Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Eik hefur frœgðarferil Eik lieitir hún, ný fimm manna pop-hljómsveit, sem ætl- ar aö taka til viö að skemmta þeim sem vilja hlýöa á. Eikin hefur reyndar verið til í nærri þrjú ár, en litið hefur veriö um spilverk opinberlega, þeir hafa verið aö æfa sig, félagarnir og þann 1. febrúar n.k. koma þeir fram i i Tónabæ — siöan er fyr- irhugaður frægðarferill. Eikina skipa þeir Lárus Grimsson (pianó, flauta), Her- bert Guðmundsson (syngur), Ólafur Sigurðsson (syngur), Haraldur Þorsteinsson (bassi) og Þorsteinn Magnússon (git- ar). —GG. MJOLKURSALAN TIL KAUPMANNA? Mjólkursalan í Reykja- vik hefur löngum þótt skemmtilegt deiluefni meðal reykvikinga og raunar fleiri landsmanna. Og vitaskuld snýst deilan um hvort afhenda eigi kaupmönnum og kaupfé- lögum alla dreifinguna eða hvort áfram eigi að ríkja //einokun" Mjólkursam- sölunnar á þessu sviði eins og kaupmenn orða það. 1 fyrra var lagt fram á þingi frumvarp sem gerði ráð fyrir að mjólkursalan yrði gefin frjáls og að Samsalan léti af smásölu en yrði einungis heildsöluaðili. Þetta frumvarp varð ekki útrætt en i stefnuræðu forsætisráðherra i haustskýrði hann frá þvi að rikis- stjórnin myndi flytja þetta frumvarp aftur á yfirstandandi þingi. Agúst borvaldsson alþingis- maður og stjórnarformaður Samsölunnar skýrði blaða- mönnum frá þvi að Samsalan hefði fyrir sitt leyti samþykkt frumvarpið og myndi hún selja allar sinar verslanir ef það yrði að lögum Það kom einnig fram i máli hans að nefnd sú sem frumvarpið samdi sá ekki ástæðu til að leita álits neytenda i þessum efnum. En eftir öðrum leiðum fengum við þær fréttir að þegar fjallað var um mjólkursöluna i nefndinni hafi fulltrúar kaupmanna aðeins farið fram á að nokkrum þeirra (20-30) yrði beitt mjólkursöluleyfi en að öðru leyti engu breytt. A þetta gat Samsalan ekki fallist og svaraði þvi til að annað hvort léti hún alla dreifinguna i borginni af hendi eða að ekkert breyttist. Var fallist á þetta i nefndinni. Borgarstjórnaríhaldið úthýsir Samsölunni úr nýjum borgarhverfum En þessi afstaða kaupmanna skýrir einkar vel hugmyndir þeirra um mjólkursöluna. Þeir vilja aðeins taka við mjólkur- sölunni þar sem hún ber sig. A þeim stöðum þar sem erfiðara er um vik eða meiri kostnaður fylgir henni er þeim sama þótt mjólkur- salan sé „einokuð”. Þeir vilja heldur ekki axla þá ábyrgð sem Samsölunni er lögð á herðar, að sjá um að allir borgarbúar fái næga og góða mjólk og þurfi ekki að hendast um allan bæ eftir henni. Og vitanlega hefur borgar- stjórn Reykjavikur eða réttara sagt það ihald sem við hana er kennt tekið afstöðu i málinu. Það kom fram i máli Stefáns Björnssonar forstjóra Samsölunnar á blaðamannafundi á dögunum að Samsalan hefði fyrr á árum alltaf fengið að fylgjast með skipulagi nýrra borgarhverfa og var henni alltaf boðin aðstaða i þeim. Þetta hefur hins vegar breyst á siðustu árum. Þannig hefur Samsalan ekki fengið úthlutað athafnasvæði i Fella-, Hóla- og Seljahverfi. Einhvers staðar i stjórnkerfi borgarinnar, þar sem einvaldalið ihaldsins situr i bróðerni og útdeilir lifsins gæðum til verðugra, hefur verið tekin ákvörðun um að i þessum hverfum skydu kaupmenn einir eða Kron sitja að mjólkursölunni. Það skortir ekki stéttvisina i borgarstjórnarihaldinu þegar hagsmunir kaupmanna eru að veði. j------------ Skýrsla OECD V erðlag hækkaði um 43% milli ára 1 skýrslu, sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD i Paris liefur sent frá sér um ástnad og horfur i efnahags- ' málum á lslandi segir, að hér hafi verðbólgan verið um 43% á siðasta ári samkvæmt fram- færsluvisitölu, en viðskipta- halli nemi um 9% vergrar þjóðarframleiðslu. 1 skýrslunni segir m.a.: ,,A liðinni tið hefur verið spáð hruni, þegar verðbólga komist á það stig, sem nú mætti nefna óskhyggju eina. fslendingar hafa fyrr á tið bú- ið viö mjög öra verðbólgu um nokkurn tima, til dæmis með- an fyrri heimsstyrjöldin stóð og fyrst eftir að henni lauk (en þá komst árleg verðhækkun upp i 60%) og eins og á árun- um 1940-1943. Afleiðingarnar i efnahags- og félagsmáluíh þá reyndust ekki óviðráðanlegar. En þrátt fyrir farsæla aðlögun á liðinni tið gera islensk stjórnvöld sér ljósa grein fyrir þeim alvarlega vanda, sem verðbólgan getur valdið.” Skylt er að geta þess, að þótt þessi ársskýrsla sé send út á nafni OECD, þá er hún i raun samin hér heima, að nær öllu leyti af islenskum emb- ættismönnum. Norrœnir jass-menn þinga hér: Þrj ár hljómsveitir á jass-tónleikum á Sögu á sunnudaginn Leifur Þórarinsson tónskáld, samdi nýtt jass-vcrk i tilefni af Nordjass-ráðstefnunni sem hald- in verður hér um helgina — ráð- stefnunni lýkur með hljómleikum á sunnudagskvöldið. Jass-menn á Norðurlöndum hafa stofnað til samvinnu með sér. Nýlega var stofnuð svokölluð Nordjass-nefnd á vegum NOMUS, sem er samstarfsnefnd um norræna tónlist. Nordjass er ætlað að fjalla um oukna samvinnu hljómlistar- tnanna á Norðurlöndum, þeirra sem leika jass, popp, og aðra al- þýðlega tónlist, eins og Jón Múli komst að orði á fundi með frétta mönnum nýlega, en Jón Múli Árnason, Gunnar Ormslev og Gunnar Þórðarson eru fulltrúar tslands á Nordjass-ráðstefnu sem haldin verður að Hótel Sögu um næstu helgi. Nú hefur tekist samvinna um öll Norðurlönd um að efla og styrkja jassmenn, og má i þvi sambandi nefna jasshátiðina miklu i Molde i Noregi i sumar. Á þeirri hátið vakti islendingurinn Pétur östlund hvað mesta at- hygli, og fullyrða sumir jass- menn, að Pétur sé nú einhver besti trommuleikari i Evrópu. 1 framhaldi af þvi samstarfi sem tekist hefur, verður þessi Nordjass-ráðstefna haldin hér, en tilgangur hennarer m.a. að reyna að koma þvi þannig fyrir að ein jasshljómsveit frá hverju Norð- urlandanna geti leikið á Stokk- hólmshátiðinni sem haldin verður i sumar. Meðal þeirra sem Nordjass- ráðstefnuna sækja, má nefna Erik Moseholm frá Danmörku, en hann hefur manna mest unnið i þágu jassins innan NOMUS nefndarinnar, og taldi Jón Múli vafalaust, að jassinn hefði ekki hlotið þá náð fyrir NOMUS-nefnd inni sem hann hefur hlotið, hefði Moseholms ekki notið við. t tilefni Nordjass-ráðstefnunn- ar hafa F.Í.H. og NOMUS haft samvinnu um hljómleika, sem haldnir verða i Atthagasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 19. þ.m. kl. 21. Þar leikur jasskvintett Gunnars Ormslev, popphljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar og 18 manna hljómsveit F.Í.H.undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, m.a. nýtt jassverk eftir Leif Þórarinsson, sem hann samdi nú um jólin i tilefni af ráðstefnunni. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn frá klukkan 19.00 á sunnudaginn, en tónleikarnir hefjast stundvislega klukkan 21.00. —GG mjólk og mjólkurafurðir orkuliiia oMíar og heilsubrunnur AUOLYSINGASTOFA KRISTINAB 3.29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.