Þjóðviljinn - 04.01.1975, Page 10
10 StÐA — ÞJOÐVILJINN Langardagur 4. Janúar 1975
H. K. Rönblom:
Að
nefna
snöru—
Nohrström, sagöi hann. Bottmer
hefur viljað fá það staðfest að sú
nýja ætti heima þar lika, svo að
hann gæti fengið skjóta hjálp ef
eitthvað yrði að honum um nótt-
ina.
— Já, hann var hálflaslegur,
viðurkenndi Meg. En —
Hún þagnaði og lagði höndina á
handiegg Jóa.
— Sjáðu! sagði hún. Þarna hin-
um megin!
Ungt par var nýkomið inn i
borðsalinn.
Pilturinn var átján eða nitján
ára. Hann vann á bensfnstöð við
þjóðveginn, nokkra kilómetra frá
Abroka. Jói hafði heyrt að það
væri bráðabirgðastarf, meðan
hann biði þess að komast inn i
tækniskóla. Hann hét Rune
Varmin og var sonur kirkju-
garðsforstjórans.
Stúlkan var Desi, dóttir
Viktorssons járnvörusala.
— Ég var búin að heyra að þau
væru saman, hvislaði Meg. En ég
trúði þvi ekki. Hvað heldurðu að
járnvörusalinn segði ef hann
frétti það?
— Hann veit vist ekkert um
það.
— Hann fréttir það strax i
fyrramálið.
Hljómsveitin hafði skipt yfir i
jass. Jói og Meg dönsuðu rétt við
unga parið sem vakti mikla at-
hygli. Þegar þau dönsuðu nær
hinum enda salarins, heyrðist
baul úr sófa. Þar sat Vármin
kirkjugarðsstjóri að sumbli á-
samt nokkrum fylgismönnum.
Varmin var að rísa á fætur milli
flokksbræðra sinna, en þeir tog-
uöu i handleggi hans til að fá hann
til að setjast aftur. Vinviðar-
sveigur hafði fallið niður af
veggnum og prýddi stritt hár
hans.
— Hæ, pahbbi, kallaði VSrmin
ungi þegar hann dansaði hjá og
Desi brosti eins og madonna.
VSrmin lét toga sig niður i sóf-
ann aftur og sat með laufsveiginn
á höfðinu og tautaði þungur á
brúnina.
— Hann vissi ekkert heldur,
sagði Meg.
Það leið að lokum danskvölds-
ins. Mennirnir úr búnaðarnefnd-
inni voru að búast til brottfarar.
Hattasölukonan var þegar farin i
fylgd með klæðabransanum. Al-
gotsson og félagar'hans höfðu
notið vinuppskerunnar i rikum
mæli og töluðu nú saman voteygir
um óskilgreinanlega hluti.
— Það er miklu fleira milli
himins og jarðar en nokkur veit,
sagði Algotsson. Miklu fleira!
— Hefurðu séð hvernig þau
sitja? sagði Meg.
,,Þau” voru VSrmin ungi og
Desi Viktorsson. Þáu sátu saman
án þess að hafa áhyggjur af þvi
hvað bæjarbúar segðu. Þau sátu
alsæl eins og tveir englar á
tveggja manna skýi.
Jói tók eftir þvi að hljómsveit-
arstjórinn veifaði blaði.
— Það á vist að verða fjölda-
söngur, sagði hann.
— Af hverju heldurðu það?
sagöi Meg.
4
Aðalstöðvar lögreglunnar I
Ábroka eru i nýja ráöhúsinu,
gengið inn um gaflinn. 1 tengslum
við lögreglustöðina er fangelsið.
Varðstofan, þar sem tekið er á
móti almenningi, er björt og snot-
ur og stúkuð sundur með af-
greiðsluborði.
Við afgreiðsluborðið sat Jói.
Varðstjóri á lögreglustöð hefur
með höndum mörg verkefni, sem
varða almenna reglu og öryggi.
Taka þarf á móti kærum, afhenda
eyðublöð, svara fyrirspurnum.
Suma dagana er ekkert lát á
sliku.
Varðdagur Jóa var i röð hinna
viðburðasnauðari, og milli heim-
sókna voru löng hlé. Siðari komu-
maður var VSrmin ungi, klæddur
smuroiiuflekkuðum ,grænum
samfestingi. Hann kinkaði kolli til
Jóa og spurði um hegningarvott-
orð sem hann þurfti að leggja
fram til að fá ökuskirteini. Hegn-
ingarvottorðið var tilbúið og beiö
þess að það yrði sótt. Varmin ungi
stakk þvi kæruleysislega I vasann
án þess að lesa það.
— Þaðersnúðurá honum þess-
um, sagði annar lögregluþjónn
sem sat við borð aftar i salnum og
skrifaðiskýrslu um reiðhjólslukt
sem ekki hafði verið kveikt á eftir
myrkur.
— Hann er með Desi Viktors-
son, sagði Jói.
— Ha, ha, ég vildi sjá framan i
Viktorsson þegar hann kemst að
þvi. Hann kann lagið á þvi að
fleygja út fólki sem honum likar
ekki við.
Tækifærið var of gott til að láta
það ónotað.
— Já, þú átt við Bottmer, sagði
Jói Þú varst byrjaður hér, þegar
hann var tekinn fyrir fjárdrátt.
Gerði hann ekki tiiraun til að
fyrirfara sér þá?
Lögregluþjónninn ýtti skýrsl-
unni frá sér.
— Jú, sagði hann, sama daginn
og handtakan átti að fara fram.
Þaö voru náungar úti við báta-
höfnina til að taka upp bát fyrir
veturinn og þeir fylgdust með
Bottmer sem var eitthvað að
dútla þar. Allt I einu heyrðu þeir
mikið skvamp, og þá var það
Bottmer sem hafði stokkið fram
af bryggjunni. Þeir þangað og
drógu hann upp að sjálfsögðu, og
þeir höfðu bil við höndina, svo að
þeir óku honum lika heim og ann-
ar hafði fyrir þvi að sækja systur
Idu.
— Systur Idu? spurði Jói með
áhuga.
— Já, þeir héldu vist að hann
væri orðinn klikkaður og það
þyrfti að hafa eftirlit með honum.
Nokkrum timum seinna kom lög-
reglan og tók hann fastan og þá
upplýstist ástæðan fyrir sjálfs-
morðstilrauninni. Fyrir mitt
leyti, sagði lögregluþjónninn og
lækkaði róminn, þá held ég að
sjálfsmorðið hafi bara verið upp-
gerð. Ef maður ætlar i alvöru að
kála sér, þá hoppar maður ekki út
i þegar fólk er að horfa á.
— Uppgerð? sagði Jói. í hvaða
tilgangi þá?
— Ég get mér þess til að hann
hafi ætlað að reyna aö hafa áhrif
á kröfuhafa, svo að þeir kærðu
hann ekki. En hann hafði ekkert
upp úr þvi.
Nýr gestur truflaði þá. Það var
frú sem kom til að kæra það að ó-
þekktur niðingur hefði kastað
grjóti gegnum glugga i kvisther-
berginu hjá henni. Hún lýsti þvi
á óhugnanlegan hátt, hverjar af-
leiðingar það hefði getað haft ef
einhver hefði verið staddur i
kvistherberginu og orðið fyrir
steininum. Reyndar vissi hún
hver þessi óþekkti niðingur var,
það var enginn annar en sonur
útvarp
Laugardagur
4. janúar
7.00 Morgunútvarp-. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunleikfimi kl. 7.35 og
9.05. Morgunstund barn-
anna kl. 9.15: Finnborg
örnólfsdóttir les söguna
„Maggi, Mari og Matthias”
eftir Hans Petterson (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli liða. óskalög sjúkl-
ingakl. 10.25: Kristin Svein-
björnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 íþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.15 Að hlusta á tónlist, X.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
15.00 Vikan framundan.
Magnús Bjarnfreðsson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. islenskt
mái. Jón Aðalsteinn Jóns-
son cand. mag. flytur þátt-
inn.
16.40 TIu á toppnum. Örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
17.30 Sögulestur fyrir börn.
Sigurður Karlsson les sög-
una „Jólasveinninn, sem
sprakk” eftir Þuriði J.
Arnadóttur.
18.00 Söngvar i léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Alþjóðastarf Rauða
krossins. Eggert Asgeirsson
framkvæmdastjóri flytur
erindi.
20.00 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 „Dagur I Ilfi fjölbýiis-
húss”, smásaga eftir Gunn-
ar Gunnarsson blaðamann.
Höfundur les.
21.00 Létt tónlist frá hollenska
útvarpinu.
21.35 Galdratrú og djöflar;
fyrri þáttur. Hrafn Gunn-
laugsson tók saman. Lesari
með honum: Randver
Þorláksson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög,
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
0 sjónvarp
Laugardagur
4. janúar 1975
16.30 Lína iangsokkur.
Framhaldsmynd, byggð á
hinni kunnu, samnefndu
barnasögu eftir Astrid Lind-
gren. 1. þáttur. Þýðandi
Kristin MSntyla. Aður á
dagskrá árið 1972.
17.00 tþróttir. Enska knatt-
spyrnan.
17.50 Aðrar Iþróttir.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrárkynning aug-
lýsingar.
20.30 Læknir á lausum kili.
Bresk gamanmynd. Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Jane Goodall og
bavianarnir. Bandarisk
fræðslumynd um rannsókn-
ir sem breski náttúrufræð-
ingurinn Jane Goodall hefur
gert á lifnaðarháttum og
atferli villtra baviana i
Afriku. Þýðandi Maria
Hreinsdóttir. Þulir Guðrún
Jörundsdóttir og Ellert
Sigurbjörnsson.
21.50 Maria Baldursdóttir.
Dægurlagaþáttur tekinn
upp I sjónvarpssal siöastlið-
ið haust. Undirleik með
söng Mariu annast þeir
Björgvin Halldórsson,
Engilbert Jensen, Gunnar
Þórðarson og Rúnar Július-
son. Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
22.05 Makieg málagjöld
(Armored Car Robbery).
Bandarísk biómynd frá ár-
inu 1950. Aöalhlutverk
Charles McGraw og Willi-
am Talman. Þýð. Helga
Júliusdóttir. Fjórir ræningj-
ar veröa lögregluþjóni aö
bana. Vinur hans og sam-
starfsmaður gengur að þvi
með oddi og egg að hand-
sama illvirkjana, en það er
erfiðara en hann hyggur.
#ÞJÓflLEIKHÚSIÐ
KARDEMOMMUBÆRINN
i dag kl. 15. Uppselt.
sunnudag kl. 15. Uppselt.
HVAÐ VARSTU AÐ GERA 1
NÓTT?
i kvöld kl. 20.
KAUPMAÐUR i FENEYJUM
6. sýning sunnudag kl. 20.
Leikhúskjailarinn:
HERBERGI 213
sunnudag kl. 20.30.
Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200.
TÓNABÍÓ
Fiölarinn á
þakinu
Ný stórmynd gerð eftir hinum
heimsfræga samnefnda sjón-
leik. sem fjölmargir kannast
við úr Þjóðleikhúsinu.
i aðalhlutverkinu er Topol,
israelski leikarinn, sem mest
stuölaði að heimsfrægð sjón-
leiksins með leik sinum. önn-
ur hlutverk eru falin völdum
leikurum, sem mest hrós hlutu
fyrir leikflutning sinn á sviði i
New York og viðar: Norma
t'rane, Leonard Frey, Molly
Picon, Paul Mann. Fiðluleik
annast hinn heimsfrægi lista-
maður ISAAC STERN.
Leikstjórn: Norman Jewison
(Jcsus Clirist Superslar).
ÍSLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, og 9.
Sfmi 41985
Gæðakallinn Lupo
Bráðskemmtileg ný, israelsk-
bandarisk litmynd.Mynd fyrir
alla fjölskylduna, Leikstjóri:
Menahem Golan. Leikendur:
Yuda Barkan, Gabi Amrani,
Ester Greenberg, Avirama
Golan.
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 6, :8 og 10.
Sfmi 18936
Hættustörf lögreglunnar
ISLENZKUR TEXTI.
SCOTT
STACY
KEACH
AROBERT CHARTOFF-'
IRW'sj WINKLER PRODUCTION
THE NEW
CENTURIONS
Æsispennandi, raunsæ og vel
leikin ný amerisk kvikmynd i
litum og Cinema Scope um lif
og hættur lögreglumanna i
stórborginni Los Angeles.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Bönnuð innan 14 ára.
ÍSLENDINGASPJÖLL
i kvöld kl. 20,30.
DAUÐADANS
sunnudag kl. 20,30.
3. sýning.
MORÐIÐ í DÓMKIRKJUNNI
eftir T.S. Elioti þýðingu Karls
Guðmundssonarleikara. Flutt
i Neskirkju, sunnudag kl. 21.
Siðasta sinn.
ISLENDINGASPJÖLL
þriðjudag kl. 20,30.
DAUÐADANS
miðvikudag kl. 20,30.
4. sýning. Rauð kort gilda.
MEÐGÖNGUTIMI
fimmtudag kl. 20.30. Siðasta
sýning.
DAUÐADANS
föstudag kl. 20,30.
5. sýning. Blá kort gilda.
Aðgöngumiðasalan I Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 1-66-20.
Sími 16444
Jacqúes Tati í Trafic
Sprenghlægileg og fjörug ný
frönsk litmynd, skopleg en
hnifskörp ádeila á umferöar-
menningu nútimans. „I
„Trafic” tekst Tati enn á ný á
við samskipti manna og véla,
og stingur vægðarlaust á kýl-
unum. Árangurinn veröur að
áhorfendur veltast um af
hlátri, ekki aðeins snöggum
innantómum hiátri, heldur
hlátri sem bærist innan meö
þeim i langan tima vegna
voldugrar ádeilu i myndinni”
— J.B., Visi 16. des.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.