Þjóðviljinn - 04.01.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 04.01.1975, Side 5
Laugardagur 4. janúar 1975 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Sverrir Hólmarsson skrifar LEIKHÚSPISTIL Jólasýningar Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson og Gisli Halldórsson I hlutverkum sinum I ..Dauðadans- Helga Jónsdóttir (Portsla) og Guómundur Magnússon inum”. (Bassanló). Þaö hefur verið óvenjumikið um að vera i leikhúsum á þessum jólum. Þrjú verk er teljast til fremstu ágætisverka heimsbók- menntanna hafa verið flutt, og eitt nýtt islenskt verk hefur verið frumsýnt. Þvi verða þó ekki gerð skil i þessum pistli i dag, þar eð frumsýning þess fór saman við frumsýninguilðnó,sem hlýtur að teljast miður heppileg ráðstöfun af hálfu Þjóðleikhússins. Kaupmaðurinn í Feneyjum Það hlýtur að teljast ein af frumskyldum þjóðleikhúss að takast nokkuð reglulega á við verk höfuðsnillingsins Shakes- peares, ekki sist gildir þetta um islenska þjóðleikhúsið sem á þvi láni að fagna að eiga aðgang að snilldarþýðingum Helga Hálfdan- arsonar. Leikhúsið hefur reyndar rækt þetta hlutverk sæmilega undanfarin ár. Kaupmaðurinn i Feneyjum er tæplega meðal bestu verka Shakespeares. Til þess eru partar þess of sundurlausir, það skortir þá heildarbyggingu sem einkenn- ir bestu verk skáldsins. Leikritið dettur sundur i tvennt — annars vegar er sagan af gyðingnum Shylock sem heimtar sitt pund af holdi, hins vegar heldur innantóm saga af ungum elskendum. Þess- ar tvær sögur ná i rauninni hvergi saman á lifrænan hátt. Það hefur löngum brugðið við að mest áhersla hefur verið lögð á hinn al- vörumeiri part verksins, söguna af Shylock, einfaldlega vegna þess aðhún er bitastæðasti partur verksins, en árangurinn getur þá hæglega orðið sá að leikritið verði hálfgildings harmleikur sem snýst fyrst og fremst um sögu gyöingsins en hinn létti og róman- tiski partur verksins verði útund- an og kannski fremur dauflegur. Þeir Stefán Baldursson og Þór- hallur Sigurðsson hafa tekið þann kost að setja Kaupmanninn upp sem hreinræktaðan gamanleik með allri áherslu á léttleik og lip- urð. Með þvi móti hlýtur Shylock að vikja nokkuð úr fyrirrúmi sinu, en hins vegar vinnst það á móti að sýningin verður ansi miklu skemmtilegri. Tekisthefur að gæða þessa sýn- ingu miklum gáska og léttleika og hinn ungi hópur sem fer með gamansemishlutverkin stendur sig yfirleitt af mestu prýði. Viða er sérstaklega snoturt handbragð á uppsetningu einstakra atriða, eins og t.d. i kostulegu samspili trúðsins Gobbó og föður hans (Þórhalls og Rúriks Haraldsson- ar) þar sem framúrskarandi lát- bragðsleikur bjargar heldur daufgerðu atriði frá leiðindum. Allur ytri búnaður sýningarinn- ar hjálpar til við að skapa hinn létta, glettnisfulla anda hennar. Leikmynd Sigurjóns Jóhannsson- ar er álitlegt verk og einkar haganleg lausn á hinum tiðu sviðsskiptingum, og búningar Elsu Duch eru hið mesta augna- yndi. Eins og sýning þessi er lögð upp er vonlegt að hlutverk Shylocks verði öllu minna áberandi en venja er til, en varla var einleikið hversu tilþrifalitill Róbert Arn- finnsson var sem gyðingurinn. Túlkun hans var hvergi verulega sannfærandi og hef ég énga trú á að litleysi hennar hafi verið nauð- synlegt til að vega ekki of þungt gegn glettninni og fjörinu. En það vildi sýningunni til að það sem á skorti að hún færði okkurminnisstæðan Shylock bætti hún upp með frábærri Portiu. Helga Jónsdóttir vann ótvíræðan sigur i þvi hlutverki, glettin, glæsileg og fullkomlega örugg og markviss i framgöngu og fram- sögn. Það má raunar segja sýn- ingunni til hróss almennt að framsögn var með albesta móti eftir þvi sem gerist með bundið mál i þessu leikhúsi. t stuttu máli tel ég að leikstjór- ar hafi hér tekið réttan pól i hæð- ina og unnið vel og dyggilega og meö góðum árangri að settu marki. Slik vinnubrögð eru ævin- lega lofsverð. Það eins sem mér þótti til veru- legra lýta var tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar sem flutt var milliatriða. Hún var ósköp leiðin- leg og öldungis úr stil við leikritið og sýninguna. Hér hefði ítölsk 17. aldar tónlist verið betur við hæfi. Dauðadansinn Sú veröld, sem Strindberg opn- ar augum okkar i Dauðadansi er full haturs og óhugnaðar, sann- kallað viti á jörð. En skáldleg sýn hans er svo sterk og listræn tök hans með þvilikum yfirburðum að áhorfandinn gengur út hresst- ur I anda þrátt fyrir bölsýnina. Edgar og ARsa hafa verið gift I hartnær tuttugu og fimm ár. All- an. þann tima hafa þau verið órjúfanlega tengd böndum ástar- haturs, hafa stanslaust slitið hvort annað i sig. Tilvera þeirra er gagnkvæmt kvalræði en böndin sem halda þeim saman, föngum eigin illsku og óhaminna ástriðna, eru svo sterk að ekkert getur slit- ið þau nema dauðinn. Þegar gamall vinur kemur I heimsókn er hann óðara notaður sem bit- bein og vopn i baráttu hjónanna þar sem hann sveiflast á milli þeirra um skeið, en flýr siðan i fullkomnum viðbjóði. Og eftir sitja hjónin i sömu sporum og i upphafi, en kannski eilitið nær þvi að sætta sig við hlutskipti sitt og skilja það. Þetta er tröllaukið verk og eng- um heiglum hent að ráðast i það, en okkur vill til að Gisli Halldórs- son er maður sem hefur áræði og getu til að glima við hin erfiðustu verkefni. 1 þetta sinn er það eng- um tvimælum bundið að hann gengur sem alger sigurvegari frá þeirri glimu. Leikur hans er stór i sniðum, tröllaukinn og magn- þrunginn og öldungis i anda verksins. Hann kemur fullkom- lega til skila þeim frumkrafti, þeirri illsku og þeirri reisn sem býr I höfuðsmanninum Edgari. Þetta er ánægjulegt afrek, ekki sist vegna þess að Gisli hefur undanfarið staðnað nokkuð i ákveðnum hlutverkum og er verulega gaman að sjá hann rifa sig upp úr þeim með slíkum glæsibrag. Helga Bachmann nær að visu ekki slikum yfirburðatökum á sinu hlutverki, en hún er skap- mikil og sterk og sýnir viða sann- ari leik en ég hef séð til hennar lengi. Það vantar i rauninni að- eins herslumuninn á að hún gefi sig hlutverkinu fullkomlega á vald. Þorsteinn Gunnarsson leikur hið vanþakkláta hlutverk Kúrts af stakri prýði eins og hans var von og visa. Þorsteinn er löngu orðinn sérfræðingur I vandræða- legum manngerðum af þessu tagi. Mér sýnist að leikstjórinn, Helgi Skúlason, hafi ásamt leik- endum og öðrum aðstandendum sýningarinnar, unnið frábært list- rænt afrek, skapað einhverja sterkustu, heilustu og áhrifa- mestu sýningu sem ég man eftir. Hér ber að geta þess að frábær leikmynd Steinþórs Sigurðssonar og nákvæm og vel útfærð lýsing hins nýja ljósameistara, Magnús- ar Axelssonar, veita leiknum hár- réttan ramma og auka mjög á áhrif hans. Þessa sýningu má enginn unn- andi leiklistar láta fram hjá sér fara. Morðiö í dómkirkjunni Karl Guðmundsson hefur leyst af hendi það vandasama verkefni að þýða eitt af höfuðverkum Tómasar Eliot, leikrit hans um plslarvætti Tómasar Beckett, yfir á islensku. Við fyrstu heyrn virð- ist mér að Karl hafi komist vel frá þeirri raun og víða ágætlega. Einkum hafði ég ánægju af kór- köflunum, sem raunar eru bestu hlutar verksins. Það er ánægjulegt að menn skuli finna hjá sér hvöt til að vinna verk af þessu tagi og ná svo góðum árangri. Það er einnig lofsvert að leikarar skuli gefa fólki tækifæri til að hlýða á verk- iö. Flutningurinn I Neskirkju á þriðja jóladag var þvi viðburður sem ber að fagna. Nokkuð skorti hins vegar á að flutningurinn næði þeim áhrifum sem til stóð. Held ég að þar hafi ráðið mestu um að Jón Sigur- björnsson var ákaflega dauflegur i aðalhlutverkinu og birti áhorf- endum aldrei þá spennu og þau átök sem eiga sér stað I sál hins heilaga Tómasar erkibiskups. Með þvi hverfur nær allur drama- tiskur þróttur úr verkinu. Ýmis- legt annað var þokkalega gert, kórarnir voru sæmilega fluttir, en það eina sem var gætt veru- legu lifi var meðíerð Péturs Einarssonar á afsökunarræðu riddarpns. Þetta verk ætti skilið annan og betri flutning en þennan. Sjón- varp væri kjörinn vettvangur. Sverrir Hólmarsson Bíla- ]0s£ ^ eigendur SNJÓNEGLUM. Látið okkur negla upp gömlu hjólbarðana 1 yðar. HJA OKKUR ER HJÓLBARÐAÚRVALIÐ. Gúmmivinnustofan h.f. SKIPHOLTI 35. Simi 31055 Auglýsingasíminn er 17500 movmm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.