Þjóðviljinn - 01.11.1974, Side 5
Föstudagur 1. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Ræningjarnir þrír i ránsferö. Bastian, Tommi litli, rakarinn og Tobias á torgi Kardimommubæjar.
KARDIMOMMUBÆRINN
AFTUR Á SYIÐ
Kardimommubærinn,
hið vinsæla fjölskyldu-
leikrit norðmannsins
Thorbjörns Egners, verð-
ur frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu 6. nóvember.
Klemens Jónsson er leik-
stjóri, og tjáði hann Þjóðviljan-
um, að þegar leikritið var sýnt
hjá Þjóðleikhúsinu slöast, þ.e.
1960 og aftur 1962—1964 hafi
samtals 57 þúsund manns séð
sýninguna.
„Sýningin núna er i meginatr-
iðum eins og hin fyrri. Leikar-
arnir eru reyndar flestir aðrir
nú en þá, við erum aðeins þrir i
sömu hlutverkum og siðast.
Ræningjarnir eru i höndum
þeirra Bessa Bjarnasonar,
Randvers Þorlákssonar og Þór-
halls Sigurðssonar. Bessi er
Kasper, Randver Jesper og
Þórhallur Jónatan.
Árni Tryggvason leikur Basti-
an bæjarfógeta, Guðrún
Stephensen leikur Soffiu
frænku, Herdis Þorvaldsdóttir
leikur bæjarfógetafrúna og rak-
arann leikur Sigmundur örn
Arngrimsson”.
Klemens, leikstjórinn, leikur
annan kaupmanninn, eins og i
fyrri uppfærslunni,og Jón Aöils
fer aftur með hlutverk veður-
spámannsins visa, Tobiasar.
Karl Billich stjórnar hljóm-
sveitinni og Nanna ólafsdóttir
stjórnar dönsum.
Höfundurinn sjálfur geröi
leikmyndina, eins og I fyrri upp-
færslunni. Aðeins er um að ræða
nýtt módel eftir mynd hans.
Og Klemens bendir á, að frá
hendi höfundarins sé Kardi-
mommubærinn ekki kallaður
barnaleikrit, heldur fjölskyldu-
leikrit fyrir börn og unglinga.
„Það er nefnilega þannig
með barnaleikrit, að séu þau
góð, þá hafa fullorðnir ekki sið-
ur garr.an af þeim en börn’?,
sagði Klemens að lokum.
—GG
Sovétlistameim
koma í heimsókn
Hinn 5. nóvember n.k.
er fimm manna sovésk
sendinefnd væntanleg
hingað til lands á veg-
um félagsins MÍR. For-
maður sendinefndarinn-
ar er Felix J. Strúmilos
dósent við blaða-
mennskudeild háskólans
i Vilinius i Litháen.
Þá er með i förinni Anatóli V.
Koroljof, aðstoðardeildarstjóri
Norðurlandadeildar Vináttusam-
bandsins i Moskvu, og þrir lista-
menn; pianóleikarinn Tamara
Gúséva, einleikari við Fil-
harmóniuna i Moskvu, ballett-
meistarinn Norik Megrabjan,
sólódansari hjá Þjóðdansaflokki
Armeniu, og bassasöngvarinn
Gennadi Penjashin, einsöngvari
við Filharmóniuna i Moskvu.
Einn listamannanna, Tamara
Gúséva pianóleikari, er islensk-
um tónlistarunnendum að góðu
kunn frá fyrri heimsóknum til Is-
lands. Kom hún fyrst hingað til
lands haustið 1954, hélt allmarga
tónleika við mikla aðsókn
Sovésku sendinefndarmennirn-
ir dveljast hér á landi i viku og
koma á þeim tima m.a fram á
kvöldfagnaði MIR i Leikhúskjall-
aranum 7. nóvember. Einnig
munu listamennirnir koma fram
á tónleikum i Reykjavik og viðar.
Dauðaslys um
borð í rœkjubáti
1 fyrradag varð banaslys um
borð i rækjubátnum Rósu HU frá
Hvammstanga þar sem báturinn
var að veiðum á Húnaflóa. Har-
aldur Magnússon, 62ja ára gam-
all vestmannaeyingur, sem búiö
hefur á Hvammstanga siðan um
gos, lenti i spili skipsins og lést
samstundis, að þvi að talið er, en
um beina orsök slyssins var ekki
vitað I gærdag.
Soffia hundskammar ræningjana
GISLAR LAUSIR
í SCHEVENINGEN
HAAG 31/10 — Hópur valdra
manna úr hollenska landgöngu-
liöinu gerði i morgun skyndiárás
inn i fangelsiskapelluna i Sche-
veningen og yfirbuguðu fangana
fjóra, sem höfðu hafst þar við sið-
an á laugardag og héldu fimmtán
manns i gislingu. Féll enginn
maður eða særðist við þetta tæki-
færi. Landgönguliðarnir ruddust
inn i kapelluna grenjandi eins og
berserkir og skutu yfir höfuð
fanganna, og féllust þeim ger-
samlega hendur við lætin. Einn
fanganna var palestinskur
skæruliði, sem meðal annars
heimtaði lausan félaga sinn einn,
er liggur á hollensku sjúkrahúsi,
en málin flæktust þegar i ljós kom
að skæruliðinn á sjúkrahúsinu
var ófáanlegur til að láta frelsa
sig. Varð þetta til þess að yfirvöld
fengu ráðrúm til að upphugsa
gagnaðgerðir gegn fjórmenning-
unum.
Þulurnar eru voða sœtar
SJÓNVARP
Kastljósi sjónvarpsins verður
I kvöid brugöiö á ýmsa fróölega
þætti hins daglega lifs.
Ölafur Ragnarsson stýrir
þættinum, og verða tekin fyrir
málefni eins og bókaútgáfa og
kjör rithöfunda hér á landi. Þá
má nefna skuldir islendinga er-
lendis, skólamálum verða gerð
einhver skil og svo þeim mála-
flokki sem blöðin hafa verið
uppfull af siðustu dagana: Við-
skipti húskaupenda og ibúða-
sala. Réttarstaða húskaupenda
virðist satt að segja nokkuð á
reiki — eða svo er að sjá, ef
framkoma húsbyggjenda er
könnuð. Islenskir dómstólar
munu vart sjá fram úr að skera
úr i öllum þeim deilum sem
jafnan risa út af viðskiptum
húsbyggjenda og þeirra sem
selja hús, hinna ýmsu verktaka
og prangara af öðru tagi. Tilefn-
ið er auðvitað „Tjarnarbóls-
málið”.
Þeir, sem leggja Kastljósinu
lið i kvöld, auk Ólafs Ragnars-
sonar, eru Einar Karl Haralds-
son, Elias Snæland Jónsson,
Baldur Guðlaugsson og Helgi H.
Jónsson.
En hin fagra Lúsifer kýs frcls-
iö...
...eða hvernig i fjandanum
endaði siðasti þáttur? sagði
maður nokkur sem sat við
imbakassa og reyndi af alefli að
muna hvernig siðasti þáttur
Itölsku framhaldsmyndarinnar
um elskendurna og vonda kall-
inn endaði. Þessi áhugasami
framhaldsmaður hefði getað
sparað sér að hugsa svo djúpt,
þvi innan stundar var stelpan
komin á skjáinn og rifjaði upp
fyrir honum hvert smáatriði
siðasta þáttar og gaf undir fót-
inn með að ýmislegt hrikalegt
myndi einnig gerast i þeim þætti
sem sýndur yrði siðar um
kvöldið.
Þær eru annars merkar þess-
ar sjónvarpsþulur. Mér finnst
þær ættu að fá fálkaorðuna
strax og hafa hana stöðugt um
hálsinn meðan þær eru á skján-
um. Þær brosa svo fóstursystur-
lega tilmanns og tilgreina hvert
smáatriði siðasta þáttar handa
hlustandanum, þannig að hann
þarf ekki á neinum heila að
halda til að muna hvar hann er
staddur i tilverunni, hin fagra
Lúsifer kýs frelsið og ákveður
að láta fyrirberast i klaustrinu
þar til vondi kallinn drepst.
Næst á dagskránni er þáttur-
inn: „Yfir holt og hæðir”, hinn
viöföruli bandariski blaðamað-
ur Humpy Dumpy ekur gamla
jeppanum sinum á æsihraða
gegnum hæðóttan frumskóg
Brasiliu þar sem blóðþyrstir
villimenn biða á næsta leiti.
Þýðandi og þulur Flosi Berg-
þórsson.
En það má reyndar ekki brósa
að þulunum, jafnvel ekki á jól-
unum þegar þær fara i nýjan
jólakjól við hliðina á jólatrénu
og eru enn sætari en áður; ein-
hver verður að segja hvernig
siðasti þáttur gekk fyrir sig og
einhver verður að segja: nú er
komið að veðrinu, og einhver
verður að brosa: góða nótt —
það væri svakalegt ef það væri
séra Emil sem gerði það.—GG