Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 3
Miövikudagur. 30. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Yfirmenn ísal þögulir Eiturefni geymd í jörð Starfsmaður álversins skrif* aði grein i Þjóðviljann i gær, þar sem hann lýsir vinnu- brögðum varðandi eyðingu úr- gangs frá verksmiðjunni. t greininnisegir m.a.: ,,...nú hefur fyrirtækið byrjað á aö flytja úrgangsefni, er koma úr notuðum kerjum út af hinu rammgirta umráðasvæði verksmiðjunnar og eru þessi úrgangsefni nú losuð I hraun- gjótu, sem er fast við Kefla- vikurveg. Þarna er nú á stutt- um tima búið að losa fleiri hundruð tonn af þessum úr- gangi, sem inniheldur margs konar efnasambönd, sem fáir vita hvaða áhrif kunna að hafa á þann jarðveg, sem fyrir er, og allt lifrænt umhverfi...” Þjóðviljinn bað Braga Er- lendsson, verkfræöing hjá ísal, að skýra frá, hvaöa efni það væru, sem losuð væru i gryfjuna.— Bragi neitaöi að skýra frá þvi, en sagði, að úrgangur sá, sem hér um ræðir, væri settur i gryfju, rétt við aðkeyrsluna að álverinu og yfir hann væri mokað kalki og skeljasandi. Kalkið og skeljasandurinn er notaö til að eyða ákveðnum eiturefnum sem i gryfjuna fara, sagði Bragi Erlendsson. „Þetta mál verður að leysa” Þar eð þeir álversmenn voru svo fáorðir um sorpeyð- ingarmál sin, reyndi Þjóövilj- inn að komast að málinu eftir öðrum leiðum. Einn þeirra sem við ræddum við var Sveinn Guðbjartsson, heil- brigðisfulltrúi Hafnarfjarðar. Sveinn sagði að umrædd gryfja við álverið væri nú að fyllast af múrstenum, asbesti og kolablokkum, en þessi úr- gangur er brotinn innan úr ál- kerjunum, þar eð endurnýjun- ar er þörf. Asbestið og kola- blokkirnar munu notaðar sem einangrun, og með tið og tima slitnar þessi einangrun. Nú er verið að brjóta innan úr kerj- unum, og eftir þvl sem starfs- maður ísal sagði I grein sinni I Þjóöviljanum I gær, koma um 20 tonn af þessum úrgangi úr hverju keri. Heilbrigðisyfirvöld I Hafn- arfiröf, munu hafa gefiö ísal leyfi til að jarða þennan úr- gang I téðri gryfju. Nú blasir hins vegar viö, að gryfjan er full, og úrganginum með eit- urefnunum sem Bragi Er- lendsson, verkfræðingur, tal- aði um, þarf að koma annars staðar niður. Sveinn Guöbjartsson, heil- brigðisfulltrúi, sagði að tsal hefði ekki leyfi til að setja eit- urefni sln annars staðar en i þessa einu gryfju. Vildu þeir losa úrgang sinn viðar, yröu þeir að sækja um leyfi til þess til Hafnarfjarðarbæjar. ,,Og ég fylgist vel með þess- um málum,” sagði Sveinn, ,,og engar ákvarðanir eru teknar nema I samráði við ýmsa sérfræðinga, Heilbrigö- iseftirlit rikisins og reyndar fleiri. Þetta mál verður aö leysa. Hingað til hefur vand- lega verið fylgst með sorpeyð- ingarmálum álversins, og ég verð að segja, að mér finnst ó- sæmilegt af þessum starfs- manni álversins, að segja að mokað sé yfir úrgangsgryfj- una, þegar einhverjir embætt- ismenn koma i heimsókn.” Reglur eru i gildi varðandi sorplosun frá álverinu, og taldi Sveinn Guðbjartsson ekki að þær væru brotnar, en eyðing eiturefna væri vitan- lega erfitt vandamál. —G G „Vandlega fylgst með sorpeyðingarmálum álversins”, segir heilbrigðisfulltrúinn Allt í óvissu með björgun Port Vale Að sögn Geirs Zoega, umboðs- manns breskra togara hér á landi þorir enginn þeirra, sem skoðað Asgeir formaður Asgeir Svanbergsson var i fyrrakvöld kjörinn formaður AI- þýðubandalagsins I Kópavogi. Aðrir I stjórn voru kjörnir Eggert Gautur Gunnarsson, Þorleifur Friðriksson, Guðbjörg Björgvins- dóttir og Sigrún Valdemarsdótt- ir. I varastjórn voru kjörnir þeir Valþór Hlöðversson og Grétar Halldórsson. Vetrarstarf Alþýðubandalags- ins i Kópavogi hófst um siðustu helgi, en þá var haldiö ball I Þing- hóli. Aðalfundurinn var haldinn á mánudagskvöldið, og þar var, auk stjórnarkjörs, kosið bæjar- málaráð, kosið til landsfundarins, sem haldinn verður 21.—24. næsta mánaðar, og kosið i kjördæmis- ráð. Búið er að skipuleggja skemmtifundi á vegum félagsins. Þá er starfandi námshópur um sósialisma og er þátttaka þar ágæt. —úþ hafa aðstæður þar sem breski togarinn Purt Vale strandaði við ósa Lagarfljóts, að spá neinu um hugsanlega möguleika á björgun hans. Enginn leki mun kominn að togaranum, utan þess að lak með röri I gær, en það var þétt. Skipið stendur orðið mjög ofarlega I fjörunni. 1 dag er væntanlegur maður frá enska tryggingafyrirtækinu sem tryggir togarann, og mun hann kanna aðstæður og taka ákvörðun um tilraunir til björgunar. Ef það verður talið gerlegt, verður sennilega fyrst reynt á laugardaginn, en þá er stór- streymt. Verður þá varðskip fengið til að taka i togarann. Svo er enn eitt i þessu máli: Ekki er reynandi að draga skipið á flot nema aflandsvindur sé, eða þá mjög lágsjávað, og þvi er ekki nóg að stórstreymt sé, ef veður leyfir ekki tilraun til björgunar. Það gæti allt eins farið svo að sandurinn fái að geyma þetta skip eins og sandarnir i kringum land- ið gera svo viða þar sem strand hefuráttsérstað. S.dór VIÐSKIPTAHALLI Innfiutningur fyrstu 9 mánuði ársins varð nær 37 miijónir króna að verðmæti um 14 miljónum króna meiri en á sama tima i fyrra. Flutt hefur verið út fyrir 24 miljónir króna, 4 miljónum meira en I fyrra. Vöruskiptajöfnuður á timabil- inu janúar-september i ár hefur þvi verið óhagstæður i landinu um 11 miljarða króna, en á sama timabili I fyrra var vöruskipta- hallinn „aðeins” 2 miljarðar króna. 1 fréttatilkynningu frá Hagstof- unni segir svo: Innflutningur i september 1974 er 1155 milj. kr. meiri en I júli 1974, en þá hafði hann áður orðið mestur i mánuði, þar sem ekki eru talin innflutt skip og flugvél- ar. En hér verður að hafa I huga, að innflutningsverðmæti septem- bermánaðar 1974 er 20% hærra en ella vegna gengisbreytingarinnar 2. sept. 1974. Innflutningstala september- mánaðar 1974 er og óeðlilega há sökum þess, að allmikill innflutn- ingur hefur færst til — frá ágúst og yfir á september — þar eð á timabilinu frá 22. ágúst og til mánaðamóta var ekki tekið á móti innflutningsskjölum til toll- afgreiðslu, vegna yfirvofandi gengisbreytingar, sem kom til framkvæmda 2. september. — Innflutningur i ágúst 1974 nam 2860 milj. kr., en 5127 milj. kr. i september. Sýningum á ,kerlirigunum‘! að ljúka Þær eru orðnar 30 sýningarnar I Leikhúskjallaranum á hinum skcmmtilegu leikþáttum Þjóöleikhúss- ins, „Ertu nú ánægð kerling”. Uppselt hefur verið á flestöllum sýningum, og oft hafa marglr þurft frá aö hverfa. Greinilegt er aö þessi nýbreytni Þjóöleikhússins við rekstur .kjallaraleikhúss” hefur mælst vel fyrir. Aöeins verða fjórartil fimm sýningará „kerlingunum” til viðbótar. Myndin er af einu söngatriði leiksins. The Siar relalivr t<> tl\e firsl class Kuighl Cross of thf Ordér. The Peeoralion worn hy Káighls ol the Oriier. Það dugði ekki minna en stórriddarakross, efst til vinstri, handa fulltrúum Alusuisse, A myndinni má sjá öll stig hinnar Islensku Fálka- orðu. Fulltrúar Alusuisse: Sœmdir stór- riddarakrossi A föstudaginn efndi forsætis- ráðherra til veislu til heiðurs fulltrúum svissneska auðhrings- ins Alusuisse en þeir voru þá staddir hérlendis til samninga- viðræöna viö Islenska aðila vegna álverksmiðju auðhringsins i Straumsvik. Það vakti nokkra athygli veislugesta er einn svisslending- anna kvaddi sér hljóðs og þakkaði islenskum stjórnvöldum þá hugulsemi aö hafa sæmt sig og fé- laga sinn hinni islensku fálka- orðu! Af þessu tilefni hafði blaðið tal af forsetaritara og staöfesti hann það að á föstudaginn hefðu tveir fulltrúar Alusuisse, Meyer og MUller að nafni, verið sæmdir stórriddarakrossi hinnar Islensku fálkaoröu. Tilefnið var góð sam- vinna þessara manna við islenska aöila. Blaðið spúrði forsetaritara af hverju engin tilkynning hefði verið send út um þetta eins og ætið er gert þegar Islendingar eru sæmdir oröum. Hann kvað það venju embættisins að tilkynna aldrei um orðuveitingar til út- lendinga. Um þá Meyer og MUller má annars segja, aö enda þótt samn- ingsgerð þeirra og samvinna viö islensk stjórnvöld sé til sóma frá sjónarmiði Alusuisse, hefur það einatt veriö umdeilt, hvort ál- samningarnir voru islendingum til sæmdar. Umskiptin i ráð- herrastólunum koma fram á öll- um sviðum. ÞH. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.