Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.01.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 r-------^ þingsjá L________—á SR reisi loðnuverksmiðjur Stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar snúa bök- um saman i baráttu fyrir ríkisreknum verksmiðjum Allir 6 þingmcnn Vesturlands, þeir Asgeir Bjarnason, Friöjón Þórðarson, Skúli Alexandersson, Jón Arnason, Halldór E. Sigurðs- son og Bencdikt Gröndal, samein- ast um eftirfarandi þingsálykt- unartillögu: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina aö fela stjórn Sildarverksmiðja rikisins að hefja nú þegar undirhúning að þvi að byggja og starfrækja verk- smiðju á Snæfellsnesi, er unnið geti feitan fisk og fiskúrgang. A svæðinu frá Akranesi til Pat- reksfjarðar er — segja þeir — engin fiskmjölsverksmiðja sem getur unnið feitan fisk eða fiskúr- gang (sild, loðnu, karfa). Fisk- mjölsverksmiðjur, sem til eru á Hellissandi, ólafsvik, Grundar- firði og Stykkishólmi, geta ekki unnið feitan fisk. Þessar verk- smiðjur eru sumar mjög lélegar og er liklegt að innan tiðar verði þær að hætta starfrækslu. Einkaaðilum um megn A árinu stofnuðu fiskframleið- endur á Ólafsvik, Rifi og Hellis- sandi hlutafélag, Nesmjöl h.f. Hugmyndin var að það hlutfélag stæði fyrir byggingu loðnu- eða sildarverksmiðju á utanverðu Snæfellsnesi. Verksmiðja þessi átti einnig að taka við fiskúrgangi frá Rifi, Ólafsvik og Hellissandi. Eigendur gömlu fiskmjölsverk- smiðjanna i Ólafsvik og Hellis- sandi voru þátttakendur i þessu hlutafélagi. Félagið hefur látið fara fram verkfræði- og kostn- aðarathugun á byggingu verk- smiðju og hefur sú athugun farið fram á vegum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens s.f. Komið hefur i ljós að Nesmjöli h.f. er ofviða fjárhagslega að byggja verksmiðju nú, og hefur félagið horfið frá framkvæmdaá- ætlunum um sinn. Rikið hlaupi undir bagga Það er þjóðhagsleg nauðsyn að byggð sé verksmiðja, sem getur unnið feitan fisk og fiskúrgang á Snæfellsnesi. Jafnan veiðist drjúgur hluti loðnuaflans við Snæfellsnes og á Breiðafirði. Snæfellsnes er eini landshlutinn sem liggur að loðnuveiðisvæðum þar sem engin loðnuverksmiðja er til. Það er þvi mikil nauðsyn fyrir loðnuskipin að byggð verði loðnu- verksmiðja á Snæfellsnesi. Hrað- frystihúsin á Snæfellsnesi geta ekki hraðfryst loðnu til útflutn- ings meðan ekki er fyrir hendi verksmiðja sem unnið getur þann hluta loðnunnar, sem ekki nýtist til frystingar. Bygging verk- smiðju mundi þvi skapa mögu- leika á aukinni framleiðslu á loðnu til manneldis og þar með aukinni verðmætisöflun og um leið skapa hraðfrystihúsunum á Snæfellsnesi bættan rekstrar- grundvöll. Svo virðist að félög eða ein- Færðin víða erfið ennþá staklingar á Snæfellsnesi hafi ekki bolmagn til að fara út i bygg- ingu verksmiðju þeirrar, sem hér er lagt til að Sildarverksmiðjur rikisins byggi. Flutningsmenn til- lögunnar lita svo á, að slika verk- smiðju þurfi að starfrækja á Snæ- fellsnesi, og telja að rétti aðilinn til að byggja og starfrækja þá verksmiðju séu Sildarverksmiðj- ur rikisins. Svo er þaö karfinn Hraðfrystihúsin á Snæfellsnesi geta ekki heldur unnið karfa, þar sem fiskmjölsverksmiðjur, sem fyrir eru geta ekki unnið karfa- bein, sökum fitu. Hér er um mjög alvarlegan þátt að ræða viðvikj- andi rekstri frystihúsanna, ekki sist ef togaraafli eykst i hráefnis- öflun þeirra, svo sem gera verður ráð fyrir. Fiskm jölsverksmiðjurnar á Hellissandi og i Ólafsvik eru mjög lélégar og þær verður að endur- byggja innan mjög stutts tima. Verksmiðja sú, sem hér er lagt til að byggð yrði, gæti tekið við starfsemi þeirra. Og Jón Ármann líka Fleiri hugsa hýrt til Sildarverk- smiðja rikisins en snæfellingar og dalamenn. Jón Armann Héðins- son leggur til aö SR reisi verk- smiðju i Grindavik er brætt geti allt að 1.500 tonn af loðnu á sólar- hring og verði tilbúin til vinnslu i ársbyrjun ’76. Segir hann að bú- ast megi við aukinni loðnusókn, flutningar með loðnu til bræðslu i öðrum landshlutum séu dýrir, SR eigi mikið af tækjum frá fyrri tima sem ekki séu nýtt, fiskihöfn- in i Grindavik hafi stórbatnað en þurfi á auknum tekjum að halda. ,,Það er skoðun flutningsmanns að ekki verði langt i það að SR verði einnig að reisa aðra verk- smiðju og staðsetja hana i Þor- lákshöfn þegar höfnin þar er full- gerð’. Í11 Súgfirðingar fóru ekki heldur varhluta af óveðrinu. Þar eins og vföa annars staðar eru hús á kafi. Mynd: GIsii Guömundsson. Reykjavík Færri hófu byggingar A sl. ári hófst bygging 374 færri ibúða i Rvik en árið á undan. Lok- ið var við 124 fleiri ibúðir á sl. ári en árið 1973. Þetta kemur fram i yfirliti byggingafulltrúans i Reykjavik um byggingar i höfuðstaðnum 1974. Alls var lokið við 22,4 þúsund fermetra einbýlishúsa og raðhúsa úr steinsteypu, 15,6 þúsund ann- arra ibúðarhúsa úr steinsteypu 15.6 þúsund annarra ibúðarhúsa úsa úr steinsteypu og 133 fer- metra ibúðarhúsa úr timbri. Lok- ið var við 280 fermetra stækkanir eldri húsa úr steinsteypu og 40 fermetra eldri húsa úr timbri. Alls var lokið við 38,5 þúsund fermetra ibúðarhúsa úr stein- steypu, Þá var lokið við 6,7 þús- und fermetra iþrótta- og sam- komuhúsa og 7,8 þúsund fermetra verslunarhúsnæðis og 24.8 þúsund fermetra iðnaðar- og verksmiðju- húsa. I yfirliti yfir skýrslu ibúða eftir stærðarflokkum kemur m.a. fram eftirfarandi: 7 ibúðir voru 1 herbergi og eld- hús, 198 ibúðir 2 herbergi og eld- hús, 124 3 herbergi og eldhús, 387 4 herbergi og eldhús, 124 fimm her- bergi og eldhús, 51 6 herbergi og eldhús, 11 7 herb. og eldh., 11 8 herb. og eldhús og tvær 9 herb. og eldhús, eða alls 918 ibúðir. 168 ábúðir voru að meðaltali 578 rúmmetrar, en 745 ibúðir eru að meðaltali 315 rúmmetrar. Er hér miðaö við stærðarflokkun bygg- ingafulltrúans. En meðalstærð allra ibúða nýbyggðra á árinu 1974 er 363 rúmmetrar eða um 28 rúmmetrum stærri en árið 1973. Alls var lokið við að byggja 85 þúsund fermetra á sl. ári eða 2,7% meira en árið 1973. 1 smiðum um áramótin voru 1318 ibúðir, þar af 606 fokheldar eða meira. A árinu hófst bygging á 786 ibúðum. Batnar ört, ef veður helst gott Færðin á vegum iandsins var sannarlega ekki greið eftir óveðrið, sem gengið hefur yfir. Vegagerðarmenn eru vlða að þessa stundina og margar leiöir kunna að opnast I dag og alla Gjaldskrár smurstöðva breytast t gær hækkaði verð það sem bílstjórar verða að greiða fyrir þjónustu smurstöðva og nam hækkunin 8 prósentum. Að sögn verðlagsstjóra hefur verð á þjónustu smurstöðva verið óbreytt siðan 13. mars i fyrra en þá hækkaði það um 30%. Hækkunin núna stafar eingöngu af launahækkunum sem orðið hafa siðan i mars i fyrra. —ÞH Tbúö óskast 2ja til 3ja herbergja ibúö óskast á leigu. Upplýsingar i sima 15993 ...... imniBiww I næstu daga, ef veður helst skap- legt. Færðin er ágæt frá Reykjavik um Borgarfjörð og Snæfellsnes, að þvi undanskyldu, að Kerlingarskarð er ófært. Fært er úm Heydal vestur i Búðardal. I gær var verið að moka fyrir S/inadal og Gilsfjörð, og var ætlunin að fært yrði yfir i Reykhólasveiti gærkveldi. Frá Patreksfirði er ófært um Hálfdán til Bildudals, en fært er um Kleifaheiði suður á Barða- strönd. Frá Isafirði er verið að moka til Bolungavikur og Súðavikur. 1 gær var verið að moka veginn yfir Holtavörðuheiði, og orðið er fært á milli Hrútafjarðar og Blönduóss. 1 dag er ráðgert að moka Vatnsskarð. Verið er að moka vegi i Skagafirði. öxnadalsheiði verður ekki opnuð fyrr en eftir helgi, en afarmikill snjór er i Eyjafirði og litið komið áleiðis með mokstur. Vegagerðin hafði litlar sem engar fréttir af snjóruðningi á Norð-austurlandi. Mikiö er verið að moka út frá Egilsstöðum. Fjallvegir á Aust- fjörðum eru allir ófærir. Verið er að moka suður með fjörðum. Fært er frá Höfn i Hornafirði austur i Lón, og verður Lónsheiði mokuð næstu daga ef veöur verður stillt. . Suðurströndin frá Höfn er fær allt austur i Skaftártungur, en þar um og um Mýrdalssand fóru stórir bilar i gærmorgun. Þung- fært er þó á þessari leið svo og i Mýrdal. -úþ Takiö þátt í vali GÆÐAMERKIS fyrir íslenzkar iönaöarvörur Dómnefnd hefur valiö 10 merki.sem til úrslita koma.og nú gefst almenningi kostur á að taka þátt i vali þeirra þriggja merkja.sem verðlaun hljóta. Þátttaka er heimil öllum íslendingum 16 ára og eldri. Útfylltum atkvæðaseðlum skal skilaö i póst eða á skrifstofu Útflutningsmiðstöðvar iðnaöarins, Hallveigarstig 1, Reykjavik i umslögum merktum GÆÐAMERKI P.O. BOX 1407, Reykjavík fyrir 3. febrúar 1975. Sýning á öllum merkjunum, sem bárust verður opin i NORRÆNA HÚSINU kl. 18-22 i dag föstudag og kl. 14-22 laugardag og sunnudag n.k. ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.