Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975
Umsjón: Vilborg Harbardóttir
Þættirúr skýrslunni sem ráðuneytið birtir ekki:
Hvernig fariö er kringum
lögin um launajafnrétti
Hlutfall kvenna
í forystu
stéttafélaga í
engu samræmi
viðfélagatöluna
Ráöstefnan um kjör láglauna-
kvenna sem nokkur verklýösféiög
efndu til ásamt rauösokkum 26.
jan. sl. skoraði ma. á félagsmála-
ráöuneytiö aö gefa út hiö fyrsta
skýrslu þá um jafnrétti þegn-
anna, sem þar hefur legiö f fimm
mánuöi f handriti, unnin af Guö-
rúnu S. Vilhjálmsdóttur nemanda
i þjóöfélagsfræöinámsbraut viö
Háskóla lslands.
Aður hefur ráöuneytiö eöa
ráðherra fengið áskorun sama
efnis, enda var þaö þáverandi
félagsmálaráöherra sem á sfnum
tlma fól námsbrautinni aö gera
þessa skýrslu, og er erfitt að sjá,
hvernig hún á aö koma aö gagni
nema almenningur fái aögang aö
henni. Þvi þaö var áreiöanlega
ekki tilgangurinn meö þeirri
ályktun sem samþykkt var á
alþingi 1971 og leiddi til þessarar
skýrslugeröar, aö niöurstööurnar
yrðu eitthvert einkamál einstaks
ráöuneytis.
Guörún S. Vilhjálinsdóttir vann
verk sitt undir umsjón kennara
við námsbraut i þjóöfélags-
fræðum. Sjálf er hún stödd
erlendis um þessar mundir, en
Ólafur Ragnar Grlmsson lektor
* kynnti á láglaunaráðstefnunni
mjög fróðlega þætti i þessari
skýrslu, sem snerta umræöuefnið
er þar var tekið til meðferöar, þe.
lagalega þróun launajafnréttis og
fyrirkomulag þess i reynd meðal
verka-, iönaðar- og verslunar-
fólks, svoog stöðu kvenna i for-
ystuhlutverkum hjá hagsmuna-
samtökum. Skýrslan sjálf er þó
mun viðtækara yfirlit yfir stööu
karla og kvenna i islensku þjóð-
félagi með tilliti til fjögurra
meginþátta: 1) menntunar, 2) at-
vinnuilfs, 3) launa og 4) margs-
konar forystustarfa i þjóðfélag-
inu.
Frásögn ólafs Ragnars var
eftirfarandi (millifyrirsagnir eru
blaðsins):
Aödragandi launajöfnuð-
arlaganna
Lagalegu launajafnrétti kynj-
anna var komið fyrst á hjá starfs-
mönnum rikisins. 1 launalögum
rikisstarfsmanna frá 12. mars
1945 segir, að I skipun i starfs-
flokka og flutning milli launa-
flokka skuli konur að öðru jöfnu
hafa sama rétt og karlar. 1 gild-
andi lögum frá 1954 um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
er skýrara ákvæði þessu viðvikj-
andi. Þar stendur, að konur og
karlar hafi sama rétt til opin-
berra starfa og til sömu launa
fyrir sömu störf. Þessi lög eiga
við rikisstarfsmenn almennt.
Þess má geta, að embættismenn
fengu þennan rétt með lögum 1911
og barnakennarar árið 1919. í
lögum um skipun og laun barna-
ORÐ
Áhrif á viðkomandi
líkamshluta?
Guðlaug á Akranesi
hringdi og sagðist hafa
verið í krabbameins-
skoðun — til varnar leg-
krabba.
— Áöur en sýnið var tekið,
sagði hún, þurftum við að
svara lönguin spurningalista
og þarámeðal var spurt, hvað
eiginmaðurinn ynni ! Hins-
vegar var ekkert spurt um
hvaða starf við hefðum
sjálfar, ekki heldur þótt um
ógiftar konur væri að ræða.
Ekki veit ég, hvort starf
eiginmannsins hefur svona
mikil áhrif á þennan likams-
hluta, jafnvel meiri en starf
konunnar sjálfrar, og ég gat
ekki annað en hlegið, sagði
Guðlaug. En samt... hvers-
vegna þarf þetta að vera
svona?
Konunum sagt upp
fyrst.
Sigga, sem býr I Keflavik,
sagði, að þar væru nú um 60
konur á atvinnuleysisskrá.
Ástæðan: Ótti við saindrátt
hjá frystihúsunum. Og þá er
auðvitað konunum sagt upp
fyrst,karlarnir halda áfram.
Saina gamla sagan.
Vegna plássleysis veröur
belgurinn ekki lengri i dag.
Haldiö samt áfrain að leggja i
hann orð. Við gefum honum
meira pláss næst.
—vb.
MANNRÉTTINDI
Nú er frumvarpið um fóstur-
eyðingar aftur komið i nefnd, en i
þetta skiptið á það ekki að sofna
þar, að þvi er flutningsmenn þess
segja, enda er búið að sniða burt
það sem fór i taugarnar á
læknum, kirkju og „almennings-
álitinu”. Formaður nefndar
þeirrar sem endurskoðaði gamla
frumvarpið sagði á dögunum aö
komiö hefði verið til móts við
óskir þessara hópa, og þar með
hefur öllu réttlæti veriö fullnægt.
Við konur eigum eftir aö heyra
það oft á næstunni, að
„almenningsálitið ” telji
einhverja lækna eða nefndir mun
hæfari en okkur sjálfar til að
ákveða hvenær við getum átt
börn og hvenær ekki. Samkvæmt
þessu „almenningsáliti” eru
konur svo kærulausar „að passa
sig” að veita verður þeim til-
hlýöilegt aðhald. Einnig litur
þetta sama „almenningsálit” svo
á að konur séu það slæmar á
taugum fyrstu vikur meðgöngu-
timans að þær skorti andlegt
jafnvægi til að taka sjálfstæðar
ákvarðanir um framtið sina.
Jafnvel getur átt eftir að heyrast
sú aldagamla prédikun að
Evudætur vilji óðar og uppvægar
stofna gjörvöllu mannkyni I
glötun, likt og formóðir okkar I
Eden forðum. Þetta og margt
annað f svipuðum dúr á eftir að
dynja á hlustum okkar, þar til við
látum undan þunga oröaflaums-
ins og samþykkjum meö kven-
legri þögn að sjálfsákvörðunar-
réttur okkar sé með lagaboði
fenginn öðrum i hendur.
Það sem gleymist, eða er falið,
i öllum þessum orðaflaumi er sú
einfalda staðreynd að það eru
konur sem ganga með börn. Þetta
er svo eðlileg og undantekningar-
laus staðreynd aö þrætubókar-
meistarar viðurkenna hana ekki,
hvað þá hitt að fóstureyðing er
alltaf neyðarúrræði fyrir konu.
„Almenningsálit” þeirra neitar
að trúa öðru en að við látum eyða
fóstri annaö hvort af léttúð eða
skepnuskap. Að visu tekst
stundum að klæða þessar
hugsanir i hátiðlegt fræðimál með
tilheyrandi linuritum og tölfræði-
heimildum, en undirrótin er sú
sama: konur eiga ekki að fá að
ráða sinum eigin likama.
Þegar ég heyri rök þau sem
fram eru borin gegn frjálsum
fóstureyöingum verður mér
tiðhugsaðtildeilunnar sem spratt
út af afnámi þrælahalds. Ekki er
ég þó að likja saman kjörum
nútima kvenna á Islandi og þræla
hér áður fyrr, en röksemda-
færslan gegn þeim þá og okkur nú
er af svipuðum toga spunnin.
Fylgjendum þrælahalds varð
tiðrætt um að það væri i alla staði
öruggara og þægilegra fyrir
þrælana að eiga ráðdeildarsama
húsbændur en að þurfa að heyja
lifsbaráttuna á eigin spýtur. Þeir
þörfnuðust verndar og umhyggju,
annars misbeittu þeir nýfengnu
frelsi. Jafnvel var sagt að þeir
öðluðust aldrei andlegt atgervi til
að geta ráðið sér sjálfir.
Lagasmiðirnir hér bera þessa
sömu umhyggju fyrir okkur, og
þess vegna forðast þeir eins og
heitan eldinn að minnast á það
einu orði að frelsi til að ráða
sjálfur barneignum sinum eru
grundvallar mannréttindi. En
„almenningsálit” lagasmiðanna
segir aftur á móti að við munum
ábyggilega una okkar hlutskipti
vel þegar allt er afstaðið. Það
telur skyldu þjóðfélagsins að
veita barnshafandi konu og
móður alla þá aðstoð og fyrir-
greiðslu sem i mannlegu valdi
stendur. Mannlegt vald og vilji
hefur hingað til ekki verið mikill i
þessum málum, og það er engin
ástæða til að ætla að svo verði I
bráð.
Úr umhverfi okkar þekkjum
við dæmi um konur sem gegn
vilja sinum hafa þurft að ala
barn, jafnvel þótt þær væru
sjálfar barnungar og alls ekki
færar um að ala upp annað barn.
Þær hafa orðið að fara á mis við
þá reynslu og það nám sem gerði
þeim kleift að veita barni mann-
sæmandi uppvaxtarskilyrði og
sjálfum sér lifsfyllingu. Einnig
þekkjum við þær konur sem eyði-
lagt hafa heilsu sina og stofnað
öryggi og hamingju fjölskyldu
sinnar i voða með of tiðum barn-
eignum. Og ef við viljum, þá
þekkjum við einnig ótaldar konur
sem orðið hafa að ganga I
gegnum óiýsanlegar kvalir og
niðurlægingu við ólöglega fóstur-
eyðingu, eða þurft að snapa
saman peninga og slá vixla til að
komast til útlanda til að fá þessa
aðgerð gerða löglega og á sóma-
samlegan hátt. Siðan er okkur
sagt aö þessar konur séu hluti
þess „almennings” sem telji
konur ekki færar um aö meta það
sjálfar, hvenær þær skuli eiga
barn og hvenær ekki.
Við skulum hafa hugfasta
reynslu þessara kvenna, og láta
engan telja okkur trú um að við
séum siður færar að ákveöa
hvenær við eigum ekki börn en
hitt aö ganga með þau, fæða og
ala upp eins og við höfum gert frá
upphafi vega.
Elisabet Gunnarsdóttir