Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 3
Sjúkraliðar á fundi i Lindarbæ á mánudaginn, þar sem réttindaskerðingu var mótmælt. Sjúkraliðarmótmœla Dagsbrún °g Eimskip semja Verkamannafélagið Dags- brún og Eimskipaféiag islands hafa komist að sam- komulagi um sérsamninga fyrir sérhæfða verkamenn, en samningsdrög á milli þessara aðila voru felld af verka mönnum i vor. 1 gær var haldinn fundur hjá Dagsbrún þar sem samn- ingarnir voru kynntir en siðan á að fara fram alisherjar at- kvæöagreiðsla um þá hjá félaginu. Meðal atriða sem gert er ráð fyrir að breytist i þessum samningi er að fækkað verður I gengjum I uppskipun úr 8 i 4 ef um gáma, vörur 1 stroffum, pöllum eða ef járn og timbur er búntað saman. Ef varningur er laus verða 8 menn i gengi. Einnig er ráð fyrir þvi gert i samningnum að mönnum sé ekið til og frá vinnustað utan vinnutima, kaffitima seinkar til kl. 16.40 ef aukavinna er unnin en ef ekki,geta menn hætt kl. 16.40. Margt annað er tekið fram i þessum samningi og verður vonandi hægt að skýra nánar frá honum i blaðinu siðar. —S.dór Fundur var haldinn hjá Sjúkra- liðafélagi tslands, i Lindarbæ mánudaginn 4. nóvember 1974. Mikið fjölmenni var á fundin- um, og spenna I lofti. Aðaltilefni fundarins var vegna námskeiðs sem komið var á, samkvæmt skipun heilbrigðis ráðuneytisins með bréfi dags. 7.8. 1974, vegna gæslumanna og fleiri á Kieppsspitaia, sem tekur aðeins 3—4 mánuði og útskrifast þá sem sjúkraliðar. Þetta stangast nú heldur betur á, þar sem sjúkra- liðanámið tekur nú eitt ár. Þetta vekur mjög mikla ó- ánægjuhjá öllum sjúkraliðum, og ekki sist hjá sjúkraliðanemum, sem nú sitja námskeið með til- teknum tlma, og með 60% laun af sjúkraliðakaupi. Þessu vill Sjúkraliðafélag Is- lands harðlega mótmæla, enda er þetta mjög mikið frávik frá til- skyldum kröfum til náms sjúkra- liða og útilokað að reynslulitlir starfsmenn meö einhliða verk- svið geti öðlast hin almennu starfsréttindi sjúkra). Þar sem nú er unniö að leng- ingu náms sjúkraliða, þá er ráð- stöfun þessi óskiljanlegri og fjær lagi. Mótmæli bárust frá sjúkralið- um Akureyrardeildarinnar, og sjúkrahúsi Isafjarðar, og einnig viðar frá af landinu. Fulltrúar frá B.S.R.B., sátu fundinn þeir hr. Einar ólafsson og hr. Hrafn Magnússon, og svör- uðu þeir fyrirspurnum. Stórbnini í Meðallandi i fyrrinótt kom upp eldur að bænum Melhóli I í Meðallandi og varð þarna úr stórbruni. fbúðarhúsið/ fjósið og tvö útihús eyðilögðust í eldinum. Ekki náðist I hjálp, þar eð sveitarsiminn er lokaöur yfir nóttina og fjarskiptastöð al- mannavarna að Strönd var óvirk. Varð þvi bóndinn, Sigurður Einarsson að aka 50 km til Kirkjubæjarklausturs til að gera brunaliði viðvart. Þegar það kom á staðinn var ibúðarhúsið geró- nýtt og hin húsin mjög illa farin. Sigurður Einarsson, sem er ungur maður er nýfluttur úr Reykjavlk að Melhóli þar sem hann hugðist hefja búskap. Var hann með svln I fjósinu, enda hugöist hann stunda svinabúskap þarna. Dýrunum var öllum bjargað og einhverju af innbúi en þaö var lágt eða ekkert vátryggt. Melhóll I er ríkisjörð sem Sigurður hafði tekið á leigu. Talið er að kviknað hafi I útfrá raf- magni, en geta má þess að ibúðarhúsið var orðið gamalt. —S.dór Frá Dagsbrúnarfundinum i IAnó I gær. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Krafa verkalýðsfélaganna ó hendur ísal Laun hœkki Þau 10 verkalýðsfélög, sem stóðu að sameiginlegri samningagerð við tsal hafa fyrir nokkru lagt fram sam- eiginlegar launakröfur sinar, og er meginatriði þeirra að mánaðarlaunin hækki sam- svarandi þeirri kaupmáttar- rýrnun, sem orðiö hefur frá þvi samningar voru undir- ritaðir 3. febrúar 1974. Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagði blaðamanni, að 10 verkalýðsfélög hefðu staðið að sameiginlegum samningum við Isal. Þessum samningi hefði verið sagt upp frá 1. nóvember á sömu forsendum og öðrum kjarasamningum, þeas. vegna gengisfellingar- innar. I samningnum var ákvæði um að félögin skiluðu kaup- kröfum hálfum mánuði áður en samningurinn rynni út, þeas. fyrir 15. október. Guðjón sagði, að þetta hefði verið gert, og hefðu verið lagðar fram bæði sameigin- legar kröfur og sérkröfur ein- stakra stéttahópa. Áður en kröfur voru lagðar fram voru þær ræddar og undirbúnar af hinum ýmsu starfshópum og héldu málmiðnaðarmenn til dæmis þrjá fundi um þær. Tillögurnar um breytingar á pillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllllllllllllllllllilllllll I HJIJKRUN ARKONUR [ Aðalfundur Reykjavikurdeildar HFÍ g verður haldinn i Domus Medica mánudag- | | inn 18. 11. ’74 kl. 20.30. | | Fundarefni: | l. Venjuleg aðalfundarstörf | 2. Kosningar. | 3. Lilja ólafsdóttir, deildarfulltrúi, og | fleiri kynna Rauðsokkuhreyfinguna og | ræða um kvennaárið 1975. STJÓRN REYKJAVÍKURDEILDAR | 1 HFL 1 Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii= DATSUN til sölu rilboð óskast i Datsunbil, árgerð 1971, i þvi ástandi, sem hann er eftir árekstur. Billinn er til sýnis við bilaverkstæðið Höfðanaust, Hátúni 4. Tilboðum skal skila til verkstjórans i Höfðanausti, fyrir kl. 17 á morgun, föstudag 8. nóvember. 12. leikvika — leikir 2. nóv. 1974. Úrslitaröð: X 1 1 — 1 2 1 — 111 — X 1 1 1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 403.000,00 35697 (Reykjavik) 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 28.700.00 163 8551 9518- 36391 36705 37738 Kærufrestur er til 25. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og aöalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 12. leikviku verða póstlagöir eftir 26. nóv. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstööin — REYKJAVIK Guðjón Jónsson kjarasamningnum eru ýmiss konar, og þar á meðal eru kröfur, sem áður hafa verið lagðar fram, en ekki náð fram að ganga. Meginkrafan, lögð fram sameiginlega af félögunum 10, er launakrafan, sem greint er frá hér að framan. Guöjón sagði að enginn samningafundur hefði enn verið haldinn, en bjóst við að þeir hæfust i næstu viku. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.