Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 16
Færeyskar verslanir eru fullar af ódýru Islensku kjöti. Uggur í fœreyskum bœndum Þeir losna ekki við lambakjötið Bændur i Færeyjum eiga nú sumar komu lömb betri af sé fyrir bændur að stofna með i miklum erfiðleikum með að losna við kindakjöt sitt, vegna þess að versianir I Færeyjum eru fullar af ódýru isiensku kjöti, sem keypt var I sumar er leið og það sem gerir alla erfiðleikana er, að kaupmenn sjálfir ákveða verð á kjötinu, og meðan ódýra kjötið frá ls- landi er til I verslunum, kaupir enginn færeyska kjötið á þvi verði, sem bændur þurfa að fá fyrir það. Eftjr fádæma gott vor og fjalli i Færeyjum i haust en elstu menn muna, segir i fær- eyska blaðinu —14. september — og bændur huggðu gott til glóðarinnar, en þegar þeir ætluðu að selja kjötið vildu kaupmenn ekki kaupa það. Bændur vita ekki hvað til bragðs á að taka, en — 14. september — bendir á að það nái engri átt að kaupmenn sjálfir ákveði verð á kjöti og bendir einnig á að nauðsynlegt sér eitt stórt og sterkt bænda- félag sem ekki er til i Færeyj- um eins og er, félag sem á- kveði verð á kjöti i landinu og ’láti ekki kaupmenn segja sér fyrirverkum,með jafn alvar- iegum afleiðingum og nú. Enn fremur segir i blaðinu að verð það sem kaupmenn greiddu fyrir islenska kjötið sé ekki nema hálfvirði á við það sem þeir þurfa að greiða fyrir það færeyska. —S.dór Átta ákærðir vegna Kent-morðanna Cleveland. Ohio 21/10 — I dag hófust réttarhöld í máli átta bandariskra þjóðvaröliöa er þátt tóku í skothríð á mótmælaaögerð í Cleveland fyrir fjórum árum. Atburður þessi varð mjög frægur og kenndur við Kent State háskóla en þá létu 4 ungmenni lífið og níu særðust fyrir byssukúl- um þjóðvarðliða. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið I Kjósarsýslu heldur aðalfund að Hlégarði i Mosfellssveit nk. sunnudag þann 27. okt. klukkan tvö siðdegis. Námshópar um sósialisma og nútima þjóðfélag: S.l. miðvikudag komu námshóparnir saman í fyrsta sinn og var þá út- deilt námsefni og skipt i námshópa. Námshóparnir koma saman á fund I næstu viku. Námshópur II á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Námshópar III og IV á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Námshópur i Kópavogi kemur saman i Þinghól á miðvikudag kl. 20.30. Þátttakendur sem ekki hafa þegar skráð sig i ákveðna hópa tilkynni þátttöku á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3, en þar munu námshóparnir starfa. — Fræðslunefnd. Alþýðubandalagið i Kópavogi Aðalfundur AB i Kópavogi verður i Þinghól, mánudaginn 28. okt. — Stjórnin Alþýðubandalagið i Garðahreppi Alþýðubandalagsfélagið i Garðahreppi heldur félagsfund þriðju- daginn 22. október kl. 20:30, að Lyngási 5—7. Dagskrá: 1. Blaðaútgáfa 2. Hreppsmálin 3. Kosning fulltrúa á landsfund AB.Geir Gunnarsson kemur á fundinn. Stjórnin _ Mótmælaaðgerð þessi var Haldiij þegar Nixon tók ákvörðun um að senda bandariska herinn inn i Kambodju i mai 1970. John Mitchell, sem nú hefur verið dreginn fyrir rétt sakaður um ýmis bellibrögð við endurkjör Nixons, var dómsmálaráðherra á þessum tima. Neitaði hann að fram færi opinber rannsókn á málinu en þeirri ákvörðun var breytt af eftirmanni hans. Eftir mikla rannsókn sem lauk i mars sl. voru 1 núvera’ di þjóð- varðliði og 7 fyrrverr di þjóð- varðliðar ákærðir fyrir ið brjóta á borgaralegum rétti fórnar- lambanna og að hafa af ráðnum hug hafið skothrið og drepið og sært stúdentana. Fimm þeirra ákærðu eiga yfir höfði sér lifstiðarfangelsi verði þeir fundnir sekir en hinir þrir allt að eins árs fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki um tvo mánuði. Foreldrar þriggja fórnarlamb- anna hafa höfðað annað mál, ó- tengt þessu, á hendur James Rhodes rikisstjóra i Ohio en hann berst fyrir endurkjöri um þessar mundir. reuter SVISS Brottrekstri útlendinga hafnað Genf sunnudag — Svisslendingar felldu með yfirgnæfandi meiri- hluta I þjóðaratkvæðagreiðslu tii- lögu um að visa hálfri miljón út- lendinga úr landi næstu þrjú árin. En nú er alit útlit fyrir að það þurfi að greiða atkvæði um málið á nýjan leik. Atkvæði féllu á þann veg að 1.689.870 voru andvigir tillögunni en 878.739 voru henni fylgjandi. Er þetta miklu meiri munur en var i kosningum um svipaða til- lögu árið 1970, en þá munaöi inn- an við 100 þúsund atkvæðum að hún yrði samþykkt. Það var tiltölulega litill hægri- flokkur, Þjóðernishreyfingin, sem bar tillöguna upp. Einn fyrr- um leiðtogi flokksins, James Schwarzenbach, sem klauf sig út úr flokknum fyrir skömmu og stofnaði Lýðveldishreyfinguna, er ekki af baki dottinn þrátt fyrir ósigurinn núna. Hefur hann þegar safnað 50 þúsund undirskriftum sem þarf til að ný atkvæða- greiðsla fari fram. Enn vill hann reka hálfa miljón úr landi.en nú á tiu árum. reuter Portúgalskir kommúnistar VARA VIÐ ALRÆÐI ÖREIGANNA Lissabon 21/10 — Bráða- birgðastjórnin í Portúgal hefur gefið út uppkast að kosningalögum þar sem segir m.a. að einungis stjórnmálaf lokkar geti boðið fram við kosningar til þings sem efnt skal til í marsmánuði. Ef uppkastið verður að lögum óbreytt verða það vonbrigði fyrir Kommúnistaflokkinn sem vill að herforingjahreyfingin eigi áfram aðild að stjórn landsins. Sam- kvæmt uppkastinu á herinn að hverfa af hinu pólitiska sjónar- sviði eftir kosningarnar. A sérstöku þingi sem flokkurinn hélt I dag lét aðalritari hans, Al- varo Cunhal, i ljósi áhuga á að finna einhverjar leiðir til að tryggja áframhaldandi stjórn- málaþátttöku róttækari herfor- ingja eftir kosningar. Cunhal varaði flokksmenn sina jafnframt við þvi að veifa um of vigorðinu „alræði öreiganna”, m.a. vegna þess að það félli ekki i kramið hjá herforingjunum. Einnig var Cunhal að höfða til hægfara kjósenda flokksins sem, að hans sögn, gætu haldið að þetta alræði þýddi endurhvarf til fyrri stjórnarhátta. reuter 16. skákinni frestað Moskvu sunnudag — Anatóli Karpof fór fram á að sextándu einvigisskák hans og Kortsnojs yrði frestað en hún átti að teflast á mánudag. Astæðan er sögð vera veikindi Karpofs. Aður hefur einni skák verið frestað að beiðni Kortsnojs. reuter Tveir rússar efstir Manilla mánudag — A skákmót- inu sem nú fer fram á Fiiippseyj- um eru tveir sovétmenn cfstir og jafnir þegar einungis biðskákir eru ótefldar. Eftir fjórtán um- ferðir eru þeir Vasjúkof og Petro- sjan fyrrum heimsmeistari með nlu vinninga. Vasjúkof á þó enn möguleika á að fara fram úr landa slnum þar sem hann á eftir biðskák við Ljúbojevic frá Júgó- slaviu og hefur rússinn betur. 1 þriðja sæti er rúmeninn Gheorghiu með átta vinninga og hefur lokið skákum sinum. 1 fjórða sæti er svo Bent Larsen, sem leiddi mótið lengi framan af, með 7 vinninga og tvær biðskákir. Næstir koma þeir Gligoric og Kavalek með 7 vinninga og eina biðskák hvor. Til mikils er að vinna i móti þessu þvi fyrstu verðlaun nema 15 jiúsundum dollara eða 1.8 miljón- um króna. reuter Getraunir: 11 með 11 rétta t gær þegar farið var yfir getraunaseölana hjá Getraun- um komu i ljós 11 seðlar með 11 réttum leikjum og fær handhafi hvers seðils 37.500 kr. 72 seðlar fundust með 10 réttum sem gefur 2400 kr. á hvern seðil. Potturinn var 590 þúsund kr. sem er það mesta sem verið hefur I haust og virðist nú sem áhuginn fyrir getraununum sé að vaxa aftur en hann var fremur daufur fyrst I haust. — S.dór BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Skipholt | Höfðahverfi Skúlagata Alfheimar Stigahlíð Kleppsvegur Sogamýri Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. DWDvium sími 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.