Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 3
kennara frá 1919 er það tekið fram, að öll ákvæði um kennara i þeim lögum ættu og við um kennslukonur. A sama tlma og löggjöfin veitti körlum og konuin I opinberri þjónustu rétt til sömu launa fyrir sömu störf átti sér stað launamis- rétti hjá öðrum starfshópum, þám. verkafólki, verslunarfólki og skrifstofufólki. Meöal þessa starfsfólks giltu oft sérstakir kauptaxtar og launaflokkar fyrir karlastörf og fyrir kvennastörí. 1 mörgum tilvikum var þó um sömu störf að ræða. Taxtar karl- anna voru jafnframt hærri en taxtar kvennanna. Breytingar á þessum aðstöðumun kynjanna innan viðkomandi starfsstétta komu i kjölfar fullgildingar íslands fyrst allra Norðurland- anna árið 1958 á samþykkt Alþjóöavinnumálastofnunarinnar nr. 100 frá 1951 um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf og skyldi framfylgja samþykktinni. td. með lands- lögum, reglugerðum eða heildar- samþykktum milli vinnuveitenda og launþega. Hér á landi var löggjafarleiöin valin. 27. mars 1961 samþykkti alþingi lög um launajöfnuð karla og kvenna. Samkvæmt þeim skyldu laun kvenna hækka á ár- unuin 1962 til 1967 til jafns við laun karla fyrir sömu störf i eftir- töldum starfsgreinum: Almennri verkakvennavinnu, verksmiðju- vinnu, verslunar- og skrifstofu- vinnu. Árið 1964 fullgilti Island samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar nr. 111. Þessi samþykkt var gerð i Genf 25. júni 1958 og varðar misrétti með tilliti til atvinnu og starfs. Með fullgildingu þessarar samþykktar hefur islenska rikið skuldbundið sig til að stuðla að jafnrétti hvaö snertir vinnumöguleika og meðferð i atvinnu eða starfi I þvi skyni að útrýma hverskonar misrétti i þessum efnum, einnig misrétti vegna kynferðis. í meirihluta í lægri launa- flokkum Það hefur oft verið haft á orði, að þrátt fyrir alla lagasetningu um launajafnrétti og þessa skuld- bindingu islenska rikisins, samkvæmt alþjóðasamþykktum, sé tilhneiging til að meta hin svokölluðu kvennastörf til lágra launa. Athuganir sýna, að konur eru jafnan i meirihluta i hinum lægri launaflokkum. Virðist þetta gilda um hvaða launkerfi sem er. Þá hefur verið bent á ýmis dæmi um inisrétti á vinnustað, sagt er að sömu störf séu stundum nefnd mismunandi starfsheitum eftir þvi hvort karl eða kona á i hlut. Karlar fá gjarn- an hærri laun en konur i skjóli mismunandi starfsheita. Siðan er fjallað nokkuö ýtar- lega uin þessa lagaskyldu og formlegan rétt, sein fyrir hendi er i landinu og hann borinn saman við reyndina, sein virðist rikja á vinnumarkaðnum. 1 þeiin sainan- burði segir ma. i skýrslunni: 1 fréttabréfi kjararannsókna- nefndar frá júni 1973 er tafla sem sýnir samanburð á launum verkamanna og verkakvenna við nokkur störf árið 1966 til 1971. Samkvæint töflu þessari voru laun kvenna i fiskvinnu árið 1966 95,9% af launum karla, en 1971 97,5%. Launamismunurinn hafði þvi minnkað um 1,6% miöað við árið 1966. Timakaup kvenna i verksmiðjuvinnu var hinsvegar 80,3% af timakaupi karlanna árið 1966, en 82,7% áriö 1971 og haföi mismunur launanna minnkað um 2,4%. Samsvarandi tölur um af- greiðslustörf eru ekki til frá árinu 1966, Hinsvegar eru laun kvenna við afgreiðslustörf árið 1967 73,8% af launum karlanna og 1971 73,5%. Samkvæmt þessu hefur launamismunurinn haldist óbreyttur hvað afgreiðslustörf snertir. Þó ber þess að geta, að i athugasemd meö töflu þessari er sagt, að samanburður á launum karla og kvenna sé ekki nógu marktækur I bæjarvinnu og við afgreiðslustörf vegna þess hve fáar vinnustundir eru i úrtaki kvenna. Hverjir vinna hvaö? A flestum sviðuin atvinnulifs kemur fram ákveðin verkaskipt- ing kynjanna, sem felur i sér, að karlar og konur vinna mismun- andi störf. Verkaskiptingu kynj- anna I fiskvinnu var þannig hátt- að i stórum dráttum I tveimur fiskiðjuverum I Reykjavik suinarið 1973: Við pökkun og snyrtingu unnu næstum eingöngu konur. Við handflökun unnu bæði karlar og konur, en yfirleitt heldur fleiri karlar. Svipaður fjöldi karla og kvenna vann við flökunarvélar. Eingöngu karlar störfuðu við klefavinnu, akstur og vélagæslu. Verkstjórn var að miklu leyti i hönduin karla. Sé athugað til hvaða launa- taxta þessi störf teljast, keinur i ljós, að almenn fiskvinna var greidd samkvæmt 2. taxta verka- lýðsfélaganna, hausninga- flatn- ings- og flökunarvinna eftir 3. taxta, vinna við frystitæki og i klefum eftir 4. taxta og bifreiða- stjórn samkvæmt 4. eða 5. taxta. Konur fengu þvi laun sainkvæmt 2. og 3. taxta, þareð þau störf, sem þær unnu féllu undir þá taxta. Karlar unnu fleiri störf en konur og fengu þvi laun eftir 2. til 5. taxta samkvæmt tegund starfs. í ýmsum atvinnugreinum tiðk- ast, að karlar séu frekar yfir- borgaðir en konur og i skýrslunni eru rakin fjölmörg dæmi, sem sýna i hverju þessi yfirborgun er fólgin og hvernig hún kemur fram á ýmsan hátt i hinum einstöku starfsgreinum. Ennfremur er tekin til meðferðar sú algenga fullyrðing, að konur séu óstöðugur vinnukraftur, sem ma. er byggð á þeirri fullyrðingu, að i mörgum tilvikum sé uin húsinæður að ræða og gerð er sérstök athugun á þvi, hvernig þetta er I reynd með þvi að bera saman vinnuhlutfall karla og kvenna á mismunandi árstimum. Siðan er i skýrslunni gerð ýtar- leg úttekt á þvi, hvernig launa- flokkaskipting, verkaskipting og taxtaskipting er hjá hinuin einstöku starfsgreinum karla og kvenna i þjóöfélaginu. Heildarmyndin sem kemur þar i ljós er, að þrátt fyrir að bráðum eru liðin tiu ár frá þvi að lögin um jafnrétti karla og kvenna tóku gildi og Islendingar löggiltu alþjóðasamþykktir á þessu sviði, er dulinn eftir margvislegum leiðum margvislegur misinunur karla og kvenna, launamis- munur, sem komiö er i kring eftir margskonar öðrum leiðum en hinum lagalegu. Forystuhlutverk karla og kvenna i þjóðfélaginu tekur skýrslan til meðferöar, allt frá alþingi, sveitastjórnum og öðruin sviðum þjóðfélagsins til ýmissa samtaka og þar skipa hags- munasamtökin, verkalýðsfélög, launafélög og starfsgreinafélög mikinn sess og mig langar aðeins, vegna þess að þessi félög eiga aðild að þessari ráöstefnu, til að kynna að lokum nokkrar af þeim niðurstöðuin sem þar koma frain. Mas. þar sem konur eru i meiri hluta, eru fleiri karl- ar í stjórn Innan vébanda Alþýðusam- bands Islands eru 7 sérsainbönd launþega á landsgrundvelli og 56 félög sem eru með beina aðild. Félög og deildir ASI eru samtals 221 og landsfélög eru 12 talsins. Arið 1972 voru fullgildir félagar i ASI 41.336, þaraf voru konur 38%. En þótt konur væru tæp 40% félagsmanna ASI var yfirstjórn samtakanna næstum eingöngu I höndum karla. Arið 1972 var miðstjórn ASÍ skipuð 15 mönnum, 14 körluin og einni konu. Hlutfall kvenna i miðstjórn var þvi 6,6% og langt frá þvi að vera I samræmi við hlutfall kvenna I félagatalinu. I sambandsstjórn ASI eiga sæti, auk miðstjórnarmannanna 18, aðrir 18, sem Alþýðusambands- þing kýs og 12, sem til nefndir eru af sérsamböndum. Arið 1972 voru 2 konur i sambandsstjórn, ein úr miðstjórn og ein kosin af þingi ASl. 1 félögum sem hafa beina aðild að ASI eru tæp 11 þúsund félagsmenn. I þeim hópi eru konur heldur fleiri en karlar, 54,8%. I fjórum sérsamböndum af sjö eru eingöngu karlar, i þremur sérsamböndum bæði karlar og konur þe. Landssambandi isl. verslunarmanna, Sjómannasam- bandi Islands og Verkamanna- sambandi íslands. I Lands- Framhald á 22. siðu. Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Þessa dagana er mikið um að vera i listaheiminum. Othlutun listamannalauna var jafn spreng- hlægileg og áður. Þetta er einn þeirra fáu brandara sem hægt er að endurtaka hvað eftir annað án þess að menn fái leiða á honum. I ár slógu skemmtilegheitin jafnvel öll fyrri met og nálguðust hót- fyndni þegar einn nefndarinanna lýsti þvi yfir, að listamenn væru ómagar og orð þeirra að engu hafandi. Annars eru listamanna- laun of ómerkilegt fyrirbrigði til að eyða orðum i þau, meöan ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Á steinsteypan að nægja i skipulag þeirra er með þeim hætti sein nú er, og þau i raun og veru ekkertnema fáránlegt sjónarspil. Myndlistarinenn og listunnend-. ur hafa haft i fleiri horn aö lita undanfarið, þvi deilan um Kjarvalsstaði hefur sifellt farið harðnandi, og nú er svo komið að inyndlistarmenn hafa sagt upp öllu samstarfi við borgaryfirvöld um stjórn hússins. I umræðuin þeim sem fram hafa farið um um sýningum. Nokkrar sýningar hafa verið árvissar svo sein haustsýning F.l.M og Listahátið- in annað hvert ár, aðrar hafa ver- iö tilviljunum háðar. Ef húsinu væri aftur á móti tryggt rekstrar- fé væri auövelt að fá þangað sýn- ingar erlendis frá og ráða starfs- kraft til að byggja upp sýningar á vegum hússins, mætti i þvi sain- bandi nefna yfirlitssýningar á verkum einstakra listamanna, — ingarstarfsemi, þá er það lág- markskrafa að það treysti þeim sem falinn hefur verið rekstur hússins til að bjarga sér á eigin spýtur fram úr vandræðunum. En i stað þess að hlita dómi rétt kjör- inna fulltrúa, gripur borgarráð til þess gjörræðis að veita lista- manni austursalinn, þegar sýn- ingarráð hefur meinað honum af- not af vestursalnum, og séð var að ákvæði reglugerðar um aö borgarráð megi tilnefna tvo aukafulltrúa I sýningarráð og láta fara fram endurmat dugði ekki til að breyta fyrri ákvörðun sýn- ingarráðs. Svona lagað væri kall- að ljótum nöfnum ef það gerðist i útlöndum. Nú hafa fulltrúar listamanna Kjarvalsmynd: Bækur hans hétu að visu Grjót, Meira grjót og Enn grjót. En samt sem áður þetta mál hefur það viljað brenna við að horft hafi verið fram hjá aðalatriðunum og kröftunum eytt i argaþras sem ekki getur leitt til neins raunhæfs árangurs. Undirrót þess ágreinings sem nú rikir má rekja nokkur ár aftur i timann. Upphafsins er að leita til þeirrar rammislensku mein- loku að ekki þurfi frekar að sinna menningarstofnunum þegar búiö er að koma utan um þær stein- steypu. Það var mikill fengur aö þvi að fá Kjarvalsstaði á sinum tima, en þetta ágæta hús hefur aldrei verið nýtt sem skyldi. Hús- iö var byggt, reglugerö sett og siðan ekki söguna meir. Allir við- urkenna að iðnaður, útgerð, land- búnaður o.s.frv. þurfi rekstrarfé, en ekki er talið að menningar- stofnanir þurfi peninga til starf- semi sinnar. Þegar að þeim kem- ur þarf alltaf að fara að spara. Erlendir sýningasalir á borð við Kjarvalsstaði skipuleggja starfsemi sina langt fram i tim- ann, sýningum er raðað saman með það i huga að gefa áhorfend- um ákveðna heildarmynd. Að Kjarvalsstöðum er tekið á móti leigutilboðum og þau vegin og metin. Fyrir utan Kjarvalssýn- ingarnar og sýningu á verkuin i eigu Reykjavikurborgar hefur húsið sjálft ekki staðið fyrir nein- stefna eða timabila i islenskri list. Þar fyrir utan væri svo hægt að veita listamönnum afnot af sölun- um undir sýningar sinar og einnig að veita öðrum listgreinum að- stöðu i húsinu. Slikt hefur verið reynt, þegar skáldin lásu úr verk- uin sinum, og tókst með ágætum, en þetta ætti auðvitað að ná til miklu fleiri listgreina. I húsi þar sem væri lifandi og fjölbreytt starfsemi af þessu tagi mætti stöku sinnum bjóða upp á sýningar fristundamálara sem ekki standast þær listrænu kröfur sem húsið annars gerði. Slikri stofnun stafaði ekki hætta af þvi að gera sýningu úr söluvarningi allra rammagerðarverslana bæjarins, þvi þar gæfist kostur á samanburði við annað sýningar- efni hússins. En þar sem fé og mannafli hefur ekki fengist til að annast þessa starfsemi, hefur dagskrá Kjarvalsstaða verið allt- of einhliða og dauf, neina þegar atburðir eins og listahátið eða 1100 ára afmæli hafa bjargað málunuin uin stund. Ef þessi saga er höfð i huga verður sú ákvörðun borgarráðs að gripa frain fyrir hendur sýn- ingarráðs enn hörmulegri. Úr þvi að borgarráð hefur ekki séð sér fært að veita nægu fé til hússins til þess að þar sé rismikil menn- lagt niöur storí i sýningarráði, en borgarráð falið hússtjórn Kjarvalsstaða að fara með vald sýningaráðs, þar til annað verði ákveðið. Ekki fæ ég séð að hús- stjórn sé fær uin að valda þessu hlutverki, þar sem hún nýtur ekki lengur listrænnar leiðsögu full- trúa listamanna, auk þess sem á- kvarðanir hennar munu binda hendur þess sýningaráðs sem seinna verður skipað. Ekki fæ ég heldur annað séð en að borgarráð sé komið illilega i mótsögn við sjálft sig þegar það samþykkir annarsvegar að taka myndir Kjarvals niður á niræðisafmæli hans og hafa að engu ákvarðanir sýningaráðs, en hinsvegar að það telji „eðlilegt að um rekstur Kjarvalsstaða sé höfð góð sam- vinna við saintök listamanna” (sainþykkt 5.2.). Hvernig borgar- ráö ætlar að samræma þessi and- stæðu sjónarmið sin veit ég ekki, en hitt þykir mér liklegt að sam- tök listamanna sætti sig ekki við svona málsineðferð. Þegar þetta er skrifaö á miö- vikudegi eru viðbrögð listamanna ekki kunn, en ekki þar meö sagt að þau séu það ekki þegar þetta birtist, þvi nú er engin lognmolla i listalifinu og atburðirnir gerast hratt. Elisabet Gunnarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.