Þjóðviljinn - 22.10.1974, Page 13

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Page 13
Þriöjudagur. 22. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Óreiðufyrirtœki í gjaldþroti: Lenda 5-6 miljónir kr. á sjö íbúum Tjarnarbóls 8? Forráðamenn Tjarnarbóls h.f, stunda byggingar- starfsemi undir nafni sameignarfélags í Kópavogi, reka verslanir í Reykjavík og fasteignasölu. Dómkvaddir matsmenn framkvæmdu matsgjörö á Tjarnarbóli 8 t gær eftir kröfu lögfræöinga eigenda Ibúöanna. Þeir áttu aö meta hversu kostnaðarsamt er aö fullgera húsiðmiðað viö fyrirheit kaup- samninga. Mynd Ara Kárasonar gefur nokkra hugmynd um ástand stigagangsins. Viö þessar aöstæöur skilja forráöamenn Tjarnarbóls við húsiö, lýsa sig gjaldþrota, en halda áfram aö byggja I Kópavogi. Tjarnarból h.f. byggöi sam- býlishúsiö nr. 2-8 viö Tjarnarból á Seltjarnarnesi. Nú hefur hlutafélagiö veriö tekiö til gjaldþrotameöferöar og veö- skuld aö upphæö um 5 miijónir króna lendir á eigehdum Ibúö- anna aö Tjarnarbóli 8 ef þeir ekki bera hönd fyrir höfuö sér. Hér er um aö ræöa gjald- þrotamál af verstu tegund. Hlutafélagiö Tjarnarból hf. var stofnaö 1969 til þess aö byggja sambýlishúsiö Tjarnarból 2-8. Allt frá þvi að fyrirtækiö tók að selja ibúöir i húsinu hefur allt morað i málaferlum og hafa forráðamenn hlutafélagsins fengið á sig skaöabótadóma. En þrátt fyrir þaö hefur eigendum félagsins tekist aö velta málun- um á undan sér frá nr. 2 yfir á nr. 4 og þannig koll af kolli uns veöskuldirnar sitja nú á nr. 8. Þannig hefur hlutafélagið haft 8 milj. kr. bankatryggingar, og eru nú um 5 milj. kr. af þvi eftir og er skuldin I tveimur bönkum, Verslunarbankanum og Iðnað- arbankanum. Mun vera um að ræða um 3 milj. kr. til þess fyrr- nefnda en liklega um 2 milj. kr. til þess siöarnefnda. Nú þegar félagiö hefur verið tekið til skiptameðferðar lenda skuldbindingar þess, þ.e. veö- skuldir hússins, á kaupendum ibúöanna, nema unnt sé aö draga aðrar eignir seljendanna inn i gjaldþrotameöferöina. En þær skuldakröfur sem ella lenda á kaupendunum eru: 5-6 milj. kr. til áðurnefndra banka, krafa frá Seltjarnarneshreppi upp á um 380 þús. kr. Nauðungarupp- boð vegna kröfu þessarar hefur verið auglýst i dag, 22. október, og siðan mun: múrari hússins vera með kröfu upp á 2. miljón króna. En þar með er ekki öll sagan sögð: Seljendur standa i um- svifamiklum framkvæmdum annars staðar: Þeir stunda byggingastarfsemi i Kópavogi á vegum sameignarfélags, þeir reka verslanir i Reykjavik og fasteignasölu. Hér er um örfáa menn að ræða þar sem hver um sig rekur mörg fyrirtæki við sama skrifborðið, eins og einn heimiidarmaður Þjóðviljans komst að orði i gær. Húsfélagið að Tjarnarbóli 8 hefur nú þegar ráðið til sin lög- fræðinga. Þá hafa dómkvaddir matsmenn kannað hversu mikið muni kosta að ganga frá þeim byggingarþáttum sem eftir eru i húsinu. Er giskað á að frágang- ur þessi muni ekki kosta minna en 3 milj. kr. Matsmennirnir komu á vettvang strax i gær- dag. Lögmenn húsfélagsins munu krefjast þess að aðrar eignir fyrirsvarsmanna Tjarnarbóls h.f. verði dregnar inn i skipta- meðferöina, og um leið munu þeir véfengja lögmæti hlutafé- lagsins, sem hefur ekki starfað samkvæmt eigin lögum, var enda stofnað sem eins konar pappirsfélag meðan byggingin væri I burðarliðnum. Strax og uppskrift eigna hlutafélagsins er lokið á málið að ganga til sakadóms sem sakamál. Þá verður þess krafist, sem fyrr segir, að bú þeirra félaga i Kópavogi og Reykjavik verði tekið inn i skiptameðferðina svo og þeir persónulega. Samkvæmt gildandi lögum eru hagsmunir kaupendanna að Tjarnarbóli 8 i hættu, ef ekki tekst að draga aðrar eignir selj- endanna inn i gjaldþrotið. Kaupendurnir eru sjö og eiga þvi yfir höfði sér fjárkröfur upp á allt að einni miljón hver og einn. 1. des. nefnd Kosið í kvöld t kvöld ganga stúdentar til kosninga um tilhögun hátiöar- halda 1. desember. Klukkan 20 hefst almennur fundur stúdenta i súlnasal Hótel Sögu. Veröur hús- inu lokaö um leiö og atkvæöa- greiösla hefst, klukkan 21.30. Eins og fram hefur komið er kosið um tvö framboð. Annars vegar bjóða Vökumenn fram undir kjörorðunum Tjáningar- frelsi og skoðanamyndun með Hrafn Gunnlaugsson sem aðal- ræðumann en hins vegar býður Verðandi fram undir kjörorðun- um island — þjóðsagan og veru- leikinn. Mikið fjör færðist I kosninga- Tilnokkurra átaka kom á auka- þingi Alþýöusambands Noröur- land sem haldiö var um sl. helgi. Jón Asgeirsson, formaöur sam- bandsins, kvaöst ánægöur meö úrslit þingsins. Þar heföi yfir- gnæfandi meirihluti þingfulltrúa staöfest ánægju meö þá stefnu sem stjórnin heföi fylgt. Undirrót aukaþingsins er ósætti það sem komið hefur upp innan verkalýðsfélagsins Einingar, sem m.a. hefur komiö fram i þvl að starfsmönnum Alþýðusambands Norðurlands var gert að vikja úr húsnæði verkalýðsfélaganna. Stjórn sambandsins taldi þvi nauðsylegt að kalla saman auka- þing til þess að kanna hvort vilji væri fyrir þvl að hækka skatt- greiðslur til sambandsins frá aðildarfélögunum svo unnt væri baráttuna i gær. Kosningablað Vöku og dreifirit Verðaandi lágu eins og hráviði um allar byggingar háskólans en veggir þeirra voru skreyttir með lit- prentuðum veggspjöldum Vöku. Vinstri menn veltu þvl fyrir sér hvort Vökumenn hefðu gengið um raðir sinar og herjað út úr félög- um sinum hlut af verðbólgnum námslánum þeirra eða hvort annað og völdugra fjármagn stæði undir prentkostnaðinum. Hölluðust fleiriað siðarnefndu skýringunni. Verðandimenn hafa lagt sig fram um að skýra hvaða tökum að halda starfsemi sambandsins áfram. Var þetta skattamál aöal- hitamál þingsins, en það snerist ekki um það hvort skatturinn ætti að vera 200 kr. af hverjum félags- manni eða 100 kr. á ári, heldur um hitt hvort sambandið ætti að lifa áfram eða ekki, sagði Jón Ás- geirsson I viðtali við blaðamann Þjóðviljans I gær. Alyktun þingsins um kjaramál var samþykkt samhljóða. Þar er mótmælt fhlutun rikisstjórnar- innar i kjarasamningana frá sl. vetri, fyrirætlunum stjórnar valda um að skerða samningsrétt einstakra verkalýðsfélaga og skefjalausum verðhækkunum að undanförnu. Þingið samþykkti tillögu stjórnarinnar um hækkun skatt- greiðslnanna úr 100 kr. i 200 kr. af þeir hyggjast taka viðfangsefni sitt, en Vökumenn hafa forðast eins og heitan eldinn að taka af- stöðu til nokkurs máls innan umræðuefnis sins. Hins vegar hafa þeir reynt að gera sér mikinn mat úr kosningafyrir- komulagi á fundinum sem þeir telja ólýðræðislegt. Telja vinstri menn það einungis bera vott um málefnafátækt Vökumanna og benda einnig á að kosningafyrir- komulagið er i fullu samræmi við reglugerð um kosningar til 1. des. nefndar sem samin var af for- verum þeirra, sem nú sitja i stjórn Vöku, árið 1971. —ÞH félagsmanni á ári með 37 atkvæð- um gegn 10 en 3 sátu hjá. Loks var samþykkt með þorra atkvæða gegn 7 tillaga um skipan samninganefndar Alþýðusam- bands Norðurlands, en i henni skulu eiga sæti formaður sam- bandsins, tveir menn frá Einingu og einn maður frá hverju hinna aðildarfélaganna. Þar sem hér var um aukaþing aö ræða var ekki kosin ný stórn fyrir sambandið. Núverandi stjórn skipa: Jón Asgeirsson, for- maður, Jón Ingimarsson, vara- formaður, Kolbeinn Friðbjarnar- son, ritari og meðstjórnendur Hallgrimur Jónsson og Tryggvi Helgason. 1 varastjórn eru Jón Karlsson, Kristján Asgeirsson og Ólafur Aðalsteinsson. Rækja Framhald af bls. 3. var eftirfarandi ályktun gerð um rækjuveiðar i Húnaflóa: „Hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps litur það mjög alvarlegum augum, að sifellt fleiri aðilar sækja á um rækjuveiöar og vinnslu úr Húnaflóa. Bendir hreppsnefndir á að rækjuveiðar hafa verið undirstaða atvinnulifs á Hólmavik og Drangsnesi frá ár- inu 1965. Hefur öll fjárfesting i sjávarút- vegi, sem er svotil eini atvinnu- vegurinn á staðnum, miðast við veiðar þessar. Nú liggur það álit fiskifræðinga fyrir, að sóknin i rækjustofninn i Húnaflóa er i hámarki. Og telur þvi hreppsnefndin atvinnulifi staðanna stefnt I hættu með þvi að bæta við vinnslustöðvum og fjölga rækjubátum við flóann. A Hólmavík og Drangsnesi, hefur með tilkomu rækjuveiða undanfarin ár, orðið sú breyting á að I stað stöðugs fólksflótta frá stöðum þessum, vegna atvinnu- leysis, hefur orðið fólksfjölgun. Undirstrikar þessi þróun betur en nokkuð annað, hve veiðarnar eru þýðingarmiklar fyrir staðina. Skorar þvi hreppsnefnd Hólma- vikur á ráðamenn þjóðarinnar að standa þannig að málum, að at- vinnulífi hólmvikinga og ibúa Drangsness verði ekki stefnt i hættu”. Úrslit Framhald af bls. 11. hann breytti liðinu nú strax áður en hann heldur með þetta svokall- aða landslið okkar til 4ra landa keppninnar I Sviss i þessari viku. Auk þess sannaði þessi leikur, að án Gunnsteins Skúlasonar getur landsliðið ekki verið, vörn þess er hriplek án hans. Aðeins tveir menn sýndu góð- an leik með landsliðinu að þessu sinni, þeir Viðar og Ólafur H. Jónsson og án þeirra væri hér um C- eða D-landslið að ræða. Mörk Pressuliðsins: Brynjólfur 7, Stefán Halldórsson 4, Stefán Gunnarsson, Stefán Jónsson, Hilmar, Hörður, Arni 2 mörk hver og Agúst Svavarsson 1. mark. Mörk landsliðsins: Viðar 7, Ólaf- ur E. 5, Pálmi 6 Ólafur H., Bjarni og Einar eitt mark hver. —S.dór Skuttogari Framhald af bls. 1. hækkað, svo að segja má, að ekki hafi mátt seinna vera, að islend- ingar tryggðu sér myndarlegan fiskiskipaflota. Sildarvinnslan i Neskaupstað spurðist fyrir um það i júnimánuði i Japan, hvað nýr togari af sömu gerð og Nes- kaupstaðartogarinn Bjartur kost- aði. Svarið var 300 miljónir króna, sem þýðir nú eftir gengis- lækkun hátt i 400 miljónir. — Og japanirnir lýstu sig reyndar reiðubúna til að kaupa Bjart til baka nú fyrir 260 miljónir miðað við verð i júnimánuði, sem þýðir yfir 300 miljónir nú eftir gengislækkun. Togarinn Bjartur kom til lands- ins i mars 1973 eða fyrir hálfu öðru ári, og þá var kaupverðið 132 miljónir. Af þessum tölum sést greinilega, hvilikt stökk hefur átt sér stað varðandi kaupverð á skuttogurum nú á stuttum tima, og fer þá heldur ekki milli mála, hvilikt gæfuspor það var, að ekki dróst þó lengur, að endurnýja flotann. Til samanburðar við japanska verðið nú, skal þess getið að norsku skuttogararnir munu nú einnig kosta nýir á f jórða hundrað miljónir króna. Það tókst Framhald af bls. 10. taka þeir pláss hver frá öðrum og minna verður úr en efni standa til. Vörn FH I þessum leik var nokkuð góð, einkum á miðjunni. Þó var Gils Stefánsson nokkuð glannafenginn og oft óþarflega grófur, enda fékk hann einu sinni að kæla sig utan vallar og var heppinn að fara ekki útaf oftar. Annars var 4 FH-ingum visað af leikvelli, þar af einum, Erlingi Kristiansen, eftir að hann hafði verið inná I 30 sekúndur og kom hann ekkert inná aftur I leiknum. Einum sænskum leikmanni var visað af leikvelli. Ekki er enn vitað hvaða lið verður mótherji FH12. umferð en hræddur er ég um að hafnfirðing- arnir verði að gera mun betur en I þessum leik ef þeir ætla að kom- ast áfram i 3. umferð, og það á FH að geta; liðið getur mun meira en það sýndi á laugardaginn. —S.dór Jón Asgeirsson, formaður ASN: ,ER ÁNÆGÐUR MEÐ ÚRSLITIN’ Jón Asgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.