Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 cyVIyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Svipmyndir frá sögulegu ASÍ þingi I dag birtuin við myndir frá Alþýðusambandsþinginu sem haldið var i nóvember 1958, en þetta þing var óvenju spenn- andi, þar sem lif þáverandi vinstri stjórnar var i veði og for- sætisráðherra, Hermann Jónas- son, kom til þingsins með til- lögur i efnahagsmálum, sem þinginenn áttu að taka afstöðu til. 1 tillögu forsætisráðherra var farið fram á, að þingið féllist á að verðlagsuppbætur á laun i desember yrðu greiddar samkvæmt 185 stiga visitölu, en frestað yrði greiöslu fullrar visitölu. bessum tilmælum var svarað með eftirfarandi vilja- yfirlýsingu: ,,t tilefni af bréfi hæstvirts forsætisráðherra, vill 26. þing Albýðusambandsins lýsa yfir þeim vilja sinum að ráðstafanir þær i efnahagsmálum, sem fyrir dyrum stendur að gera, verði á þann veg, að dýrtiðin verði stöðvuð miðað, við kaupgjaldsvisitöluna 185 stig, cn telur hins vegar óhjákvæmi- legt, að þar til samkomulag hef- ur tekist um lausn málsins, fari um kaupgreiðslur samkvæmt gildandi lögum og samningum stéttarfélaga. Taliöfrá vinstri: Sigurður Stefánsson (Iátinn) Tryggvi Helgason og Alfreö Guðnason. Rut Björnsdóttir og Jón Ingimarsson Hér eru starfsmenn á þinginu, taliö frá vinstri: Kjartan Helgason, örn Erlendsson, Kristinn Jóhanns- son, Jóna Benónisdóttir (látin), Guömundur Georgsson, (Jlfur Hjörvar, Eggert Ólafsson (látinn), Þor- geir Þorgeirsson, Bjarni Guðjónsson, ögmundur Stephensen og Matthlas Kjeld. Við lögöum talsverða vinnu i að grafa upp nöfn þeirra sem eru á myndunum hér á slðunni, og tókst það sæmilega vel nema hvað hér vantar þrjú nöfn sem viö biðjum lesendur að láta okkur I té. Lengst til vinstri er Jón Friðbjörnsson, næstur honum Valdimar Sigtryggsson, en hverjir eru hinir þrir? Talið frá vinstri: Haraldur Bogason, Jóhann Möller og Hannibal Valdimarsson. Jón Sigurösson og Jón Rafnsson Jafnframt telur þingið æski- legt, að gerðar verði ráðstafanir, ef þurfa þykir, til þess að þau 17 stig, sem hér um ræðir, hafi ekki áhrif á verðlag vöru og þjónustu i desembcrmánuði. Um leiöir til lausnar málinu tekur þingið á þessu stigi enga afstööu, cn visar til væntanlegra tillagna sinna i máiinu.” bessi tillaga var sainþykkt með 294 atkv. gegn 39, binginu lauk með þvi að Hannibal Valdimarsson var endurkjörinn forseti með 173 at- kvæðuin en Eggert borsteins- son varaforseti með 164 at- kvæðum. Forsiðufyrirsögnin i bjóöviljanum var á þessa leið: Verkalýðsfiokkarnir taka hönd- um saman um Alþýðusam- bandsstjórn. Og blaðið segir ennfremur: bessi tiðindi eru öllum verkalýð og vinstrimönn- um i landinu mikið gleðiefni og þeir treysta þvi að samstarf þessara flokka (þ.e. Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins) eflist mjög til heilla fyrir og hamingju fyrir alþýðu Islands og þjóðina alla. Og i leiðara blaðsins segir: ,,be ssum úrslituin Alþýðusainbandsþings mun fagnað af alþýðufólki um land allt. Margir voru uggandi einmitt uin þetta þing, svo litið varð ráðið fyrirfram um gang þess. En i gær voru verkamenn léttir' i skapi og óskuðu hver öðruin til hamingju þar sem þeir fundust.... bvi getur farið svo, að 26. þingsins verði minnst sem eins merkasta þings verka- lýðshreyfingarinnar, atburðar, sem markað hafi þáttaskil i sögu alþýðusamtakanna á ís- landi.” En fljótt skipast veður i lofti. 4. deseinber 1958 er þetta aðal- fy rirsögn bjóðviljans: Framsókn neitar að ræða lausn efnahagsmálanna, hótar stjórnarslitum. Og 5. deseinber: Framsókn rýfur stjórnarsam- starfið. Og eftirleikinn þekkja flestir sem koinnir eru til ára sinna. (Samantektog ljósmyndir SJ)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.