Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. janúar 1975. Einhvern tima i haust sýndi is- lenska sjónvarpið mynd um Grindavik. Myndin hét „Fiskur undir steini”. Vakti hún gifurlega athygli, alla vega miklar um- ræBur og jafnvel reiði manna. Myndin var rökkuð niður sem svi- virðileg árás á eitt bæjarfélag; grindvikingar sjálfir tóku sér meira að segja penna i hönd til þess að reka af sér slyðruorðið, og nú liður varla svo vika, að ekki sé auglýst myndlistarsýning eða tónleikar i Grindavik, fyrir utan auðvitað bðllin. klæða sig upp á til þess að hlusta á konsertpianistann úr höfuðborg- inni eða jafnvel horfa á kvikmynd um vandamál stórborgarinnár eða einhver önnur vandamál? Það kostar minna átak að setjast við sjónvarpið og láta það hafa of- an af fyrir sér smástund. Úti á landi, þar sem aflanum er mokað á land, verðaallir, konur, karlar, börn og gamalmenni að vinna. Það er blátt áfram skammarlegt að vinna ekki. Annars liggur aflinn undir skemmdum. Allir skynja, að lif drykkju i garðhúsum — sumir a.m.k. Á meðan enginn átti neitt og menn gengu um atvinnulausir, var eins og fólk þjappaðist saman, og það gat byggt sér hall- ir með bjartsýnina eina að vopni. Nú er vinnan meir en nóg, og fyrir nokkru mátti lesa á forsiðu dag- blaðanna, að samkvæmt fram- talsskýrslum væri ísafjörður tekjuhæsti bær á landinu að meðaltali. Samt bregður svo við, að nú er eins og menn hunsi ger- samlega sameiginlegar þarfir. Getur verið, að einstaklings- hyggjan vaxi með auknum fjár- ráðum? Menn fá borgað að verð- leikum fyrir þessa miklu vinnu, og þeir leggja mikið á sig til þess að koma sér vel fyrir, eins og það er kallað, eignast hús, bil og öll hugsanleg þægindi, skapa sér sinn litla heim, sem ekkert getur haggað, og gleyma þvi, að þeir lifa i samfélagi við annað fólk. Og þá er ég komin að þvi, sem ég tel vera aðra aðalorsök þessarar menningarlegu deyfðar, eða öllu heldur það, sem við reykvikingar teljum svo, þegar við komum út á land. Það er þetta metnaðarleysi fyrir hönd sins bæjarfélags. A Isafirði, t.d. eru til áhugamenn um myndlist, þar er starfandi tónlistarfélag og leik- listarfélag, en öll þessi félags- starfsemi berst i bökkum vegna þess að hún fær enga hvatningu frá bæjarbúum. Það er ekki enda- laust hægt að færa upp leikrit eða bjóða heim tónlistarfólki, ef bekkirnir standa auðir og engir peningar koma i kassann. ísa- fjörður var talinn menningarbær, og ef bæjarbúum er það einhvers virði, að hann haldi áfram að vera talinn það, þá hljóta þeir að þurfa að sýna það i verki, í.d. með þvi að sækja tónleika, leiksýning- ar, jafnvel þó að það sé ekki at- Heima og heiman Stundum finnst mér eins og hægt sé aö likja tsafirði við ver- stöð. Staður þar sem allir eru að vinna. Vinnan gengur fyrir öllu og út yfir allt. Ef við litum i kringum okkur, sjáum við, að það eru að- eins örfáir, sem skeyta um að hafa fallegt i kringum húsin sin, við eigum ekkert boðlegt félags- heimili, ekkert elliheimili, það vantar betra sjúkrahús. Þrátt fyrir alla þessa peninga, sem streyma um hendur einstaklinga, og þótt allir eigi falleg hús, eða séu að byggja sér falleg hús, þá eru ekki til peningar til sameigin- legra þarfa. En einhvern tima kemur að þvi, að fólk er búið að fá nóg; það verður að taka sér fri öðru hverju. Og hvað gerist þá? Það er flogið til höfuðborgarinnar eða jafnvel til útlanda. Allt þetta fólk, ENN UM MENNINGUNA Auðvitað voru grindvikingar sárir. Ég man lika, hversu flatey- ingar voru sárir, þegar ég kom þangað eitt sumar eftir að Jökull Jakobsson hafði verið þar til að skrifa bókina „Siðasta skip suð- ur”. Þeim fannst sumum hann tala heldur af litilsvirðingu um eyjarskeggja. Það sem Jökli fannst vera skemmtileg saga af skritnum köllum og kellingum, tóku eyjarskeggjar sem persónu- lega móðgun og fannst ekkert fyndið. Nú er ég alveg handviss um það, að þeir félagar Ólafur Haukur Simonarson og Þorsteinn Jónsson höfðu alls ekki i huga að móðga einn né neinn, nema þá ef væri alla islensku þjóðina. Að minu mati var það hrein tilviljun, að fyrir valinu varð Grindavik, þeir gátu verið að fjalla um hvaða vik sem var, eða hvaða fjörð sem var á landinu. Og mistök höfunda voru ef til vill þau að hafa ekki farið á milli staða, þannig að gagnrýnin dreifðist á alla jafnt. Þá hefði þeim kannski tekist að ljúka upp augum laiidsmanna fyrir þeirri hugmynd, sem mynd- in byggist á — vinnuþrælkun þjóðarinnar. Myrkra á milli Nú vill svo til, að ég hef sjálf verið búsett úti á landi um nokk- urra ára skeið, þ.e.a.s. á ísafirði, og ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér, hvers vegna það, sem kallast menningarlif, eigi svo erf itt uppdráttar. Nú eru að visu starfandi á ísafirði fjölmargir klúbbar og féiög, og verð ég að viöurkenna, að ég er ekki með- limur i neinu þeirra og veit þess vegna ekki, hvað þar fer fram. Allavega nær það ekki eyrum og augum almennings. Orsakirnar fyrir þessu menningarlega sinnuleysi tel ég aðallega vera tvær: í fyrsta lagi er það þessi ofboöslega vinna — einmitt eins og þeir benda á i myndinni— þessi langi vinnudag- ur, óreglulegi vinnudagur, fólk vinnur myrkranna á milli, ég tala nú ekki um i skammdeginu, það er myrkur, þegar það fer út á morgnana og það er enn myrkur, þegar það snýr heim £ kvöldin. Og hvað er þá notalegra en að stinga sér ofan i heitt rúmið? Hvaða þrek hefur sá, sem hefur staðið á fótunum aila daginn með hendurnar i köldu vatni, til þess aö rifa sig upp, fara i bað og þjóðarinnar er i veði, það má eng- inn bregðast, og þetta verður ei- lift kapphlaup. Kennarar kvarta undan þvi, að nemendur dotti yf- ir námsbókunum, heimavinnandi húsmæður kvarta undan þvi, að þær séu litnar hornauga fyrir að vera að slæpast heima við. Ef við litum á skólann og heimilið sem undirstöðu menningarlifs, þá segir þetta okkur talsvert um ástandið. Nú, en þetta strið er ekki hægt að stöðva, þvi að þar með hrynur þjóðfélagsgrunnur- inn. Þá færi allt til fjandans, er sagt. Einhvern veginn verðum við að afla tekna. (En er ekki allt að fara til fjandans, hvort eð er? Það sér ekki högg á vatni, þó svo að fólk vinni frá sér allt vit.) Vinna, eta og sofa — það virðist vera hlutskipti þeirra, sem stunda undirstöðuatvinnuna. Ég er alin upp i höfuðborginni, kem úr rótgrónu hverfi i Vestur- bænum, þar sem vinnudagur flestra takmarkast við átta stundir og menn eiga sér nokkurn tima afgangs dag hvern til að sinna áhugamálum eða bara til að slappa af og rabba saman. Sunnudagar eru jafnvel haldnir heilagir, menn fara i sparifötin, gefa öndunum eða fara jafnvel i kirkju. Sumum leiðist óskaplega á sunnudögum, og auðvitað er þessi reykviska sunnudaga- stemmning hvorki betri né verri en úti á landi. Hún er bara öðru- vísi. Þar er öllum hefðum hins borgaralega samfélags koll- varpað, og maður verður að skipuleggja lif sitt upp á nýtt. En hvers vegna ættu reykvikingar, sem flestir stunda þjónustu- greinarnar og lifa i rauninni á vinnu fólksins við sjávarsiðuna, hvers vegna ættu þeir einir að hafa leyfi til þess að eiga sér sinar fristundir eða láta sér leiðast á sunnudögum? Metnaður Það er svolitið skritið, að á ár- unum milli 30 og 40 þegar allir vasar voru tómir, voru byggð stórhýsi á lsafirði — félagsheimili alþýðunnar, höll undir starfsemi kaupfélagsins og nokkru fyrr glæsilegasta sjúkrahús þess tima á landinu. A þessum árum blómstraði leiklist, það voru færðar upp heimatilbúnar reviur og söngleikir, fólk stundaði blómarækt og kom saman til te- Eftir Bryndísi Schram vinnufólk, þvi að mjór er mikils visir, og hverjum manni er það nauðsynlegt að fá hvatningu og finna, að einhver stendur með honufn. Það er iika nokkuð útbreidd skoðun, að menning sé einhver einkaeign fárra útvalinna, jafnvel eitthvað mjög fráhrind- andi, og að menn verði að fara i gegnum allt menntakerfið til þess að fá aðgang að menningunni. Listahátið i Reykjavik — það er ekki fyrir okkur, segir fólk og er fyrirframákveðið i að loka eyrum og augum fyrir listahátið i Reykjavik. Fólk gengur með ein- hverjar ákveðnar grillur um það, hvar það standi og hvað þvi tilheyri. Og það versta er, að það neitar að snobba, þvi að ef snobb- ið drægj það af stað, þá mundi það kannski sjá, að menning er al- menningseign. Franskur húmor En hvaða mælikvarða ætlum við reykvikingar að leggja á menningaráhuga dreifbýlisfólks? Það má nefna sem dæmi, að nokkru fyrir hátiðar gekkst menningarráð tsafjarðar fyrir sýningu á frönskum skopmynd- um. Sýning þessi hafði hangið uppi I höfuðborginni áður og var sett upp á vegum franska sendi- ráðsins. Ekki er mér kunnugt um, hvort hún fékk nokkra aðsókn þar. Þetta voru ósköp elskulegar myndir, þar sem skopast er að manninum og handaverkum hans. Eitthvað, sem allir gátu skilið og haft gaman af. Það má þó vera að orðið franskur hafi fælt frá. Frakkland liggur afskaplega fjarri sjávarplássi á Vestfjörðum — þó svo að sumir þeirra hafi franskt blóð i æðrum! Jæja, en hvað um það, sýningin var auglýst, menningarráðið var mættmeðpompi og prakt, blóm á borðum og ræðan i vasa for- mannsins — en engir komu gest- irnir. Ekki einn einasti maður lét sjá sig. Menningarráðið varð að láta sér nægja aö hlæja eitt að frönskum húmör. Svo fór það heim, og húsinu var lokað. Alyktun: enginn áhugi, vonlaust að halda svona sýningar. Eða hvað? Enginn vissi fyrr en eftir á, að það var verið að halda tvö brúðkaup á sama tima I bænum, og i þrjú þúsund manna bæ mun- ar um tvær stórveislur, og þó ekki væri nema ein. sem ekki segist skilja menn- inguna og hunsar hana heima, það er i rauninni sólgið i hana. Það skipuleggur leikhúsferðir.fer i leikhús á hverju kvöldi, býr á bestu hótelum höfuðborgarinnar, drekkur i sig það besta, sem islensk menning hefur upp á að bjóða — það bókstaflega leggur undir sig höfuðborgina I nokkra daga. Þetta fólk sér meira af leik- ritum og hvers kyns sýningum á fáeinum dögum en þorri reyk- vikinga gerir á heilu ári Svo er komið heim aftur til þess að vinna og safna upp i næstu ferð. Liklega er Reykjavik allt of nálæg. Hvers vegna á að vera að halda uppi einhverju amatörmenningarlifi úti á landi, þegar það besta er aðeins i seilingarf jarlægð? Kannski það sé flugvélin, sem hefur átt stærstan þátt i að spilla menningarlifi úti á lands- byggðinni! Það verður liklega ekki fyrr en kreppan er komin i algleymi og menn hætta að geta flakkað á milli landshluta, að þeir neyðast til að fara að hafa ofan af fyrir sjálfum sér á ný. Ef að er gáð Þegar við reykvikingar flytjum út á land, er auðvitað margt, sem við söknum, en við getum ekki krafist þess,að allt sé eins og það» var höfuðborginni. Aðstæðurnar úti á landi eru svo gerólikar. Hins vegar uppgötvum við margt, sem höfuðborgin hefur ekki og er svo margfalt meira virði og uppruna- legra. Reykjavik er ekki stór- borg, öllu heldur ofvaxið þorp. Hún hefur marga ókosti stór- borgarinnar, eins og t.d. fjar- lægðirnar, hávaðann, án þess að búa yfir fjölbreytileik stórborgar. Hugsið ykkur hvað það er þægilegt að hafa allar stofnanir, sem maður þarf að leita til á einum punkti, að þekkja öll andlit, sem maður mætir og heilsa glaðlega, þegar maður kemur inn i pósthúsið, bankann, fiskbúðina, kaupfélagið, að þurfa aldrei að biða eftir strætó, aldrei að standa I biðröð, aldrei að vera i vafa, hvort maður eigi að fara i þetta bió eða hitt, þvi að það er bara eitt á staðnum. Og hugsið ykkur — I þrjú þúsund manna bæ finnið þið siungan öldung, sem rekur 100 manna tónlistarskóla heima i stofunni hjá sér; og á hverjum sunnudegi halda þessir nemendur Föstudagur 17. janúar 1975. Þ.IÓOVILJINN — SÍÐA 7 tónleika, jafnvel þó svo þeir nái varla upp á nótnaborðið. I þessum þrjú þúsund manna bæ finnið þið 81 árs gamla konu, sem árum saman hefur kennt isfirðingum ensku, þýsku og frönsku heima hjá sér. Þið finnið simstöðvarstjóra, sem nemur flautuleik i tómstundum, ungan mann, sem dundar við að þýða dæmisögur Esöþs úr grisku, eitt eða tvö meiri háttar tónskáld, fiðlusnilling, — en engan list- málara. Það er skritið eins og umhverfið er stórfenglegt og dularfullt. Allt þetta fólk finnið þið á Isafirði, og ef þið komið þangað á Þorranum, þá er ykkur boðið á þorrablót. Þeir blóta Þorra á mjög skemmtilegan hátt. Allir koma með sitt trog fullt af krásum. Og utan um trogið er vafinn hvitur dúkur, sem siðan er breiddur á borðið, en pelinn er settur undirborð. Siðan er matast og drukkið og sungið og hlegið fram undir miðnætti, en þá er dúknum enn vafið um trogið, sem nú er orðið tómt og farið með það heim. Svo koma allir aftur, og þá er slegið upp balli. Þarna eru gjarnan þrir eða fjórir ættliðir saman við borð, en venjulega eru það þeir elstu, sem endast best og lengst i dansinum! Eyjólfur enn Menningarviðleitni þjóðarinnar hlýtur að birtast i margvislegu formi. Einhvers staðar segir Kiljan: „Maður skyldi varast að ætla, að menninguna sé að finna á bókum, ekki einu sinni góðum bókum, heldur hjá fólki, sem hefur gott hjartalag.” Nú þegar stöðugt er verið að bera saman menningarneyslu dreifbýlis og þéttbýlis, væri kannski hollt að, minnast þessara orða skáldsins; enn hefur að visu ekki verið fundið upp tæki til þess að mæla hjartalag, þótt hjarta- linurit sé þekkt fyrirbæri innan læknastéttarinnar! Við getum ekki vænst þess, að það form þéttbýlismenningar, sem er haldið uppi af atvinnu- listamönnum, bæði i leikhúsi og i sinfóniuhljómsveit, fái þrifist utan höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar má minna á það hér, að bæði Þjóðleikhús og sinfóniu- hljómsveitin eru rekin i nafni allrar þjóðarinnar, og þvi ekki nema sjálfsögð menningarpólit- isk réttiætiskrafa, að hvort tveggja nái þá til allrar þjóðar- innar. Umræður hafa leitt i ljós, að það er hægt að verða við þeirri kröfu, og bundu sumir vonir við núverandi Þjóðleikhússtjóra, sem hafði látið uppi áhuga á þessu máli. Það er augljóst, að menningar- lif, sem er byggt á stopulum tóm- stundum þess fólks, sem með striti sinu myrkranna á milli hefur staðið undir þessu sérstæða islenska efnahagsundri, hlýturað eiga sér erfitt uppdráttar. Ég gat þess áðan, að menningarlif á ísafirði hefði blómstrað á kreppuárunum. Nú vofir yfir okkur heimskreppa, og ástandinu i islenskum efnahags- málum eftir langvarandi gullöld og gósentið er þannig lýst, að þjóðarbúið riði á barmi gjald- þrots. Og þá vaknar sú spurning, hvort þetta lifsþægindakapp- hlaup undanfarandi ára hafi kannski verið einhvers konar eftirsókn eftir vindi. Hvað skilur það eftir sig? Og ef utanaðkom- andi aðstæður valda þvi, að við getum ekki lengur lifað um efni fram, hvernig erum við þá undir það búin að breyta lifsgæðamati okkar og lifsstil i samræmi við breyttar aðstæður? Fer þá kannski að birta til? Hver veit nema Eyjólfur hressist! Haraldur Guðnason: ÞJÓÐHÁT ÐARÞING Þjóðhátiðarþingið — eða þingin — var þing nokkurra viðburða, sem vera bar. Þingrof, kosning- ar, jafntefli. Eftir kosningar „for- likast gjörðu fjandmenn tveir” — ihaldsstjórn. Bætt viðráðherra og stól samkvæmt hlutaskiptaregl- unni. Kosningavixill uppá kjöt og mjólk féll. Raunar týndist mikið af kjötinu, en fannst I Færeyjum. Sumarþing nokkra daga, en þeir vel notaðir — nýjar álögur miljarður á dag. Er nýtt Islands- met, ásamt verðbólgumetinu, sem gerði okkur fræga á )>vi herr- ans þjóðhátiðarári. Og eftir ritú- alinu sáu nær 50 miljarða verð- bólgufjárlög dagsins ljós. Um þau segir i Nordisk Kontakt „Gjen- speiler galopperende inflasjon i landet.” Þegar menn sáu hið nýja Matthiasarguðspjall datt vist sumum i hug: „Þetta sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.” Sami Matthias taldi hægt að lækka fjárlög fyrra árs um 4.3 miljarða en hækkar þau nú milli ára um 62%. En gleymum ekki sjálfu þjóð- hátiðarþinginu — á Þingvöllum. Það var virðuleg prósessian á pallinum— tilkomumikil sýning. Þá var bætt fyrir syndir feðranna og náttúrunnar, og varið til þess 200 miljónum króna á ári i fimm ár (Hvað svo?). Þingmenn voru að sjálfsögðu hrifnir af þessari rausn sinni, en þó var þetta „of litið — of seint.” En svo minnkaði reisnin á þjóð- hátiðarþinginu þegar sest var að i gamla þinghúsinu I Reykjavik og tekin upp gamalkunn betli- stafspólitik (vesturför Einars, beðið um dátasjónvarp o.fl.)--- Skal nú vikið að þrem þingmál- um sem gefa nokkra visbendingu um hvert stefnir i kærleiksheimili Geirs og Ólafs Jóh. Frumvarp um upplýsinga- skyldu stjórnvalda var flutt i þriðja sinn. Nafnið nálgast reynd- ar það, að vera öfugmæli, þvi meginhluti frv. miðar að þvi að almenningur fái ekki upplýsingar frá stjórnvöldum, heldur hinu, að halda fréttum og ýmiss konar upplýsingum leyndum — löggilda leyndina. I 2. gr. eru 16 efnis- flokkar sem halda skal leyndum, og nálgast sumt i þeirri klásúlu að vera hlálegt. Eru þvi allar likur á, að fregnir af ýmsum innanlands- viðburðum muni koma að utan, svo sem verið hefur. Laumuspil og leyndarhjúpun á sem sé að leiða i lög. Stjórnvald, sem svo er nefnt i frv., má setja stimpilinn „leyndarmál” á opinber skjöl eft- ir geðþótta og geta synjað öllum beiðnum um slik plögg. „Haltu kjafti, hiýddu og vertu góður”, orti Káinn. Dómsvaldinu á að vikja til hlið- ar. „Fyirskipuð þögn” skal rikja, ef það er talið henta. Náðarsam- legast er þó leyft að kæra, hafi stjórnvald synjað tilmælum um afhendingu opinbers skjals, til annars stjórnvalds á hærra tróni, en svo kemur dómsorð hæstráð- enda til sjós og lands: „úrskurð- ur ráðherra á þessu sviði er fulln- aðarúrskurður.” Stjórnarliðið hefur riðið húsum að undanförnu til þess að flæma útvarpsráð út, en til þess þarf að breyta lögum. útvarpsráð hefur þó staðið sig vel yfirleitt, að dómi þeirra sem ekki eru starblindir pólitikusar. Lá svo mikið við, að málið fékk ekki þinglega athugun i nefnd, og þrátt fyrir afbrigði og óðagot varð málið ekki afgreitt fyrir jól. Mun það hafa skyggt á gleði háttvirtra sumra á hinni miklu hátið. — — Margir halda að öfgaöflin i Sjálfstæðisflokknum standi fyrir þessu upphlaupi. Hitt mun sönnu nær, að ihaldsliðin i báðum stjórnarflokkum séu hér að verki. Heimarikir foringjar hatast við þá sem brjótast undan húsbónda- valdinu. Svo langt gengur ofstæki þessara klikna, að þeir sem ekki segja já og amen sæta opinberum ákúrum. Og menn vorkenna Vil- hjálmi, þeim sómakarli, sem er látinn stjórna áhlaupinu. Einræðisöflunum i Sjálfstæðis- og Framsóknarfl. hefur aukist ásmegin við trúlofunina. Þau vilja láta kommissara (varð- hunda) sina ráða rikisreknum fjölmiðlum, sem fólkið i landinu heldur uppi með skattpeningum sinum. Þetta pr pólitiskt hneyksli, eitt af mörgum i seinni tið, ótvi- ræð afturför frá lögunum 1971. Flokksgæðingar skulu kosnir af alþ. til þess að hafa eftirlit með „menningarneyslunni.” „Þeir sem reka fjölmiðlunar- tækin eiga lika að hafa næði fyrir stjórnmálamönnum” (Thor Vil- hjálmsson). — Ég hef i blaða- grein fyrir nokkru lagt til, að út- varpsstjóri og forstöðumenn hinna ýmsu deilda, ráði og beri ábyrgð á útvarps- og sjónvarps- dagskrá, meðan ekki er fundin önnur skipan á þessu máli. Mér skilst, að núv. formaður útvarps- ráðs sé sömu skoðunar. En það er meira blóð i stjórnar- kúnni; meira en að reka útvarps- ráð. Einræðisklærnar teygja sig I ýmsar áttir. Menn eru reknir hver um annan þveran, en aðrir, með skoðanir þóknanlegar vald- höfunum, ráðnir i þeirra stað. Dæmi: Tveir framkvæmdastjór- ar Framkvæmdastofnunar rekn- ir, en sá þriðji, rétttrúnaðarmað- ur, situr áfram. Menntamálaráð- herra rekur einn embættismann i ráðuneyti sinu og er gefið að sök að hafa gagnrýnt ýmsa starfs- hætti þar innanhúss. Ráðherrann hefur m.a. vitnað i skipunarbréf mannsins þar sem segir: „Hann skal vera yfirboðurum sinum trúr og hlýðinn’(M). Ég legg til, að i skipunarbréf embættismanna verði þetta tekið úr minu lær- dómskveri: „Verið yðar yfirboð- urum og valdstéttum hlýðin, þvi engin valdstétt er nema frá guði.”---- Þriðja málið, málmblendiverk- smiðjan (Union Carbide), hefur ekki enn verið lagt fram á alþingi til afgreiðslu, en komið til um- ræðu vegna fyrirspurnar Jónasar Arnasonar. Eru likur á að þetta verksmiðjubákn, en hringur þessi framleiðir m.a. kemisk vopn, verði eða sé sameiginlegt hjart- ans mál stjðrnarflokkanna. Ihaldið hefur komið karbit I kopp Framsóknar og sýður i mjög. Efnt var til langra og strangra fundahalda með borgfirðingum, sem kunnu ekki meir en svo að meta „kurteisisheimsókn” málmblendimanna, þar sem meðreiðarsveinar vitnuðu um ágæti karbitsins og blessun hins tæra lofts umhverfis karbitsfa- brikkur, aðalheimild Union Car- bide, USA. Engu vil ég spá um mengun af slikri verksmiðju, en hitt er vitað, að i Bandarikjunum hefur um mörg ár staðið löng og hörð bar- átta við þennan hring. A langri ævi hef ég lært að trúa varlega sérfræðingum, með og án gæsa- lappa. Enn sem komið er hafa is- lendingar engar óyggjandi sann- anir fyrir þvi, að verksmiðja sem þessi valdi ekki mengun. Hitt er vitað, að þetta verksmiðjubákn kostar islendinga sem eignar- aðila ótalda miljarða kr. Hins- vegar er nú boðaður öllum lýð stórfelldur samdráttur i verkleg um frdmkvæmdum. Kannski ætl- ar rikisstjórn ihalds og Fram- sóknar að leysa vandann með margnefndri fabrikku og þvi, að framkvæma hugsjón Eyjólfs Konráðs þingm. um 20 álver? All- ar þessar verksmiðjur gætu vist tekið marga uppflosnaða bændur i vinnu? Islendngar eiga að stofna verk- smiðjur til nytsamlegrar fram- leiðslu, en ekki til þess að hlaða undir erlenda auðhringi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að i stórum verksmiðjum verður dag- legt lif ómanneskjulegt. Verka- maðurinn ópersónulegur, nánast nafnlaus, númer og litið hjól i stóru kerfi.------ Halldór E. Sigurðsson ráðherra sagði á þingi eftir trúboðsferð þeirra Gunnars og undirvitna þeirra, að borgfirðingar gætu sjálfir tekið sinar ákvarðanir i þessu máli. Voru þeir hafðir með i ráðum frá upphafi? Nei, embættismenn stjórnarinnar voru látnir undirbúa málið með leynd, og þegar þvi er lokið er haldiðupp i Borgarfjörð og ætlast til að héraðsmenn segi já og am- en, halelúja, við eigum að fá málmblendiverksmiðju! Og þeg- ar þeir reynast ekki snoknir fyrir þetta fyrirtæki, sem gæti haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar fyrir lifriki Hvalfjarðar, snúa þessir herrar uppá sig: Ef þið viljið ekki karbitinn, eru aðrir sem vilja fá hann. Til hafnarinnar i Vestmanna- eyjum hefur undanfarin ár verið peðraðsmáum upphæðum, og svo er um fleiri hafnir. En það á að gera nýja höfn i Hvalfirði ásamt rándýrri verksmiðju. Þá vantar ekki peninga. En fyrir fám dög- um taldi Halldór E. á alþingi öll tormerki á þvi, að smiða að sinni brú á Oifusá,hjá Oseyrarnesi^fyr- ir450milj. kr., þó sú framkvæmd sé lifsnauðsyn fyrir fólkið sem býr þar á suðurströndinni. Þeir landsmenn, sem vilja fyrst og fremst búa að gögnum lands- ins og gæðum, þurfa að standa betur saman og efla harða and- stöðu gegn stjórnmálamönnum, sem sjá þau helst úrræði að efla erlenda stóriðju og auðhringi á tslandi. Haraldur Guðnason. Skjöldur Eiríksson: Forðist „vinstri” slysin Háskólaskrill til hermda ris, hrópar að „feðrum visum”. Sá er til ljótra verka vis gegn „Varins lands” aligrisum. „Húsmóðir” skrifar og varar við, „Velvaka” ráð holl gefur: að húðstrýkja þetta herjans lið, sem hermangsins velferð tefur. Já, aumt er að lifa á landi hér, ef lokast ei skrilsins kjaftur. Ó, kaninn minn góði, vér krjúpum þér. Kommastjórn leyfðu ei aftur. Verðugum dollarans veittu náð, þér viljum vér bljúgir þjóna. Óþverrakjaftanna orð skal smáð. Vér einangrum slika dóna. Eússagrýla nú orðin er útjaskað, karlægt tetur. Ó, leyfðu henni, Herra, að lifa hér, þvi ljótt annars skeð hér getur. Þú verður að forðast þin faðmlög heit, Ford minn, við Brésnef gerska Ef almúgaskrillinn um ást þá veit, óþægð hans vex og þverska. Við þurfum að hafa okkar skálkaskjól, að skýla okkur bak við, Herra. Grýlu aftur klæddu i gerskan kjól og gefðu henni andlit verra. Hjálpaðu okkur að hefta kjaft á háskólaskrilsins refum. Kreppu og fjárskorts við herðum haft og „Hringunum” þræla gefum. Skjöldur Eiriksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.