Þjóðviljinn - 21.12.1974, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1974.
AF JÓLAHUGLEIÐINGU
Þá er maður kominn í jólaskapið eins og
vera ber. Annir og erill hinsdýrðlega jólahalds
eða réttara sagt jólahaldsaðdraganda, eru í
hámarki og allir væntanlega í besta skapi eins
og vera ber.
Sjálfur hef ég takmarkað dálæti á mamm-
onsaf mæli f relsarans, en fæ það að sjálfsögðu
ekki umflúið frekar en aðrir menn og verð
þess vegna að láta mér lynda að vera þögult
vitni að hátíð hátíðanna og hinum dýrðlega
undirbúningsforleik herlegheitanna.
Áður en lengra verður haldið í þessari jóla-
stemmningu, finnst mér óhjákvæmilegt að
skjóta hér inn smá athugasemd vegna dag-
blaðsins Vísis, sem liggur hérna á borðinu hjá
mér. Þar er frá því skýrt að fundist hafi tals-
vert magn af hassi í endaþarminum á sautján
ára stúlku. Greinin um þennan fréttnæma at-
burð endar raunar á orðunum. ,,Hún slapp
ekki framhjá hinu alsjáandi auga réttvísinn-
ar“.
Hins vegar koma ekki fram í nefndri grein
þau orð sem höfð eru eftir yfirtollverðinum á
staðnum, en sagt er að hann haf i mælt þegar
honum var tjáð um kræsingarnar í rassbor-
unni á stúlkubarninu: ,,Eruð þið vissir um að
þetta sé ekki bara þetta venjulega”.
Hér á raunar vel við viðlagið úr Hrellis rím-
um, sem mikið voru kveðnar í Suðursveit um
og uppúr aldamótum:
„Gott er að hafa gat á rassi
og geyma i því kiló af hassi".
Hér er raunar komin viðhlítandi skýring á
því hvernig tollyf irvöldunum yf irsást í langan
tíma að ótollafgreiddar vörur hafa mánuðum
saman verið afgreiddar til nokkurra heildsala
i svo miklum mæli að skiptir hundruðum mil-
jóna og það án þess að tollyf irvöld yrðu þess
vör, fyrr en útlendingar, sem ekki fengu upp-
gert komu til landsins til að athuga hvað væri
eiginlega á seyði.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætlast til
þess að útlendingar skilji sjóndepru hins alsjá-
andi auga réttvísinnar, en landsmenn eru að
sjálfsögðu klárir á því að það er meira gaman
að skoða rassinn á sautján ára blómarósum
heldur en öðrum söluvarningi, sem fluttur er
til landsins.
Hvað sagði raunar ekki söngkonan hérna um
árið, þegar hún nýlent á Keflavíkurflugvelli
að kvöldlagi var látin fækka fötum og toll-
verðirnir voru önnum kaf nir að skoða á henni
rassinn bæði að framan og aftan:
„Eitt er það sem undrar mig
alltaf bak við tjöldin
hvað réttvísin er söm við sig
sérstaklega á kvöldin."
Annars, úr því að ég byr jaði á því að drepa á
hátíðarundirbúninginn, þá er ekki úr vegi að
segja frá því að ég átti leið um Hlíðarnar um
daginn og skaust inn til f rænku minnar einnar,
sem ég hef mikið dálæti á, þeirra erinda að
sníkja af henni kaffisopa.
Mér er jafnaðarlega vel tekið á þessu heim-
ili, en þessu sinni var f rúin í símanum, og gat
þess vegna ekki sinnt mér. Hins vegar fór ekki
hjá þvi að ég yrði vitni að þvi sem fram fór:
„Ert þú ekki búin að öllu?... nei það er auð-
vitað alveg satt, það kemur alltaf eitthvað
uppá. Ég er að hugsa um að hafa þetta bara
einfalt í ár. Ég baka auðvitað eins og venju-
lega, vanilluhringi og hálfmána. Annars
finnst mér einhvern veginn eiga svo vel við
núna að baka morðkringlur, maður hef ur bara
aldrei tíma til neins. Ætlar þú að baka hálf-
mána og gyðingakökur... jú, ég hef nú alltaf
gert það. Maður stendur svosem í þessu á
hverju kvöldi langt framá nótt. Annars finnst
mér alveg dýrðlegt að skella nokkrum tertu-
botnum i ofninn og geyma þá svo í kistunni,
þeir geta svo oft komið sér svo of boðslega vel.
Ég er að hugsa um að hætta við ömmuhjörtun
og skeif ukökurnar, en aftur á móti ætla ég að
búa til eitt sem ég fann í kokkabókinni. Það er
einmitt undir Julebagværk. Ég er nú satt að
segja búin að fá hálfgerðan jólabakverk hah!
ha! ha! — en það er udhulede smaaborgere...
gataðir smáborgarar já. Guð minn almáttug-
ur, ég held að það sé kviknað í gyðingakökun-
um í ofninum. Það er þá ekki í fyrsta sinn".
Og nú skellti hún frænka mín á og fór að
bjarga gyðingakökunum útúr eldsofninum.
Og þá gat ekki farið hjá því að mér kæmi í
hug jólasálmurinn góði:
„Étum og étum og étum
étum til dýrðar guði
fretum og fretum og fretum
fretum í ofsa stuði."
Flosi
Komminn?
Tuttugasta og fjórða tölublað
annars árangs timaritsins
„Kommans?” hefur borist okkur
hér á ritstjórnina. Höfuðpaurinn
að útgáfunni er einn af sendlun-
um okkar hér á blaðinu, Baldvin
Loftsson.
„Komminn?” er fjölritaður og
hressilega skrifaður og fjallar
m.a. um það eitt fárra blaða sem
nafn hans gefur til kynna að um
sé fjallað. Útgefin eintök eru 30,
en frá verðinu skýrum við ekki.
Undir umsjá Helga Loftssonar
er aftasta siða blaðsins, og þar
fundum við eftirfarandi gátu:
— Hvað er likt með Öla Jó og
Abraham?
Svar:
— Abraham sagði: Ef þú ferö
tilhægri fer ég til vinstri, en ef þú
ferð til vinstri fer ég til hægri:
Þetta segir Óli Jó lika.
En sem sagt: „Komminn?”
gerir allt til að leysa úr hnútun-
um, eins og segir i blaðinu sjálfu.
Ritstjóri, ábm. og sendill, Bald-
vin Loftsson
verslun I Breiðholti III
Ný verslun í
Breiðholti III
I s.l. viku opnaði verslunin Iðu-
fell nýja kjörbúð að Iðufelli 14 I
Breiðholti III. Þessi kjörbúð er að
mörgu Ieyti sérstæð, þar sem hún
byöur viðskipta vinurn sinum
þjónustu, sem ekki hefur tiðkast
hérlendis áður, svo vitað sé.
Hér er átt m.a. við fisksölu Iðu-
fells. Fyrir miðri kjörbúðinni er
sér-innréttuð fiskbúð með að-
liggjandi vinnslustofu. Fiskbúðin
myndar þvi sjálfstæöa einingu
inni i versluninni. Slikar innrétt-
ingar eru þekktar erlendis og
þykja mikiö hagræði fyrir við-
skiptavini.
Verslunin Iðufell mun versla
með fisk, mjólk, nýlenduvörur,
kjöt og allar almennar kjörbúðar-
vörur.
Nú fyrir jólin mun enskur kjöt-
skurðarmaður aðstoða við skurð
og frágang á hátiðasteikunum.
Geta þvi viðskiptavinir Iðufells
fengið kjötið skorið á sérfræðileg-
an hátt i jólamatinn.
Verslunin Iðufell er i eigu Harð-
ar Jóhannssonar, sem áður versl-
aði i versluninni Sólfelli við
Fjölnisveg. Nýja verslunin við
Iðufell 14 er hin vistlegasta, rúml.
550 ferm. að flatarmáli, búin ný-
tisku kælitækjum og kjörbúðar-
innréttingum.
Guð vors lands...
Sú frétt hefur borist um allt
land að allnýstárleg starfsemi
muni eiga sér stað í kirkjum
landsins um þessi jól.
Hér er um að ræða uppfærslu á
tveim alræmdum saka-málaleik-
ritum: „Vér morðingjar’’, eftir
G. Kamban, og „Morð i dóm-
kirkju” eftir erlendan höfund.
Sú er raunin á að hér er um að
rsða hatrömm sakamálaleikrit
sem eiga ekkert erindi inn I kirkj-
ur landsmanna.
Menn rekur þvi i rogastans yfir
þeirri smekklausu og óskamm-
feilnu frétt að sýna eigi slik verk i
höfuðkirkjum, og það á sjálfri
friðarhátíðinni.
Hvað er friðrof ef ekki slik
framkvæmd sem þessi? Slik leik-
rit sem þessi sýna i framkvæmd,
hugsanir og athafnir, er hafa
mjög óæskileg áhrif á hið hug-
ræna andrúmsloft sem alls ekki
má vanhelga. Ég vil taka það sér-
staklega fram að af þessari
ástæðu einni saman er þarna um
mjög óheillavænlega framkvæmd
að ræða.
Slik verk á að sýna i leikhúsum
en alls ekki i kirkjum lands-
manna. Vonandi sjá þeir þetta
sjálfir sem einhverju fá ráðið um
þessi mál. Framhald á bls. 13