Þjóðviljinn - 21.12.1974, Qupperneq 9
Laugardagur 21. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StDA 9
Dagný Kristjánsdóttir skrifar um barnabækur:
JÓN ODDUR OG
JÓN BJARNI Helgadóttur
löunn 1974
Bókin um Jón Odd og Jón
Bjarna segir frá sex ára tvíbur-
um og ævintýrum þeirra.
Kannski finnst einhverjum of-
rausn að tala um ævintýri i þessu
sambandi. Fullorbið fólk hefur
fordjarfað barnabókmenntir svo
lengi með þvi að færa meira og
minna úrkynjaðan bókmennta-
smekk sinn yfir á barnabækur að
skilningur okkar á þvi hvaö sé
ævintýri er nú orðið bundinn hin-
um herfilegustu atburðarásum.
Hugmyndafræðin i þessum
barnareyfurum staðfestir yfir-
leitt rikjandi kerfi og sögurnar
eru þar að auki fullar af ofbeldi og
hvers kyns óþverra. Slikum skrif-
um er otað að börnum þangað til
þau gera þennan smekk að sinum
og skaðleg áhrif herlegheitanna á
hugmyndir venjulegs barns um
umhverfi sitt og sjálft sig eru
ómæld. Með slikum bókmentum
er verið að ala upp neytendur
þeirrar söluvöru sem boðin er út i
kvikmyndahúsum, reyfurum og
viðar.
Jón Oddur og Jón Bjarni eiga
ekki i neinum útistöðum við bófa-
flokka eða smyglara. bað æsileg-
asta, sem hendir þessa litlu
garpa, eru afleiðingar skemmti-
feröalags þeirra upp i Gufunes
þ.e.a.s. skoðunarferð á öskuhaug-
ana. Þegar þangað er komið eru
þeir orðnir dauðþreyttir, setjast i
tóman kassa til þess að hvila sig
og sofna.
Myrkrið skellur á og rannsókn-
arlögreglan lýsir eftir„tveim
bræðrum sem siðast höfðu sést
snemma um morguninn en siöan
ekkert til þeirra spurst”.
Eins og nærri má geta er fjöl-
skylda Jóns Odds og Jóns Bjarna
skelfingu lostin. Foreldrarnir eru
að leita með lögreglunni, Soffia,
fóstra strákanna, hefur heitið á
Margréti frá öxnafelli, Strandar
kirkju og kvenfélagið Hringinn,og
Anna Jóna, hálfsystir strákanna,
grætur beisklega. Það er langt
liðiö á kvöldið þegar drengirnir
finnast og þá er ekki ýkja hátt á
þeim risið: ,,Þeir voru búnir að
gráta ógurlega lengi þegar þeir
sáu billjós”.
Daginn eftir eru þeir hetjur
leikvallarins: „Jóihrekkisvin var
grænn af öfund. öll afrek hans
urðu að engu samanborðiö við
ævintýraför sem þessa....en Jón
Oddur var tregur til aö gefa
skýrslu. Hann var ekkert sérlega
hreykinn af ferðalaginu. Hann
mundi allt of vel eftir kuldanum
og myrkrinu þar upp frá. Og hann
mundi lika eftir þvi hvernig
mamma og pabbi voru i framan
og rauöum augunum i Soffiu. Nei,
það var best að tala sem minnst
um þetta allt”.
Af þessu dæmi um ævintýri
Jónanna má sjá mörg höfuðein
kenni bókarinnar. Þar er fyrst að
telja raunsæi hennar.
Félagslegt umhverfi Jóns Odds
og Jóns Bjarna er I aðalatriðum
hið sama og þúsunda annarra is
lenskra barna. Þeir búa i blokk,
foreldrar þeirra vinna bæöi úti og
strákarnir eru á barnaheimili
fyrri hluta dagsins en i gæslu hjá
Soffiu seinni hlutann.
Tengsl Jónanna við fjölskyldu
sina eru þeim ákaflega mikilvæg
þar sem þeir eru fullkomlega
háðir henni hvað snertir andlega
og llkamlega framfærslu. Þetta
samband er hins vegar fjarri þvi
að vera árekstra- eða vanda-
málalaust. Hvað eftir annað reka
bræðurnir sig á ósamkvæmni i
orðum og geröum fullorðna fólks-
ins og það veldur þeim nokkrum
áhyggjum á stundum. Jafnframt
kennir þetta þeim vissa efa-
hyggju gagnvart þvi sem fullorð-
iö fólk á til að bera á borð fyrir
börn, án þess að blikna eða blána.
Það fer heldur ekki hjá þvi að
hagsmunaárekstrar eigi sér stað i
samskiptum Jónanna og hinna
fullorðnu.en þeir eru sjaldnast al-
varlegir. Hagsmunir svangra tvi-
bura eru til dæmis áreiðanlega
þeir að borða þá gestarjómatertu
sem stendur á eldhúsborðinu á
siðkvöldi. Það getur hver maður
séð — eða er það ekki9
Jóni Oddi og Jóni Bjarna er alls
ekki sama um það hvernig viðmót
fullorðinna er i þeirra garð.
Stundum efast þeir um að þeir
séu elskaðir og þarfnast þá nokk-
urrar staðfestingar á þvi að svo
sé. Vandamálum er lýst af nær-
færni og hlýju,en annars fer höf-
undur ekki mikið út i þá sálma.
Aður var sagt aö bókin væri á-
kaflega raunsæ. Guðrún Helga-
dóttir lætur sér hins vegar ekki
nægja að sviösetja bókina i raun-
sæju umhverfi, hún vill lika velja
börn til umhugsunar um það:
„Mamma hans Jóa sagði að
kvenfólk ætti ekki að koma ná-
lægt pólitik og mamma væri bara
eitthvað skrýtin að vera aö stúss-
ast I þessu. Aumingjarnir litlu,
sagði hún við Jón Odd og Jón
Bjarna, en þeim fannst þeir ekk-
ert eiga bágt”.
Jón Bjarni ræöir þó nokkuö um
stjórnun landsins við Ella fisk-
sala og þeir bræðurnir velta mál
unum fyrir sér og ræöa þau við
foreldra sina líka. Það er ekki
alltaf auðvelt að svara spurning-
um þeirra: „Jón Bjarni varð
hugsi. Hafa mennirnir sem búa til
striðin aldrei fengið aö ganga I
skóla? spurði hann. Mennirnir
sem búa til sprengjurnar og allt
það?” Foreldrar drengjanna
reyna að svara þeim heiöarlega
og afstaöa þeirra til svona heila-
brota er jákvæð.
Raunsæjar barnabækur eru i
miklum metum nú á seinni tim-
um og ekki þykir saka að þær
veki börnin jafnframt til um
hugsunar um umdeilanlega hluti i
umhverfi þeirra. Bókin um Jón
Odd og Jón Bjarna hefur eins og
áður er sagt þessa góðu kosti en
hún er langt frá þvi að vera „for-
skriftarbók”. Persónusköpun er
mjög vel gerð, svo að litlu hetj-
urnar Jón Oddur og Jón Bjarni,
Anna Jóna, Amma dreki o.fl.
kvikna hressilega til lifsins fyrir
lesanda.
Þá hef ég ekki nefnt eitt höfuð-
einkenni bókarinnar, en það er
hve fjörlega hún er skrifuð og
bráðfyndin á köflum. Mörg dæmi
mætti nefna til um skemmtilega
frásögn s.s. þessa seinheppnu
tengingu Jóns Odds: „Allt i einu
tók Jón Oddur eftir þvi að maöur-
inn I einu rúminu var alveg eins
og kallarnir i skrýtlunum, allur
vafinn i umbúðum og meö annan
fótinn hangandi i lykkju....Jón
Oddur brosti til hans og hneigði
sig eins og kurteisum börnum
sæmir. Þetta var góður maöur,
svo aö það hlaut að vera allt i lagi
að spyrja hann. Komstu fullur
heim? spurði hann, og gætti þess
aö tala ekki hátt”.
Bókin er myndskreytt af Kol-
brúnu S. Kjarval og myndirnar
eru að minu mati feykilega
skemmtilegar og börn geta litaö
þær ef þau vilja.
Að loknu þessu yfirliti held ég
að óhætt sé að fullyrða aö Jón
Oddur og Jón Bjarni sé óvenjugóð
islensk barnabók. Auðvitað er
smekkur manna misjafn og
kannski finnst einhverjum að
persónur hefðu mátt vera ööru-
visi geröar, hugmyndafræði ekki
nógu vel útfærð o.s.frv.,en mér
finnst slikt sparðatiningur og full
ástæða til þess að hrópa húrra
fyrir Guörúnu Helgadóttur, Jóni
Oddi og Jóni Bjarna.
Dagný Kristjánsdóttir.
Fært til Hornafjarðar
Ófært um Norðurland
Vegir eru ófærir svo að segja
um allt Austurland, mestan hluta
Norðurlands, en hins vegar er
fært viöa á Vestfjörðum, og alla
leið frá Reykjavlk til Hornafjarð-
ar.
t fyrradag var orðið ófært viða
austan Vikur i Mýrdal, en i gær-
morgun var lokið við að opna vegi
á austurleiðinni og var fært i gær-
dag alla leið austur til Hafnar i
Hornafiröi.
Vegir i uppsveitum Arnessýslu
eru ófærir, en flestir vegir á Suö-
urlandi eru þó færir.
Agæt færö er um Hvalfjörö og
Borgarfjörð, og vegir á Snæfells-
nesi eru færir nema Kellingar-
skarð sem er ófært.
Fært er um Heildal til Búðar-
dals, en þar fyrir vestan, i Svina-
dal og i Gilsfirði, er ófært, en ætl-
unin er að opna þá leiö þegar veð-
ur gengur niöur.
1 gær var unnið við að ryöja
Framhald á bls. 13