Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 20. nóvember 1974. ÞJóÐVlí JINN — SIDA 3
Þorvaldur Þórarinsson, hrl.
Þetta sagði Þórbergur
Þórbergur Þórðarson bað
mig, ef ég lifði sig, að sjá um að
prentuð yrði I Þjóðviljanum
lokagrein hans i Eddu Þórbergs
Þóröarsonar útg. 1941, bls. 251-
254. Að visu lét hann þess getið,
ef það blaö væri þá oröið of
borgaralegt til þess að birta
sinn texta óbreyttan, þá ætti ég
að láta „Legsteininn” koma
fyrir sjónir manna i dreifibréfi
Höfundur þessarar bókar
lýsir hérmeð yfir þvi nú i fyrsta
og siðasta sinn, að honum stend-
ur nákvæmlega á sama um,
hvað gert veröur við skrokkinn
á honum, þegar ein vika er liöin
frá burtsofnun hans úr þessum
heimi. Hann gerir engan
minnsta mun á þvi, hvort hon-
um verður holað niður frá vestri
til austurs i kristinna manna
reit suðuri Fossvogi eða
brenndur i likbrennsluofni uppi
Mjölnisholti eða sökkt niðurá
hafsbotn vesturi Jökulsdjúpi
eða vindþurrkaður til hákarla-
beitu á trönum inniá Bústaða-
hálsi eöa settur niður kembdur
og balsameraður i lafafrakka og
nýpressuðum buxum með pipu-
hatt og kjóabringu og burstaða
blankskó austur á Þingvöllum.
Hann óskar að geta gert hátt-
virtum lesendum það skiljan-
legt, aö hann telur allar
serimoniur með rotnandi hræ,
hversu genialt sem innihald
þess hefur verið, ógeðslegt vitni
um bjánaskap og innantómleik,
ef ekki illmennsku. Og hann
álitur i fyllstu einlægni alla þá
menn, sem fást við slikan
fábjánahátt, sálsjúka og and-
lega blinda auðnuleysingja, ef
— eða þá I öðru dagblaði, hver
sem prenta vildi.
Þórbergur dó 12. þ.m., ki. 8
siðdegis, i Taugadeild Land-
spitaia tslands. Þessvegna er nú
um það bil liöinn sá timi sem
hann vildi nota til þess að losna
við kviksetningu.
Það er aiveg skýrt, hvað
Þórbergur meinar I þessu efni,
sbr. blaðsiðu 252, lið 1-3 sbr. og
blaðsiðu 253.
ekki fúlmenni. (Jóns Sigurðs-
sonar- og Einars Benediktsson-
ar-dýrkuninni hefur á siðustu
árum beinlinis verið haldið uppi
af fúlmennsku i garð ákveðins
stjórnmálaflokks og ónefndra
skálda og rithöfunda.) Þessa
sannfæringu sina telur hann
hafa góðan stuðning i orðum
hins visa meistara frá Nasaret,
sem allir flaðra fyrir, þar til
þeir eiga að fara að hagræða
breytninni eftir kenningu hans.
Mig minnir hann segði við
lærisveina sina: Látum hina
dauðu grafa hina dauðu. Það er
aö skilja: Það er ekki samboðið
öörum en andlega dauðum
skynskiptingum að leggja sig
niður við umönnun fyrir
dauðum náum og dýrkun á gröf-
um framliðinna.
Það er aðeins þetta þrennt,
sem höfundur Eddu áskilur
likama sinum dauöum:
1) að hann verði ekki grafinn,
brenndur, falinn i sjó, vind-
þurrkaður eða diplómatiserað-
ur fyrren sjö sólarhringar eru
liðnir frá þvi að leið uppaf hon-
um og gengið hefur veriö úr
skugga um, að hann verði ekki
kviksettur.
2) að hann verði ekki borinn i
kirkju né neitt annað guðshús.
3) að enginn prestur eða
prestvigður maður verði látinn
segja yfir honúm eitt aukatekið
orð, hvorki inni húsi né neins-
staðar utan gátta.
Hinsvegar lætur höfundur
Eddu það alveg kúra milli hluta,
hvort leikmenn tuldri eitthvað
yfir moldum hans eða enginn
mæli þar einu oröi. Engar rellur
gerir hann sér heldur útaf þvi,
hvort sungnir verði sálmar yfir
skrokk hans dauðum eða
kyrjaðar veraldlegar visur eöa
hvort allir þegi þar þunnu
hljóði. Mörgu öðru þægilegra
myndi honum þó finnast, ef i
eyra hans legði Internationalinn
uppá pallskör astralplansins.
Þá lætur hann sér
heldurenekki i léttu rúmi liggja,
hvort likfylgd hans verður fjöl-
menn eður uppteiknast ein-
vörðungu af likmönnunum.
Hvort prósessian samanstendur
af skitugum drykkjuræflum,
dagdrifurum, sveitalimum,
þjófum, hórum, hundum eða
stromphöttuðum ráðherrum,
alþingismönnum, prófessorum,
litterötum, frimúrurum, tog-
araforstjórum, — yfir þvi er
höfundurinn aldeilis hjartan-
lega lige glað. Aðeins vildi hann
mega bera fram þá einlægu bæn
tilþessað auka ekki á óþægindi
sin eftir dauðann, að Fram-
sóknarmenn og sólsialdemó-
kratar komi sér þar fyrir i
prósessiunni, sem minnst beri á
þeim.
Sömuleiðis stendur höfundi
Eddu algerlega á sama um,
hvort moldir hans verða
jafnaðar við jörðu, eða uppaf
þeim verður hlaðið leiði, ef búk-
ur hans skyldi verða grafinn i
Með þökk fyrir birtinguna.
Þorvaldur Þórarinsson
jarðvegi. Það skoðar hann einn-
ig allar götur fyrir utan sitt
áhugasvæöi, hvort settur verður
legsteinn á leiði hans eður þaö
verður látið bliva kollótt og
óþekkt um aldir alda.
En ef svo óspilunarsamlega
skyldi takast til, að einhver eða
einhverjir vildu kasta aurunum
sinum I legstein yfir hræ
höfundarins, krefst hann þess
og setur það sem ófrávfkjanlegt
skilyrði, að á legsteininn verði
grafiö eftirfarandi brot úr
Vögguvisu Brahms ásamt
meðfylgjandi stöku á
Esperanto:
Þessi áletrun þýöir á islensku, en svip legsteinsins er þó óþarft að
spilla með þvi að korta á hann þýðinguna:
Liggur hér Þórbergur. Lifði I fátæktarlandi. Dó I forheimskunar-
landinu. Dó i forheimskunarlandinu.
Fæðingar- og dánar-ár má setja fyrir ofan nóturnar, til þess að
væntanlegir kikjendur geti séð, hve lengi hinn framliðni þraukaði
meöal fávitanna á fávitahælinu.
„Legsteinninn ”
Is-spor hf .
gefur út
forsetapeninga
Fyrirtækiö is-spor hf er um
þessar mundir að gefa út minnis-
peninga um forscta islands frá
lýöveldisstofnun og er tilefni út-
gáfunnar 30 ára lýöveldisafmæli.
Tveir eru þegar komnir út og
bera þeir myndir Sveins Björns-
sonar og Asgeirs Asgeirssonar en
sá þriöji meö mynd Kristjáns
Eldjárns er nýkominn úr höndum
Ragnars Kjaranssonar sem mót-
ar myndirnar I gips.
Peningarnir eru upphleyptir og
verða framleiddir úr fjórum teg-
undum málma, bronsi, silfri, 18
karata gulli og platinu. Þvermál
peninganna er 50 mm. Aðeins er
hægt að kaupa þá I settum, þe.
alla þrjá peningana i hverjum
málmi.
Alls mun fyrirtækið selja 3 þús-
und sett að bronspeningum, 2
þúsund af silfurpeningum, 300
sett úr gulli og 20 úr platinu. Verð
bronspeninganna i vandaðri
öskju er 6.880 kr. fyrir settið og
verð silfurpeninganna 18.200 kr.
settið. Ekki er hins vegar sett upp
fast verö á gull- og platinupening-
unum vegna þess hve verð þess-
ara máima tekur örum breyting-
Rækjuveiði á Berufirði
Fjórir bátar eru gerðir út á
rækju frá Djúpavogi. Vikuafli
þeirra er 20 tonn. Aflinn veiöist
hér I Berufiröi og þvi stutt á miö-
in.
Rækjan virðist góð, eða
240—350 stk I kilóinu. Þó er ekki
sama hvar veitt er i firöinum.
Virðist stærsta rækjan vera innst
i firðinum, en fer smækkandi eftir
þvi sem utar dregur.
Rækjuverksmiðja er starrækt
hér og er unnið á tveimur vökt-
um. 28 konur og 6 karlmenn vinna
við verksmiðjuna.
Einn bátur er á fiskitrolli, en
afli hans er rýr.
Slátrun lauk i sláturhúsi Kaup-
félags Berufjarðar 8. nóvember.
Slátrað var 12.420 kindum. Með-
alfallþungi dilka reyndist 13,7 kg,
eða einu kilói lægri en i fyrra.
Már/—úþ
Forsetapeningarnir. Fyrir miöju eru peningarnir I öskju en fyrir aftan
eru frummyndir þeirra.
um. Verður söluverð þeirra
ákveðið þann dag sem pöntunin
berst og þá miðaö við gengi um-
beðins málms á markaði i London
þann dag. Til að gefa einhverja
hugmynd um verð þessara pen-
inga má nefna að sett gullpeninga
hefði kostað 259.650 kr. þann 14.
þ.m. 1 hverjum gullpeningi eru 95
grömm af gulli en silfurpening-
urinnvegurhinsvegar75 grömm.
ts-spor hf hefur mikið samstarf
við sænska fyrirtækið Sporrong
og mun það sjá um dreifingu pen-
inganna utan íslands.
Sporrong er reyndar einn hlut-
hafa i Is-spor og hefur islenska
fyrirtækið notið tæknilegrar að-
stoðar þess sænska. Meðal annars
hefur Sporrong útvegað öll
steypumót af þeim peningum og
munum sem Is-spor hefur gert.
Auk forsetapeninganna fram-
leiðir fyrirtækið ýmiskonar minn-
ispeninga, félagsmerki, verð-
launapeninga fyrir iþróttir og
smámuni og minjagripi úr
málmi. Stærsta verkefni þess
hingað til var framleiðsla minnis-
penings sem Reykjavikurborg lét
gera I tilefni þjóðhátiöar.
I stjórn Is-spor hf eiga sæti Úlf-
ur Sigurmundsson hagfræðingur,
formaður, Þórarinn Gunnarsson
Stjórn Myndlistarfélags Akur-
eyrar hefur afhent bæjarstjórn
Akureyrar fundargerðarbók fé-
lagsins til varöveislu meö þeim
oröum aö vonandi geti sú bók orö-
iösiöar einhverjum áhugasömum
mönnum og konum aö gagni veröi
gerö tilraun til þess aö stofna
samskonar félag.
Félagið hefur nú verið lagt nið-
ur vegna þess að engin sýningar-
salur, sem ris undir nafni, er til á
Akureýri. Með þvi aö slita félag-
inu vilja myndlistarmenn á Akur-
eyri vekja athygli á ástandinu i
gullsmiður, Georg Nyström for-
stjóri, Sixten Lloyd forstjori og
Konráð Axelsson sem jafnframt
er framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins.
—ÞH
Ct er komin sjötta bókin i þjóö
sagnaflokki Helgafells. Þessi bók
er, eins og hinar fyrri, með mynd-
um við hverja sögu. 1 bókinni eru
tiu þjóðsögur. Þær valdi Haraldur
Guðbergsson og hann teiknaöi
einnig myndirnar, en Hringur Jó-
hannesson og Þorsteinn frá
Hamri sáu um útgáfuna. Þjóð-
sögurnar eru flestum kunnar^
„Tökum á, tökum á”, um karlinn
og kerlinguna sem dagaði uppi á
Hvammsfirði miöjum með kúna á
millisin, um Eirik góða, Dverga-
stein. Hólamannahögg, Kerlinga-
botna og fleiri sögur.
myndlistarmálum I bænum. Fé-
lagið kom á sinum tima upp
myndlistarskóla i Myndsmiðj-
unni og stóð fyrir allmörgum sýn-
ingum. Nú hefur Akureyrarbær
keypt húsnæðið fyrir námsflokka
Akureyrar og allt starf mynd-
listarmannanna þvi orðiö til litils.
Bæjarstjórn hefur verið sinnulaus
um myndlistarmálefni á Akur-
eyri og ekki fengist til þess að
leggja Myndlistarfélaginu veru-
legt lið. Það viröist þvi vera fisk-
ur undir steini i menningarlifi
Akureyringa eins og sums staðar
annars staðar.
Myndlistarmenn á Akureyri:
Slíta félagi sínu
i mótmælaskyni