Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1974. n /l~ IX I I n I_I A KI r"\ A Olga Guðrún Árnadóttir t5/Cl \U r\ P1MIN LJr\ skrifarumbamabækur YNGSTU BÖRNUNUM „Nýja húsið hans Barbapapa” og „Örkin hans Barbapapa” „TUMI BREGÐUR Á LEIK” OG „TUMI FER TIL LÆKNIS” Iðunn 1974 Höfundur texta og mynda: Gunilla Wolde. Þýðandi: Anna Valdimarsdóttir. Bækur þessar eru einkum hent- ugar fyrir mjög litla krakka, sem eru aö byrja að gera sér grein fyrir umhverfi sinu og velta fyrir sér þvi sem fram fer i daglegu lifi þeirra sjálfra. Bækurnar eru skrifaöar á geysilega einföldu máli, og mikið er um endurtekn- ingar einstakra oröa. Þetta er án efa ágætlega til þess falliö aö þroska málvitund smábarna, þau heyra sömu oröin nokkrum sinn- um og setja þau i samhengi viö myndirnar. Eins gæti ég trúaö aö börn sem eru að byrja lestrarnám gætu notfært sér þessar bækur að einhverju marki. Ibókinni „Tumi bregöur á leik” er gefið skemmtilegt dæmi um þaö hvernig hægt er að notfæra sér hugmyndaflugið i leik. Tumi og Magga finna ýmislegt fata- kyns i kistu heima hjá Möggu, og i hvert sinn sem þau bæta á sig einu þessara plagga breytast þau I nýjar persónur. Þau leika Tuma pabba og Möggu pabba, þau leika afa og ömmur, frænkur og frændur, og þegar kistan er loksins tæmd nota Tumi og Magga (sem heita reyndar á þvi augnabliki „Tumi föðuramma” og „Magga föðuramma”) kistuna sem strætisvagn til þess að kom- ast til barnabarna sinna, þeirra Tuma og Möggu. Þarna opnast áreiöanlega ýms- ir möguleikar á tilbreytni i leikj- um fyrir þeim krökkum sem kynnast bókinni, þaö er hægt að gera svo margt og vera svo margir mismunandi karakterar bara ef hugarflugiö fær aö leika lausum hala. Myndirnar eru ein- faldar og skemmtilegar og falla vel aö lesmálinu. Hin bókin um Tuma, sem ég minntist á áöan, „Tumi fer til læknis”er þörf fræöslubók litlum krilum, sem eiga framundan sina fyrstu eftirminnilegu heimsókn til læknisins, eða hafa þegar fariö þángaö og ef til vill oröiö fyrir ó- þægilegum áhrifum. Bók þessi lýsir almennri læknisskoöun sem Tumi litli fer i, einstökum atriö- um skoöunarinnar og siöast en ekki sist bölvaöri sprautunni, versta óvininum. Læknirinn, sem mér til ósegjanlegrar ánægju reyndist vera kona, sýnir Tuma litla tækin og hann fær meira að segja aö reyna hlustunarpipuna á sjálfum sér. Hann er hreint ekk- ert hræddur við lækninn, hann orgar að visu pinulitiö þegar sprautunni er stúngið i handlegg- inn á honum, en það batnar strax og hann fær plásturinn ásamt hrósyröum læknisins um hug- rekki og dugnað. Þegar Tumi kemur heim úr skoðuninni fer hann i læknisleik við Bangsa, og nú er Tumi læknirinn. Bangsi fær sprautu, og orgar vitanlega há- stöfum, en plásturinn hefur sömu róandi áhrifin á hann og á Tuma, og nú geta Tumi og Bangsi verið alsælir, þvi hvorugur á nú á hættu að fá kighósta. Þessi litla saga gefur krökkum gott fordæmi, og kannski ekki úö ur foreldrunum sjálfum. Hún bendir réttilega á það, aö fái barniö skýringar á þvi sem verið er aö gera viö þaö eöa i kringum þaö þá er ekki lengur nein ástæöa til ótta. Allt sem er dularfullt og óútskýrt, en snertir barniö sjálft, hlýtur óhjákvæmilega aö vekja barninu grunsemdir og óhug. En meira aö segja stórvandamál eins og sprautan geta oröiö já- kvæö i augum barnsins ef rétt er aö farið. Ég mæli eindregiö meö þessari bók inn á hvert heimili þar sem litil börn eru til staöar. Bækur Gunillu Wolde svikja eng- ann, og hversdagsleg atvik i lifi Tuma litla eiga sér hliöstæðu hjá flestum úngum börnum. Iðunn 1974 Höfundan Annette Tison og Talus Taylor. Þýöandi: Anna Valdimarsdóttir. Bókarverö: 476 krónur. Bókasafn ýngstu barnanna hefur hingaö til veriö hálffátæk- legt, og sannarlega er kominn timi til að gera byrjendum i bóka- notkun hærra undir höföi. Þaö er þvi verulegur fengur aö bókunum um Barbafjölskylduna, þvi þær eru gæddar flestum þeim kostum sem æskilegastir eru i bókum ýnstu barnanna. Textinn er ein- faldur og auðvelt að fylgja sögu- þræöinum, samspil fantasiu og veruleika er nákvæmlega yfir- vegaö, og lesendum er aldrei of- boöiö með óþarfa smámunasemi. Myndskreyting er afburöa góð, einhver sú skemmtilegasta sem ég hef séð hérlendis af þessu tagi. Skopskyn höfunda er sérstætt og hrffandi, og bera myndirnar þess glöggt vitni, ekki siður en lesmál- iö. Figúrurnar eru litrlkar og lif- andi, og áherslan á umhverfiö ævinlega á réttum staö. Myndirn- ar eru einfaldar viö fyrstu sýn, en samt rekur maöur sifellt augun i eitthvað nýtt ef betur er aö gætt. Og bækurnar hafa enn einn kost, sem ég met afar mikils, ekki sist þegar hann fer saman meö þeim gæöum sem áöur eru talin. Þær hafa semsé ótvirætt upplýsínga- og þroskagildi. Þær fjalla á at- hyglisverðan hátt um vandamál, sem snerta jafnt únga sem eldri I okkar vestræna þjóðfélagi, og viöar. Þetta eru vandamál eins og mengun, ástæðulaus dráp á dýr- um, stórborgareinángrun o.fl. Rika áherslu leggja höfundar á náttúru-og dýravernd, eins og sjá má af ofangreindum atriöum, og framsetning þeirra á vandamál- unum og hugsanlegum lausnum má teljast óvenjulega skilmerki- leg, sérstaklega með tiliiti til þeirra takmarkana sem úngir og óreyndir lesendur óhjákvæmilega setja höfundum slikra bóka. Hér fer á eftir I stuttu máli söguþráð- ur bókanna tveggja um Barba- papana, ef þaö gæti oröiö til þess aö gera lesendum örlitið betri grein fyrir efnislegu innihaldi þeirra. Það skal tekið fram að áö- ur eru útkomnar tvær bækur i þessum sama bókaflokki. „Barbapapa” og „Barbapapa i lángferð”, og munu þær enn vera fáanlegar i bókaverslunum. í bókinni „Nýja húsiö hans Barbapapa” er sagt frá hús- næöisvandamálum Barbafjöl- skyldunnar. Fjöskyldan er si- fellt aö stækka, börnin orðin sjö talsins, og húsakynnin eru orðin svo þröng að eina illviðrisnóttina springur húsið bókstaflega utan af þeim. En Babapapar deyja ekki ráöalausir. Þeir taka sér ból- festu i gömlu, yfirgefnu húsi, og tekst á skömmum tima aö gera þaö vistlegt og vel ibúðarhæft. En sjaldan er ein báran stök. Barba- papar eru hrakir burt úr húsinu sinu, þvi aö veriö er að rifa öll gömlu, fallegu húsin við götuna, til þess aö hægt sé að reisa ný- tisku steinkassa I staöinn. Barba- fjölskyldan stendur ráöþrota and- spænis ofureflinu. Fjölskyldunni er boöin ibúö I blokk, en umhverf- iö fellur Barbapöpum illa, mal- bikiö og ópersónuleg fjölbýlishús þrengja að náttúruunnendum, og þeir taka sig upp og halda af staö i leit aö betri samastaö. Á falleg- um, friösælum staö fyrir utan borgina hefst Barbafjölskyldan handa viö húsbyggíngu, og þar koma sér vel hinir sérstæöu hæfi- leikar Barbapapanna sem gera þeim kleift aö breyta um lögun eftir hentugleikum. Barbapapar byggja sitt hús eftir eigin höfði, enginn gæti gert það betur, þvi sjálfir þekkja þeir best sinar eigin þarfir. Allt leikur I lyndi. Pétur og Disa, vinir Barbadýranna, koma I heimsókn og aðstoöa viö garöyrkjuna, en allt i einu eru niöurrifsvélarnar komnar á vett- vang. Barbapapar bregöast hart viö, þeir reka skurðgröfurnar á flótta, og tekst þannig aö koma i veg fyrir frekari skemmdir á náttúrunni. Þetta er einföld lýs- Ing á minnihlutahóp sem á i höggi viö vélrænt borgarasamfélag, þar sem kaldranaleikinn hefur náð undirtökunum, og samskipti fólks eru I lágmarki. Bókin „örkin hans Barbapapa” fjallar aöallega um mengunar- vandamáliö. Barbapapar setja upp flóttabúðir fyrir dyr, sem eru I vanda stödd vegna mengun- ar, og sum jafnvel aö dauöa kom- in af eitrun. önnur dýr leita hælis hjá Barbapöpum sökum ofsókna veiöimanna, sem vilja ná I feldi þeirra til að græða á. Barbapapar reyna allt hvað þeir geta til þess aö vernda sjálfa sig og dýrin, en borgin færist sifellt nær flóttabúö- unum og mengunin verður óbæri- leg. Barbapapar taka til þess ráös aö smiöa farkost ekki ósvip aöan eldflaug, nokkurs konar nú- tima-örk. örkin flytur Barbapapa ásamt öllum dýrunum, aö ó- gleymdum Pétri og DIsu,til ann- ars hnattar þar sem betra er aö vera. En fólkiö á jörðinni, sem getur ekki lengur án súrefnis- grima verið, saknar dýranna þegar þau eru farin, og að lokum taka jaröarbúar sig samán um aö hreinsa til á jöröinni svo aö dýrin komi aftur. Ekki liöur á löngu að ur en öll mengun er horfin og jörðin aftur orðin eins og vera ber. Dýrin snúa aftur, og þjóöir heimsins fagna þeim innilega. Þýðing og allur frágángur bók- anna er með ágætum. Þær eru prentaðar og bundnar I Hollandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.