Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. nóvember 1974. Ég er sá langbesti — segir Alan Clarke og ber sig mannalega Hver er besti miBframherji Englands um þessar mundir? „Alveg örugglega ég,” segir Alan Clarke og er hvergi smeykur viö almenningsálitiö, sem oft ef ekki alltaf fordæmir staðhæfingar á borö við þessa. En Clarke segir: „Þetta er jú sannleikurinn og hvers vegna má ég ekki segja hann eins og hver annar?Fólk tal-■ ar um mig sem mikilhæfan knatt- spyrnumann, og ef ég brosi ekki hæversklega, hneigi mig i auö- mýkt og segi að „þetta sé nú of djúpt i árinni tekið o.s.frv.” þá er ég allt i einu orðinn illa upp alinn monthani, sem ekkert kann eða get. — 1 hvert skipti sem ég fæ bolt- ann i leik finnst mér að ég sé á leiðinni að fara að skora mark. Það er þaö eina sem ég hugsa um i leik, — skora, skora og skora meira. — Ég finn að ég hef leikið betur i haust en áður, mér gekk illa i fyrra, en eftir langt sumarleyfi, lengra en áður, finnst mér ég vera endurnærður og liflegri en ég hef verið áður.” Alan Clarke á þá ósk heitasta að komast á ný i enska landsliöiö, en hann hefur ekki verið i náðinni undanfariö og sæti 1 landsliðs- hópnum hefur ekki staöið honum neitt sérstaklega til boða. Hann veit þó að hann á möguleikann, — og hann er staðráðinn i að nýta hann til fulls. „Ég ætla mér að fara i heims- meistarakeppnina árið 1978. Ég verð þá trúlega enn i fullu fjöri, 4 ár er að visu langur timi þegar maður er orðinn þetta gamall, en með mikilli æfingu ætti mér aö takast að halda mér gangandi i 5—8 ár i viðbót.” Alan Clarke — hefur hátt I ensku blööunum til að reyna að vekja at- hygli á endurheimtri kunnáttu sinni og getu. Við spámennirnir erum svo sannarlega ekki öf- undsverðir af okkar hlut- verki um þessar mundir. Enska 1. deildarkeppnin er galopin í alla enda/ 8 stig eru á milli þess efsta og þriðja neðsta og má því segja að af 22 liðum í deildinni séu tuttugu/ sem hafa enn prýðisgóða möguleika á efsta sætinu áður en mótinu lýkur. Það er þvi erfiðara en oft áður að spá um úrslit leikjanna/ — allt getur gerst og Chelsea, sem sit- ur í þriðja neðsta sæti getur allt eins orðið Eng- landsmeistari eftir nokkra mánuði. Burnley—Newcastle 1 Nú þýðir ekki lengur að spá sérstakri baráttu i hinum og þessum leikum. Enski boltinn er ein rauðglóandi slagsmál út og i gegn, enginn leikur er öðrum mikilvægari, — allir geta haft úrslitaáhrif. Newcastle, sem er tveimur stigum á eftir efsta lið- inu, skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk gegn Chelsea á laugardaginn. Carlisle—Leeds 2 Leeds er stöðugt að vinna sig i álit á ný. Leikur liðsins gegn Middlesbro á laugardaginn (2- 2) var að sögn þula BBC hreint út sagt frábær og Leeds-liðið sýndi þar sinn besta leik i haust. Cariisle situr ásamt félögum sinum úr 2. deild frá i fyrra á botninum og er fyrirfram dæmt til að tapa þessari viðureign. leik og eru lykilmenn liðsins. 8 stig hafa fengist úr siöustu fimm leikjum og leiðin I átt að toppbaráttunni virðist sist erfið- ari en hjá öðrum. Derby—Ipswich X Ipswich situr I efsta sæti 1. deildar og ber sig mannalega eftir 4-0 sigur yfir Coventry. David Johnson var þá i aðal- hlutverki, skoraði 3 mörk og kom um leið liði sinu á toppinn með betra markahlutfall en Liverpool. Derby mátti þola 1-3 tap gegn Arsenal og skoraði eina mark sitt úr vitaspyrnu. Liverpool—West Ham 1 Liverpool virkar ekki nógu sannfærandi og er að þvi er virðist að missa af efsta sætinu. Leikur liðsins gegn Everton (0- 0) var þó mjög góður og þótti mörgum sem liðið fengi þar nokkra uppreisn æru eftir slaka leiki undanfarið. West Ham er að þoka sér ofar og þá ekki sist eftir 5-2 sigur yfir Úlfunum. Luton—Everton 2 Luton er að verða vonlaust i baráttunni og stefnir hraðbyri að annarri deild. Everton átti mjög góðan leik gegn Liverpool, — engin veruleg varnarmistök og leikur liðsins virðist hreint út sagt „pottþéttur”, nema hvað ekki væri lakara að framlinan skapaði sér fleiri tækifæri. Manch. City— Leicester 1 Birmingham skoraði 4 mörk gegn engu i leiknum á móti Manch. City og voru það svo sannarlega i meira lagi óvænt úrslit. Mér þykir þó ekki ástæða til svartsýni varðandi City, Leicester á i erfiðleikum lika og heimasigur i þessum leik er sist fjarri lagi. Chelsea — Sheff. Utd. 1 Það kann að vera glapræði að spá Chelsea sigri að þessu sinni, þvi liðiö fékk á sig hvorki meira né minna en fimm mörk á laug- ardaginn án þess að geta svarað fyrir sig. En eins og ég sagði áð- an þá er enski boltinn ekkert nema eitt stórt spurningamerki svo að þessi úrslit eru i sjálfu sér ekkert fáránlegri en hver önnur. Coventry — Arsenal 2 Arsenal er að ná sér heldur betur á strik. Liðsandinn er að sögn eins og best verður á kosið, Alan Ball og Kidd leiða félaga sina fram til sigurs i hverjum Middlesbro — Q.P.R X Jackie Charlton er hróðugur yfir liöi sinu og segir að Middlesbro sé á leið til frama og frægðar — meiri en nokkru sinni fyrr. Hann hefur óbilandi trú á leikmönnum sínum og litur út fyrir að hann hafi tryggt þvi áframhaldandi sæti i 1. deild. Jafnteflið gegn Leeds (2-2) var mikill sigur og Charlton virðist vera að vinna sér sæti sem mik- ilhæfur leiðtogi og þjálfari i ensku knattspyrnunni. Tottenham — Birmingham 1 Tottenham er að ná hylli Mike Lambert, sem á einna stærsta þáttinn i þvi að Ipswich er komið I efsta sæti 1. deildarinnar, skorar hér jöfnunarmark liös sins gegn Arsenai á dögunum (1—1). Úrslit 1. deild Arsenal — Derby 3-1 Birmingham — Man. City 4-0 Everton — •Liverpool 0-0 Ipswich — Coventry 4-0 Leeds — Middlesbro 2-2 Leicester • — Tottenham 1-2 enskra áhorfenda á ný eftir ömurlega byrjun, ( liðið er að- eins að færa sig upp á skaftið. En vissulega verða Birming- ham erfiðir andstæðingar. Þeir unnu Manch. City með fjórum mörkum gegn engu og sýndu þá afburða góðan leik. Wolves — Stoke i 1 rauninni ætti það að verða mitt fyrsta verk að draga þessa spá i land tafarlaust. úrslil helgarinnar hreinlega hrópa á þveröfuga spá, (Jlfarnir töpuðu stórt en Stoke vann góðan sigur yfirLuton. En Úlfarnir eiga ein- hvern veginn smátaug i mér og ég kann ekki við annað en að spá þeim sigri, jafnvel þótt ég geti e.t.v. ekki ráðlagt neinum öör um að gera slikt hið sama. Hull—Manch. Utd. í Manch. Utd. tryggir forskoi sitt af æ meira öryggi. 6 stigi forskot er sannfærandi og visi er að þetta lið á eftir að ná 1 deildarsæti á ný. Það er örugg mál að frami I 1. deild er fram undan, Utd, á eftir að endur- reisa veldi sitt að fullu. Newcastle — Chelsea 5-0 QPR —Carlisle 2-1 Sheff.Utd. — Burnley 2-2 Stoke — Luton Town 4-2 West Ham — Wolves 5-2 2. deild Blackpool — Oxford 0-0 Bolton — Southampton 3-2 Bristol Rov. — Orient 0-0 Cardiff — Nottm.For. 2-1 Fulham — Sunderland 1-3 Manch.Utd. — Aston V. 2-1 Notts Co. — Sheff. Wed 3-3 Oldham — Norwich 2-2 Portsmouth — Hull 1-1 WBA — Bristol City 1-0 York City — Millvall 2-1 Staðan 1. deild Ipswich 18 10 2 6 25-12 22 Liverpool 17 10 2 5 23-12 22 Everton 18 5 12 1 23-18 22 Manch. City 18 9 4 5 20-20 22 Sheff. Utd. 18 8 5 5 27-29 21 WestHam 18 8 4 6 34-27 20 Stoke 17 7 6 4 29-23 20 Newcastle 17 7 6 4 25-20 20 Derby 18 7 6 5 30-26 20 Middlesbro 17 7 6 4 24-21 20 Birmingham 18 8 3 7 30-25 19 Burnley 18 7 4 7 28-29 18 Wolves 18 5 6 7 20-23 17 Leifcester 16 5 5 6 19-20 15 QPR 17 5 5 7 19-23 15 Coventry 18 4 7 7 24-36 15 Leeds 17 5 4 8 21-20 14 Arsenal 17 5 4 8 21-22 14 Totteham 17 5 4 8 22-25 14 Chelsea 18 3 8 7 19-33 14 Carlisle 18 5 3 7 15-19 13 Luton 18 1 7 10 15-28 9 2. deild Manch.Utd. 18 13 : i 2 : 31-9 29 Sunderland 17 9 5 3 27-12 23 Norwich 17 8 7 2 24-13 23 Framhald á 13. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.