Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS titgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. TAKA BER Á MÓTI AF FYLLSTU HÖRKU Alþýðubandalagið efndi til ráðstefnu um verkalýðsmál um siðustu'helgi. Ráðstefn- una sóttu 60—70 forustumenn verkalýðsfé- laga um land allt auk nokkurra forustu- manna flokksins. Þessi ráðstefna var til marks um þann styrk sem Alþýðubanda- lagsmenn hafa innan verkalýðshreyfing- arinnar — sem faglegir leiðtogar hennar. En það er engin tilviljun að einmitt Al- þýðubandalagið skuli fremur en allir aðrir islenskir stjórnmálaflokkar hafa á að skipa jafntraustu forustu- og fylgis-^ mannaliði innan verkalýðssamtakanna. Alþýðubandalagið er eini verkalýðsflokk- urinn á fslandi. Það hefur Alþýðubanda- lagið sannað i verki þau 6 ár sem það hefur starfað sem stjórnmálaflokkur, enda á það rætur sinar i Sósialistaflokkn- um sem hafði sterka stöðu innan verka- lýðshreyfingarinnar og i upphafi alþýðu- samtaka á fslandi. Það var samróma álit manna á verka- lýðsráðstefnu Alþýðubandalagsins, að með aðgerðum hægristjórnarinnar hefði þegar átt sér stað veruleg kjaraskerðing meðal launafólks i landinu. Þessi kjara- skerðing nær einnig til láglaunafólks, meira að segja þeirra, sem hafa aðeins elli- og örorkulifeyri til að lifa af. Með efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar er svipt burtu gjörsamlega öllum árangri kjarasamninganna sl. vetur bæði samn- inga ASÍ og BSRB, en þá siðarnefndu kall- aði Morgunblaðið, þáverandi stjórnarand- stöðublað, „oliusamninga”, eins og menn muna. En ekki nóg með það: Verulegum hluta kjarasamninganna frá 1971 er einnig kippt i burtu með aðgerðum núverandi rikisstjórnar. Ríkisstjórn sem þannig hagar sér verð- ur að fá að sjá hið fyrsta fyllstu alvöru verkalýðshreyfingarinnar. Forustu henn- ar ber skylda til þess að standa vörð um réttindi félagsmanna sinna. Það verður rikisstjórnin að skilja strax i upphafi valdaferils sins. Rikisstjórnin mun skilja áður en langt liður að kjararánsaðgerðir hennar greiða ekki götu hennar til verkalýðshreyfingar- innar með ýmis vandamál. Dæmi má nefna þar sem eru visitölumálin. Slikri rikisstjórn er ekki treystandi til þess að fjalla um slik mál. Það er fráleitt sjónarmið — sem m.a. hefur komið fram i málgögnum Alþýðu- flokksins — að „launajöfnunarbæturnar” séu þess virði að hrópa húrra fyrir. Stað- reyndin er nefnilega sú að þær eru aðeins litið brotabrot þeirra verðbóta sem verka- lýðshreyfingin hefði átt að fá samkvæmt gildandi kjarasamningum. Þegar gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 20% fram til 1. febrúar hefði átt að koma þar á móti um 12 miljarða króna launahækkun miðað við ársgrundvöll. Launahækkanirnar 1. október voru aðeins brot þeirrar upphæð- ar. Hér er þvi um miljarðaránsfeng að ræða af hálfu rikisstjórnarinnar. Og hvert fara þessir miljarðar? Þeir fara auðvitað til fjárplógsmanna allskon- ar, braskara og milliliða. Enda heyrist ekki að kjör þeirra skuli skerða — þvert á móti heyrist að kjör þeirra eigi að bæta með frelsi til álagningar og afnámi verð- lagseftirlits. Það er vert af þessu tilefni að rif ja upp að tvisvar sinnum áður hefur á- lagning verið gefin nær frjáls. 1 fyrra skiptið varð um svo algera okurálagningu að ræða að ihaldið varð að innleiða verð- lagseftirlit strax aftur. Eftir 1960 átti einn- ig að gefa verðlagsmyndunina frjálsa. Það gekk ekki lengi — og viðreisnar- stjórnin innleiddi á ný strangt verðlags- eftirlit. Verðlagseftirlit hefur aldrei geng- ið stundinni lengur i framkvæmd vegna þess að ránfuglar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft slikar okuraðferðir um leið og sleppt var af þeim beislinu. Og á sama tima og fjárplógshyski Sjálf- stæðisflokksins veltir sér upp úr miljörð- unum, sem rænt var af alþýðu þessa lands, hyggst núverandi rikisstjórn skera niður allar opinberar framkvæmdir. Margir þeirra sem þekkja best til i at- vinnumálum óttast að atvinnuleysi haldi innreið sina strax á komandi vetri. Það var til þess að undirbúa sig undir á- tök við þessar aðgerðir hægristjórnar- innar — kjararán og samdráttaraðgerðir hennar — sem verkalýðsráðstefna Al- þýðubandalagsins var kölluð saman. Al- þýðubandalagið mun taka á móti ihalds- öflunum af fyllsta þunga. Verkalýðssamböndin munu nú mörg halda þing sin i þessum mánuði. Þá mun koma I ljós að andstaðan við kjararánsað- gerðir rikisstjórnarinnar takmarkast ekki við Alþýðubandalagið. Andstaðan er i öll- um flokkum og þó að i augnablikinu kunni mönnum að virðast við ofurefli að etja, fer þvi viðs fjarri. Sigurinn vinnst þegar verkafólk gengur sameinað til átaks. r---------; i þingsjá þjóðviljans L______:__:___________a Vitanlega þarf að efla lánasjóð sveitarfélaga en œtti rikið ekki að leggja honum til jafns við jöfnunarsjóð? 6/11 — Félagsmálaráöherra Gunnar Thoroddsen mælti i dag fyrir frumvarpi til laga um Lánasjóö s v ei ta r f é 1 a g a , breytingu á eldri iögum, þannig aö tekjur hans verði ákveðinn hundraðshluti af tekjum jöfnunarsjóös sveitarfélaga og mótframlag frá rikissjóöi, heimingi lægra. Viö umræðuna tóku þingmenn til máls úr öllum flokkum og lýstu yfir stuðningi við meginhug- myndir frumvarpsins, enda tryggir það sjóðnum nokkuð auknar tekjur og tryggir hann jafnframt dálitið gagnvart verð- rýrnun, en áður voru framlög til hans fastar fjárhæðir að mestu. Tekjur Lánasjóðsins i ár eru 23 miljónir króna en með þvi fyrir- komulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hefðu tekjurnar numið 71ni miljón króna, 47,3 frá jöfnunarsjóði (5% brúttótekna hans) og 26,7 úr rikissjóði. Við umræðurnar tók Lúövik Jósepsson til máls og vakti at- hygli á þvi að aukinn stuðningur rikisins við lánasjóð sveitarfélaga ykist i reynd um aðeins 15 miljónir króna árlega við það fyrirkomulag sem frumvarpið gerir ráð fyrir, enda yröi að lita svo á að jöfnunarsjóður væri eign sveitarfélaganna og það væri ekki verið að gefa þeim neitt með ákvæðum um aukin framlög úr honum. Lúðvik kvaðst styðja frumvarpið svo langt sem það næði, en hann vildi varpa þvi til félagsmálanefndar sem fengi frumvarpið til meðferðar hvort ekki væri rétt að hækka framlag rikissjóðs þannig að það yrði á hverjum tima jafnt framlagi jöfnunarsjóðs. Frumvarp þetta er flutt að ósk sambands sveitarfélaga og stjórnar lánasjóðs sveitarfélaga. Þessi lánasjóður hefur starfað siöan á árinu 1967 og hafði hann til siðustu áramóta lánað alls 535 milj. kr. og þurft að taka lán upp á 300 miljónir. Um 380 miljónir af veittum lánum sjóðsins fóru til sveitarfélaga utan Reykjavikur og Reykjaness. Alls höfðu 196 miljónir farið i vatnsveitur, 158 i hitaveitur, 99 til gatnagerðar og 65 til skóla og iþróttamannvirkja. r Jón Arnason form. fjárveitingar- nefndar 6/11 — Tilkynnt hefur verið um formann fjárveitingarnefndar. Formaðurinn er Jón Arnason, sjálfstæðismaður, en varamaður hans er Ingvar Gislason, framsóknarþingmaður. Fundar- skrifari er Þórarinn Sigurjónsson. Athyglisvert er að formaður fjárveitingarnefndar er úr sama stjórnarflokknum og fjármálaráðherra en ekki úr samstarfsflokknum. SIGURÐUR GISLASON Sörlaskjóli 13, verður jarösunginn I Fossvogskirkju föstudaginn 8. nóv- ember kl. 3 síödegis. Þórhildur Guömundsdóttir og fjölskylda. Kosið i fjárveitingarnefnd 4/11 — í dag var kosið i fjárveit- ingarnefnd alþingis og voru kjörnir 10 menn samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi. 1 fjárveiting- arnefnd sitja þessir þingmenn: Af hálfu Alþýðubandalagsins Geir Gunnarsson, af hálfu Framsókn- arflokksins Ingvar Gislason, Þór- arinn Sigurjónsson og Gunnlaug- ur Finnsson, af hálfu Sjálfstæðis- flokksins Jón Árnason, Steinþór Gestsson, Pálmi Jónsson og Lárus Jónsson, af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Karvel Pálmason og af hálfu Al- þýðuflokksins Jón Armann Héðinsson. Fram komu 4 listar með jafn mörgum nöfnum og kjósa átti þannig að sjálfkjörið ,varð. Alþýðubandalagið og Sam- tökin báru fram sameiginlegan lista. Bótagreiðslur Almannatrygginganna í Reykjavík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni föstudaginn 8. nóvember Tryggingastofnun ríkisins A TIL LEIGU í strætisvagnabiðskýlinu á miðbæjar- svæði Kópavogs er til leigu 14,6 fermetra aðstaða til sölu á sælgæti og fleiru. Um- sóknarfrestur er til 17. nóvember, og þá skal skila umsóknum til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Kópavogi 6. nóv. 1974 BÆJARRITARINN í KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.