Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 9
Miövikudagur. 30. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þeir mættust í nótt Þeir Muhamed Ali og George Foreman, núverandi heimsmeistari i þungavigt i hnefaleikum, mættust i nótt i Zaire i Af- riku ihnefaleikakeppni aidarinnar eins og leikur þeirra hefur veriö kallaöur. Þar var úr þvi skorið hvort Ali nær HM-titlinum aftur eða hvort Foreman heldur honum áfram. Ali ætlar að hætta keppni eftir þennan ieik. 3 lið fá heima- leikjabann í EB Evrópuknattspyrnusambandið UEFA hefur ákveðið að setja þrjú liö i heimaleikjabann i næstu umferð i EB vegna óeirða áhorf- enda á leikvöngum þeirra I siöustu heimaleikjum iiðanna. Verða þau að leika i minnst 100 km fjarlægð frá heimaborgum sinum i næstu leikjum. Þessi lið eru grisku liðin Panathinaikos og Olympiakos Piraeus og portúgaiska liðið Sporting Lissabon. Auk þessa fá öll liöin sektir, grisku liðin fá 1430 og 715 sterlingspunda sekt og portúgalska liðið 420 sterlingspunda sekt. Öll þessi lið léku á heimavelli i 1. umferð EB, og á öllum stöðunum urðu miklar óeirðir á áhorfendapöllunum, svo að tii vandræöa horfði. UEFA hefur tekið á sig rögg vegna siikra atburða og dæmir iiðnú msikunnarlaust i heimaleikjabönn og sektir, komi til óeirða á áhorfendapöllum þeirra i EB. Sigursveitin fer í EB meistarasveita á næsta ári N.k. fimmtudag, 31. október, fer fram sveitakeppni I júdó á vegum Júdósambands tslands, og er þetta fyrsta tslandsmeistara- mótið þessarar tegundar. Sveita- keppni islenskra félagsliða hefur aldrei fyrr verið háð, en fslenska landsliðið hefur fjórum sinnum háð iandskeppni á þessu ári . Keppni sem þessi er mjög vinsæl erlendis, og má vænta þess að hún verði það einnig hér á landi. Búist er við að sjö sveitir taki þátt i keppninni á fimmtudaginn, en hverju félagi er heimilt að senda tvær sveitir á mótið. I hverri sveiteru 5 keppendur, einn i hverjum þyngdarflokki. Sigursveitin öðlast rétt til þátttöku I Evrópubikarkeppni meistarasveita sem Evrópu- júdósambandið hyggst efna til i fyrsta sinn á næsta ári. Keppnin á fimmtudaginn verður fyrri umferð þessa meistaramóts, en seinni umferðin verður háð 7. desember. Keppnin verður háð i hinu nýja æfinga- húsnæði Júdókan h.f. i Brautar- holti 18, 4. hæð, og hefst kl. 7 á fimmtudagskvöldið. Með þessu móti hefst fjölþætt dagskrá nýs starfsárs JSl. Júdómenn eiga mörg og stór verkefni fyrir höndum i vetur og næsta sumar. Lúxembúrgarar sviku samningana við KKÍ og körfuknattleikssambandið kærir til alþjóðasambandsins Fyrirhugaðir voru hér á landi tveir landsleikir i körfuknattleik við lúxembúrgara um næstu helgi. Nú hefur hinsvegar komið bréf frá körfuknattleiksmönnum þar i landi þar sem þeir segja sig svo fátæka að þeim sé ókleift að standa við þessa samninga og komi þeir þvi hvergi. Þetta þykir Einari Bollasyni formanni og félögum hans i stjórn KKI auðvitað súrt i brotið, eru reiðir og hyggjast kæra lúxem- búrgara til aiþjóðakörfuknatt- leikssambandsins fyrirsamnings- rof. Ætlar Einar o/co að krefjast fébóta, enda hafa þeir þegar lagt út háa fjárupphæð til undir- búnings leikjunum, fyrir utan öll önnur óþægindi sem þeir hafa af þessu. Eitt sinn langaði hollendinga að koma hingað til lands með körfu- knattleikslandslið sitt, en sökum anna var ekki hægt að taka á móti þeim. Séu þeir enn sömu löngunar verður nú pláss fyrir þá I pró- grammi KKt, og verða þeir þvi boðnir velkomnir til íslands i stað lúxembúrgara. Glannaleg íþrótt Nokkuð virðist það vera glannalegur leikur sem maðurinn hér á myndinni er að framkvæma. Eigi að siður er þarna um viðurkennda keppnisiþrótt að ræða sem nefnist á ensku canoeing, og er myndin tekin á heimsmeistaramóti i greininni I Sviss fyrr á þessu ári. Hvernig ætli mönnum þætti að fara niður einhvern af stóru fossunum okkar i svona farartæki? Eysteinn endur- kjörinn formaður Arsþing Júdósambands Islands var haldið I Reykjavik 19. október s.l. JSt var stofnað I ársbyrjun i fyrra, og hefur sambandið haft mörgum og stórum verkefnum aö sinna. A liðnu starfsári háðu islenskir júdómenn fjórum sinnum lands- keppni, hinar fyrstu frá upphafi, og stóðu sig með prýði. Þá tóku islenskir júdómenn þátt i Norður- landameistaramótinu i Kaup- mannahöfn og Evrópumeistara- mótinu I London. Hingað til lands kom fyrsta erlenda júdólandslið- ið, lið Tékkóslóvakiu, og einnig kom hingað vesturþýska ung- lingalandsliðið. JSt réð i fyrra landsliðsþjálfara i fyrsta sinn, og hefur starf hans borið frábæran árangur. A árinu var haldið fyrsta dómaranámskeiðið á Evrópumælikvarða hér á landi og útskrifaðir 14 dómarar, þar af 6 landsdómarar. Þá var haldið þjálfaranámskeið i fyrsta sinn, og mikil störf unnin i skipulags- og tæknimálum. Skipulegt unglinga- starf var tekið upp af sam- bandinu. Aðalmál júdóþingsins að þessu sinni var afgreiðsla mikilvægrar reglugerðar um gráðanir, sem Michal Vachun landsþjálfari hef- ur lagt grunninn að með mikilli nákvæmni og ágætri kunnáttu. Gráðanir i júdó eru mjög til að efla áhuga og virðingu fyrir iþróttinni. JSÍ er aðili að Evrópu- Eysteinn Þorvaidsson sambandinu og Alþjóðasambandi júdómanna, og eru gráðunarregl- urnar i samræmi við ströngustu kröfur á alþjóðamælikvarða. Reglugerð um gráðudómara var lika samþykkt á þinginu. Júdómenn eiga mikil verkefni fyrir höndum á nýbyrjuðu starfs- ári, og ber þar hæst Norðurlanda- meistaramótið i júdó sem haldið verður i Reykjavik 19. og 20. april i vor. JSí annast allan undirbún- ing og framkvæmd mótsins. I stjórn JSl fyrir næsta starfsár voru kosnir: Eysteinn Þorvalds- son formaður, og aðrir i stjórn: Sigurður H. Jóhannsson, össur Torfason, Jóhannes Haraldsson og Einar Eriendsson. andsmeistaramót í júdó Flokkakeppni í júdó veröur háö á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.