Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 l 'i‘j l " n*i—mm> n .- -i - . i i I / ---------------------------------------. — .... V randa tók þessa myndá miðvikj neð henni svolátandi^ skýri* Tgata, sú er Gunnar M. Magnússon og Sturla Jónsson, hreppsstjórinn okkar.unnu við, og glimdú svo um það hvor þeirra hefði unnið meira. Það varð bræðrabylta. V Glóðvolgt fréttabréf frá Gísla á Súganda: Frá snjóflóðinu á Seyðisfirði: Ekki vitað um skemmdir Taldar minni en í fyrstu var œtlað Hjá Haf sildarverk- smiðjunni á Seyðisfirði fengum við þær fréttir í gær, að ekki væri enn hægt að segja til um hversu miklar skemmdirnar urðu i snjóflóðinu, sem féll á verksmiðjuna í óveðurs- hrinunni, sem gekk yfir landið i vikunni. Yerksmiðjustjórinn sagði, að erfitt væri að kanna skemmdirn- ar, og þangað væri ekki fært nema á ýtu. Sagði hann það þó ljóst, að töluverðar skemmdir hefðu orðiö á verksmiðjunni, og hefðu til dæmis ónýttst sperrur i húsinu. Snjór liggur yfir þurrkur- um verksmiðjunnar, en verk- smiðjustjórinn fór inn i þá i gær, og sagði hann að þeir virtust heil- ir, en hins vegar væri þurrkofninn hruninn. Ekki er hægt að koma neinum tækjum við til að hreinsa snjóinn burtu að svo stöddu. Þá sagði verksmiðjustjórinn að þaó vantaði fólk til að vinna við hreinsunina. Sagðist hann vera bjartsýnn á, að Hafsild gæti tekiö þátt i að bræða loðnuna i vetur, en það færi þó eftir þvi hversu fljótt efni til viðgerðar bærist austur, svo og hvað fengist af mannskap til að vinna við hreinsun og lag- færingar. —úþ Ræða húsnæðis Stundum fáum við póst með póstbátnum Gisli Guðmundsson, frétta- ritari Þjóðviljans á Suðureyri við Súgandafjörð, skrifar: ,,í dag er 15. janúar. Stórhrið hefur geisað hér siðan á laugar- dag. Póstbáturinn Fagranes komst loks i dag að noröan. Hann færir oss varninginn heim: mjólk, brauð og fl. Póst fáum við hér stundum með hon- um þegar snjóbillinn er i ólagi, sem oft á sér stað. Kl. 11:30 i morgun fóru bátar héðan i róður. Togskipið Trausti fór einnig. Veður er nú sæmilegt á miðunum. i dag er Hvalbakur SU 300 að1 landa hér milli 80-90 tonnum af fiski, er hann fékk á fjórum dög- um. Snjór er hér gifurlega mikill. Sumir hafa verið i vandræðum að komast út úr húsum sinum, og neðrihæðarhúsgluggar enn i kafi.” Við hringdum i Gisla i gær, og sagði hann aö linubátarnir hefðu fengið frá 2,3 tonnum og upp i 5,8 tonn i róðrinum, sem hann talar um hér að ofan. Gisli sagði að þeir væru á öðrum stað við veiðar i gær, en i fyrradag, og létu þeir illa yfir sér, ,,en það er nú litið að marka þá i talstöð- inni á meöan þeir eru að,” sagði og skattamál á sérfundum A fundi verkalýðsforystunnar og forsætisráðherra' á þriðjudag var ákveðið að rikisstjórnin og verkalýðshrey f ingin kæmu sér upp tveimur viðræöu- nefndum, sem fjalla eiga sérstak- lega um húsnæðis- og skattamál iaunafólks. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagði Þjóðviljanum i gær, að ASI hefði þegar tilnefnt menn i nefndirnar. Að hálfu ASl verða þeir As- mundur Stefánsson hag- fræðingur, Björn Jónsson og Björn Þórhallsson i nefnd þeirri sem fjalla á um skattamál. I þeirri nefndinni, sem mun ræöa húsnæðismálin, verða þeir Benedikt Daviðsson, Magnús L. Sveinsson og Óskar Hallgrims- son. Ekki kvaðst Björn vita hvenær nefndirnar kæmu saman til fund- ar, en forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa lagt áherslu á það, að viðræður hæfust sem fyrst. Ekki var Birni kunnugt um að forsætisráðherra hefði skipað menn i nefndirnar af hálfu rikis- valdsins, og ekki náði blaöið i for- sætisráðherra i gær að frétta af framgöngu hans i málinu. úþ r Utgerðarmenn segja nei Mörg sjómannafélög hafa gefið , heimild til að boða verkfall Sjómannafélög á Suður- og Vesturlandi hafa mörg til- kynnt heimild til boðunar vinnustöðvunar# takist ekki að semja við út- gerðarmenn. Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambandsins tjáði Þjóð- viljanum i gær, aö sjómenn á Akranesi, Hafnarfirði, Grindavik og Þorlákshöfn, hefðu gefið heimild til vinnustöövunar og sömuleiðis félag matsveina og félag vélstjóra i Grindavik. Þessar heimildir til boðunar vinnustöðvunar eru háöar þvi að samflot veröi haft i vinnustöðvun- um, og verður verkfallsboðun þá á valdi samninganefndárinnar. Fulltrúar bátasjómanna og út- gerðarmanna hittust á fundi hjá sáttasemjara i fyrradag, og þokaði þar ekkert i samkomu- lagsátt. „Svarið var blákalt nei”, sagði Jón Sigurðsson, „útgerðarmenn þykjast ekkert hafa að láta”. Næsta þriðjudag verður fundur með sáttasemjara, fulltrúm sjó- manna á stærri togurum og út- gerðarmanna. —GG Rafmagnslaust á Akranesi Háspennulína slitnaði á Kjalarnesinu Þeir voru svolitla stund að komast eftir þvi, hvaö olli raf- magnsleysinu á Akranesi. Fyrst héldu menn að spennir hefði bilað I aöveitustöð og bill lagði á stað úr Reykjavik með nýjan spenni. Saurbæ, þar sem háspennulinan kemur að Hvalfirði. Þeir hjá Rafveitu Akraness héldu i gær, þegar Þjóðviljinn hafði af þeim tal að raflinan hefði slitnað vegna mikillar seltu. Svo kom i ljós aö spennirinn var i lagi, hinsvegar hafði háspennu- lina slitnað á Kjalarnesinu nærri „Það er mikil selta á öllum lin- um núna”, sagði viðmælandi okk- ar, „viö höfum reynt að ná henni af, það hefur sennilega ekki verið gert á Kjalarnesinu. Þeir verða fljótir að gera við þetta”. Rafmagn var skammtað á Akranesi i gær; höfðu ibúða- hverfin rafmagn i eina klukku- stund, en siðan var straumlaust i tvær stundir, „þetta verður kom- ið i lag með kvöldinu”, sögðu þeir á rafveitunni i gærdag, „komið i lag áður en þú kemur út blaðinu”. —GG Útsa la n er í fullum gangi. BÆTUM STÖÐUGT VIÐ NÝJUM VÖRUM. Flauelsbarnabuxur á kr. 450.- Barnapils á kr. 950.- Herraskyrtur á kr. 700.- Drengjaskyrtur á kr. 450.- Dömublússur frá kr. 450.- Flaues- og denimbuxur frá kr. 900. Opið til 10 í kvöld og hádegis á morgun. Mm I SKEIFUNN115llSÍMI 86566

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.