviskuarfur allt frá stórkonungum Akkamenida, vegna þessarar undangengnu þróunar var Iran á margan hátt betur undir það búið að hagnýta sér oliugróða síðustu mánaða en tii dæmis Saúdi-Arabia, sem hugarfarslega séð er enn langt aftur i miðöldum, og írak, sem hrjáð er af endalausum hjaðningavigum meðal stjórn- málamanna innbyrðis og striðum við kúrda. Einnig má á það benda að auöur Irans er meira en olian ein; þar er lika i jörðu mikiö af málmi og jarðgasi, sem þegar er fariö að nytja af miklum krafti. Þá er verið að breyta Moghan-sléttunni I landinu norð- vestanveröu i eitt af stærstu akuryrkjuflæmum jarðar. Af öðrum fjárfestingum má nefna prýðilegt veganet, sem tengir Persakeisari stefnir aö þvi aö gera riki sitt aö rikjandi veldi viö Indlandshaf og er þegar farinn aö sýna viöleitni I þá átt aöbægja her flotum risaveldanna þaöan. I samræmi viö þetta sýnir hann fátækari rikjum þar um slóöir náö og vinsemd og gerir þau háö sér meö efna- hagsaöstoö. Hér heilsar hann Indiru Gandhi, forsætisráöherra Ind- lands. tókst Iranskeisara og ráðgjöfum hans smátt og smátt að lempa til sin hlutabréfin i oliulindunum, og kringum 1970 voru Bandarikin hætt að reikna með íran sem öruggu leppriki. Ein helsta ástæöan til þess ab íran ber höfuð og herðar yfir Arabarikin, er sú aö saga efna- hagslegrar og þjóðlegrar endur- reisnar þeirra hófst fyrir alvöru fyrr og hefur verið samfelldari. Hún hófst á millistriðsárunum með föður núverandi keisara, þeim fyrsta af ættinni Pahlavi, og var komin i fullan gang að minnsta kosti áratug á undan oliuhækkunum siðastliðins árs, sem mestu gulli hafa veitt i sjóði oliuframleiðslurikja. Einmitt saman flestar helstu borgir landsins, og margskonar iðnað annan. Samfara efnahagsþensl- unni og iönvæöingunni hafa borg- ir landsins vaxið með óskapleg- um hraða. I lok siðari heimsstyrj- aldar voru Ibúar Teheran aðeins um fjögur hundruð þúsund en voru orðnir þrjár miljónir 1969. Samt búa ennþá sextiu til sjötiu af hundrað irana I sveitum. Herveldið við Persaflóann Ekki lætur Persakeisari þó duga að festa fé sitt og gæðinga sinna innanlands; hann er þegar á kreiki viða um veröld veitandi efnahagsaðstoð og kaupandi fyrirtæki. Frægasta tiltæki hans af þvi tagi til þessa var að kaupa Hann vill veröa Kristján Jónsson, varaformaður Sjómannasambands Islands: Kjaraskeröingarlög eins og hjá viöreisn „Aðalatriðið í væntan- legri kjarabaráttu sjó- manna hlýtur að vera að berjast gegn þessum nýju kjaraskerðingarlögum, jafnframt því að tryggja það, að sjómenn f ái kaupið sitt greitt", sagði Kristján Jónsson, stýrimaður úr Hafnarfirði, en hann var endurkjörinn varaformað- ur Sjómannasambands (s- lands á þingi þess, sem lauk um næstsíðustu helgi. „Aðalmál þingsins voru að sjálfsögðu kjaramálin, og þau lög, sem sett hafa verið á okkur sjómenn. Þessum hlutakjara- skerðingalögum rikisstjórnarinn- ar var mótmælt harölega á þing- inu. 1 þessum bráðabirgðalögum er farið mjög svipað aö og á timum viðreisnarstjórnarinnar, þegar hvað eftir annað var ráðist á kjör sjómanna meðþeim hætti að taka ákveðinn hluta af fiskverðinu áður en það kom til skipta. Það var ekki ráðist beint á kjara- samningana sem slika, þvi þeim var ekki breytt. Það sem um er að ræða, er það, að sá aflahlutur, sem til skipta kemur er skertur. 1968 var tekið af óskiptu 10-20% aflans og sett i stofnfjársjóö, mis- mikið eftir þvi hvers lags fisk var um að ræða. Tekið var sérstakt gjald til útgerðarinnar, sem upp- haflega var 17% ef landað var innanlands, en 22% ef landað var erlendis. Siðan þá hafa allir okkar kjarasamningar miðað að þvi að fá eitthvað af þessu til baka. Tekist haföi að saxa á þetta, þvi þaö sem tekið var af óskiptu þeg- ar landað var erlendis var komið niður I 16%, en er svo hækkað núna upp i 21% með bráöabirgða- lögunum. Búið var að fella niður þetta sérstaka gjald til útgerðarinnar af fiski sem landað var hér heima. Með samningum hafði það gjald verið lækkað úr 17% I 11%, og siðan var þaö fyrsta embættis- verk fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, Lúðviks Jósepssonar, að afnema þetta gjald með bráða- birgðalögum. Rikisstjórnin hefur nú með bráðabirgðalögunum ákveðið að taka þennan hátt aftur upp, og eru nú tekin 15% af óskiptu til stofnfjársjóðs af þorski og öðrum fiski, sem landað er hér heima. Auk þess er sett nýtt gjald á út- flutning. Það fé, 4%-5% af út- flutningsverðinu, á að renna i oliusjóð. Þetta er gömul aðferð, sú að taka gjald af útflutningnum. Fyrst var þetta gert til þess að afla f jár til þess að greiða trygg- ingargjöldin af skipunum, en all- ar svona ráðstafanir rýra fisk- verðið, þvi það kemur til frá- dráttar á þvi. Sjómenn verða ekki eins mikið varir viö þessa aðferð eins og þá aö taka af óskiptum aflahlut. Hins vegar virkar þetta þannig, að i raun verður 4%-5% gjald að 9% gjaldi, sem dregst frá við verðlagningu fisksins, þvi reiknað er með að verömæti fisksins tvöfaldist eftir að hann hefur veriö unninn I landi, að visu misjafnt eftir þvi hvaöa tegundir um er að ræða. Það sem ef til vill hefur ýtt undirþað, að þessi háttur er hafð- ur á til þess að ná fé til rekstrar útgerðarinnar, er það, að aðilar hafa átt erfitt með að fá þær greiðslur hjá útgerðinni, sem þeir hafa átt að fá. Eins og ég sagði áðan voru útflutningsgjöldin sett á til þess aö borga tryggingagjöld Kristján Jónsson útgerðarinnar. Siöan kom röðin að opinberum sjóðum, sem lika hefur gengið erfiðlega aö fá sinar greiöslur og ný gjöld voru sett á fiskverðið, til dæmis varðandi stofnfjársjóð, en hann sér um af- borganir og vexti af skipunum. Nú koma oliufélögin og vilja fá sinar greiðslur á þennan hátt. All- irþessir aðilar fá nú orðið greidd- an sinn hlut án þess að peningur- inn, sem þeir fá fyrir þjónustu við útgerðina, renni nokkurn tima i gegnum útgerðarfélögin sjálf. Bankarnir sjá orðið um bókhald- ið. Þannig standa þvi málin i dag, að allir þeir, sem þurfa að fá greitt hjá útgerðinni fá greiðslur beint úr bönkum, án þess að snúa sér til útgerðarmannsins, allir nema sjómennirnir. Þeir verða að eiga sitt undir útgerðarmönn- unum. Að visu má segja aö meirihluti af útgerðarmönnum greiði kaupið refjalaust og standi við það sem þeim ber i þvi efni. En það er samt sem áður nokkur hluti út- gerðarmanna sem greiðir ekki kaup á réttum tima, og sjómenn eiga i erfiðleikum með að ná sin- um launum frá. Þvi gæti það orð- ið eitt atriði i næstu kjarasamn- ingum að náfram tryggingu fyrir þvi aö kaupið sé almennt greitt og sé þá greitt á réttum tima, ekki á þriggja — fjögurra mánaða fresti og allt upp i það að vera greitt út einu sinni á ári, heldur mán.- lega eins og hjá öðrum stéttum. Og þá væri kannski auðveldast, bæöi fyrir útgerðina og sjómenn- ina að bankarnir tækju bókhald útgerðarinnar algjörlega i sinar hendur, og sjómennirnir fengju, eins og aðrir greitt út beint úr bönkum, og launagreiöslur ættu sér þá ekki stað hjá hinum svo- kölluðu útgerðarmönnum. Eitt atriði er mjög athyglisvert varðandi nýju bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar, en þaö er, að þau eiga að gilda til eillfðar, hvað viðkemur skerðingunni á hlut sjó- manna, þvi þeim lögum eru engin timatakmörk sett. Hinsvegar á skeröingin gagnvart visitölu að gilda til 1. júni, og þá falla þau lög úr gildi. Þaö er v:ssulega ástæða til þess fyrir sjómannafélögin aö taka þaö til alvarlegrar athugunar, að gera kröfu um að á þessum lögum verði timamörk eins og á lögum um visitöluskerðinguna. Varöandi það, hvað framundan er i kjarabaráttu sjómanna, er úkveöið að seinna i haust eða i vetur veröi haldin ráöstefna um kjaramál á vegum Sjómanna- sambandsins. Samningar verða lausir ekki siðar en i lok nóvem- berhjá sjómannafélögunum. Lik- lega verður þó ekki farið út i nein- ar aðgerðir fyrr en eftir áramót- in. Aðalatriðiö f kjarabaráttunni framundan hlýtur að vera að berjast gegn þessum nýju kjara- skerðingalögum, jafnframt baráttunni fyrir afnámi þess, sem áður hefur verið tekið af óskipt- um hlut sjómanna, og svo þaö, sem ekki er minnst atriði, að tryggja það, að sjómenn fái kaup sitt greitt, oftar og reglulegar en verið hefur. I þessu sambandi má ekki gleyma þeirri kjaraskeröingu, sem oröið hefur á launum far- manna. Farmenn, sem fá a.m.k. 30% launa sinna greidd i erlend- um gjaldeyri miðað við gengi hans hér heima, hafa orðið fyrir beinni 10% kauplækkun vegna gengissigsins og siðan gengisfell- ingar nýju rikisstjórnarinnar. Þessi kjaraskerðing getur veriö enn meiri ef þeir taka allan þann gjaldeyri út sem þeir hafa heim- ild til, en þaö er allt aö 29% til viðbótar, þá með sérstöku leyfi bankayfirvalda. Þessi rýrnun á gjaldeyrinum hefur að visu ekki eins mikið að segja fyrir fiskimenn, en þó fá þeir sjómenn sem sigla með afla nokkurn hluta launa sinna greiddan i gjaldeyri.'” — úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.