Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. nóvember 1974.
Miövikudagur 20. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Hvers vegna er
húsnæðisleysi í
Reykjavík ?
Sjafnargata
- 1945 203 íbúar, 1973 92
Norðurmýri-Þar fer ibúum sifellt fœkkandi
Hávallagata - 1945 345 íbúar, 1973 177
Mikið hefur verið skrifað um
húsnæðisleysi reykvikinga og
margir þekkja það af biturri
reynslu. 1 þessum greinaflokki
mun ég leitast við að fjalla um
hinar margvislegu hliðar þessa
vandamáls.
Nýting húsnæðis
i Reykjavik.
Mér finnst að við lausn húsnæðismála hafi
verið einbllnt á nýbyggingar húsnæðis án
þess að þvl hafi verið nægur gaumur gefinn
hvaða ráöstafanir mætti gera til að hindra að
nýting á eldri húsnæði rýrnaöi óeðlilega
mikið. Ég vil þó taka fram að ég bý ekki yfir
neinum „PATENT”lausnum I þessum
efnum, en vil sýna fram á nýtinguna með
nokkrum dæmum:
Arið 1940 5,0 manns á Ibúð.
Arið 1955 4,4 manns á íbúð
Arið 1960 4,0 manns á ibúð
Arið 1964 3,86 manns á ibúð
Árið 1965 3,80 manns á ibúð
Arið 1966 3,71 manns á Ibúð
Arið 1967 3,61 manns á ibúð
Arið 1968 3,52 manns á ibúð
Arið 1969 3,43 manns á Ibúð
Arið 1970 3,35 manns á íbúð
Árið 1971 3,33 manns á Ibúð
Árið 1972 3,25 manns á Ibúð
Arið 1973 3,17 manns á ibúð.
Þegar þessar tölur eru skoöaöar ber vissu-
lega að hafa i huga að fyrir stríð og á striðs-
árunum bjó fólk við þrengri húsakost og er
sannarlega ekki söknuður að þeim þrengsl-
um. En hitt verður líka að hafa I huga að
Ibúðir byggðar eftir 1940 og ekki slst eftir 1945
eru verulega stærri en eldri Ibúöir. Einnig
hefur stórum f jölskyldum fækkaö. Þaö er þvl
ekki allt sagt er maður segir að fækkað hafi
úr 5,0 manns I íbúð I 3,17 manns heldur hafa
þeir 3,17 aö meðaltali rýmri ibúö I dag en 5,0
höfðu áður fyrr.
Það sem einkennir húsnæöisþróun I
Reykjavik er léleg nýting eldri hverfa bæjar-
ins. Þar er ekki alltaf ástæðan lélegt húsnæði
heldur virðist gott húsnæði I þessum hverfum
hafa lélegustu nýtinguna. Og ótrúlega al-
gengt er að hjón sem ekki hafa lengur börn á
framfæri búi ein I stórum ibúðum. Við skul-
um athuga þróunina.
Og tökum fyrst þær götur þar sem Ibúðir
eru góðar og víöa mjög góöar:
+ Ásvallagata: 1945 817 1973 484
Bárugata: 1945 403 1973 250
Brávallagata: 1945 303 1973 180
4- Garðastræti: 1945 350 1973 155
Hávallagata: 1945 345 1973 177
Hólavallagata: 1945 79 1973 38
Marargata: 1945 104 1973 44
Sólvallagata: 1945 766 1973 460
4- Túngata: 1945 425 1973 158
Ægisgata: 1945 54 1973 19
öldugata: 1945 557 1973 317
+ Vlðimelur: 1945 515 1973 345
Egilsgata: 1945 109 1973 54
Fjólugata: 1945 101 1973 65
Fjölnisvegur: 1945 221 1973 135
Freyjugata: 1945 463 1973 256
4- Laufásvegur: 1945 896 1973 342
Leifsgata 1945 539 1973 288
Mimisvegur 1945 114 1973 50
Sjafnargata: 1945 203 1973 92
Smáragata: 1945 150 1973 79
Karlagata: 1945 246 1973 109
Kjartansgata: 1945 159 1973 72
Skarphéðinsgata: 1945 115 1973 55
Skeggjagata: 1945 237 1973 103
Vlfilsgata: 1945 250 1973 114
Hér hefur verið dregin fram fækkun fólks
við vel hýstar götur. Og margar þeirra alls
ekki þétt setnar árið 1945. En tökum nú örfá-
ar götur þar sem tvimælalaust var viða
slæmthúsnæöi og I mörgum tilfellum ofsetið.
Vesturgata: 1945 857 1973 414
Bergþórugata: 1945 667 1973 288
+ Grettisgata: 1945 1256 1973 692
Njálsgala: 1945 1385 1973 762
-r- Hverfisgata: 1945 1539 1973 641
Lindargata: 1945 646 1973 281
-I- byggðar nýjar ibúöir á timabilinu.
-4- ibúðarhúsnæði breytt I skrifst., verslun
o.fl.
Ekki er hægt að minnast á þessar gömlu göt-
ur án þess nefnt sé hverfið frá Njálsgötu niö-
ur að Lindargötu að báðum götum meðtöld-
um sem takmarkast að austan af Barónsstig
og að vestan af Klapparstig. Þetta er einn
elsti hluti bæjarins og húsnæði viða mjög
slæmt. En þó keyrir Lindargatan um þver-
bak þvi meiri hluta húsa við þá götu þyrfti
nauðsynlega aö rifa. Slikur er fjöldi óhæfra
ibúða við þá götu. Sú spurning hlýtur aö
vakna, hvort ekki sé rétt að taka þetta hverfi
i áföngum og byggja nýtt. Þetta er i hjarta
bæjarins en nýting þess er afleit.
Til gamans vildi ég bera saman tvær götur,
Sólvallagötu og Hjaltabakka.
Sólvallagatan er 700 m. löng og viö hana
standa tvlbýlishús stór einbýlishús og nokkur
fjölbýlishús. Megin þorri alls húsnæöis við
götuna er mjög góður og þar eru fleiri börn
en á fjölda annarra gamalla gatna.
Hjaltabakki i Breiðholti, þar eru tvö fjöl-
býlishús eingöngu meö 36 4ra herbergja ibúð-
um 48 3ja herbergja Ibúðir og 20 2ja her-
bergja Ibúðir.
Árið 1972 var Eggert Jónsson
ráðinn borgarverkfræðingur.
Árin 1940/ 1945 og 1951 hafði
Björn Björnsson gefið út Árbók
Reykjavíkur á 5 ára fresti.
Síðan hefur engin árbók verið
gerð f yrr en 1973 og enn á ný 1974.
Furða er hve Eggert og fámennu
starfsliði hans hefur tekist að
finna frábært starf við gerð
þessarar bókar. Bækur þessar
tvær eru ómissandi fyrir þá, er
fylgjast vilja með borgarmálum,
og langbesta upplýsingabókin um
hin margþættu mál Reykjavík-
ur og nágrannasveitarfélaga.
Flestar töflur er birtast í grein
þessari eru úr Árbók Reykja-
víkur 1974 eða unnar upp úr upp-
lýsingum þaðan.
Sólvaliagata Hjaltabakki
tbúðir..................166 104
íbúatala................460 496
Meðaltal Ibúa I Ibúð ... 2,8 4,8
Þó leikur ekki á þvi vafi að ferm.fjöldi I-
búða við Sólvallagötu er meiri en Hjalta-
bakka. Sólvallagata Hjaltabakki
Börn 16ára 103 227
og yngri tbúar 50 ára 176 42
og eldri
Ef einhver heldur að þessi þróun sé ein-
göngu bundin við elsta hluta bæjarins þá
skulum við lita á hverfi sem eru 20—28 ára
gömul. Tökum fyrst nokkrar götur úr Hliðar-
hverfi:
Árið 1950 Arið 1973
Barmahlfð 867 550
Blönduhlið 481 384
Drápuhlíð 715 480 '
Langahlíð 318 173
Mávahllð 812 556
Fækkunin i öllum þessum götum er raun-
verulega meiri en hérna kemur fram, þvl ég
held að engin þeirra hafi verið fullbyggð fyrr
en 1951—1952, og þarna verða færri 1974 en
1973. Þróunin er mjög skýr.
Litum á annað hverfi sem byggt var á svip-
uðum tima.
Arið 1950 Arið 1973
Hofteigur 461 231
Hraunteigur 304 228
Hrisateigur 401 272
Kirkjuteigur 257 166
Laugateigur 629 410
Sama sagan og með Hllðarnar, minni nýt-
ing góðs húsnæðis ár frá ári.
Einn þáttur sem ekki kemur fram i tölum
eða töflum I ibúðafjölda Reykjavikur er
hversu margir hafa aðsetursstað I Reykjavik
en lögheimili úti á landi. I starfi minu hjá
Dagsbrún hef ég vitað fjölda manna I vinnu
allt árið ár eftir ár I Reykjavík en skrá lög-
heimili sitt úti á landi. Aður fyrr var höfuð-
ástæðan að útsvör voru mun lægri I ýmsum
sveitafélögum utanbæjar. Miðstöð skólakerf-
isins er i Reykjavik og hundruð nemenda
dveljast hér yfir skólatimann. Aður var al-
gengt að þetta fólk fékk inni á heimilum ætt-
ingja og vina, nú leitar það I auknum mæli að
húsnæði fyrir sig og þá oft fleiri saman um
ibúð. Framangreind atriði og ýms önnur
valda þvi að fjölmargir utan höfuðborgar-
svæöisins llta á það sem hagkvæmis atriöi og
hyggilega tryggingu sparifjár aö fjárfesta I
Ibúð á höfuðborgarsvæðinu. Ég hygg aö sá
hópur sé stærri er dvelur við vinnu og nám I
Reykjavik en menn gera sér almennt grein
fyrir. Og íbúar því I raun og veru fleiri en
manntalsskýrslur sýna.
Staða einstaklinga
i húsnæðismálum
Ibúðir i Reykjavík I árslok 1973 eru taldar
vera 26.602 þar af eru 7075 Ibúðir setnar af
einhleypum einstaklingum. Að visu eru I
ýmsum þessara ibúða fleiri en einn einstakl-
ingur. En þó er sá hópur stærri en flesta
grunar sem búa einir I ibúð. Athugun hefur
leitt I ljós að um það bil 40 af 100 einhleypra
einstaklinga yfir tvltugu i Reykjavík búa ein-
ir I Ibúð — þ.e.a.s. án fjölskyldu. Þetta hlut-
fall er mun lægra meðal fólks undir þritugu
en helst á bilinu milli 45%—55% meðal þeirra
sem eru yfir þritugu. Ekki eru til gögn til
samanburðar viö fyrri ár, en mörg rök hniga
að þvi að hlutfallslega fleiri en nokkru sinni
fyrr búi einir I ibúð. Fólk úr þessum hópi
sækir að jafnaði meir I húsnæöi nær bæjar-
eða borgarmiðju. Ibúðir þessara einstakl-
inga eru að sjálfsögðu misjafnlega stórar en
áberandi stærstar eru þær hjá ekkjum og
ekklum en þar er um viðkvæmari mál að
ræða. Við lestur umsókna frá einstaklingum,
yfirleitt er þetta fólk um eða yfir miðjan ald-
ur, sem aldrei hefur eignast ibúð og 1 mörg-
um tilfellum með skert starfsþrek. Ekki er
hægt að ganga fram hjá þörf einstaklinga til
húsnæði en margar þær ibúðir sem einstakl-
ingar búa I nú eru oft óhentugar og óþægilega
stórar. Bygging litilla ibúða fyrir einstakl-
inga mundi skapa betri nýtingu húsnæðis og
draga úr kostnaðarsamri útþenslu byggðar-
innar. Enn fremur mætti athuga ýmsa hag-
kvæma sameiginlega þjónustu.
Framsýni i
lóðakaupum
Ljóst má vera að haldi þessi þróun áfram
að sifellt fækki I hinum eldri hverfum og si-
fellt þurfi að byggja ný hverfi án nokkurs
samræmis við ibúafjölda þá þurfa forráða-
menn Reykjavíkur að fara að tryggja sér lóð-
ir á Sandskeiði og uppi á Kjalarnesi. Það var
mikil framsýni þegar forráðamenn Reykja-
vlkur úr öllum flokkum keyptu heilu jarðar-
spildurnar I nágrenni Reykjavikur og mun
Tómas heitinn Jónsson borgarlögmaður ekki
sist hafa verið þar heilladrjúgur. En nú fer
það land að minnka sem ónytjað er og farið
er að tala um að fara að kaupa eina jörð I ná-
grenni Rvk. á einn miljarð. Það vanda-
mál hefði risið fyrr hefði þessarar fram-
sýni ekki notið við. Þetta er eitt mesta vanda-
mál margra borga erlendis, að þurfa að
kaupa upp byggingarlóðir á uppsprengdu
verði. Við hverja götu eru mikil verðmæti
■ sem borgin kostar t.d. vatn, rafmagn, skólp,
gatnagerð o.s.frv. Skólar fyrir börn og ung-
linga á skólaskyldualdri I stórum hverfum
eru lagðir niöur vegna fækkunar barna I
hverfunum en ekki hefst undan að byggja
nýja skóla i nýrri hverfunum og þeir yfir-
setnir. Hér hefur aöeins yerið nefndur hluti
kostnaðar borgarinnar sem fylgir þessari út-
þenslu. En það eru drápsklyfjar á borgar-
ana.
Enhvaðertilúrræöa? Vandamál þessieru
ekki eingöngu bundin við Reykjavik, þau eru
alþjóðleg, en I óvenju rlkum mæli i Reykja-
vik.
Hluti vandans liggur I þvi að t.d. eldri hjón
sem búa tvö ein i stóru húsnæði finnst ekki
hyggilegt að breyta fasteign I seðla, annar-
hluti hans er sá að ibúðin er orðin þessu
gamla fólki kær þvi þar ól það upp börn sin og
þeim er umhverfið lika kært. Einnig vill þaö
oftast vera nær miöborginni og liggur það oft
i þvi að bilaeign þess er ekki jafn almenn og
hjá yngra fólki. Hér hafa verið nefnd nokk-
ur atriði vandans, en engan veginn öll.
Úrræði. — Sumir leggja til fasteignaskatt
miðað við ferm á Ibúa. 1 sumum tilfellum
gæti það verið rétt en i öðrum ranglátt. Aðrir
leggja til hærri lán Húsnæðismálastjórnar til
kaupa á eldri Ibúöum. En aðrir benda á að
það muni einungis hækka verðið á þessum i-
búðum. En einnig skal á það bent aö minni I-
búðir er eldra fólk ætti kost á einhverri þjón
ustu I og góðu og skipulögðu heilbrigðiseftir-
liti væri kannske hluti af lausninni.
1 næstu grein mun ég f jalla um nýbygging-
ar i Reykjavík, aldursskiptingu og hverjir
búi I versta húsnæðinu og af hverju húsnæðis-
leysi sé i Reykjavik þrátt fyrir að mörg árin
séu jafn margar Ibúðir byggðar og íbúum
fjölgar á árinu. Og fráleita stefnu Reykja-
vikurborgar I byggingu leiguhúsnæðis I eigu
borgarinnar.
EFTIR GUÐMUND J. GUÐMUNDSSON
Hjaltabakki — Þar eru 104 íbúðir, aðmeðaltali 4,8 íbúar á íbúð
Sólvallagata — Þar eru 166 íbúðir, að meðaltali 2,8 íbúar á ibúð
Vesturgata — Heilsuspitlandi ibúðarhúsnœði í eigu Rvíkur-borgar