Þjóðviljinn - 01.11.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.11.1974, Blaðsíða 12
PJOÐV/UINN Föstudagur 1. nóvember 1974. Dýrara að flytja inn en byggja hér A fundi borgarráös i vikunni var ákveöiö aö yfirtaka rekstur dagheimilisins viö Völvufell i Breiöholti. Þaö var Rauöi kross- inn sem lét flytja húsið inn og reisti þaö siöan þar efra, meö það fyrir augum aö tryggja börnum frá Vestmannaeyjum dag- heimilispláss. Heimilið er fyrir 50 börn, og hefur verið I notkun i nokkra mánuöi. Aætlað kostnaöarverð viö húsiö er 36 miljónir, og greiðir borgin húsið á ákveönum tima. Virðist af kostnaði viö húsiö, aö dýrara sé aö flytja inn hús til þessara hluta, en byggja þau hér heima, auk þess, sem gæði hér- byggðra húsa eru meiri, jafnvel þó svo umrætt hús sé hið ágætasta. —úþ Vinna við Þjóðviljahúsið að Síðumúla 6 hófst í gær Laust fyrir kl. 4 I gær safnaö- ist saman hópur manna á hús- grunni viö enda Siðumúlans i Reykjavik — nánar tiltekiö á lóöinni númer sex viö þá götu. Tilefnið var þaö aö I gær hófst vinna viö hiö nýja Þjóöviljahús viö Siöumúla — og einmitt I gær átti Þjóöviljinn 38 ára afmæii. Formaöur ÍJtgáfufélags Þjóö- viljans Ólafur Jónsson flutti fá- ein orö og sagöi m.a.: Tilefni, þess að við erum hér saman komin i dag er að hér er verið að hefja byggingu á húsi fyrir Þjóðviljann. Fyrir rúmlega 1 ári sótti Út- gáfufélag Þjóöviljans um lóð i nágrenni viö Blaðaprent, en þar er blaðiö nú prentað. Þaö á aö veröa til mikils hagræðis fyrir blaðiö að hafa skrifstofur hér i nágrenni viö prentsmiöjuna. Þjóöviljinn á sér langa og við- burðarrika baráttusögu sem ekki veröur rakin hér, en i dag eru liðin 38 ár siöan hann hóf göngu sina sem dagblað i Reykjavik og viö höfum valið afmælisdaginn til þess að hefja framkvæmdir hér á lóöinni. Margt er i óvissu um hvernig framkvæmdum miðar áfram en ég held að viö ættum að setja okkur það mark að blaöið haldi upp á fertugs afmæli sitt i nýju húsi á þessum staö. Það mun flestum kunnugt að Þjóðviljinn á ekki fjármagn til þess að byggja nýtt hús. Útgáfu- félagið hefur þó af mikilli bjart- sýni stofnað til þessara fram- kvæmda. Fyrir rúmlega 30 árum stofn- uðu nokkrir áhugasamir stuðn- ingsmenn blaðsins hlutafélag sem þeir nefndu Miðgarð. Þeir söfnuðu 35 þúsund krónum I hlutafé og keyptu hús fyrir Þjóðviljann, Skólavörðustig 19, sem siðan hefur verið stækkað og endurbætt. Hlutafélagið hefur ætið verið starfrækt við þjónustu fyrir blaðið og verið einn traustasti hornsteinninn undir útgáfu þess. Nú hefur stjórn félagsins á- kveðið að fá til liðs við sig nýja liðsmenn m.a. af yngri kynslóð- inni og tekið sér það verkefni að byggja nýtt hús fyrir Þjóðvilj- ann hér á þessari lóð. Allmargir hafa þegar lagt fram riflegar fjárhæðir en miklu fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn og er þar að sjálfsögðu treyst á pólit- Iska samherja, flokksmenn og kjósendur Alþýðubandalagsins um land allt. Þaö þarf heilan samstilltan stjórnmálaflokk til þess að leysa svona stórt verk- efni. Hús það sem hér á að byggja er tvær hæðir, 340 ferm. ;hvor hæð og auk þess fundarsalur i risinu. Sigurður Harðarson og Mágnús Skúlason arkitektar hafa teiknað húsið og ég held að það verði bæði hagkvæmt og fallegt.,Verkfræðingar, tækni- menn og byggingameistarar hafa verið ráðnir til þess að stjórna framkvæmdum og er þar valinn maður i hverju rúmi. Ég vona að gæfa og gengi fylgi öllum þeim, sem að þessu húsi vinna og i þvi starfa. Hægri sveifla í Spánarstjóm hert á ritskoðun á blöðum MADRID 31/10 — Ábyggilegar heimildir herma að spænska stjórnin hafi látið útgefendur blaða og timarita vita að þeim væri sjálfra sin vegna hollast að hætta að birta fréttir af starfi útlægra pólitiskra flokka og hópa. Olíudreifing- arstofnun iðnríkja BRÖSSEL 31/10 — Samkvæmt heimildum úr belgiska utanrikis- ráðuneytinu munu að minnsta kosti ellcfu riki eiga hlut að al- þjóðlegri stofnun, sem ætlað er að annast réttlátlega dreifingu á oliu ef ný kreppa á þeim vettvangi skyldi skella á. Deildarstjóri i utanrikisráðu- neyti Belgiu aö nafni Davignon hefur stjórnað undirbúningsstarf- inu að myndun þeirrar stofnunar, og munu að sögn Bandarikin, Japan, Kanada, Luxembúrg, Danmörk, ítalia, Bretland, Vestur-Þýskaland, Irland, Hol- land og Belgia gerast stofnaðilar. Þessi riki ætla átjánda nóvem- ber n.k. að opna bækistöö i Paris, og verður samstarfi rikjanna i orkumálum stjórnað þaðan. Talið er liklegt að Sviþjóð, Sviss, Austurriki, Spánn, Astralia og Nýja-Sjáland muni slást I hópinn fljótlega, og að Noregur muni vilja gerast aukaaðili. Er þetta talið merki um sveiflu stjórnarinnar til hægri. Undan- farið hefur stjórnin undir forsæti Carlosar Ariasar Navarro reynt að hafa á sér vissan frjálslyndis- svip, efalitið fyrst og fremst af hræðslu við að atburðirnir I Portúgal geti endurtekið sig á Spáni. Þetta hefur sýnt sig á blöðun- um, sem birtu meðal annars frá- sagnir af þingi spænska sósialistaflokksins i Paris — i heimalandinu er hann að sjálf- sögðu bannaður — og viðræðum spænska kommúnistaflokksins og SAIGON 31/10 — Aðminnsta kosti scxtiu manns mciddust, þar af tiu alvarlega, er til siagsmála kom i einu úthverfa Saigon milli lög- rcglu og mótmælafólks úr hreyf- ingu nokkurri, sem berst gegn spillingu á yfirráðasvæði Saigon- stjórnar. Hreyfing þessi er mest- an part skipuð kaþólikkum. Til átaka kom er lögregla umkringdi kirkju nokkra, þar sem leiðtogar hreyfingarinnar voru staddir, til þess að hindra að þeir gætu kom- ist til stuðningsmanna sinna, en fimm þúsund þeirra höfðu safnast saman og ætluðu að ganga fylktu liöi til byggingar hæstaréttar. Faðir Tran Huu Thanh, leiðtogi hreyfingarinnar, var einn þeirra er meiddust, þó ekki alvarlega. Þegar honum var meinað aö komast til stuðningsmanna sinna, hrópaði hann að Thieu forseti ætti að segja af sér. Tók mannfjöldinn undir það með hrópum eins og: „Niður með Thieu, niður með ein- ræðið, niður með lögreglurikið”. Varð stjórnin svo skelkuð að hún lét girða alla miðborgina af með gaddavir. þess sovéska I Moskvu. Þetta hefur vakið mikla reiði og hræðslu argasta Ihaldsins i land- inu og mun Arias hafa gert þvi það til geðs að reka Pio Cabanillas Gallas, upplýsinga- málaráðherra, sem sagður er til- tölulega frjálslyndur, en fjár- málaráðherrann sagði þá starfi sinu lausu I mótmælaskyni. Arias sjálfur sagði I dag, er tveir nýir ráðherrar voru teknir inn I stjórn- ina i stað hinna, aö stefna stjórn- ar sinnar hefði I engu breyst, en I bréfi frá hópi svokallaðra kristi- legra lýðræðissinna I röðum opin- berra starfsmanna og kaupsýslu- manna, sem kaþólskt dagblað birti, segir að nú sé búið með allt frjálslyndi af hálfu stjórnar Ariasar. Reuter. Undanfarna tvo mánuði hefur ekkert lát verið á mótmælaað- gerðum gegn Saigon-stjórninni, en bein ástæða til mótmælanna I dag var frestun réttarhalda 1 máli kvenrithöfundarins Trung Doung, útgefanda blaðs sem gagnrýndi Thieu fyrir spillingu. Var henni þá stefnt fyrir móðgun við forsetann og blaðið bannað. A morgun er þjóðhátiðardagur viet- namska lýðveldisins, eins og Sai- gon-stjórnin kallar riki sitt, og er þá búist við meiri óeirðum. Reuter. Peking 30/10 reuter — Kinversk flugvél hóf sig á loft frá Peking- flugvelli i dag með stefnu á Kara- chi i Pakistan og Paris. Þar með hófst fyrsta áætlunarflug kin- verja til Vestur-Evrópu. Flugsamgöngur kinverja til út- landa hafa mjög aukist á þessu ári. Fyrr á þessu ári hófst flug frá Peking til Moskvu og Tókió og i næsta mánuði hefst áætlunarflug milli Peking og Albaniu með við- komu i Teheran og Búkarest. Santiago Carrillo, leiðtogi spænska kommúnistaflokksins. Þótt flokkurinn hafi verið bann- aður I heimalandinu hátt á fjórða áratug, er hann talinn vei skipu- lagður I leyndum og jafnvel gisk- að á að yfir fimmtungur spænsku þjóðarinnar sé honum hlynntur. Fréttir af starfsemi flokksins, sem undanfarið hafa birst i spænskum blööum, virðast hafa vakið mikla skelfingu þeirra ihaldssömustu meöal spænskra ráðamanna. BLAÐ- BURÐUR öjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Skjól Kleppsveg Fossvog Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. Blaðberar óskast Blaðberar óskast í eftir- talin hverfi í Kópavogi: HJALLA og HÓLMAHVERFI Hringið í síma 42073 Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Alþýðubandalagiö á Suðurnesjum heldur fund sunnudaginn 3. nóvem- ber klukkan 14:00 i Framsóknarhúsinu I Keflavik. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga Kosning fulltrúa á landsfund Stjórnmálaumræður i Alþingismennirnir Magnús Kjartai^son, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Stjórnin HAFNARFJÖRÐUR Alþýðubandalagsfélag Hafnarfjarðar heldur fund i Góðtemplarahús- inu (uppi) fimmtudaginn 7. nóv. kl. 8.30'. Dagskrá fundarins verður: Inntaka nýrra félaga. Kosning fulltrúa á landsfund. Lúðvik Jósepsson alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin Námshóparnir I Reykjavikkoma saman vikulega að Grettisgötu 3 kl. 20.30. Hópur I mánudag, leiðbeinandi Loftur Guttormsson. Hópur II þriðjudag, leiðbeinandi Guðmundur Agústsson. Hópur III og IV mið- vikudag, leiðbeinendur Einar Karl Haraldsson og Þröstur Ólafsson. Námshópur í Kópavogi kemur saman á miðvikudögum I Þinghól kl. 20.30. Leiðbeinendur Asgeir Svanbergsson og ólafur R. Einarsson. Námshópar i Hafnarfirði koma saman i þessari viku I Skálanum kl. 20.30. Hópur I miðvikudag, leiðbeinandi Hjalti Kristgeirsson. Hópur II fimmtudag, leiðbeinandi Þór Vigfússon. Fræðslunefnd. Reykjaneskjördæmi Fundur verður i kjördæmisráði Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjör- dæmi mánudaginn 5. nóvember kl. 20.301 Þinghól. Dagskrá: 1. Undirbúningur landsfundar. Kynnt drög að stjórnmála- ályktun. 2. Onnur mál. Fulltrúar I kjördæmisráöi og væntanlegir fulltrúar á landsfund hvattir til þess að koma á fundinn. — Stjórnin. Frá Þjóðviljanum Tilkynningar, sem birtast eiga í dálki þessum þurfa að berast til blaðs- ins i siðasta lagi á hádegi daginn fyrir birtingu. ÓEIRÐIR í SAIGON Miðborgin girt af með gaddavír

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.