Þjóðviljinn - 01.11.1974, Side 9
Föstudagur 1. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Japanskt Vatnsgáttarmál
Mútsú, fyrsta kjarnorkuknúna skip japana. En japanskir fiskimenn,
sem muna vel bomburnar sem féllu á Hirósima og Nagasaki, vilja ekk-
erteigaá hættu hvaö kjarnorkuna varöar og reyndu aö hindra að skipiö
kæmist úr höfn meö þvi aö leggja fyrir þaö aragrúa smábáta, eins og
myndinsýnir. Skipiö komst samt út, en þá kom i ljós aö kjarnorkuofn-
inn, sem knýr skipið, er lekur. Siöan hafa japanskir fiskimenn staöiö aö
þvi sem einn maöur aö sjá til þess aö skipið komist hvergi í höfn i
heimalandinu — og tekist þaö.
Tanaka hefur nokkrar ástæöur til
að vera áhyggjufullur þessa dag-
ana, en óliklegt þykir þó aö hann
fari eins illa út úr sinu „vatns-
gáttarmáli” og Nixon út úr hliö-
stæöum vandræöum.
Viss hluti bandarisku pressunn-
ar, og þá sérstaklega biöö eins og
New York Times og Washington
Post, hafa slegiö sér grlðarlega
upp á uppljóstrunum um þaö,
sem fram fer aö tajdlabaki I
bandariskum stjórnmálum, en
þekktustu kenniorö þeirrar
maökaveitu af hneykslum, sem
þá komu og eru enn aö koma I ljós
eru enn sem komið er Watergate
og ITT. Þegar þaö þannig sýndi
sig aö blöö gátu komist upp meö
aö Ijóstra upp um viðkvæmustu
leyndarmál valdaaöila þjóðfé-
laga og hlotið af þvi stóra frægö
og auövitaö stóraukna sölu, fór
ekki hjá þvi að fleiri blöö, utan og
innan Bandarikjanna, tækju sér
fyrir hendur aö fyigja fordæminu.
Eitt þessara biaöa var japanskt
mánaöarrit, Búngei Sjúnjú, sem
er eitt virtasta blað i Japan og
sérstakt máigagn menningarvit-
anna i þvi landi árljómans.
Timarit þetta valdi sér aö skot-
marki enga rýrari bráö en sjálfan
forsætisráðherra landsins,
Kakúei Tanaka, sem jafnframt er
leiðtogi stærsta stjórnmála-
flokksins, sem kallast Frjálslyndi
lýðræöisflokkurinn (fint skal það
vera) og er helsti Ihaldsflokkur
landsins. Samkvæmt skýrslu
Búngei Sjúnjú á þessi Geir Hall-
grlmsson Japans það einnig sam-
eiginlegt sinum islenska starfs-
bróður aö vera einn umsvifamesti
„athafnamaður” sins lands.
Skýrsla timaritsins um ævi og at-
vinnurekstur forsætisráðherrans
þykir eitt athyglisverðasta afrek
japanskrar blaðamennsku til
þessa og er auðvitað farið að
kalla það japanskt Watergate.
Eignir
f orsætis rá öher ra ns
Feril sinn hóf Tanaka að sögn
með þvi að kvænast til fjár, snar-
aði sér siðan út i pólitikina og
laðaði að sé áhrifamenn með
höfðinglegum gjöfum að fornum
sið og nýjum. Komst hann þannig
smátt og smátt til æðstu valda og
gat eftir það að mestu einn
skammtað sér tekjurnar. Einn
mesti greiðamaður hans var
Kendji ósanó, einn öflugasti fjár-
málahákarl þessa lands, sem
státar nú þriðju mestu vergri
þjóðarframleiðslu i heiminum
(næst Bandarikjunum og Sovét-
rikjunum). Meðan Tanaka var
fjármálaráðherra, sá hann til
þess að ósanó fékk að kaupa
drjúgan skika af landi i eigu
stjórnarinnar fyrir spottpris, og
auðvitað seldi athafnamaðurinn
þann blett svo skömmu siðar fyrir
margfalt verð.Þennan greiða
launaði ósanó Tanaka með þvi aö
kaupa af honum fyrirtæki fyrir
þrefalt matsverð.
Kaup Tanaka fyrir ráðherra-
mennskuna, sem þó er lifvænlegt
(60.000 dollarar á ári), er að sjálf-
sögðu ekki nema tittlingaskitur á
við aðrar tekjur hans. Að sögn
Bungei Sjúnjú á hann bróðurpart-
inn i einum fimm-sex efnaiðnað-
ar- og flutningafyrirtækjum og
fasteignir i dýrustu hverfum
Tókió, metnar á átta miljónir
dollara. Þrátt fyrir miklar annir
við stjórnmál og fésýslu leyfir
forsætisráðherrann sér ýmsa
saklausa dægradvöl; þannig á
hann ekki nema þrjár skrautvill-
ur i Karúisava, eftirsóttasta
hressingarstað japönsku yfir-
stéttarinnar og i tjörn i garðinum
við húsið hans i Tókió hafast við
nokkur hundruð vatnakarfar,
metnir á þrjú þúsund dollara ein-
takið og allir gjafir frá hinum og
þessum, sem gjarnan hafa viljað
vera innundir hjá leiðtoganum. —
Þá er haft fyrir satt að skatta-
byrðar hans séu miklu minni en
svarar eignunum, sem timaritið
kveður hann aö viðteknum sið at-
hafnamanna fela i allskonar
málamyndafyrirtækjum.
Fær Tanaka
líka friðarverðlaun?
Ofan á allt þetta vænir timarit
menningarljósa Arljómalands
forsætisráðherrann um að ganga
nokkuð svo frjálslega i sjóö flokks
sins, en sjóðsins gætir kvenskör-
ungur að nafni Aki Sató, lengi
einkaritari Tanaka og einskonar
framkvæmdastjóri þeirrar kllku
Frjálslynda lýðræðisflokksins,
sem er sérstaklega handgenginn
Tanaka. (Blaðið getur þess i
framhjáhlaupi að frú Sató sé tvi-
skilin og hafi fyrrmeir staðið fyrir
kabarettsýningum, eins og það
komi málinu eitthvað við.) Herm-
ir almannarómur að ekki gangi
hnifurinn milli þeirra forsætis-
ráðherrans og að frumskilyrði til
þess að vera i náðinni hjá Tanaka
sé að koma sér sæmilega við frú
Sató.
Eins og nærri má geta var for-
sætisráðherranum og stuðnings-
mönnum hans ekkert um þessa
nýmóðins fréttamennsku hjá
Búngei Sjúnjú, og meðan ritstjór-
ar og fréttamenn blaðsins voru að
garfa i málinu var þeim oftar en
einu sinni i lágum hljóðum bent á
að þeim væri hollast að láta það
kyrrt liggja, svo fremi þeim væri
verulega annt um eigin timanlega
velferð. Ekki hefur þó enn frést
að þeir, sem að timaritinu standa,
hafi orðið fyrir neinum kárinum,
en spurningin er hvort ástæða er
til að gefa japönsku skoðanafrelsi
margar stjörnur fyrir það. Upp-
ljóstranir Búngei Sjúnjú hafa að
visu vakið mikla ólgu og reiði i
augnabiikinu, en margir spá þvi,
að það muni ekki endast lengi.
Þótt japanir hafi i heila öld lagt
sig fram um að kópíera þjóðfél.
sitt eftir Vesturlöndum á ytra
borði, þá hafa þeir breyst hægar
hið innra, og virðing almennings
fyrir handhöfum auðs og valda,
sæmilegum eða illum, er miklu
djúptækari i landi samúræanna
en þekkist að minnsta kosti i
Norður-Evrópu og jafnvel Norð-
ur-Ameriku. Sagt er til dæmis að
sú þrællynda hollusta, sem japan-
ir lénsaldar auðsýndu höfðingjum
héraða og ættbálka, hafi i jap-
anska stóriðjuheimsveldinu geng-
ið I arf til þeirra, sem ráða stór-
fyrirtækjum og þar með stjórn-
málafl. Að bregða trúnaði við
slikan lénshöfðingja fyrir það eitt
aö hann hefði auögast og eflst
með nokkuð frjálslegum aðferð-
um væri hneykslanlegur laun-
ingjaháttur frá sjónarmiði fjöl-
margra japanskra múgamanna.
Það er þvi ekkert liklegra en að
Tanaka eigi eftir að standa af sér
þennan storm, og kannski fær
hann i fylling timans hitt og þetta
fleira gott eins og til að mynda
friðarverölaun Nóbels, likt og
Eisakú Sató, fyrirrennari hans
sem forsætisráðherra og leiðtogi
japanska ,,sjálfstæðis”-flokksins.
Uppljóstrun aðmíráls
Raunar er þetta, sem hér hefur
verið rakið, ekki hið eina sem
amar að japönsku stjórninni um
þessar mundir. Vegna þess að
japanir hafa til þessa einir þjóöa
fengið aö kenna á kjarnorkuvopn-
um eru þeir flestum eöa öllum
öðrum viðkvæmari þegar slik tól
eru annarsvegar, og þrátt fyrir
náið „varnarsamstarf” við
Bandarikin hafa japönsk stjórnar-
völd alltaf sagt þjóö sinni að
aldrei hefði komið til greina að
bandarisk herskip vædd kjarn-
orkuvopnum fengju að koma i
japanskar hafnir. En nú gusaðist
það nýlega upp úr Gene R. La
Rocque, bandariskum aðmirál
komnum á eftirlaun, þegar hann
vitnaði fyrir þingnefnd, að sin
reynsla væri sú aö herskip, sem á
annað borð væru byggð til þess að
hafa kjarnorkuvopn, væru undan-
tekningalaust með þau og að yfir-
menn herflotans væru ekkert að
hafa fyrir þvi að taka slik vopn af
skipunum þótt þau sigldu á er-
lendar hafnir — „til dæmis i Jap-
an.” Þessi uppljóstrun hefur vak-
ið gifurlega reiðiöldu i Japan og
grunar marga að Tanaka og fleiri
ráöamenn hafi frá upphafi vitað
um komur atómvopnaðra banda-
riskra skipa i japanskar hafnir,
og er jafnvel spáð að þetta mál —
i uppbót á kreppu og verðbólgu,
sem hrjáir Japan ekki siöur en
auðvaldsheiminn yfirleitt — geti
orðið banabiti stjórnar Tanaka.
Þetta siöarnefnda hitamál jap-
ana þessa dagana mætti vel verða
umhugsunarefni fleiri þjóðum,
sem hafa „varnarsamstarf” við
Bandarikin. Eða hvaða trygging
er fyrir þvi að þetta stórveldi
standi við orð sin um að láta ekki
flugvélar flytjandi kjarnorku-
vopn hafa viðkomu á Keflavikur-
flugvelli, og hvaða tryggingu höf-
um við fyrir þvi að slik vopn séu
ekki geymd þar?
Bókaútgáfa —
umboðsmenn
Stór bókaútgáfa óskar eftir umboðsmönn-
um á eftirtöldum stöðum:
Patreksfirði
ólafsfirði
Raufarhöfn
Vik i ÍMýrdal
Þorlákshöfn
Búðardal
Starfið er létt og skemmtilegt, kjörið fyrir
bókamenn, og gefur nokkra tekjumögu-
leika fyrir áhugasaman mann.
Tilboð sendist Þjóðviljanum fyrir 10. nóv.
merkt ,,Bókaútgáfa”.
Auglýsingasíminn er
17500
dþ.
Háskóli íslands
Háskólafyrirlestur
Prófessor Jón Helgason flytur fyrirlestur i
boði heimspekideildar Háskóla íslands, i
dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 5.15 i há-
tiðasal Háskólans.
Fyrirlesturinn nefnist:
Hitt og annað um Magnús prúða.
Öllum er heimill aðgangur.
A
KOPAVOGUR
W Hjálp í viðlögum
Námskeið i hjálp i viðlögum fer fram dag-
ana 4., 5. og 6. nóvember i Þinghólsskóla
og hefst kl. 8 öll kvöldin. Tilvalið tækifæri
fyrir húsmæðui; starfshópa og félagssam-
tök.
Kennari á námskeiðinu verður Jón Odd-
geir Jónsson.
Innritun og upplýsingar i sima 41866
TÓMSTUNDARÁÐ