Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. nóvember 1974. DJQÐVIIJINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Otgáfufélag ÞjóOviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Óiafsson, Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. í GINI ÚLFSINS Það fer ekki leynt að á þeim fáu mánuð- um, sem liðnir eru siðan Sjálfstæðisflokk- urinn tók við völdum á Islandi með dyggi- legri aðstoð Framsóknarforystunnar, — þá hefur komið mikil lyfting i allar ráða- gerðir um stóraukin umsvif erlendra aðila i atvinnulifi á íslandi. 0 Hingað til hafa allar vatnsaflsvirkjanir hér verið i höndum okkar sjálfra. Svo var einnig um Búrfellsvirkjun, sem á sinum tima var samþykkt samhljóða á alþingi að ráðast i. Viðreisnarstjórnin bar hins vegar ein ábyrgð á þvi, að selja álverksmiðjunni i Straumsvik, erlendu stórfyrirtæki fyrir smánarverð, megnið af orkunni, sem þar er framleidd. Nú eru hins vegar uppi hugmyndir um að erlend stórfyrirtæki fái beina aðild að virkjunum á íslandi, og það engum smá- virkjunum. Þjóðviljanum er kunnugt um, að Alusuisse auðhringurinn, sem á verk- smiðjuna i Straumsvik, hefur sýnt þvi mikinn áhuga nú siðustu vikurnar, að koma á fót undirbúningsfélagi með tilliti til risavirkjana hér á íslandi og margföldun erlendrar stóriðju á landi hér i huga. Gert er ráð fyrir i þessum hugmyndum, að islensk stjórnvöld framselji vatnsrétt- indin til slikra risavirkjana og verði það okkar framlag til sliks sameignarfélags, en auðhringurinn leggi fram fjármagn og tækniþekkingu og hafi undirtökin . Tillög- ur þessa efnis munu nú liggja fyrir hjá is- lensku rikisstjórninni frá auðhringnum. og hefur ekki verið hafnað umsvifalaust. Eins og kunnugt er snúast umfangs- mestu virkjunaráform, sem ihuguð hafa verið hér á landi um risavirkjun á Austur- landi—virkjun sem manna á milli gengur undir nafninu LSD eftir hinu alræmda eiturlyfi. Þær áætlanir, sem forráðamenn auðhringsins hafa rætt um við islenska ráðamenn tengjast ekki hvað sist slikri virkjun. Gunnar Thoroddsen, segir i við- tali við Morgunblaðið þann 7. þessa mán- aðar, að hann liti á þessar viðræður sem trúnaðarmál og vilji þvi ekkert segja á þessu stigi málsins. Þjóðin á ekki að fá að fylgjast með, eins og fyrri daginn. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Sverrir Hermannsson, getur hins veg- ar ekki hamið fögnuð sinn yfir ráðagerð- unum og tæpir á málinu i grein i Morgun- blaðinu þann 5. þessa mánaðar. Þar segir Sverrir: ,,Augu erlendra manna hafa opn- ast fyrir glæsilegum möguleikum orku- beislunar á Austurlandi. Svisslendingar hafa boðið að stofna með okkur nefnd, sem ljúki rannsóknum á Austurlands- virkjun með stóriðju fyrir augum. Ame- rikumenn hafa verið hér á ferðinni i sum- ar og hefur áhugi þeirra allur beinst að Austurlandi . . . Sjálfsagt mál er að leita eftir stuðningi og samvinnu við aðrar þjóðir nú þegar, enda virðast þeir mögu- leikar blasa við. Við þá þurfum við einnig að semja um sölu meginhluta orkunnar og fer vel á þvi að allt haldist i hendur frá upphafi”. Þetta voru orð Sverris Hermannssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins. Já, Amerikumenn hafa verið hér, segir Sverrir og mikil er lukkan að vera þing- maður fyrir kjördæmi sem áhugi þeirra beinist að, — og fer vel á þvi að allt haldist i hendur frá upphafi, segir Sverrir. Og daginn eftir, að Gunnar Thoroddsen kvaðst ekki vilja skýra frá trúnaðarmál- um sinum og auðhringsins i Morgunblað- inu, þá birtir Morgunblaðið frétt um væntanlega súrálsverksmiðju á íslandi, að visu með spurningarmerki. Blaðið skýrir þar frá þvi, að könnun á hag- kvæmni slikrar verksmiðju hér hafi leitt til jákvæðrar niðurstöðu, ef miðað sé við vissar forsendur, — þær forsendur, að hér eigi sér stað fjölgun álverksmiðja og mikil afkastaaukning frá þvi sem nú er. Og i þessari sömu frétt Morgunblaðsins, er sagt beinum orðum, að viðræður standi yfir nú um aukna álframleiðslu á landi hér. Allt það, sem fram hefur komið i Morgunblaðinu siðustu daga um þessi efni, og rakið hefur verið hér að nokkru, kemur heim og saman við þá vitneskju sem Þjóðviljinn hefur varðandi ráðagerð- irnar um beina aðild erlendra auðhringa að risavirkjunum á íslandi og margföldun erlendrar stóriðju i tengslum við þau áform. Það er timabært að rikisstjórnin hætti öllu laumuspili varðandi þessi mál og geri hreint fyrir sinum dyrum. Hverjar eru hennar meginreglur i sliku máli? Hvað er hún til viðtals um, og hvað ekki? Ýmsir saklausir Framsóknarmenn hafa imyndað sér, að hugmyndirnar, sem sett- ar hafa verið fram að undanförnu i for- ystugreinum Visis, um að leggja niður is- lenskan landbúnað séu án tengsla við ráðagerðir áhrifaaðila i Sjálfstæðisflokkn- um. Slikt er mikil firra. Þessi skrif eru i beinum og mjög nánum tengslum við þær ráðagerðir um risastökk i stóriðjumálum og samvinnu við erlenda auðhringa, sem uppi eru innan rikisstjórnarinnar. Enda engin tilviljun, að Visisritstjórinn benti mönnum kurteislega á, að tvær álverk- smiðjur i viðbót gætu fyllt i það skarð, se islenskir bændur skildu eftir, þegar þeir, allir sem einn, legðu frá sér amboðin eftir 1100 ára bjástur og fengju sina miljón á ári fyrir störf i álveri, eða sem ölmusu frá rikinu. r ^ þingsjá þjóðviljans l______:______________A Þyrlur austur og vestur Sjálfsögð björgunartœqi, jafnréttismál og mótrök gegn áróðri hernámssinna Hér er um dýrmætt öryggistæki aö ræöa sem getur veriö ómetan- legt þegar um er aö tefla lif ann- ars vegar en dauöa eöa örkumi hins vegar. Of mikiö veröur aldrei á sig lagt af háifu samfé- lagsins til aö tryggja sem best öryggi þegnanna I haröri lifsbar- áttu þeirra, — þeirra þegna sem leggja samfélaginu til dýrmætt framlag en fá oft minnstan skerf þeirra samfélagsgæöa sem allir keppa aö og allir eiga aö fá aö njóta jafnt. M.a. á þessa leiö mælti Helgi Seljan I gær fyrir tillögu til þings- ályktunar um kaup á björgunar- þyrlum fyrir Austurland og Vest- firöi sem hann flytur ásamt Kar- vel Pálmasyni. Tillagan var flutt á siðasta þingi en svo seint aö hún komst þá ekki til umræðu. Þriöji flutnings- maður þá var Vilhjálmur Hjálm- arsson en ráöherraembætti hans nú gerir honum ókleift að standa aö tillögunni. Þyrlurnar yröu keyptar fyrir atbeina rlkisstjórnarinnar og I samráöi viö Slysavarnarfélag ts- lands, slysavarnardeildirnar á Austurlandi og á Vestfjörðum, svo og landhelgisgæsluna. Eitt þeirra tækja, sagði Helgi Seljan, sem hvaö oftast heyrast nefnd nú þegar óvænt slys eöa ófarir bera að höndum eru þyrl- Helgi Seljan. urnar. Notagildi þeirra viö Is- lenskar aöstæður eru ótvlrætt, kostir þeirra sem öryggistækis margir og miklir. Þeir landshlutar sem hér er aö vikið eru um margt með nokkra sérstöðu, fjarlægöin frá Reykja- vik meö sitt þó fullkomna öryggiskerfi á okkar mælikvaröa segir sina sögu, samgönguvandi Framhald á 13. siðu. Hver má kaupa dýrar jarðir? Á þingi i gær var ekki margt um Blikastööum fær sennilega engan aö vera, flest dagskrármálin voru nógu fjársterkan kaupanda ann- tekin út af dagskránni án um- an en Reykjavikurborg sjálfa. ræöu, enda höföu 8 þingmenn boð- Framhald á 13. siðu. Kjartan Ólafsson á þingi I gær tók sæti á alþingi Kjartan Ólafsson ritstjóri, en hann er fyrsti varamaöur landskjörinna þingmanna Alþýöubandalagsins. Kjartan var sem kunnugt er I framboöi á Vestfjöröum viö siöustu alþingiskosningar. Kjartan kemur inn á þing fyrir Svövu Jakobsdóttur en hún er farin vestur til New York og er þar fulltrúi Alþýöubandalagsins i sendinefnd íslands á allsherjar- þingi Sameinuöu þjóöanna. Kjartan ólafsson hefur ekki setið á þingi áður. Utan dagskrár I sameinuðu þingi vakti Oddur Ólafsson (S) máls á þeirri „hættu” aö Reykja- vikurborg keypti jöröina Blika- staði i Mosfellssveit og fengi slö- an aö bæta henni viö lögsagnar- umdæmi sitt. Vildi hann sem þingmaður reyknesinga mót- mæla slikri skeröingu á kjördæmi sinu og hinu ágæta hreppsfélagi Mosfellssveit. Oddur spuröi fé- lagsmálaráðherra hvort hann vildi ekkert aðhafast gegn slikri óhæfu. Gunnar Thoroddsen var mjög mjúkmáll við hinn æsta flokks- bróöur sinn og reyndi aö róa hann og vildi þó engu lofa um það hvorum megin hann stæði gagnvart stækkun Reykjavikurborgar. Athyglisvert var aö hvorugur þeirra þingmannanna haföi neitt viö hiö uppsprengda jarðarverö aö athuga sem er meginástæöan fyrir þvi aö núverandi ábúandi á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.