Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 22. október. 1974. * ' a 0 /j a □ [þFéðíSflD3 [ />\ ro J }\F S Evrópukeppnin í handknattleik FH - SAAB 16:: L4 ÞAÐ TÓKST HJÁ FH Bæöi liðin léku langt undir getu þar sem tvo toppmenn vantaöi hjá báðum FH er komið i 2. umferð EB i handknattleik eftir 2ja marka sigur yfir Svíþjóðarmeisturunum SAAB 16:14 si. laugardag. Nær allir spáðu þvi fyrir leikinn að FH tækist þetta, eftir að liðið hafði aðeins tapað með eins marks mun ytra, og áttu sjálfsagt flestir von á enn stærri sigri FH, en tvo af bestu mönnum liðsins, þá Gunnar og Ólaf Einarssyni, vantaði i lið- ið, annar er meiddur en hinn í banni. Það vantaði einnig tvo af bestu mönnum SAAB, þá Björn Ander- sen og Lars Endström, báðir sænskir landsliðs- menn. Þetta setti mark á leikinn sem í heild var mjög lélegur handknattleikslega séð, hægur, fum- kenndur og mikið um villur og ótimabær skot. Eins var FH-liðið ótrúlega einhæft, aðeins tveir menn, þeir Geir og Viðar skoruðu 14 af 16 mörkum liðsins. Nokkur harka var að færast i leikinn undir lokin, en norsku dómararnir stóðu sig frábærlega vei og héldu leiknum algerlega niðri og létu ekki leikara- skap manna blekkja sig, hvorki þegar reynt var að tefja timann eða menn þóttust hafa orðið fyrir höggi eða öðrum pústrum. MjöíT^ ánægður — Ég er mjög ánægður með þetta, við komumst áfram og að þvi var stefnt, sagði Birgir Björnsson þjálfari FH eftir leik FH og SAAB þar sem hann var umkringdur FH- aðdáendum sem óskuðu hon- um tii hamingju með sigurinn. — Mér fannst SAAB-liðið leika töluvert öðru visi ytra en i þessum leik. En i heild hygg ég að þessi leikur hafi verið betri, til að mynda var ekki nándar nærri eins mikil harka nú og i lciknum ytra. Ég verð einnig að játa að ég var mjög kviðinn þegar ljóst var að Gunnar Einarsson var meidd- ur og gat ekki verið með. Þetta var aðeins tilraun að setja hann inná i byrjun, en það kom fljótt i ljós að hann gat ekki ieikið. Gunnar er svo afgerandi maður i FH-liðinu að það var áfall að missa hann, og ég var svartsýnn á úrslitin fyrir leikinn. En þetta hefur allt farið betur en á horfðist. — Mörgum fannst sóknar- lotur ykkar alltof stuttar, Birgir, og of fljótt hleypt af, ertu sammála þvi? — Það er rétt að skotnýting hjá okkur var ekki góð, eink- um i fyrri hálfleik, og ég vil auðvitað að sóknarloturnar séu iengri, en það má þó ekki verða á kostnað hraðans, þannig að sóknarloturnar séu lengdar og ógnun og hraði detti niður og i staðinn komi fálm. Þvi má heldur ekki gleyma, að markvarslan hjá SAAB var frábær i þessum ieik, miklu betri en hún var i fyrri leiknum, og það kom okkur dálitið á óvart. — S.dór En litum fyrst á hvernig leikur- inn gekk fyrir sig. Geir •1:0 1:1 Lars Jonsson 1:2 Bo Persson Geir 2:2 Viðar 3:2 3:3 Bo Persson 3:4 Per Andersen Viðar 4:4 Viðar 5:4 5:5 Jan A Jón G. 6:5 Fredrekssen Viðar 7:5 Geir 8:5 8:6 Greger Larsson Viðar 9:6 Leikhlé 9:7 Bo Persson 9:8 Bo Persson 9:9 Greger Larsson Viðar 10:9 Geir 11:9 11:10 Jan Jonsson 11:11 Jan Jonsson Geir 12:11 12:12 Per Andersen Viðar 13:12 Geir 14:12 14:13 Bo Persson Geir 15:13 Sæmundur 16:13 16:14 Lars Jonsson Þannig gekk markaskorið fyrir sig, og eins og á þessari töflu sést skoruðu þeir Geir og Viðar 14 af 16 mörkum FH. Þetta leit þó illa út i fyrri hálfleik vegna þess að þá átti Viðar mjög slæma skotnýt- ingu, ein 12 skot en aðeins 5 mörk, þar af eitt úr vitakasti. Þetta er ó- venjulegt aðsjá til Viðars. En það hjálpaði FH að SAAB-liðið virtist algerlega skyttulaust lið, og nýt- ing þess var mun verri en hjá FH. Hins vegar náði Viðar sér upp i síðari hálfleik og sýndi þá gamla og góða takta. Geir átti ágætan leik, en er þó greinilega æfingar- lítill. Það er alveg greinilegt að FH leikur uppá það að sóknin gangi uppá Geir, Viðari og Gunnari, en einnig er ljóst að þessir þrir geta ekki verið allir inná i einu, þá Framhald á bls. 13 Geir kominn i gegn og skorar (ljósm. GSP) Roger Hedell þjálfari SAAB: Áttum ekki von á aö komast áfram — eftir að úrslit fyrri leiksins lágu fyrir — Ég skal játa það, að við þóttumst nær öruggir um að komast I 2. umferð þegar við fregnuðum að FH yrði and- stæðingur okkar i 2. umferð. Ég vissi þó, að islensku liðin eru sterk, en trúði því samt að við myndum hafa það. Hins vegar, þegar úrslit fyrri leik- sins lágu fyrir siokknaði þessi vonarneisti. íslendingarnir voru mun sterkari en við bjuggumst við. Eins var það mikið áfall fyrir okkur að landsliðsmaðurinn Björn Andersen gat ekki leikið með okkur, hann er tvimælalaust okkar mesta skytta, og svo þegar það bættist ofan á að Lars Endström handarbrotn- aði i fyrsta leik okkar i sænsku deildarkeppninni var litil sem engin von til þess að við gæt- um unnið leikinn hér á landi, sagði Roger Hedell, hinn ungi þjálfari SAAB er við ræddum við hann eftir leikinn. — Er þetta tap ykkar mikið áfall fyrir sænskan handknatt- leik og sænska handknatt- Ieiksunnendur? — Já, tvimælalaust fyrir sænska handknattleiksunn- endur, en allir sem koma ná- lægt handknattleik i Sviþjóð vita að islensku liðin eru sterk og að sænsk lið eru alls ekki örugg um að vinna neitt af ykkar bestu liðum. — Var þessi leikur betri en leikurinn I Sviþjóð? — Hann var ekki nærri eins harður, en við lékum betur heima. Mér fannst við alger- lega missa leikinn út úr hönd- unum hér undir lokin. — Ef þið hefðuð haft þá Andersen og Endström, hygg- ur þú þá að þið hefðuð komist áfram? — Já, ég á frekar von á þvi. Þó veit ég að I FH-liðið vantaði tvo sterka menn, þannig að ég vil ekki fullyrða að við hefðum haft þaö ef blði liðin hefðu haft fullt lið, en þó hygg ég að við hefðum haft betur. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.