Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 16
Ofriðlegt fyrir Miðjarðarhafnsbotni: Skœruárás og mótmœli DiOÐVIUINN Miövikudagur 20. nóvember 1974. Fylgisaukning yinstri flokka á ítaliu: Líkur á lausn RÓM 19/11 — Loksins eftir langa mæðu er svo að sjá að itölum ætli að takast að koma upp hjá sér nýrri rikisstjórn. I kvöld samþykkti stjórn svo- kallaðs Lýðveldisflokks að taka þátt í myndun minni- hlutastjórnar þess flokks og kristilegra demókrata undir forsæti Aldos Moros. Sósia- listar og sósialdemókratar höfðu áður lofað stuðningi við slika stjórn, en verða þó utan hennar. Stjórnarkreppan á 'ltaliu hefur nú staðið yfir i nærri sjö vikur. Byggðakosningar fóru fram á ítaliu á sunnudag og mánudag og unnu vinstri flokkarnir þar verulegan sigur. Kristilegir demókratar fengu 36 af hundraði atkvæða (voru með 39.8 af hundraði i næstu byggðakosningum á undan), kommúnistar fengu 25.8% á móti 22.5% siðast, og sósialistar 15.7% á móti. 13.8% siðast. En flokkur nýfasista (MSI) jók einnig fylgi sitt, hækkaði úr 5.2% i 7%. DAMASKUS, TEL AVIV 19/11 — Allmargir menn voru drepnir og særðir i bænum Beit Sjean i norð- austurhluta tsraels i morgun, er skæruliðar úr Alþýðulýðræðis- fylkingunni til frelsunar Palestinu (PDFLP) réðust inn i ibúðarblokk i þeim tilgangi að taka fólk i gislingu. Var tilgangur skæruliðanna sá að fá látna lausa fjórtán menn, sem eru i haldi i tsrael vegna baráttu gegn yfir- völdum þar, þeirra á meðal Hilarion Capucci, erkibiskup grisk-kaþólskra i Jerúsalem, en hann er sakaður um vopnasmygl til palestinskra baráttumanna á yfirráðasvæði Israels. Skæruliðarnir voru fjórir talsins og féllu allir fyrir israelskum öryggisliðum, sem voru kallaðir á vettvang og ruddust þegar inn i bygginguna. t tilkynningu frá PDFLP segir að byggingin hafi sprungið i loft upp er Israelsku hermennirnir ruddust inn og hafi fjölmargir þeirra látið lifið og særst. tsraelsmenn segjast enga hermenn hafa misst, en hinsveg- ar hafi þrir ibúa sambýlishússins látið lifið i bardaganum, tveir þeirra konur, og átján særst, þar á meðal börn. 1 tilkynningu PDFLP um viður- eignina segir að i öðru lagi hafi tilgangur árásarinnar verið sá að hefna fyrir árásir israelsmanna undanfarið á flóttamannabúðir palestinumanna I Libanon. PDFLP er upprunalega klofn- ingsbrot úr Alþýðufylkingunni til frelsunar Palestinu (PFLP), en báðum þessum hreyfingum mun þykja aðalleiðtogi palestinsku baráttusamtakanna (PLO), Jasser Arafat, full linur i sóknum. Þeir Georg Mabasj læknir, for- ingi PFLP, og leiðtogi PDFLP, Najef Hoatme að nafni, eru báðir kristnir, en Arafat er múhameð- ingur. Loft er nú vægast sagt lævi blandið fyrir Miðjarðarhafsbotni MOSKVU 19/11 —Múhameö Resa Pahlavi íranskeisari, sem nú er staddur i Moskvu i opinberri 'heimsókn, ræddi i dag i þrjár klukkustundir viö Bresjnéf og aðra sovéska leiðtoga um ýmis atriði i samskiptum rikjnna. Tal- ið er að einkum hafi verið til um- ræðu sala trans á jarðgasi til Sovétrlkjanna og illdeilur írans og traks, sem.hefur náið og vin- samlegt samband við Sovétrikin. Sovétrikin kaupa nú þegar 10.000 miljónir kúbikmetra af og spá margir að nýtt strið milli Israels og araba brjótist út áður en varir. Arafat lýsti þvi yfir i Alsir i dag að PLO myndi herða aðgerðir sinar gegn Israel, og All- on, utanrikisráðherra tsraels, sagði að isralesmenn myndu taka jafn ómjúkum höndum á palestinsku mótmælafólki á yf- irráðasvæði sinu og liðsmönnum PLO sjálfum. Undanfarna viku hafa palestinumenn á vestur- bakka Jórdanar og I Jerúsalem haldið uppi stöðugum mótmæla- aðgerðum og er enn ekkert lát á jarðgasi árlega af Iran og veita tran mikla tækniaðstoð við ýmsar iðnaðarframkvæmdir. Verðið á jarðgasi hefur rokið upp undan- farið ásamt með oliuverðinu, og vilja iranir þvi hækkaðverð fyrir gasið, sem þeir selja sovétmönn- um, en sovétmenn hafa til þessa tekið dræmt i það. Ekki er þó talið óliklegt að samkomulag náist um þetta atriði, þar eð Sovétrikin flytja út mikið af oliu (aðallega til Austur-Evrópulanda) og hafa þvi þegar á heildina er litið hag af þeim. Segja israelsmenn að lög- regla þeirra hafi alls handtekið yfir hundrað og þrjátiu af mót- mælafólkinu, nokkrir hafa slas- ast, bæði af lögreglunni og mót- mælafólkinu, og sextán ára gömul palestinsk stúlka beið bana á laugardag. Segja tsraelsmenn að hún hafi látist af steinshöggi i höfuðið, en palestinumenn að israelskur skriðdreki hafi keyrt yfir hana. tbúar Beit Sjean eru flestir Gyðingar frá Norður-Afríku. háu verði á oliu og jarðgasi. Talið er að keisarinn muni einnig ræða sambúð sina við trak við sovéska framámenn og þá ekki sist mál íraks-kúrda, sem berjast fyrir sjálfstjórn gegn traksstjórn. tran og trak hafa lengi átt i illdeilum út af áhrifum á Persaflóasvæðinu og hefur íranskeisari þvistyrktkúrda með vopnaframlögum og fleiru. I gær hét stjórn Sovétrikjanna á stjórn- ir trans og traks að jafna deilu- mál sin. VtÆgilegar niðurstöður 99 Persakeisari sœkir Bresjnéf heim: Ræða gas og kúrda % 75 50 25 O A B C D E F . <20 21-30 31-40 41-50 51-6O 61-70 ÁRA ALDURS FLOKKAR Munur á heyrn bankamanna og járniðnaðarmanna kemur i Ijós strax I yngstu aidursfiokkunum, en verður siðan æ meiri eftir þvi sem aldurinn færist yfir. Bankastarfsmennirnir hafa, samkvæmt könnuninni og sambærilegum erlendum könnunum, eðlilega heyrn. Brotna llnan sýnir heyrn bankamanna hin járniðnaöarmanna. Alþýðubandalagið Viðtalstimi borgarfulltrúa [Viötalstimi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins er i pag milli klukkan 5 og 6 að Grettisgötu 3. lAdda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi verður til Adda Bára. viðtals. 2000 Hz Könnun á heyrn manna sem vinna daglega í hávaða — „Niðurstöður ógnvekjandi fyrir málmiðnaðarmenn” Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavlkur, hefur i samvinnu við fleiri deildii stofnunarinnar, unnið að könnun á heyrn tveggja starfshópa. Könnunin stóð I sex mánuði, og var mæld heyrn 426 starfsmanna i járniðnaði og 306 bankastarfs- manna. Járniðnaðarmennirnir voru valdir, þar eð hávaði er yfir- leitt mikill á þeim verkstæðum og verksmiðjum sem þeir starfa á, og bankamennirnir voru valdir til samanburðar, þar eð hávaði i bönkum er varla talinn skaðlegur. „Niðurstöður þessarar könnunar eru ægilegar. Menn hlýtur að reka i rogastans”, sagði Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna þegar niður- stöður könnunar Heilsuverndar- stöðvarinnar voru kynntar blaða- mönnum. Markmið rannsóknarinnar var að afla vitneskju um heyrn starfs manna á hávaðasömum vinnu- stöðum og einnig voru kannaðir nokkrir þættir varðandi heyrnar- vernd á þessum sömu stöðum. Þeir starfsmenn sem könnunin tók til, voru á öllum aldri, frá 20 ára til 71 árs og stunduðu vinnu i skaðlegum hávaða (hávaði yfir 85 desibel) i amk. þrjár klst. á hverjum starfsdegi og höfðu auk þess starfað við sambærileg vinnuskilyrði amk. helming starfsævi sinnar. Niðurstöður könnunarinnar verða að teljast geigvænlegar, en Gylfi Baldursson, forstöðumaður Heyrnadeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar benti á, að hefðu verið valdir til könnunarinnar menn, sem hefðu unnið i skaðlegum hávaða allan daginn, meira en helming starfsævi sinnar, hefðu niðurstöður orðiö enn hrikalegri. Mikill munur á heyrn hópanna Rannsóknin sýnir, að verulegur munur er á heyrn hópanna tveggja, einkum þegar kemur I efri aldursflokka, þar sem skerðing heyrnar járniðnaðarmanna er geig- vænleg. A linuriti þvi, sem hér birtist, sést hvernig járniðnaöarmenn annars vegar (samfellda linan) og bankastarfsmenn hins vegar (brotna linan) heyra tón, sem er á efri mörkum tiönisviðs talaðs máls. Notkun eyrnahlífa Notkun eyrnahlifa á vinnu- stöðum varð ekki almenn fyrr en undir lok siðasta áratugs. Yngri menn sem i hávaða starfa nota yfirleitt hlifar, en verr gengur að venja þá eldri á hlifarnar. Þeir sem þátt tóku i heyrnar- könnuninni, svöruðu m.a. hvers- vegna þeir notuðu ekki heyrnar- hlifar. Svörin voru margvisleg, en aðeins 5 af 209 töldust fullnægjandi, þ.e. 5 mannanna höfðu frambærilegar ástæður fyrir þvi að nota ekki hlifar. Gerður var samanburður á hópunum tveimur með tilliti til þess, hvernig ástatt væri með heyrn þeirra sem stunduðu skytteri. Niðurstaðan reyndist neikvæð fyrir skotmenn, og 20% skotmannanna I könnunarhópun- um báðum, kvörtuðu yfir suðu i eyrum. Stéttarþing Málmiðnaðar- manna, sem haldið var um dag- inn telur niðurstöðurnar ógnvekj- andi, og telur brýnt að gerð verði heyrnarprófun á öllum þeim sem i málmiðnaði starfa og einnig að gerðar verði sambærilegar rann- sóknir á öllum atriðum vinnuum- hverfisins, sem áhrif hafa á heilsu verkafólks, svo sem óhreinindum, lýsingu, loftmeng- un og vinnuálagi. __ „ Vildu sjá svona menn — sögðu Rauðsokkar og fóru að horfa á íhaldsmeirihlutann i Hafnarfirði 55 ,,Við höfum kosið að koma og afhenda bæjarfulltrúum Hafnarfjarðar þetta bréf per- sónulega i stað þess að póst- leggja það, þar sem okkur langaði að sjá með eigin aug- um svona menn”. Svo hljóðar niðurlag bréfs starfshóps Rauðsokka um sveitarstjórnarmál, en brfið fengu bæjarfulltrúarnir i hendur á bæjarstjórnarfundi i gærkvöldi. Rauðsokkar fjöl- menntu á fundinn „til að sjá svona menn”, en bréfið var skrifað i tilefni þeirrar með- ferðar, sem ihaldsmeirihlut- inn i Hafnarfirði veitti tillögu frá bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins um könnun á dagvistunarþörf barna i Hafn- arfirði. thaldsmeirihlutinn felldi til- löguna, og létu ýmsir fulltrúar ihaldsins þau orö um tillöguna falla, að Rauðsokkar gátu ekki annað en mótmælt. Einar Mathiesen sagði að jafnrétti væri hið versta tisku- orð og notað i áróðursskyni. „Jafnréttiskjaftæði”, sagði hann reyndar. Árni Gunn- laugsson sagði að dagheimili stuðluðu að þvi að konur ynnu úti, og „það þjónar engum til- gangi að konur séu að vinna utan heimilis, nema þá þeim einum að safna sér peningum fyrir lúxus, svo sem Mallorka- ferðum”. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá þeim endemisorðræðum sem leiddi af tillögu fulltrúa Alþýðubandalagsins, en bréf Rauðsokka verður birt i heild siðar. —GG.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.