Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 4
4 StQA — ÞJÓÐVILJINn" Föstudagur 17, janúar 1975. UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Frainkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 llnur) Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. 1000 MILJONIR HER 1000 MILJONIR ÞAR Enn i dag er á þvi klifað, eins og fyrir 40—50 árum, að það sé brýn þjóðfélagsleg nauðsyn, að alþýða manna sætti sig við lækkandi raungildi teknanna, lika þeir, sem nú hafa rúmlega 40 þúsund krónur i samningsbundnar dagvinnutekjur á mán- uði, en það er meðalkaup hjá ófaglærðu verkafólki yfirleitt og fleiri láglaunahóp- um. Er þetta rétt? í okkar islenska þjóðfélagi á sér stað stórkostleg gróðamyndun, þeirra sem mestar eignir eiga fyrir, ekki sist er það verðbólgugróðinn, sem færir stóreigna- mönnum, sem spila á bankakerfið ótaldar miljónir jafnt og þétt. Hér á sér einnig stað hrikaleg þjóðfé- lagsleg sóun undir merkjum „frelsis” á öllum sviðum atvinnulifs og viðskipta, frelsis braskaranna til að mata krókinn á kostnað alþýðu manna. Þessi sóun á sér ekki sist stað i sambandi við meðferðina á gjaldeyri okkar, sem aflað er af vinnandi stéttum þessa lands. Það voru fluttir inn um 10 þúsund bilar á siðasta ári, svo eitt dæmi sé tekið. Þar af liggja um 2000 óseldir og illseljanlegir i vörugeymslum. Verðmæti þessara 2000 bila er hvorki meira né minna en 1000 mil-, jónir króna, sennilega meira. Það er oft talað um að færa til fjármuni i þjóðfélag- inu. Þessar 1000 miljónir hafa verið færð- ar til bilainnflytjenda. Slikt er þjóðfélags- legri sóun. 1000 miljónir króna. Hvaða upphæð er þetta, ef litið er á möguleikana til að bæta verkafólki að nýju það kjararán, sem nú- verandi rikisstjórn hefur staðið fyrir. Samkvæmt upplýsingum, sem fram hafa komið frá Alþýðusambandi íslands og enginn hefur véfengt var kaupmáttar- rýrnunin um áramót orðin a.m.k. 13% hjá þvi fólki, sem fær greiddar láglaunabætur og yfir 23% hjá öðrum. Sé miðað við 1. febrúar nk. mun ekki verða dregið i efa að raungildi tekna hinna lægst launuðu hafi rýrnað um a.m.k. 15% með aðgerðum stjórnvalda. Til að kjörin verði i raun þau sömu og áður þarf rúmlega 17% kaup- hækkun hjá þvi fólki, sem nýtur láglauna- bóta, eða aðrar jafngildar ráðstafanir þvi i hag. Almennt verkafólk sem nú hefur rúm- lega 40 þús. krónur i dagvinnutekjur á mánuði, það er 500 þúsund krónur á ári, — fengi við slika 17% launahækkun kr. 85.000,- á ári, hver einstakur umfram það, sem nú er. Er þá að sjálfsögðu miðað við dagvinnutekjur einar. i Verkamannasambandi íslands munu vera um 14.000 fuligildir meðlimir, eða tæpur helmingur af fullvinnandi félags- mönnum Alþýðusambands íslands. Til að borga öllum þessum 14.000 félagsmönnum Verkamannasambandsins hverjum um sig þær 85 þúsund krónur yfir árið, sem hér um ræðir, þarf reyndar litlu hærri upphæð, en þá sem Morgunblaðið sagði lesendum sinum á dögunum, að lægi í ó- seljanlegum bilum i vöruskemmum i Reykjavik. Verðmæti bilanna óseljanlegu segir Morgunblaðið 1000 miljónir, en það þarf 1200 miljónir til að greiða öllum fullgildum meðiimum Verkamannasambandsins þá launahækkun sem hér var rætt um i heilt ár. Trúlega dugar að leita svolitið betur i bilaskemmunum, heldur en Morgunblaðið gerði, til að finna þær 200 miljónir, — i bil- um, — sem nema þeim litla mismun, er þarna er um að ræða. Sem sagt i bilum, sem keyptir hafa ver- ið til landsins fyrir dýrmætan gjaldeyri án þess að hér væri fyrir þá nokkur markað- ur, — i þessum bilum liggja verðmæti, sem eru álika og dygðu til að hækka dag- vinnukaup allra meðlima Verkamanna- sambandsins, um 17%, i heilt ár. Og enginn skyldi halda, að þetta sé eina dæmið um fullkomna óráðssiu okkar „frjálsa” þjóðfélags, sem sagt er ekki hafa efni á þvi, að borga verkafólki nema rúmar 40 þús. krónur á mánuði. Þeir liggja viða miljarðarnir. 1000 mil- jónir hér, 1000 miljónir þar, — en til þess að ná þeim þarf að breyta þjóðfélaginu. Til dæmis fær álhringurinn, sem rekur iðjuverið i Straumsvik 1000 miljón krónum meira i gróða á ári fyrir starfsemi sina á Islandi, vegna þess, að hann fær orkuna á þvi verði, sem hann samdi um við við- reisnarstjórnina til 25 ára, en ekki á þvi verði, sem slik orka kostar á heimsmark- aði i dag. Þær 1000 miljónir væru vissulega lika betur komnar i vasa islensks launafólks, sem nú hefur orðið að þola stórkostlega kjaraskerðingu, heldur en i hringrás al- þjóðlegra auðhringa. k. KLIPPT..: Gunnar Geir. Kominn kengur í Karbítinn Það gengur nú fjöllunum hærra aö kengur sé kominn i Karbitsmálið og ágreiningur um það sé risinn i Sjálfstæðis- flokknum. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, var ábúðar- mikill I haust, i upphafi ráö- herraferils sins, og var helst á honum að skilja, að drifa ætti málið i gegnum þingið fyrir jól. Gjörbreytt viðhorf i orkumál- um hafa leitt til þess að meir en nægur markaöur og þörf er fyrir raforku Sigölduvirkjunar til innanlandsþarfa á næstu árum. Það liggur þvi á borðinu, að verði rúmlega þriðjungur af orku Sigöldu seldur Union Car- bide, reynist óhjákvæmilegt að ráðast næst i virkjun Hrauneyj- arfossa. Landsbyggðarmenn, og þá sérstaklega norðlendingar, sem eiga við mikil raforkuvand- kvæði að etja hafa snúist önd- verðir gegn þessum áformum. Þeir vilja næstu stórvirkjun á Norðurlandi og stóriðju i tengsl- um við hana. Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, hefur gefiö þeim mönnum innan Sjálf- stæðisflokksins, sem lita á mál- in' frá þessu sjónarhorni, tals- vert undir fótinn. Fleiri ástæöur munu liggja til þess að forsætisráðherrann vill fara sér hægt i málinu. Hann mun ekki vera þess fýsandi að vekja styrr um embætti sitt i byrjun stjórnartimabilsins með þvi að blanda stjórninni i nýja stóriðjudeilu. Þá er það varla ofmælt, að forsætisráðherra sé ósárt um, þótt málefni iðnaðar- ráðuneytisins vefjist svolitið fyrir Gunnari. En þótt Geir Hallgrimsson vilji ekki ljá Gunnari streng i stóriðjubogann að svo stöddu, heldur sá siðarnefndi sókninni áfram og hefur nýverið sent ekki færri en fimm menn i mengunarleiðangur vestur um haf til Union Carbide. Jafnvœgi í fjölmiðlum á langt í land Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri, tekur Morgunblaðið fyrir i dálki sinum um stjórnmál i Alþbl. á þriðjud. og miðvikud. Hann gerir sérstaklega að umtalsefni „sefasjúkan” áróður Morgunblaðsins i herstöðva- málinu á sl. vori og tilraunir þess nú til þess að innræta fólki, að kjaraskerðingar séu óumflýjanlegar og engum Sighvatur sérstökum um að kenna. SB segir: Áhrif Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur sérstöðu meðal islensku dagblaðanna. Það er alls ekki hægt að skipa þvi i flokk með þeim — varla hægt að kalla Morgunblaðið „blað” á sama hátt og hin dag- blöðin eru kölluð „blöð”. Morgunblaðið skipar miklu fremur bekk með hinum vold- Angola fær \=?~~ fullt frelsi Olíusjóðir stofnaðir Eg hef slæmar fréttir sagði Ford þingheimi ig Bretar og Norðmenn hafa þokazt nær samkomulagi 11A játar ugu fjölmiðlum, sjónvarpi og hljóðvarpi. Ahrif blaðsins eru álika mikil og áhrif þessara tveggja rikisfjölmiðla gætu verið væri þeim beitt til þess að flytja mál afmarkaðs hóps meðal þjóðarinnar eða stjórn- málaflokks. Til þess að skilja betur áhrifamátt Morgunblaðs- ins og áróðursaðstöðu þeirra, sem standa að útgáfu blaðsins gætu menn gert sér það i hugar- lund, að einhver stjórnmála- flokkanna t.a.m. Alþýðubanda- lagið, réði yfir sjónvarpinu með svipuðum hætti og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa umráð yfir Morgunblaðinu. Fólki þætti að sjálfsögðu slik yfirburðaað- staða eins stjórnmálaflokks — að fá yfirráð yfir sjónvarpinu — i hæsta máta óæskileg fyrir frjálsa skoðanamyndun i land- inu. En sú er engu að siður áróðursaðstaða þeirra afla, sem mestu ráða i Sjálfstæðisflokkn- um, og njóta Morgunblaðsins. Smáskammtalækningar Mogga Og siðar i sömu grein segir Sighvatur: „Skoðanainnrætingin er lang- timaverk, „smáskammta- lækning”. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár er sömu grundvallarlifsviðhorfum haldið að fólki og hafi einhver einn fjölmiöill algera yfirburða- stöðu innrætir hann meginþorra almennings smátt og smátt þau almennu viðhorf, sem eru rikjandi hjá þeim, sem þar gefa tóninn. Þannig er áhrifum Morgunblaðsins farið. Smátt og smátt innrætir blaðið fólki ákveðna fordóma, og áhrifin eru þess eðlis, að hinn almenni lesandi veitir þeim vart athygli.” Þetta eru orð i tima töluð, og ekki neinu við þau að bæta, nema ef væri að benda á, að nú vilja Sjálfstæðismenn lika ná auknu tangarhaldi á útvarpi og sjónvarpi með útvarpsráðs- skiptum. Jafnvægi i fjölmiðlum á liklega enn lengra i land, Sighvatur, en jafnvægi i byggð landsins. —EKH Verður „Feiti Albert” bjargvættur ísrael? B'£ Þar rak að þvi aö Israelsmenn fengju sinn spámann... skyldi þeim ekki geta orðið lið að Kristni Finnbogasyni lika? ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.