Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 9
Fta«Mag«r 7. ■évember l»74. ÞJÓDVILJINN — SIÐA » Henry Ki**inger, ntanrikis- rá&herra Bandarikjanna meö meiru: M.OM dollarar. Edward Logue: 176.000 dollarar. Wliliam J. Ronan, formaftur hafnarráðs New York og New Jersey: 625.000 doUarar. L. Judson Morhouse, fyrrum formaöur fiokks repúblikana i New York: 86.000 dollarar. aft ég hafi mikift vald f efnahags- málum.” „Þetta hleftst npp...” Varla liftur svo dagur aft ekki bætist eitthvaft ofan á hneykslahrúguna hjá Rockefeller. Hafi einhverjir verið svo barnalegir að halda að hneykslin kringum Nixon væru einstakt og nánast óskiljanlegt fyrirbæri, fara augu þeirra væntan- lega að opnast með þeirri skriðu af hneykslum, sem nú ryðjast fram til viðbótar. Það kemur sífellt betur í Ijós að afbrot Nixons og kumpána hans eru óhjákvæmileg afleið- ing kerfis auðvalds- heimsins — þess kerfis sem útilokar að aðrir komist til áhrifa í stjórn- málum en þeir, sem hafa peningana á bakvið sig. er alveg ákveöiö ekki hvaö sist af völdum þessara keppinauta i fjármálaheiminum, sem leyndar- mál Rockefellers ryðjast nú fram i dagsljósið. Rokkamafian Það er einkum tvennt, sem Rockefeller er boriö á brýn: skattsvik og „gjafmildi”, og viröist það siöartalda ætla aö veröa honum mestur þrándur I götu. Um Nixon komst upp að hann heföi veriö dálitið veikur fyrir þvi að þiggja gjafir, sem réttar voru aö honum i von um smágreiöa, sem maöur i hans stööu átti auðvelt meö aö gera, en Rockefeller má nú þvert á móti sanna á sjálfum sér aö þaö er ekki alltaf sælia aö gefa en þiggja. Gjafir Rockefellers (stundum voru þetta að visu lán, en i þeim / fe //An1 / h, - 1 —ij'nirnnin 1 1 „Þetta er skftakaup sem ég hef, en til ailrar guöslukku eru sumir örlátir á þjórfé...” Kissinger I gervi þjóns hvislar þessu aö Ford f gervi kokksins, en hinn viröulegi gestur, sem ailt snýst um, er auö- vitaö Rockefeller. Áður var það Nixon — nú er það Rockefeller Fyrir skömmu var hér i blaðinu drepift á fjármálahneyksli sem komift er upp i Japan og forsætis- ráftherra þessa þriöja mesta iön- veldis heimsins er margflæktur i, og bent á þaö sem dæmi þeirrar skriöu af uppljóstrunum á viö- kvæmustu leyndarmáium stjórn- máiamanna og auömanna sem hlaut að ryöjast fram þcgar þaö sýndi sig aö fjölmiölum gat liöist aft opinbera hneyksli eins og þau, sem hvert barnið þekkir undir heitunum Watergate, ITT og Pentagon-skjöl. Þessi skriöa ryftst aö sjálfsögöu ekki sfst fram i Bandarikjunum sjálfum og sér enginn fyrir endi á henni. Eftir- hreyturnar af Watergate-málum Nixons og hans kumpána eru aft visu siöur en svo um garö gengnar enn, en engu aö siöur er þaö ekki Nixon, hálfdauöur, fyririitinn og jafnvel aumkvaöur, sem nú er i sviðsljósinu I þeim darraöardansi heldur aöalstjarna fiokks repúblikana aö honum frágengnum, einn áhrifamesti einstaklingurinn i kerfi fjöl- þjóölegu auöhringanna sem halda i spottana á efnahagsneti heimsins utan sóslalisku land- anna, afspringur ættar, sem Hklega átti öllum öörum drýgri þátt I aö grundvalla Bandarlkin sem voidugasta riki heims i stjórn- og fjármálum, maöur sem fyrir skemmstu sá innan seiiingarfæris þann draum sinn aft kóróna feril ættar sinnar meö setu á forsetastóli Bandrikjanna: Nelson Rockefeiier. Rockefeller hefur lengi reynt að gefa sig út sem talsmann frjáls- lyndari viðhorfa í rööum repú- blikana og mörgum þótti þvi sem tækifæriö væri komið fyrir hann þegar Nixon, stjarna þess graut- fúla ihalds sem kennt er við „þögla meirihlutann”, var búinn aö vera. Þegar Ford útnefndi Rockefeller sem varaforseta sinn, gengu margir aö þvi sem gefnu aö næsta skrefið hjá Nelson yröi inn i Hvita húsiö sjálft. En eftir allt Watergate-standiö er sá mórall ríkjandi hjá miklum hluta bandarikjamanna, að hver og einn, sem ætlar sér hátt I stjórn- málum, veröi áður aö sýna og sanna aö hann hafi hreint mjöl i pokanum, og á þá strengi slá blööin og margir þingmenn, sem þreyttir eru orðnir á ráðriki framkvæmdavaldsins, svo og ákveðin fjármálaöfl, sem hafa hið raunverulega vald i sinum höndum á bak við tjöldin og tefla stjórnmálamönnunum fram. Nixon tötrið varð fórnarlambið i glimu tveggja fylkinga, sem bandariska auðvaldið skiptist i (Cowboys og Yankees), og það segir sig sjálft aö ráöamenn þeirra auðhringa, sem eiga i samkeppni við fyrirtæki Rocke- feller-ættarinnar, eru ekkert hrifin af uppgangi Nelsons. Það tilfellum var Rokki vægur i inn- heimtum eða hreinlega gaf „lánin” eftir) voru undantekn- ingarlaust réttar hð áhrifamiklum stjórnmála- og e m b æ 11 i s m ö n n u m eða einhverjum hliöstæðum persónum, sem ótvirætt höfðu — og hafa — aðstöðu til að gera gef- andanum á móti þesskonar greiða, er liklegt er að honum komi vel, það er að segja að verða honum til framdráttar á fram- abraut hans I stjórn- og fjár- málum. Eitt bandariska blaðið kallaði þiggjendahópinn „Rokka- mafiuna” (The Rocky Mafia). Mörgun gef ég góðan bita..." Rockefeller fullyrðir auðvitað sjálfur að gjafir hans hafi allar verið gefnar eingöngu I vináttu- skyni, af fölskvalausum náunganskærleika eða með það fyrir augum að lyfta undir menn, sem gætu orðið alþjóð til heilla. En i Bandarikjunum er það vitað mál sem annarsstaðar að æ sér gjöf til gjalda. Af gjafaþegunum ber fyrst að nefna Henry Kissinger, sem nú er vegna upp- ljóstrananna i sambandi við CIA á hraðri leiö frá þvi að vera frægur til þess að verða alræmdur. Kissinger þessi var sem sé i vinnu hjá Rockefeller I fimmtán ár og hlaut gjöf sina (50.000 dollara) 1969, er hann tók upp störf hjá nýjum vinnuveit- anda — Nixon i Hvita húsi. Liklega hefur Rockefeller þó ekki haft ýkja mikla trúa á Kissinger, þvi að hann hefur verið margfald- lega örlátari við suma aðra. Einn þeirra er William J. Ronan, formaður hafnarráðs New York og New Jersey og áður formaður flutningamálaráðs New York. Hann þáði að gjöf frá Rockefeller litla 115.000 dollara og sex lán að upphæð 510.000 dollara, og voru þau öll siðan gefin eftir. Þess má geta að Ronan þessi er i senn launaður ráðunautur Rockefeller- ættarinnar og formaöur i stjórn voldugrar stofnunar, sem hefur mikil viðskipti við Chase Manhattan Bank, þar sem David Rockefeller, bróðir Nelsons, hefur tögl og hagldir. Æ sér gjöf til gjalda L. Judson Morhouse heitir maður, sem fékk 100.000 dollara að láni hjá Rockefeller og fékk það siðan að mestu leyti gefið eftir. Þessum aurum varði Morhouse siðan til fjárfestinga i fasteignum, sem hann hefur væntanlega ekki tapað á. Siðar komst upp um hann spilling i sambandi við leyfi til áfengissölu. Hann hlaut dóm fyrir, en 1970 var hann náðaður af rikisstjóranum i New York, sem þá var Nelson Rockefeller. Siðareglunefnd öldungadeilar þingsins var sérstaklega hlessa og hneyksluð á vinsemd Nelsons við skúrk eins og Morhouse, en hana grunar að skýringin liggi i þvi að Morhouse var formaöur flokks repúblikana i New York þegar Rokki náði þar fyrst kjöri sem rikisstjóri 1958. í stöðu sinni þá hefur Morhouse væntanlega haft aðstöðu til þess að greiða litilsháttar fyrir kjöri gjafara sins. Svo er það Edward Logue, maður sem hefur mikið orð á sér fyrir snilld við skipu- lagningu þéttbýlis. Hann fékk alls um 176.000 dollara að gjöf og sem lán frá Rockefeller, og leikur grunur á að þessi efnahagsaöstoð hafi hjálpað Logue til að taka ákvörðun um að hætta fyrra starfi og ráðast i staðinn til formennsku i einu fyrirtækja Rockefellers. Þetta mál hleypti sérstaklega illu blóði i siðareglu- nefndina vegna þess að það kom upp á diskinn tveimur dögum eftir að einkaritari Rockefellers hafði svarið og sárt við lagt að hann væri þegar búinn að gefa upp nöfn allra, sem orðið hefðu örlætis hans aðnjótandi. Siöast en ekki sist má nefna Nixon sjálfan, en Rockefeller sletti 200.000 dollurum i kosningasjóð hans 1972. Nixon var siðan tryggilega kominn I forsetastól, var hann svo elskulegur að veita leyfi til sam- bræðslu flugfélaga, þar sem Laurance bróðir Nelsons átti mikilla hagsmuna að gæta. Bókaútgáfa ættarinnar Þá hefur komið I ljós — og Rockefeller játað það sjálfur — að skattaframtöl hans hafa ekki verið ábyggilegri en gengur og gerist um athafnamenn. En skattayfirvöldin eru þeirrar meiningar að undandráttur Rockefellers þar sé margfaldl. meiri en hann sjálfur hefur viljað kannast við. Hann hefur raunar reynt að skýra þann ótrúlega háa skattafrádrátt, sem hann hefur orðið aðnjótandi, með gjafmildi sinni, en i Bandarikjunum fá menn það, sem þeir gefa til guðs- þakka, frádregið til skatts. „Þetta hleðstupp”, sagði Jacob Javits, öldungadeildarþingmaður fyrir New York og gamall góðkunningi Rockefellers. „Það má vel vera að það eigi eftir að koma á daginn að skattarnir og allt hitt sökkvi honum.” Meðal „alls hins” er ákveðin grein bókaútgáfu, sem Rockefeller- ættin hefur fengist við i hjáverkum. Maður er nefndur Arthur Goldberg, lögmaður i hæstarétti Bandarikjanna, og keppti hann við Nelson Rccke- feller um rikisstjóraembættið i New York 1970. Rétt fyrir þær kosningar kom út bók um Gold- berg og átti að heita ævisaga hans, en var litið annað en liði- legur rógur um þann sjálfsagt mæta mann. Höfundur var Victor nokkur Lasky, en nú hefur komið i ljós að sá sem kostaöi útgáfuna og launaði höfundi skrifin (með 60.000 dollurum) var enginn annar en nýnefndur Laurance Rockefeller. Nelson segist að visu ekkert hafa vitaö um þessa útgáfustarfsemi bróður sins og lýsti yfir hneykslan sinni á skrifunum, en I sambandi við þetta rifjaðist upp fyrir mönnum önnur bók um annan keppinaut Rockefellers, þann fræga mann Barry Goldwater. Sú bók var skrifuð 1964 af Edward Paul Mattar III, hjálparmanni Nelsons i kosningaherferðum fyrr og siðar. Varla þarf að taka fram að skrudda þessi er ekkert hól um Goldwater, og spyrja nú margir hver hafi greitt Mattar útgáfu- kostnað og ritlaun Og þetta er bara byrjunin Greinilegt er á umsögnum einstaklinga og fjölmiðla vestan- hafs að Rockefeller-málin eru ennþá ekki nema rétt að byrja. „Það verður deginum’.jósara með hverjum degi sem liður,” sagði Edward Mezvinsky, demókrataþingmaður frálowa, „að við verðum ekki einungis að rannsaka fjármál og gjafir Nelsons Rockefellers sjálfs, heldur og fjölskyldu hans, og auk þess taka til fyllstu athugunar stjórnmálaleg og efnahagsleg itök Rockefeller-ættarinnar.” Það verður sem sagt greinilega biö á þvi að siðareglunefnd öldungadeildarinnr leggi blessun sina yfir útnefningu Rockefellers sem varaforseta. Cannon, formaður nefndarinnnar, hefur upplýst að frekari yfirheyrslur i málinu hefjist 13. þ.m. Auðvald og lýðræði geta ekki farið saman Rockefeller-málin og fleiri slik mál hafa auk annars opnað augu -ýmissa, sem kannski voru svo barnalegir að halda að henykslin viðvikjandi Nixon, Agnew, Mitchell og allri þeirri hjörð væru eitthvaö sérstakt eða alger undantekning. Nú reyna ýmsir formælendur „vestræns lýðræðis” að láta lita svo út að vissulega séu Nixon og kumpánar hans illir dólgar, en aðrir eins menn hafi aldrei áður komist i valdastóla Bandarikjanna og að bandarikjamenn muni vissulega sjá til þess aö slikir menn komist þar ekki jafnhátt oftar. Svo einfalt er málið að sjálfsögðu ekki. Hæpið er að Nixon og gæðingar hans hafi verið verri Framhald á 11. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.