Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. nóvember 1974. HF laupnum Skrifstofuvélar hf. i nýtt húsnœði tir viðhaldsdeild Skrifstofutækni hf, að Hafnarstræti 17 (Tryggvagötumegin), tæknlmenn að störfum viö eftirlit, viðhald og viðgerðir. Olivetti umboðið á Islandi, Skrifstofutækni h/f, hefur ný- verið flutt starfsemi sína i nýtt húsnæði. Fyrirtækið er nú til húsa að Hafnarstræti 17, Tryggvagötumegin, þar sem áður var veiðarfæradeild. O. Ellingsens. Er hiö nýja húsnæði að miklum mun rúmbetra, en fyrra húsnæði fyrirtækisins að Laugavegi 178. Innréttingar á nýja staðnum teiknaði Jón Þórisson. Skrifstofutækni h/f hefur nú til umráða 200 fermetra at- hafnasvæði fyrir verslun og við- haldsdeild. 1 sambandi við verslunina starfa fimm manns við sölustörf, en jafnmargir starfa i viðhaldsdeild við við- gerðir, viðhald og eftirlit. Þrir starfsmanna viðhaldsdeildar eru skrifvélameistarar, en allir hafa fengið starfsþjálfun er- lendis hjá Olivetti. Viðhalds- deild sér um hverskonar við- gerðir, bæði með og án sérstaks viðhaldssamnings, sem öllum viðskiptavinum Skrifstofutækni h/f stendur til boða. öllum vél- um frá Skrifstofutækni h/f fylg- ir 1—2 ára ábyrgð. I sambandi við nýja húsnæðið býður Skrifstofutækni h/f upp á fjölbreyttara vöruval en áður. Auk Olivetti véla og Rapidman rafreikna mun Skrifstofutækni h/f hafa til sölu skrifstofuhús- göng af nýjustu gerð, teikniborð og teiknivéiar, bréftætara, skjala- og peningaskápa, o.fl. Mun fyrirtækið leggja áherzlu á nýjungar i skrifstofutækni og tækjum. Rammagerðin stœkkar við sig í Hafnarstrœti Rammagerðin hefur nú flutt starfsemi sina i nýtt og glæsi- legt húsnæði I Hafnarstræti 19. Hönnuöur húsnæðisins er einn aðaleigandi Rammagerðarinn- ar, Jóhannes Bjarnason, og er óhætt að fullyrða, að húsnæðið er bæði hagkvæmt og snoturt. Rammagerðin var stofnuð 1946, og var I fyrstunni nær ein- göngu unnið að innrömmun mynda og málverka, og séð um sölu þar á. Smám saman hefur Rammagerðin aukið umsvif sin, og rekur nú verslanir á þremur öðrum stöðum i bænum, auk þess að vera i Hafnarstrætinu, eða i Austurstræti 3, Hótel Loftleiðum og yfir sumarmánuðina að Hótel Sögu. Enn fæst Rammagerðin við að innramma myndir og mál- verk, en sala innlendra minja- gripa og innlends iðnaðar er þó stærsti hluti starfseminnar. Einnig selja verslanir Ramma- gerðarinnar danskt og spánskt postulin og þýskan borðbúnað, svo eitthvað sé nefnt af þvi sem innflutt er og til sölu er hjá Rammagerðinni. I rammageröinni er margt is- lenskra minjagripa, sem bæði eru framleiddir I heimahúsum og á verkstæðum. Þá er og feikna mikið úrval af ullarvöru á boðstólnum i Rammagerðinni, og er mikið af henni handunnið. Þá selur verslunin einnig stórglæsilegar islenskar vetrar- flikur, sem viðskiptafrömuðir fullyrða að sé sist lakari en besta framleiðsla erlendis. Einn þáttur i starfsemi Rammagerðarinnar hefur verið og er enn, að sjá um að senda pakka til vina og kunningja við- skiptavina sinna erlendis. Eru slikar sendingar fulltryggðar fyrir skakkaföllum á leið til við- takenda. Meiri aflagœði Jóhann J. E. Kúld skrifar i Fréttabréf Fiskmats rikisins að við samanburð á heildargæðum fisks veiddum i þorskanet árin 1973 og 1974, þá komi i ljós, að heildargæði aflans i ár eru heldur betri en I fyrra. Af þorski fór 2,1% meira i 1. flokk I ár heldur en 1973. Af ufsa 9,0% meira. Af ýsu 4,5% meira og af löngu 3,0% meira. Ctkoma á gæðum netaflans, er þvi heldur betri en ég bjóst við mið- að við aðstæður á s.l. vetrarver- tið. Haustmót Taflfélags Kópavogs Bjöm Sigurjónsson og Margeir em efstir Þótt fáir viti um, þá er skák- mót i gangi hjá Taflfélagi Kópa- vogs. Haustmótið hjá TK er haldið i félagsheimilinu við Alf- hólsveg. Keppendur eru aðeins 12 og tefla þeir 7 umferðir eftir Mon- radkerfi. A sunnudaginn var 5. umferð tefld. Þá sigraði Björn Sigurjónsson Guðlaugu Þor- steinsdóttur og er i efsta sæti ásamt Margeiri Péturssyni með 4.5 v. í 3. sæti er Þorsteinn Guð- laugsson með 3.5 v. Taflfélag Kópavogs hefur á aö ftMaosi Indversk undraveröld Vorum að taka upp nýjar vör- ur I mjög fjölbreyttu úrvali, m.a. BALI-STYTTUR PERLU-DYRAHENGI UTSKORNA LAMPAFÆTUR GÓLF- ÖSKUBAKKA OG VASA BLAÐAGRINDUR og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsis- ker. JASMIN, LAUGAVEGI 133, REYKJAVÍK. | skipa mörgum sterkum skák- mönnum. Arangur þeirra I deilda keppninni bendir til þess að þeir muni berjast um 2. sætið við Akureyringa. Þaðer þvifurðulegt UMSJÓN JÓN G. BRIEM hve þátttaka i skákmótinu er lltil. 1 deildakeppninni sigraði TK Skákfélag Hafnarfjarðar með yfirburðum. A 7. borði tefldi meistaraflokksmaðurinn Eirfkur Karisson fyrir TK. Hann sigraði andstæðing sinn örugglega og vona ég að engum misliki þóf ég birti skákina en hún var stutt og skemmtileg. Þess ber að geta að hvor keppandi hefur aðeins eina og hálfa klukkustund til að ljúka skákinni. Skákstund til Skákkeppni TK gegn SH. 7. borð. Hvitt: Eirikur Karlsson TK Svart: Viðar Helgason. 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. f4 exf Hér er betra að leika d5. T.d. 4. fxe5 Rxe4 5. Rf3 Bc5 6. d4 Bb4 7. Bd2 c5 4. e5 Rg8 5. Rf3 d6 6. d4 g5 Betra var Rc6 7. Bc4 Rc6 8. 0-0 Ra5? Hér var betra að reyna Rh6 þó að hvitur fengi sterka sókn eftir 9. Rxg5 Dxg5 10. Bxf4 9. Bxf7 Kxf7 10. Rxg5 Dxg5 10. . . . Kxg7 var engu betra vegna 11. Dh5 Rh6 12. Hxf4 Dd7 13. Hf6. 11. Hxf4 Dxf4 12. Dh5 Ke7 13. Bxf4 Svartur hefur nú hrók og tvo menn gegn drottningu og 2 peð- um. Það ætti ekki að vera mjög óhagstætt en skjólleysi kóngsins vegur þungt. Hvitur hótar nú 14. exd6 ásamt Dxa5. . 13. ... Kd7 14. e6 Kc6 65. Db5 mát. A sunnudaginn var einnig teflt héraðskákmót. Haustmóts TR. Mótið var með allra skemmtileg- asta móti núna og kom þar margt til. 1) Verðlaun voru vegleg og veitt strax að loknu mótinu ásamt öðrum verðlaunum fyrir Haust- mótið. 2) Keppendur voru margir, alls 70. 3) Mótið var skipað mjög sterk- um hraðskákmönnum, svo sem þeim Friðriki Ólafssyni, Inga R. Jóhannessyni Guömundi Sigur- jónssyni, Guðmundi Pálmasyni og nýbökuðum skákmeistara TR, Birni Þorsteinssyni auk annarra. arra ' 4) Keppnin var mjög spenn- andi. Úrslit urðu bessi: (20 skákir). .-2. Ingi R. Jóhannss. 15 v. Friðrik Ólafss. 15 v. 3. Jóhann örn Sigurj.s. 14,5 v. 4-6. Guðm. Pálmason 14 v. Guðm. Sigurjónsson 14 v. Bragi Kristj.s. 14 v. 7-9. Sævar Bjarnas. 13,5 v. Helgi Ólafsson 13,5 v. Kristj. Guðm.son 13,5 v. Jón G. Briem Er félagið Island Fœreyjar dautt? Bæjarpóstur góður. Mig langar að biöja þig aö koma eftirfarandi greinarkorni á framfæri um Félagið — Island- Færeyjar. Vorið 1973 var boðað til fundar I norræna húsinu með það fyrir augum að stofna vináttufélag is- lendinga og færeyinga, sem var og gert. Hlaut það nafnið Félagið — Island-Færeyjar. Fjölmenni var á fundinum og var mikill hug- ur i fólki á að efla samskipti mill- um þjóðanna á ýmsum sviðum, samskipti sem hafa verið furðu- lega litil hjá þessum skyldu frændþjóðum. Hygg ég að það hafi verið von flestra sem á fund- inn komu, að með stofnun þessa félags væri ef til vill hægt að bæta eitthvað úr þvi ófremdarástandi sem hefur verið i þessum efnum. Kosin var stjórn og er formaður hennar Árni Johnsen blaðamaður, sem var og einn aðalhvatamaður að stofnun fél. Furðu hljótt finnst mér hafa verið um starfsemi þess siðan. Hef ég litt orðið var við að auglýstir hafi veriðfundireða hvaðþá annað, utan einu sinni, að mig minnir. En ég held að ég hafi séð formanninn i fjölmiðlum við móttöku á gjöf færeyinga hér á þjóðhátiðinni á vegum fél. ásamt einhverjum fleirum. Það gæti náttúrulega vel hent, að það hafi eitthvað farið framhjá mér, sem verið hefur á dagskrá hjá fél. En hálf er ég hræddur um, að það hafi verið illa auglýst I fjölmiðl- um. Kannski bara i Morgunblað- inu? En mig langar gjarnan að vita eitthvað um félagið og hvort eitthvað verði á dagskrá i fram- tíðinni, eða þá hvort það sé hætt starfsemi. Með þökk fyrir birtinguna. Félagi. Salon Gahlin — Ef að það er satt að það sé þriggja kynslóða verk að skapa „gentelman”, þá ætti það að vera hrein ánægja fyrir einn annan að heilsa uppá barnabörnin sin. Leiðrétting Bjarne Haagensen, sem kemur mjög við sögu i þættinum Fiski- mái i blaðinu I gær, er ekki höf- undur þáttarins, eins og sumir gætu haldið þar sem nafn hans fylgir greininni eins og undir- skrift. Ennfremur er vert að geta þess — vegna undirfyrirsagnar — að hann er stjórnarformaður Unidas A.L. — en ekki stjórnarstarfsmaður, eins og fram kemur I fyrirsögninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.