Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 12
DIOÐVIUINN
Fimmtudagur 7. nóvember 1974.
PORTÚGAL:
Ráðist á
aðalstöðvar
íhalds í
Lissabon
og Oporto
LISSABON 6/11. —
Vinstrisinnað mótmælafólk
réðist i kvöld á skrifstofu-
húsnæði svokallaðs Miðlýð-
ræðisflokks i Oporto, annarri
helstu borg Portúgals, og
kveikti i byggingunni með
oliusprengju, að sögn portú-
galska útvarpsins. Lögreglu
tókst að slökkva aldinn og
vikja mótmælafólkinu frá, en
þaðhrópaði: „Göngum af fas-
ismanum dauðum". Miðlýð-
ræöisflokkurinn mun vera all
hægrisinnaður og óttast marg-
ir vinstri menn að verstu i-
haldsöflin, sem studdu ein-
ræðisstjórn þeirra Salazars og
Caetanos, hafi gert hann að
pólitiskum griðastað sinum.
A mánudag réðist mann-
fjöldi á aðalstöðvar þessa
flokks i Lissabon og eyðilagði
þær. Sama dag skaut
lögreglan á vinstri menn þar i
borg og særðust þá að
minnsta kosti þrjátiu og sex
manneskjur. Þetta skeði að
sögn lögreglunnar þegar
vinstri sinnaöur mann-
söfnuður reyndi að hindra
áróðursgöngu umrædds
miðlýðræöisflokks.
Portúgalska stjórnin, sem
bæði kommúnistar og
sósialistar eiga aðild að, hefur
fordæmt umræddar aðgerðir
vinstri manna með sterkum
oröum og segir i yfirlýsingu
frá stjórninni að svona nokkuð
komi aðeins aö haldi aftur-
haldsöflum, sem gripi hvert
tækifæri til að rægja vinstri
stjórn landsins og koma i veg
fyrir lýðræðisþróunina þar.
Aö sögn hefur herinn hand-
tekið ellefu menn, sem sakaðir
eru um að hafa staðið fyrir
mótmælaaðgerðum vinstri
manna i Lissabon. — Hinir
vinstri sinnuðu mótmælendur,
sem hvorki munu heyra til
flokki kommúnista né
sósialista, afsaka gerðir sinar
með þvi að ekki sé verjandi að
gefa fasistaöflunum færi á að
endurskipuleggja sig I
nokkurskonar pólitiskum
samtökum.
Sovétrikin:
FULLUR STUÐNINGUR
VIÐ PALESTÍNUMENN
Grómýkó segir sambúð við Vesturlönd fara batnandi
MOSKVU 6/11 — Sovétrikin
lýstu i dag yfir fullum stuðn-
ingi sinum viö kröfur
palestinumanna um sjálfstætt
þjóðriki og lögðu til að þetta
mál yrði héðan af aöalatriðið i
umræðum um frið I Austur-
löndum nær. Kom þetta fram i
ræðu, sem Andrei Grómýkó
utanrikisráðherra flutti á
fjöldafundi við Kreml I tilefni
fimmtiu og sjö ára afmælis
byltingar bolsévika. Einnig
sagði Grómýkó að fundur
þeirra Fords og Bresjnéfs i
þessum mánuði hefði mikla
þýðingu fyrir framtiðarsam-
búð Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna.
Kinverja sakaði Grómýkó
um að hafa tekið höndum
saman við þau öfl á Vestur-
löndum, er ynnu gegn bættri
sambúð austurs og vesturs.
Ekki hafði ráðherrann fyrr
mælt þau orö en kinversku
sendifulltrúarnir, sem við-
staddir voru, risu úr sætum og
gengu út, en það hefur gerst
næstum árlega við þessi tæki-
færi siðustu fimmtán árin.
Um Vestur-Þýskaland og
Frakkland sagði Grómýkó að
sambúð Sovétrikjanna við
þessi riki færi batnandi. Á
Bretland minntist hann ekki.
Yfirlýsing Grómýkós varð
andi palestlnumenn þykir
benda til þess að Sovétrikin
hyggist nú fylgja kröfum
þeirra miklu fastar fram en
þau hafa gert til þessa.
Reuter.
Viðkvœmt fjölskylduvandamál Nató:
Vilja Norður- og Niðurlönd banda-
rískar flugvélar eða franskar?
PARtS 6/11 — Stehlin hershöfð-
ingi, fyrrum yfirmaður franska
flughersins, hefur vakið gifurlega
reiði ianda sinna með þvi að
halda þvi fram að franska orr-
ustuflugvélin Mirage sé hvergi
nærri eins góð til sins brúks og
hliðstæöar tegundir bandarlskar.
Kemur þetta fram I bréfi frá
hershöfðingjanum, sem átti upp-
haflega að fara leynt, en blaðið Le
Monde birti I heilu lagi I dag.
Auk þess sem þetta særir
þjóðarstolt frakka alveg óskap-
lega er hér um mikið fjármála-
legt tilfinningamál að ræða. Und-
anfarið hefur staðið til að fjögur
Nató-riki, Danmörk, Noregur,
Holland og Belgia, losuðu sig við
gamlar og úreltar Starfighter-
flugvélar og fengju sér nýjar orr-
ustuflugvélar i staðinn, 350 alls.
Hefur undanfarið farið fram á
bak viö tjöldin illvig keppni milli
bandariskra og franskra auð-
hringa um að fá að framleiða
þessar flugvélar fyrir bandalags-
löndin fjögur, og er þetta orðið
eitt viðkvæmasta heimilisvanda-
mál Nató. Hér er svo stór fram-
leiðslusamningur i veði að hann
hefur fyrirfram verið skirður
„vopnasölusamningur aldarinn-
ar”. Enda hefur bréf Stehlins
verið kallað „rýtingsstunga i bak
franska iðnaðarins”.
I TILEFNI BYLTINGARAFMÆLIS
Sovéska sendinefndin sem hér er stödd I boöi MIR Frá vinstri: F.J. Strúmilas blaöamaöur og formaöur
nefndarinnar, A. Koroljof, Tamara Gúséva pianóleikari, Norik Megrabjan dansari og Gennadi
Penjashin söngvari.
Sovéskt listafólk í heimsókn
Kemur fram i Þjóðleikhúsinu og á Akranesi
Alþýðubandalagið
HAFNARFJÖRÐUR
Alþýðubandalagsfélag Hafnarfjarðar heldur fund I Góðtemplarahús-
inu (uppi) fimmtudaginn 7. nóv. kl. 8.30'.
Dagskrá fundarins verður:
Inntaka nýrra félaga.
Kosning fulltrúa á landsfund.
Lúðvik Jósepsson alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið.
Stjórnin
Skagafjörður Vestur-Húnavatnssýsla
Félagsfundur Alþýöubandalagsins i Skagafiröi verður haldinn I Villa
Nova á Sauðárkróki I kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst klukkan 21.
Ragnar Arnalds verður á fundinum.
Aðalfundur Alþýðubandalagsins I Vestur-Húnavatnssýslu verður
haldinn i félagsheimilinu á Hvammstanga sunnudagskvöld 10.
nóvember og hefst klukkan 21. Ragnar Arnalds verður á fundinum.
Borgarnes og nærsveitir
Almennur fundur Alþýðubandalagsins I Borgarnesi og nærsveitum
verður haldinn á laugardaginn kl. 14. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra
félaga. 2. Halldór Brynjólfsson fjallar um sveitarstjórnarmál. 3.
Baldur Jónsson segir frá Verkalýösmálaráöstefnu AB. 4.
Undirbúningur landsfundar AB. 5. Skýrslur um nefndarstörf. 6. önnur
mál.
Stjórnin.
Akranes
Alþýöubandalagið heldur fund I Rein I kvöld kl. 20.30. Einar Valur
Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur, svarar þar fyrirspurnum
um mengunarhættu af málmblendiverksmiöju. Jónas Arnason,
þingmaður, mætir á fundinum.
t dag, 7. nóvember, á byltingin I
Rússlandi 57 ára afmæli. t tilefni
þess gerir samband vináttufélaga
Sovétrikjanna við útlönd út hóp
listafólks hingað til lands. Kemur
fólkið fram á þremur skemmtun-
um hér á landi næstu daga.
I sendinefndinni eru fimm
manns. Formaður hennar er F.J.
Strúmilas dósent i blaðamennsku
viö háskólann i Vilnius I Litháen
en hann á sæti i stjórn félagsins
Sovétrikin — tsland. Aðrir i
nefndinni eru A. Koroljof vara-
deildarstjóri Norðurlandadeildar
vináttusambandsins i Moskvu og
listafólkið Tamara Gúséva pianó-
leikari, Norik Megrabjan ballett-
dansari og Gennadi Penjashin
einsöngvari.
Tamara Gúséva er nú i þriðju
heimsókn sinni til Islands. Arið
1954 var hún hér á ferð og lék viða
um land. Fékk hún góðar undir-
tektir og frábærar viðtökur tón-
listargagnrýnenda dagblaðanna.
Meðal annars sagði Björn Franz-
son i Þjóðviljanum: ,,... hún er
ein þeirra, sem lengst hafa náð i
pianóleik á vorum timum.” Tam-
ara er einleikari við Filharmóni-
una i Moskvu og heiðurslistamað-
ur Rússneska sovétlýðveldis-
ins. Hún er varaformaður félags-
ins Sovétrikin — Island.
Norik Megrabjan er armeni og
listrænn stjórnandi og kennari við
ballettskólann i Erevan höfuð-
borg Armeniu. Einnig er hann
sólódansari með þjóðdansaflokki
Armeniu.
Gennadi Penjashin er ein-
söngvari við Filharmóniuna I
Moskvu. Hann hefur hlotið verð-
laun i alþjóðlegum söngvara-
keppnum i Miinchen 1971,
Montreal 1973 og Toulouse 1974.
Þá hefur hann og hlotið verðlaun i
samkeppni sovéskra einsöng-
vara sem kennd er við tónskáldið
Glinka.
Eins og áður segir koma þáú
fram þrivegis hér á landi. Fyrst
er það i kvöld á fagnaði MIR I
Leikhúskjallaranum en þar munu
þau Tamara Gúséva og Gennadi
Penjashin koma fram. Klukkan
16 á laugardaginn koma þau öll
fram á Akranesi á vegum Tón-
listarfélags Akraness.
Akraness.
A sunnudagskvöldið verða tón-
leikar i Þjóöleikhúsinu og hefj
ast þeir klukkan 20. Þar mun
Tamara Gúséva leika verk eftir
Rakhamaninof, Katsjatúrian,
Chopin og Glinka. Penjashin
syngur rússneks þjóðlög og róm-
ansa og óperuariur eftir Rimski
Korsakof, Rossini, Schubert og
Sjostakovits. Einnig mun Megra-
bjan dansa armenska dansa og
fleira.
A skemmtuninni I Leikhúskjall-
aranum I kvöld flytur Strúmilas
ávarp, Gúseva leikur og Penja-
shin syngur. Þá mun Steinunn
Finnbogadóttir ávarpa sam-
komuna en að lokum verður
stiginn dans. —ÞH
Tillaga Indlands
Öryggisráð
um matvœli
RÓM 6/11 — I dag bar það
helst til á ráðstefnu þeirri er
FAO, Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, stendur fyrir i Róm, að
Indland lagði til að stofnað
yrði öryggisráð I matvæla-
málum og að Kanada lofaði
hungurþjáðum þjóðum þrem-
ur miljónum smálesta korns
og fimmtlu miljónum dollara.
Ráðstefna þessi fjallar sem
kunnugt er um matvælaá-
standið I heiminum, en það
hefur sjaldan verið alvar-
legra, og hrynur fólk um þess-
ar mundir niður úr hungri i
Indlandi, Bangladesh, Eþiópiu
og viðar.
Tillaga indverja er að ör-
yggisráðið um matvæli hafi
hliðstæða stöðu innan Samein-
uðu þjóðanna og hiö núverandi
öryggisráö þeirra. Kissinger,
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, ávarpaði ráðstefnuna I
gær, en fékk heldur kuldaleg-
ar undirtektir.
BLAÐ-
BURÐUR
t>jóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Skjól
Tómasarhagi
Laufásveg
Akurgerði
Vinsamlegast hafið
samband við af-
greiðsluna.
Blaðberar
óskast
Blaðberar óskast í eftir-
talin hverfi í Kópavogi:
HJALLA og
HÓLMAHVERFI
Hringið í sima 42073