Þjóðviljinn - 01.11.1974, Síða 3
Föstudagur 1. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Valsarð
Thoroddsen.
rafmasnsveitustióri
„Neitar að
segja frá
sveitaraf-
væðingu”
Þjóöviljinn hefur undan-
farna daga gert ítrekaðar
tilraunir til þess að fá upp-
lýsingar um það hvernig
rafvæðingu sveitanna
miði. Eins og kunnugt er
var í tíð vinstri stjórnar-
innar gerð áætlun um raf-
væðingu þeirra býla/ sem
tengja á við samveitur.
Viö höföum samband viö Val-
garð Thoroddsen, rafmagns-
veitustjóra, og inntum hann eftir
þvi hvernig gengi að vinna eftir
þessari áætlun. Hann kvað ekki
hafa verið staðið viö þann hluta
hennar, sem framkvæma átti i
sumar. Að öðru leyti gæti hann
ekki veitt frekari vitneskju, þar
sem hann hefði engar upplýsing-
ar handbærar.
Tveimur dögum siðar var aftur
hringt i rafmagnsveitustjóra og
spurt hvort upplýsingarnar lægju
fyrir. Svo var ekki og taldi Val-
garð Thoroddsen öll tormerki á
þvi að nokkur annar aðili innan
stofnunarinnar gæti veitt þær.
Blaðamaður spurði þá hvenær
mætti búast við að upplýsingar
um sveitarafvæðinguna yrðu
embættinu handbærar. Fyrtist þá
rafmagnsveitustjóri við og kvaðst
ekkert geta um það sagt. Siðan
skellti hann á.
Spurningin er hvað veldur þess-
ari upplýsingatregðu, og fram-
komu embættismannsins i garð
Þjóðviljans. Vonandi sér raf-
magnsveitustjórinn ástæðu til
þess að varpa ljósi á það innan
tiðar. —ÞH
BRAUÐIÐ
HÆKKAR
UM 5-7%
Verðlagsyfirvöld hafa heimil-
að hækkun á brauði vegna
hækkunar á hráefni og vegna
láglaunahækkunarinnar. Nem-
ur hækkunin 5,5—7%.
Ilúgbrauð hækka um 4 krón-
ur, úr 73 krónum I 77. Hækkunin
nemur 5,5%.
Franskbrauð hækkar um 4
krónur, úr 56 krónum i 60 krón-
ur. Hækkunin er 7%.
Vinarbrauð hækka um 1
krónu, úr 14 krónum 115 krónur.
Hækkunin er 7,1%. —úþ
Fyrirlestur prófessors JÓNS HELGASONAR í hátíðasal Háskólans
Hitt og anrtað um
Magnús prúða
I dag klukkan 5.15 flytur prófess-
or Jón Helgason fyrirlestur i há-
tiðasal Háskólans. Er fyrirlestur-
inn fluttur i boði heimspekideildar
Háskólans og nefnist: ,,Hitt og
annað um Magnús prúða.” Er öll-
um heimill aðgangur.
„Þetta verður aðallega um ritverk Magnúsar,
þýðingar hans úr þýsku og orðskviðasafn hans,”
sagði prófessor Jón, þegar Þjóðviljinn hafði
samband við hann i þessu tilefni. „Ég geri ráð
fyrir að taka ekki hvað sist til meðferðar rit þau
sem Magnús þýddi úr þýsku, Dialectica og
Rhetorica, sem enginn maður hefur lesið.”
Þótt það sé efalaust rétt hjá prófessor Jóni aö
fáir kannist við rit þau um rökfræöi og mælsku-
fræði, sem Magnús Jónsson prúði þýddi á Is-
lensku úr þýsku, þá þekkja hann llklega öllu
fleiri af Pontusarrlmum, sérst'klega þó man-
söng þriðju rímu.
Þar i eru visurnar:
Allra gagn það undir gár.
Ósamþykkið veidur þvi.
Enginn hirðir, hverninn stár
hagurinn þessu landi I.
Þegar kemur af sundi sér
sjálfur þykist hólpinn sá,
hugsar ekki, hverninn fer
hans landsmönnum eftir á.
Þannig var nú ástandinu á landi hér lýst fyrir
fjögur hundruð árum, og getur svo hver spurt
sjálfan sig hvort hugarfar þjóöarinnar sé eitt-
hvað gæfulegra nú. Magnús prúði, var einn hver
mestur höfðingi hérlendis á sextándu öld, á siöa-
skiptatimunum, þegar danska konungsvaldiö
með lútherskuna aö vopni var endanlega -aö gera
út af við sjálfræði Islensku þjóöarinnar. Magnús,
sem var bróöir Staðarhóls-Páls, gerði sitt til að
andæfa þeirri óheillaþróun, til dæmis með
Vopnadómi 1581, þótt það kæmi til lltils. — Er
ekki að efa að fróölegt verður að heyra hvað
prófessor Jón hefur að segja um þennan merka
mann úr Islandssögunni og islenskri bók-
menntasögu. dþ.
Jón Helgason
Forsetakjör á alþingi:
Ásgeir Bjarnason, forseti
Sameinaðs alþingis
Ragnhildur og Þorvaldur Garðar, deildarforsetar
Forsetakjör fór fram á
alþingi í gær, bæði í sam-
einuðu þingi og deildum.
Ríkisstjórnin fylgdi for-
dæmi vinstri stjórnarinnar
og bauð stjórnarandstöð-
unni sæti 1. varaforseta og
var það þegið.
Forseti Sameinaðs alþingis var
kjörinn Asgeir Bjarnason, 1.
þingmaður Vesturlandskjördæm-
is meö 43 atkvæðum, 13 seðlar
voru auðir. Gils Guðmundsson
var kjörinn 1. varaforseti I sam-
einuðu þingi með 43 atkvæðum, 12
seðlar voru auðir. Friðjón Þórð-
arson var kjörinn 2. varaforseti
með 42 atkvæðum en 13 seðlar
voru auðir. Fjórir þingmenn voru
fjarverandi við forsetakjör, tveir
frá stjórnarflokkunum og tveir
frá stjórnarandstöðu. Skrifarar i
sameinuðu þingi voru sjálfkjörnir
þeir Jón Helgason og Lárus Jóns-
■=nn.
A fundi neðri deildar alþingis
var Ragnhildur Helgadóttir kjör-
in deildarforseti með 28 atkvæð-
um, en 8 seðlar voru auðir. Magn-
ús Torfi Ólafsson var kjörinn 1.
varaforseti meö 30 atkvæðum, en
6seðlar voru auðir. Ingvar Gisla-
son var kjörinn 2. varaforseti
deildarinnar meö 26 atkvæðum,
en 10 seðlar voru auðir. Skrifarar
i deildinni voru sjálfkjörnir þeir
Guðmundur H. Garöarsson og
Páll Pétursson.
I efri deild var Þorvaldur Garö-
ar Kristjánsson, kjörinn deildar-
forseti með 14 atkvæðum, en 4
seðlar voru auðir. EggertG. Þor-
steinsson var kjörinn 1. varafor-
seti með 18 atkvæðum, en 1 seðill
var auður. Steingrimur Her-
Asgeir Bjarnason.
mannsson var kjörinn 2. varafor-
seti með 13 atkvæðum, en 6 seölar
voru auðir. Skrifarar I deildinni
voru sjálfkjörnir þeir Ingi
Tryggvason og Steinþór Gests-
son.
A fundum alþingis I gær var
auk forsetakjörs hlutað um sæti.
Þingfundir veröa næst á mánu-
dag, og fer þá fram kjör þing-
nefnda. Stefnuræða forsætisráð-
herra verður flutt á þriöjudag, og
fara þá fram útvarpsumræður.
ALBERT LIÐSINNIR
KAUPMÖNNUM
A borgarráðsfundi á þriðjudag
var rætt um umferðarmálin á
Laugavegi. Voru mættir á fund-
inn, auk borgarráðsmanna, for-
menn umferðarnefndar og stjórn-
ar SVR og yfirverkfræðingur um-
ferðardeildar. Þá var lagt fram
bréf Kaupmannasamtakanna frá
28. okt. um stöðubann á Lauga-
vegi. Á þessum fundi borgarráðs
bar það til tiöinda að Albert Guð-
mundsson, borgarráðsmaður
Sjálfstæöisflokksins, gerði tillög-
ur Kaupmannasamtakanna að
sinum.
Borgarráð óskaði hins vegar
eftir þvi, aö umferðarnefnd og
stjórn SVR fjölluðu frekar um
málið, og verða niðurstöður
þeirrar umfjöllunar siðan lagðar
fyrir borgarráð.
6 miljarða
viðskiptasamningur við Sovét
— enginn olíuskortur á Fróni
Hinn 25. október s.l. var
undirritaður í Moskva
samningur milli viðskipta-
ráðuneytisins og
Sojuznefteexport um kaup
á brennsluolium og bensini
á árinu 1975. Samið var um
300.000 tonn af gasoliu,
100.000 tonn af fueloliu og
80.000 tonn af bensini.
Verðmæti þessa magns er
um 50 miljónir dollara.
Verð á öllum oliutegundum er
miðað vð skráningar á heims-
markaðinum án yfirgreiðslu, og
fellur þvi niður 1/2% yfirgreiðsla
á gasoliu og bensini, sem i gildi
var i ár.
t samningaviðræðunum tóku
þátt af Islands hálfu Þórhallur
Asgeirsson, ráðuneytisstjóri,
Hannes Jónsson, sendiherra, og
fulltrúar oliufélaganna þeir
Indriði Pálsson, Vilhjálmur Jóns-
son, önundur Asgeirsson og Arni
Þorsteinsson.