Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 12
Miövikudagur. 30. október. 1974. Kinverjar saka indverja og sovéta HONGKONG 29/10 — Hin opinbera fréttastofa Kina sak- aði Indland i dag um að ástunda útþenslustefnu gagn- vart nágrönnum sinum með stuðningi Sovétrikjanna. Hefði Indlandsstjórn i hyggju að lima Pakistan enn frekar sundur en orðið væri og undir- byggi þær aðgerðir með stjórnmálalegum þrýstingi og hótunum um hernaðarofbeldi. Fréttastofan sagði að Sovét- rikin styddu indverja á hverja lund i þessu hátterni, enda væri stefna Indlands Sovét- rikjunum i hag i keppni þeirra við Bandarikin á þessu svæöi. Bresnéf og Schmidt ræðast við MOSKVU 29/10 — Þeir HelmutSchmidt, rikiskanslari Vestur-Þýskalands, sem nú er staddur I Moskvu, ræddi i dag i hálfa aðra klukkustund við Bresjnef um Vestur-Berlin. Er þetta liður i viðræöum, sem fleiriæðstu ráðamenn rikjanna taka þátt i. Sagt er að sam- komulag hafi náðst um viss atriði efnahagslegs eðlis, en talið er að spurningin um hver fara skuli með mál Vestur- Berlinar út á við sé ennþá við- kvæmt deilumál. Atök ísraela og líbana BEIROT 29/10 — 1 fréttatilv kynningu frá her Libanons segir að israelsk stórskotalið hafi haft tvö landamæraþorp i Libanon að skotmarki um tiu minútna skeið i morgun, og ennfremur hafi þrjár isra- elskar þyrlur spúð eldi á korn- akra. Gusu upp i korninu miklir eldar, sem brunnu enn i kvöld báöum megin landa- mæranna. Þá segja libanar að israelsk herskip hafi farið inn i libanska landhelgi i dag, en verið hrakið á brott með stór- skotahrið. Tiu israelskir her- menn hefðu einnig farið yfir landamærin i könnunarferð að þvi er virtist, en libanskir her- menn rekið þá aftur öruga. Gjafmildi Rockefellers: Ráðherra Eisenhowers á meðal ,4ánþegBnna” NEW YORK 28/10 — Nelson Rockefeller gaf upp i dag lista með nöfnum tuttugu og sex manna, sem fengið hefðu ,,lán” frá honum slöan 1957. Fyrr I þess- um mánuði hafði Rockefeller gef- ið upp nöfn tuttugu einstaklinga, flestra embættismanna af ýmsu tagi, sem þegið höfðu af honum gjafir og ián. Alls nema nú þessi lán og gjafir, sem Rockefeller hefur játað á sig, yfir tveimur miijónum dollara. Fjármál Rockefellers, sem stefnir að útnefningu i embætti varaforseta Bandarikjanna, eru nú mjög á milli tannanna á fjöl- miðlum vestanhafs og grunar marga að þar bóli á nýjum Watergate-málum. Er Rockefell- er, sem eins og alþjóð veit er meðal auðugustu manna heims, grunaður um að hafa beitt þeim auðævum beint og óbeint til að gera áhrifamenn sér hliðholla. Með birtingu umræddra lista er hann vist að reyna að sýna sig sem ákaflega hreinskilinn mann Meðal þeirra, sem eru á listan- um frá i dag, eru Happy eigin- kona Rockefellers og Robert And- erson, sem þjónaði sem fjármála- ráðherra undir Eisenhower. Hann fékk 84.000 dollara að láni hjá Rockefeller, eða hærri fjár- hæð en nokkur annar sem getið er á listanum. En Rockefeller full- yrðir að Anderson hafi bæði feng- ið lánið og endurgreitt það áður en hann varð fjármálaráðherra. Reuter. S-VÍETNAM: Verka lýðsfo ringi rís gegn Thieu SAIGON 29/10 — Ahrifamesti verkalýðsieiötogi Suður-Viet- nams hefur nú tekið undir hin al- mennu andmæli gegn Saigon- stjórninni og sakað stjórnina um að standa I vegi fyrir þvi að friður komist á og að almenningur verði mannréttinda aðnjótandi. Verka- lýðsleiðtogi þessi heitir Tran Quoc Buu og er formaður sam- taka, sem hálf miljón manna á aðild að. 1 ræðu, sem Buu flutti i tilefni tuttugu og fimm ára afmælis verkalýðssambandsins, sagði hann að Saigon stuðlaði óbeint að framhaldi striðsins með þvi að láta viögangast að allskyns þjóö- félagslegt misrétti færi stööugt vaxandi. Sagt er að Khiem, for- sætisráðherra Saigon-stjórnar, eigi i mestu erfiðleikum með aö fá einhverja i staðinn fyrir þá fjóra ráðherra, sem létu af embætti i vikunni sem leið. Voru þeir látnir fara frá sem blórabögglar i þeim tilgangi að lægja mótmælaölduna vegna spillingar stjórnarinnar. Sérstakl. gengur illa að fá nýj- an mann i embætti upplýsinga- málaráðherra, en fráfarandi maður i þvi embætti var mikill gæðingur Thieus forseta. Þessi tregða þykir benda til þess að al- mennt sé nú búist við að dagar stjórnar Thieus séu taldir. Tvö dagblöð i Saigon voru i dag gerð upptæk fyrir að birta ásak- anir stjórnarandstæðinga um að Thieu hylmdi yfir spillingu stjórnar sinnar. 168 manns hlutu i dag fangelsisdóma fyrir glæpa- rétti i Saigon, sakaðir um að reyna að yfirgefa landið i leyfis- leysi- Reuter. Tveir menn sem ekki hafa setið á þingi áður: Þór Vigfússon, varamaður Garðars Sigurðssonar, og Ólafur Ragnar Grimsson, varamaður Magnúsar Torfa Óiafssonar. Alþýðubandalagið Viðtalstími borgarfulltrúa Viðtalstimi borgarfulltrúa Alþýöubandalags- ins er i dag, miðvikudag, að Grettisgötu 3, milli klukkan 5og 6. Adda Bára Sigfúsdóttir verður til viðtals. Adda Bára Námshóparnir I Reykjavikkoma saman vikulega aö Grettisgötu 3 kl. 20.30. Hópur I mánudag, leiðbeinandi Loftur Guttormsson. Hópur II þriöjudag, leiðbeinandi Guðmundur Agústsson. Hópur III og IV mið- vikudag, leiðbeinendur Einar Karl Haraldsson og Þröstur ólafsson. Námshópur I Kópavogi kemur saman á miðvikudögum í Þinghól kl. 20.30. Leiðbeinendur Asgeir Svanbergsson og ólafur R. Einarsson. Námshópar i Hafnarfiröi koma saman i þessari viku i Skálanum kl. 20.30. Hópur I miðvikudag, leiðbeinandi Hjaiti Kristgeirsson. Hópur II fimmtudag, leiðbeinandi Þór Vigfússon. Fræðslunefnd. Reykjaneskjördæmi Fundur verður i kjördæmisráði Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjör- dæmi mánudaginn 5. nóvember kl. 20.30 i Þinghól. Stjórnin. Alþýðubandalagið Árnessýslu Aðalfundur Alþýðubandalagsins Selfossi veröur haldinn fimmtudaginn 31. október klukkan 20.30 i Hótel Selfossi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund og i kjördæmisráð. Frá Þjóðviljanum Tilkynningar, sem birtast eiga I dálki þessum þurfa að berast til blaðs- ins i siðasta lagi á hádegi daginn fyrir birtingu. Alþingi kom saman Alþingi kom saman i gær og er þetta 96. löggjafarþingið. Forscti tsiands, doktor Kristján Eldjárn, setti þingið klukkan 14:20 að iok- inni guðsþjónustu i Dómkirkj- unni, Forseti bauð alþingismenn velkomna til þings og lét þá ósk og von i ljós, að störf þingsins mættu takast giftusamlega. Hann bað siðan þingmenn að risa úr sætum og minnast fósturjarðar- innar og var það gert með fer- földu húrrahrópi. Aldursforseti á aiþingi er nú Guðlaugur Gislason frá Vest- mannaeyjum, 3. þingmaður Suöurlands. Tók hann við fundar- stjórn og flutti nokkur minningar- orö um Björn ólafsson, fyrrver- andi alþingismann og ráðherra, sem látist hafði i Reykjavik á þeim tima sem liðinn var, siðan sumarþinginu lauk. Aldursforseti tilkynnti um fjar- veru 5 alþingismanna, nú við upphaf þingstarfa, en þeir voru allir erlendis i opinberum erinda- gerðum, flestir á þingi Samein- uðu þjóðanna i New York. Þessir þingmenn eru fjarver- andi: Jóhann Hafstein, þingmað- i gær ur reykvikinga, en sæti hans skip- ar Geirþrúður Hildur Bernhöft. Magnús Torfi ólafsson, lands- kjörinn þingmaður, en sæti hans skipar dr. Ólafur Ragnar Grims- son. Garðar Sigurðsson, þing- maður Suðurlandskjördæmis, en sæti hans á þingi tók Þór Vigfús- son, menntaskólakennari. Lárus Jónsson, þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, en i hans stað situr þingið Halldór Blöndal. Jón Skaftason, þingmaður Reykjaneskjördæmis, en vara- maður hans er Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri i Keflavik. Þeir þrir varaþingmenn, sem nú tóku sæti á alþingi i fyrsta sinn eru Gunnar Sveinsson, dr. Ólafur Ragnar Grimsson og Þór Vigfús- son. Að lokinni samþykkt kjörbréfa var fundum alþingis frestað til fimmtudags, en þá fer væntan- lega fram kjör forseta þingsins. Af þeim 60 alþingismönnum, sem kjörnir voru ( alþingiskosn- ingunum i sumar, eru 15, sem ekki áttu sæti á þingi á siðasta kjörtimabili, nema fáir þeirra sem varamenn. Játar sig tólffaldan lygara WASHINGTON 28/10 — E. Howard Ilunt, einn þeirra fimm er framkvæmdi sjálft innbrotið I Watergate-bygg- inguna, játaði i dag fyrir rétti að hafa logið að minnsta kosti tólf sinnum i réttarhöldum, sem haldin voru yfir fimm hjálparmönnum Nixons vegna meintra tilrauna þeirra til að breiða yfir hneykslin. Sagðist hann hafa logið i hollustuskyni viö höfðihgjana i Hvita húsnu, en eftir að hafa heyrt það, sem komið hefði i ljós af segul- böndunum frá þeim bæ, kvaðst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að forsetinn fyrrverandi og aðrir fyrir- menn væru ekki tryggðar sinnar verðir. Hunt bar það einnig að John Mitchell, dómsmálaráðherra Nixons, heföi verið aðalmað- urinn á bakvið innbrotið, og lýsti þvi hvernig sér og félög- um sinum hefði verið mútað til að þegja. Breska stjórnin heitir þjóðnýtingu LUNDONUM 29/10 — 1 hásætisræðu Bretadrottning- asr, sem flutt var I dag I neðri deild breska þingsins, segir meðal annars að stjórn Verka- mannaflokksins muni á ný- byrjuðu kjörtimabili þjóðnýta nokkurn hluta skipasmiðaiðn- aðarins, flugvélaiðnaðarins og fleira. Ennfremur fái þjóðin að skera úr um það innan árs, hvort Bretland verði áfram i Efnahagsbandalagi Evrópu eöa ekki. Lúna 23 MOSKVU 29/10 — Sovétmenn hafa skotið út i geiminn einu mannlausa tunglfarinu enn, og er þetta far nefnt Lúna 23. Geimfarinu er ætlað að halda áfram visindalegum rann- sóknum á tunglinu og geimn- um umhverfis það. Það fylgdi sögunni aö allt gengi að óskum viðvikjandi geimfarinu, en ekki var farið nánar út i hvert hlutverk þess væri. BLAÐ- BURÐUR bjcðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Skjól Laufásveg Höfðahverfi Skúlagötu Kleppsveg Fossvog Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.