Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur. 30. október. 1974.
Miövikudagur. 30. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Nú um þessar mundir eru yfir-
borgardómari og lögmenn stefn-
anda i meiöyröamálum VL aö
velta fyrir sér þeim röksemdum
sem fram koma i greinargeröum
verjendanna Inga R. Heigasonar,
Ragnars Aöalsteinssonar og
Hrafnkels Asgeirssonar. Þjóö-
viljinn hefur þegar birt rökstuön-
ing lögmannanna fyrir frávlsun-
arkröfum. Þá hefur blaöiö birt i
heiid greinargerö Einars Braga,
en hann ver mál sitt sjálfur.
Hér á eftir veröur til upprifjun-
ar og fróðleiks birt efni úr ákæru-
skjölum VL-manna og greinar-
gerð lögmanns stefnda gegn
Svavari Gestssyni fyrir hönd
Þjóðviljans.
Hér er um að ræða mál Bjarna
Helgasonar o.fl. gegn Þjóðviljan-
um. Er þar stefnt vegna 20 mis-
munandi ummæla í nokkrum
tölublöðum Þjóðviljans.
Ævarandi hernám
1 fyrsta lagi er stefnt fyrir um.
mælin „krefjast varanlegs her-
náms...” Stefnendur telja um-
mæli Þjóðviljans rangtúlka til-
gang sinn með söfnuninni. Visa
þeir i þvi sambandi til kynningar-
bréfsins sem opinberaö var við
upphaf undirskriftasöfnunarinn-
ar.
Ingi R. Helgason segir hins
vegar að hér sé auðvitað ekki um
rangtúlkun að ræða, „það sér sá,
sem kann islensku, Hins vegar,
ef um rangtúlkun væri að ræða,
gætu stefnendur einir sjálfum sér
um kennt. Yfirlýsing þeirra... er
mjög þokukennd og býður upp á
deilur um réttan skilning. Þeir
segja: ,,... og álitur ótimabært að
visa varnarliðinu á brott.” Hins
vegar minnast þeir hvergi á, hve-
nær það getur orðið timabært. í
þessari þoku leynist hinn pólitiski
galdur. Af hverju timasetja stefn-
endur ekki dvöl hins erlenda her-
liðs? Af .hverju binda þeir ekki
hersetuna við eitthvert tiltekið á-
stand, innan lands eða utan? Auð-
vitað eru það pólitisk klókindi.
Meöan 1 stefnendur kjósa að
standa i þoku um timalengdina,
verða þeir möglunarlaust að sæta
þvi, að yfirlýsingar þeirra séu
skýröar og skildar eftir islensk-
um málvenjum, á þann hátt að
þeir vilji hafa herinn hér ótima-
bundið, óákveðið.”
Með þessum sömu rökum visar
Ingi einnig á bug kröfunni um að
Þjóðviljinn verði dæmdur fyrir að
tala um „ævarandi hersetu” i
sambandi við undirskriftasöfnun
Varins lands.
Bandarikjaleppar
Þá stefna þeir félagar fyrir
fyrirsögnina „Bandarlkjalepp-
arnir á stjá”. 1 sambandi við
hana visar Ingi til almennu grein-
argerðarinnar: „Eflaust verður
erfiðara að sýna fram á I máli
þessu með óyggjandi sönnunum,
að tengsl hafi verið milli stefn-
enda og leyniþjónustu Bandarikj-
anna, CIA. Opinber staöreynd er
þó, að þessi stofnun Bandarikja-
stjórnar styður með peninga-
framlögum og á þann hátt póli-
tiska undirróðursstarfsemi i þágu
hagsmuna Bandarikjanna i fjöl-
mörgum löndum heims og hlutast
þannig til um innanrikismálefni
þeirra. Þvi miðursýna dæmin, að
opinberar afneitanir um tengsl
við CIA eru marklausar, sbr. bil-
stjóraverkfallið i Chile, en þar
með er auðvitað ekki sannað, að
tengls hafi verið milli VARINS
LANDS og CIA. Undir rekstri
þessa máls verður þess krafist,
að stefnendur geri grein fyrir
fjárreiðum VARINS LANDS,
tekjum og gjöldum.” 1 greinar-
gerð sinni um ummælin „Banda-
rikjaleppar”, segir Ingi ennfrem-
ur, að hér sé um pólitiska nafngift
að ræða „og spannar hún miklu
viðar en svo að stefnendur þessa
máls geti átt að henni sjálfstæða
sakaraðild. Þessi fyrirsögn
merkir, að Bandarikjaleppar i
landinu (og þeir eru fleiri en 14)
séu farnir á stjá.”
Watergatevíxill
Einar Bragi gerði snilldarlega
grin að sistefnum VL-manna
vegna notkunar orðsins Water-
gate-vixill, eða Votergeitvixill,
eins og lesendur kannast viö úr
laugardagsblaðinu. Ingi fer um
þetta nokkrum orðum sem lög-
fræðingur og eru þeim vissulega
þrengri skoröur settar en öörum i
slikum tilvikum.
Um notkun orðsins „Water-
gate-vixill” segir Ingi:
„Tilgangurinn með þvi að
nefna undirskríftagögn VARINS
LANDS „Watergate-vixill” er
alls ekki sá að kasta persónulegri
rýrð á þá, sem söfnuðu uppáskrift
né þá sem ábektu, heldur er til-
gangurinn auðvitað sá, að minna
almenning, sem boðiðer að skrifa
upp á plöggin, á þá staðreynd.aö
með þvi að gerá það er viðkom-
andi að óska eftir hersetu erlends
heriiðs, sem lýtur stjórn forseta
Bandarikjanna, sem staðinn hef-
ur verið að glæpum svo stórum,
að hann hefur nú um siðir hrökkl-
ast úr embætti með skömm.
Að nefna Watergate i sam-
bandi við bandariska hersetu á
tslandi er að hafa uppi varnaöar-
orð, og er fráleitt að telja það
refsivert. Ef þannig stæði á hér á
landi, að stefnendur vildu hafa
sér til verndar menn frá tilteknu
riki i Afriku, en ekki bandaríska
herinn, gæti svo farið að hersetu-
andstæðingar hefðu kallað undir-
skriftagögnin „AMIN-vixilinn”.
Þessi hugrenningatengsl eru til
viðvörunar, en ekki ætluð stefn-
endum til hneisu. Á hinn bóginn
verða þeir að sæta þvi að verða
settir upp við hliðina á æðsta yfir-
boðara þess herliös, sem þeir
vilja hafa hér.”
Liggja í friði
VL-menn stefna fyrir eftirfar-
andi setningu sem birt var undir
mynd af „aðstandendunum” i
Þjóðviljanum: „...þérhefði orðiö
bumbult af þvi að horfa þar á svo
hundflatan skrælingjalýð.” Um
þennan myndatexta segja stefn-
endur: „Birt er mynd af for-
göngumönnum „Varins lands”,
sem klippt hefur verið úr Morg-
unblaðinu. Undir myndina er
prentuð tilvitnun úr kvæði um
Jörund hundadagakonung eftir
Þorstein Erlingsson, skáld. Ekki
fer á milli mála, að ummæli ljóð-
linunnar eiga af hálfu blaðsins að
heimfærast til þeirra, sem á
myndinni eru. Telja stefnendur
að birting nefndrar ljóðlinu á
þennan hátt sé mjög ærumeiðandi
fyrir þá og eigi að varða refs-
ingu... „Hér er bæði um móðgun
að ræða og aðdróttun um undir-
lægjuhátt gagnvart erlendu
valdi.” Svo mörg voru orð þeirra
VL-manna. Ingi svarar þannig:
„Hér er stefnt út af orðum Þor-
steins Erlingssonar og talið refsi-
vert að hafa þau yfir. Eigum við
ekki aö leyfa þjóöskáldinu að
liggja i friði i gröf sinni?”
Watergatedeild
Sjálfstæðisf lokksins
Stefnt er fyrir ummælin
„Watergatedeild Sjálfstæðis-
flokksins”. Um þau fer Ingi sömu
orðum almenntog hér að framan,
en bætir viö: „Ný orð koma hér
hins vegar til álita. „Watergate-
deild Sjálfstæðisflokksins” er eitt
þeirra og er þegar ljóst af sam-
henginu, að það eru ekki stefn-
endur (1 þeirra hópi er a.m.k. 1
Alþýðuflokksmaður), heldur er
jietta starfsfólk, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði til við söfnun
undirskriftanna.”
Vinnubrögðin
Fjölmörg umstefnt ummæli
Þjóöviljans lúta að vinnubrögð-
unum við undirskriftasöfnunina.
Er i einni forustugrein Þjóðvilj-
ans I þessu sambandi talað um
„atvinnukúgun” og skýrt með þvi
aö forstjórar hafi hagnýtt valda-
aðstöðu sina I fyrirtækjum til þess
að láta fólk skrifa undir, og fleira.
Þá er I Þjóðviljanúm gagnrýnt
að þeir VL-menn vildu ekki ræða
þessi mál á opinberum vett-
vangi, en kjósa nú að skriða i fang
dómara með kvörtunarefni sin.
Ennfremur var það gagnrýnt i
Þjóðviljanum að notuð var tölva
við úrvinnslu og búin til pólitisk
tölvuskrá. Kemur þetta aðallega
til meðferðar Ragnars Aðal-
steinssonar hrl„ sem er verjandi
Hjalta Kristgeirssonar, en Hjaiti
skrifaði einkum um tölvumál
þessi. Þó ræðir Ingi nokkur þess-
ara atriða I greinargerð sinni, þar
sem birst höfðu ómerkt ummæli i
Þjóðviljanum, er að þessu lutu.
I stefnunum er m.a. krafist
refsingar gegn Þjóðviljanum
fyrir að hafa sagt frá þvi að VL-
menn vildu ekki ræða málin nán-
ar á opinberum vettvangi. Um þá
stefnu segir Ingi: „Þau ummæli,
sem hér er stefnt út af hniga öll að
ávirðingum á hendur stefnend-
um, fyrir að neita að ræða athæfi
sitt og markmið á opinberum
vettvangi. Stefnendur neituðu að
svara fyrirspurnum, neituðu að
mæta á fundum um málið. Ljóst
er að leyfilegt er að finna að slikri
framkomu I alvarlegu máli.”
Þá gerir Ingi i almennu grein-
argerðinni grein fyrir þvi sem
stefndir hafa við almenn vinnu-
brögð að athuga og hefur sá kafli
verið birtur hér i blaðinu áður.
CIA— NATO
Fjölmörg stefnuatriðanna lúta
að því aö rætt var um hugsanleg
tengsl VL-manna við CIA og
NATO. Hefur hér að framan verið
gerð grein fyrir almennu viðhorfi
verjenda Þjóðviljans til þessa
máls. En það kemur aftur og aft-
ur við sögu. Meðal annars er
stefnt fyrir alla forustugrein
Þjóðviljans um hugsanleg tengsl
við þessa bandarisku þokkastofn-
un, CIA. Var i forustugreininni
m.a. vitnað til þess að VL-skrif-
stofan neitaði að senda eiginn
fulltrúa á umræðufundi um her-
stöðvamálið en visaði þess I sað á
launaðan starfsmann NATO á ís-
landi, raunar þann eina, til þess
aö fjalla um málin.
Um þetta mál segir Ingi i grein-
argerðsinni: „Þessiummæli (um
Magnús Þórðarson, eina launaða
starfsmann NATO á Islandi) eru
viðhöfð daginn eftir fund, sem
umbjóðandi minn tók þátt i hjá
Félagi ungra jafnaðarmanna.
Haföi honum verið boðið þangað,
sem andstæöingi erlendrar her-
setu á Islandi, en einnig haföi ver-
ið hringt á skrifstofu VARINS
LANDS og stefnendur beðnir um
að senda einhvern frá sér á þenn-
an sama fund. Skrifstofan svaraði
þvi til, að enginn væri tiltækur úr
hópi stefnenda, en benti á Magnús
Þórðarson, sem gæti mætt á fund-
inum I þeirra stað. A þessum
fundi upplýsti Magnús Þóröarson
það, að hann væri á launum hjá
hernaðarsamtökum vestrænna
þjóða. Sló þögn á fundarmenn.
Magnús var greinilega að sinna
starfsskyldum sinum. Undir
rekstri þessa máls verður athug-
að hvaða tengsl voru á milli
VARINS LANDS og NATO og
CIA.”
Viðurkenning Unnars
Hvað eftir annað er stefnt
vegna ummæla um að undir-
skriftasöfnunin hafi verið notuð i
þágu Sjálfstæðisflokksins. 1 þvi
sambandi segir Ingi R. Helgason i
greinargerðinni: „Hvorki stefn-
endur ná ábyrgir menn Sjálfstæð-
isflokksins hafa viljað viðurkenna
óleyfilega meðferð tölvuskrár
VARINS LANDS, en einn úr hópi
þeirra 14 manna, sem stóðu sam-
eiginlega að undirskriftasöfn-
uninni og tölvuafrituninni, var
svo óvarkár að segja frá. Þessi
maður er Unnar Stefánsson,
frambjóðandi Alþýðuflokksins i
Suðurlandskjördæmi. A almenn-
um fundi i kjördæmi sinu fyrir Al-
þingiskosningar 1974, sagði Unn-
ar: „Menn geta imyndað sér
hvort ekki hefði verið handleggur
að færa inn 55 þúsund nöfn hand-
skrifuö inn á kjörskrá.” Enn-
fremur: „Ef ég man rétt, sagði
tölvan mér, að það væru rúm tvö
þúsund kjósendur i Arnessýslu,
sem skrifuðu undir þessa áskorun
og 975 rangæingar.”
Má ekki segja fréttir
Ummælin sem hér hafa verið
nefnd úr þvi orðasafni sem stefn-
endur hafa tint upp úr Þjóðviljan-
um sýna, aö ekkert hefur annað
verið sagt I blaöinu en það sem al-
mennt tiðkast i islenskri þjóð-
málaumræðu þegar tillit er til
þess tekið að hér er um viðkvæmt
hitamál að ræða. Stefnurnar eru
þvi augljós tilraun til skerðingar
á almennu tjáningarfrelsi manna
og kemur það berlegast fram i
þvi, sem tilfært skal að lokum:
t tveimur tilvikum af 20 stefna
þeir VL-menn og heimta fébætur,
tugthús og ómerkingu vegna
beinna fréttaskrifa I Þjóðviljan-
um. Þeir vilja með öðrum oröum
gera það refsivert að segja frétt-
ir. Hér er um aö ræða i fyrsta lagi
frásögn Þjóðviljans af ræðu sem
Helgi Sæmundsson flutti á fundi
Samtaka herstöðvaandstæöinga i
Háskólabiói og i öðru lagi er um
að ræða frásögn Þjóöviljans —
orðrétta birtingu — á ályktun sem
gerð var á fundi i Félagi þjóðfé-
lagsfræðinema!
Mótmælt í heild
í lok greinargerðar sinnar i
máli VL gegn Þjóðviljanum segir
Ingi R. Helgason hrl.:
„Stefnukröfunum i máli þessu
er mótmælt i heild. Þótt sum um-
mælanna yrðu dæmd dauð og
ómerk, er fráleitt að dæma refs-
ingu eða miskabætur.
Sérstaklega er mótmælt kröf-
unum um miskabætur, sem eru ó-
rökstuddar með öllu. Ekki veröur
séð, að hópurinn hafi orðið fyrir
nokkrum miska og útilokað er aö
reikna út miskabótakröfu pro
rata á 12 menn af 14 i hópnum,
sbr. 46. gr. einkamálalaganna.
Opinber ummæli eins aðilans úr
hópnum, Jónatans Þórmundsson-
ar, prófessors, um að hann muni
gefa tildæmdar miskabætur til
góðgerðarstarfsemi i landinu,
benda frekar til þess, að stefn-
endur séu að safna fé til að létta á
samvisku sinni, en að þeir hafi
orðið fyrir miska, sem þeir þurfi
að fá uppbættan með peninga-
greiðslum frá umbjóðanda min-
um. Alls ekki er sannað eða gert
sennilegt, að hin átöldu ummæli
hafi bakað stefnendum tjóni.
Varðandi refsikröfuna vil ég að
iokum taka þetta fram:
Vegna almenningshagsmuna er
óhjákvæmilegt, að umræður um
opinber málefni njóti nokkurs
frjálsræðis. Hef ég rökstutt það
hér að framan og leyfi mér til á-
réttingar að vitna i 10. kafla dokt-
orsritgerðar dr. Gunnars Thor-
oddsens, prófessors, Fjölmæli, á
bls. 232—249.
Við þessi rök er rétt að bæta, að
hér kemur til álita hin gamla og
góða regla Grágásar um „orð-
hefnd”. Þessa retorsio reglu er nú
að finna i 239. gr. almennra refsi-
laga og nær hún ekki aðeins til
orða, heldur einnig til athafna.
Undirskriftasöfnun stefnenda og
tölvuafritun var pólitisk athöfn,
sem hlaut að vekja andsvar. Um-
bjóðandi minn er einn þeirra, sem
ekki gátu orða bundist. Atferli
stefnenda vakti honum bæði við-
bjóð og reiði og ber þvi, með stoð i
239. gr„ sbr. 74. gr. almennra
refsilaga að telja ummælin refsi-
laus.
Ég legg málið i dóm meö venju-
legum fyrirvara.”
Sagt frá máli VL-mannanna gegn Þjóðviljanum og greinargerö lögmanns Þjóðviljans, Inga R. Helgasonar
Hallgrímur Jónasson
fyrrv. yfirkennari áttræöur
Hallgrimur Jónasson fyrrv. yfirkennari áttræftur.
„Sjá, Tlminn, það er fugl sem
flýgur hratt”. Núeru sem sé 30 ár
liðin siðan við, nokkrir nemendur
Hallgrims, heimsóttum hann
fimmtugan færandi honum litla
gjöf I þakklætis- og vináttuskyni.
Ekki mun þó rausn okkar hafa
veriðslik, að i frásögu sé færandi,
en hins skal nú minnst að við
höfðum látið letra nokkur orð á
gjöf þessa, og þóttu þá helst við
hæfi ummæli Jóns biskups Og-
mundssonar um Isleif biskup
læriföður sinn: „Þá kemur mér
hann i hug er ég heyri góðs manns
getið”. Ekki er mér grunlaust um
að ýmsum kynni nú að þykja
svona tilvitnun i barnalegasta
lagi, en hver tið hefur sina tjáning
og þessi hafði alltjend þann kost
að vera sönn miðað við það hug-
arfar sem að baki bjó.
Hallgrimur Jónasson er skag-
firðingur að ætt og uppvexti,
fæddur að Fremrikotum i
Norðurárdal 30. október 1894.
Hann lauk kennaraprófi 1920 og
stundaði siðan framhaldsnám i
Danmörku. Næstu 10 árin eftir
heimkomuna var hann kennari
við barna- og unglingaskóla i
Vestmannaeyjum, en 1931 hóf
hann kennslu við Kennaraskóla
Islands, þar sem hann starfaði
siðan óslitið i 37 ár eða til ársins
1968, er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Var hann æfinga-
kennari og leiðbeindi kennara-
nemum um kennslu eldri barna,
einkum i móðurmáli, sögu og
náttúrufræði. Auk þess kenndi
hann íslandssögu við skólann.
Um nokkurra ára skeið var hann
yfirkennari.
Leiðir okkar Hallgrims lágu
fyrst saman á striðsárunum, er
ég var nemandi hans i kennara-
skólanum gamla við Laufásveg.
Þar kenndi hann m.a. eldri börn-
um i æfingadeild skólans og hafði
til umráða kennslustofu i kjallara
hússins. Hvorki var þar hátt til
lofts né vitt til veggja, og ekki fór
heldur mikið fyrir kennslutækj-
um. En kennarinn var umfram
allt maður orðs og bókar og þótt
hann kynni að meta hjálpargögn
og nýtti vel þau er völ var á, hefði
honum áreiðanlega aldrei til hug-
ar komið að láta þau leysa sig
sjálfan af hólmi. Kennslan virtist
vera honum leikur eða iþrótt, þar
sem hann beitti óspart frásagnar-
gáfu sinni og útlistunarhæfni
þannig að móðurmálskennsla
hans náði raunar langt út fyrir
greinina sem slika, og seytlaði
inn þó fjallað væri um önnur efni.
En þótt Hallgrimur stundaði
kennslu lengi og af kostgæfni
hefur hann borið gæfu (il að sinna
hugðarefnum á öðrum sviðum. Af
þeim skulu hér einkurn iiefnd tvö:
ferðamál og ritstörf, en þessi
áhugasvið hefur hann samtengt
með hugnæmum hætti. Um ára-
tuga skeið átti hann sæti i stjórn
Ferðafélags Islands og var jafn-
framt fararstjóri hjá félaginu.
Hefur leiðsögn hans lengi verið
rómuð, enda munu fáir vera hon-
um fróðari um Island bæði byggð-
ir þess og óbyggðir né þekkja gjör
tengsl lands og sögu.
Hneigð Hallgrims til skáld-
legrar tjáningar mun hafa verið
rik frá upphafi og ferðalif sitt
hefur hann túlkað af næmri til-
finningu i ritum og ræðum. Auk
fjölda greina, sem birst hafa i
blöðum og timaritum, svo og út-
varpserinda hefur hann skrifað 8
bækur og eru þær meira og minna
tengdar áðurnefndu hugðarefni
hans. Meðal þessara bóka eru
þrjár árbækur Ferðafélags
Islands, sem fjalla um
Skagafjörð, Sprengisand og Kjöl
og bera þekkingu hans á þessum
slóðum gott vitni. En ferðalyst
Hallgrims hefur raunar einnig
fengið útrás i öðrum löndum svo
sem bókin Frændlönd og heima-
hagar er til vitnis um. Og I bók-
inni Ferhendur á ferðaleiðum og
viöar hefur hann birt ljóð og stök-
ur sem hann hefur kveðið af
munni fram við hin ólíkustu tæki-
færi. Visurnar hafa löngum
kryddað ferðalög Hallgrims, en
þær njóta sin að sjálfsögðu miklu
miður i bókum en á þvi andartaki
sem var stund þeirra.
Þó að hér hafi verið vikið að
meginviöfangsefnum Hallgrims
Jónassonar á langri og starfsamri
ævi er margt ótalið. Skal að end-
ingu minnst djarflegrar þátttöku
hans i þeirri sjálfstæðisbaráttu
sem hér hefur verið háð á liðnum
áratugum hins islenska lýðveldis.
Ást Hallgrims á landi, þjóðtungu
og sögu lagði grundvöll rikrar
þjóðrækni. Og um Hallgrim gildir
nefnilega ekki hin leiðinlega regla
um aukna ihaldssemi með aldrin-
um. Ég hygg ekki ofmælt að
Hallgrimur hafi orðið þvi áhuga-
meiri stuðningsmaður hinna rót-
tækari afla hér I landi sem árun-
um hefur fjölgað á herðum hans.
Hallgrimur er kvæntur Elisa-
betu Valgerði Ingvarsdóttur og
eiga þau þrjá syni: Ingvar, Jónas
og Þóri. Ég sendi honum og fjöl-
skyldunni bestu kveðjur.
óskar Halldórsson
BJÖRN BJARNASON, formaður Landssambands iðnverkafólks:
Hverjum í hag?
Undanfarna daga hafa
farið fram hér í blaðinu
skoðanaskipti milli verð-
lagsstjóra og Gunnars J.
Friðrikssonar um verð-
lagsmál hreinlætisvöru
iðnaðarins, en vegna þess
að ég tel stefnuna í verð-
lagsmálum iðnaðarins al-
mennt alranga og skað-
lega, freistast ég til að
blanda mér í þetta mál.
I þessu sérstaka tilfelli, sem
rætt hefur verið hér i blaðinu, má
sjálfsagt fallast á skoðun verð-
lagsstjóra að munurinn á þvi,
sem um var beðið og þvi, sem
heimilað var, hafi ekki verið svo
mikill að hann heföi skipt sköpum
ef allt annað hefði verið með
felldu. En hins getur hann ekki,að
vegna ákvæðisins um að hver sú
hækkun er færi fram úr 15% yrði
að leggjast fyrir rikisstjórnina til
afgreiðslu, en það hefði getað
valdið margra mánaða bið, var
hækkunarbeiðnin miðuð við það
mark sem þó var of litið vegna
þeirra öru hráefnishækkana sem
orðið hafa. Hráefnishækkanirnar
hafa verið það örar, en afgreiðsl-
ur verðlagsyfirvalda svo sein-
virkar, að þegar leyfi til hækkun-
ar er loksins veitt, eru nýjar hrá-
efnishækkanir skollnar yfir, svo
iðnfyrirtækin standa eftir i sama
vandanum, þvi regla verðlags-
yfirvalda virðist vera „of litið og
of seint”.
Ég hef aldrei getað fengið það
inn i höfuðið hverra hagsmunum
það á að þjóna að hafa þau iðn-
fyrirtæki, sem standa i harðri
samkeppni við erlendar iðnaðar-
vörur, undir verðlagseftirliti. Ég
fæ ekki séö þá hættu er gæti
verið þvi samfara að þau
væru sjálfráð um álagningu
sina, þvi hvert það fyrir-
tæki, sem reyndi að misnota þá
aðstööu, dæmdi sjálft sig úr
leik. Þvi verður tæplega neitað að
það sé æöi ójafn leikur. Sam-
keppni okkar litlu og févana iðn-
fyrirtækja við risafyrirtæki stór-
þjóðanna, sem hér eru á mark-
aðnum, mætti helst likja við aö
þar tækjust á hornsili og hákarl,
og sist ættu verðlagsyfirvöldin að
ganga þar i liö með hákarlinum.
Hin stutta saga innlenda verk-
smiðjuiðnaðarins hefur svo sann-
arlega ekki verið neinn dans á
rósum. I byrjun átti hann við að
etja rótgróna vanmáttarkennd
neytenda gagnvart innlendri
framleiðslu, sem oft var svo
mögnuð að fyrirtækin urðu að
dulbúa framleiðsluna, selja hana
undir útlendum nöfnum, svo að
litið væri við henni, og jafnhliða
átti hann að mæta tregðu og
skilningsleysi stjórnvalda á þýð-
ingu þessa nýja þáttar i fram-
leiðslu þjóðarinnar. Islensk
stjórnvöld virðast aldrei hafa
skilið þá staðreynd að innlendur
iðnaður hlýtur að verða snar þátt-
ur i menningar- og sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar. Þar við
bættist svo andúð hinna gömlu
hefðbundnu atvinnuvega, fisk-
framleiðslu og landbúnaðar, sem
fannst þessi nýja atvinnugrein
vera að ræna sig þvi vinnuafli
sem þeir einir ættu rétt á.
Óhjákvæmilega hafa þessir erf-
iðleikar sett mark sitt á iðnaðinn.
Sá þröngi stakkur, sem honum
hefur frá öndverðu verið skorinn,
hefur heft eðlilega þróun hans, en
þrátt fyrir alla þessa erfiðleika
hefur hann með hverju ári orðið
veigameiri þáttur i framleiðslu
okkar og það svo, að nú neitar þvi
enginn, i orði, að hann sé einn af
höfuöatvinnuvegum okkar.
Það væri þvi háskaleg blindni
ef þröngsýn verðlagsyfirvöld
þrengdu svo kosti iönfyrirtækja,
sem standa i harðri samkeppni
við erlenda auðhringa, að þau
yrðu neydd til aö hætta starfsemi
og loka. Værum við ekki með þvi
að gerast sjálfboðnir trosberar
erlendra stórfyrirtækja?
Björn Bjaruason