Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINI* Sunnudagur 9. febrúar 1975
UOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Ctgefandi: títgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f.
EININGARAFL ISLENSKRA VINSTRIMANNA
í fyrra var lögð á það áhersla hér i
blaðinu að alþingiskosningarnar væru
hólmganga milli Alþýðubandalagsins og
Sjálfstæðisflokksins; styrkur þessara
flokka skæri úr um myndun nýrrar rikis-
stjórnar og framtiðarstefnu næstu árin.
Reynslan hefur sannað þessa kenningu.
Alþýðubandalagið vann að visu myndar-
legan sigur, en kosningasigur Sjálfstæðis-
flokksins varð enn meiri, og afleiðingin
varð sú sem spáð hafði verið: Hentistefnu-
mennirnir i forustu Framsóknarflokksins
hlupu i fangið á ihaldinu. t kosningunum
skoluðust inn á þing fyrir hreina tilviljun
nokkrir menn sem kenna sig við Alþýðu-
flokk og Samtök frjálslyndra og vinstri-
manna, og hefur reynslan þegar sannað
hvert hald er i slikum flokksbrotum.
Þjóðin fékk mjög glögga svipmynd af af-
stöðu Alþýðuflokksins á dögunum þegar
Gylfi Þ. Gislason lýsti þvi i sjónvarpi — og
ljómaði af innri gleði — hvað hann væri
innilega sammála Sjálfstæðisflokknum
um allt mat á efnahagsmálum; raunar
var hann svo ákafur að hann sagði tviveg-
is ,,við Sjálfstæðismenn”. Rikisstjórnin
hefur þá einnig umbunað Alþýðuflokknum
með þvi að breyta lögum svo að hann fengi
fulltrúa i fjárveitinganefnd og með þvi að
iána honum atkvæði svo að hann kæmist i
stjórn Framkvæmdastofnunar. 1 sömu
sjónvarpsumræðu kynntust menn afstöðu
Samtakanna i hrokafullum málflutningi
Jóns Baldvins Hannibalssonar sem taldi
stefnu vinstristjórnarinnar undirrót alls
ófarnaðar og boðaði hagfræðikenningar
sem uppi voru i árdögum viðreisnar fyrir
fimmtán árum. Það er engin tilviljun að
Morgunblaðið skrifaði sérstaka forustu-
grein til þess að hæla þeim Gylfa og Jóni
Baldvin*, þeir hefðu reynst skeleggari
málsvarar stjórnarstefnunnar en ráð-
herrarnir sjálfir.
Ef Alþýðubandalagið hefði unnið stærri
kosningasigur i fyrra væri nú vinstristjórn
á íslandi, stjórn sem tæki mið af hags-
munum launafólks og félagslegum við-
horfum við lausn vandamálanna. A sama
hátt hljóta allir vinstrimenn að binda
vonir sinar við Alþýðubandalagið i
stjórnarandstöðu, i þeim hörðu stétta-
átökum sem nú eru greinilega fram-
undan. 1 þeim átökum hefur Alþýðu-
bandalagið mjög öflugan bakhjarl. Á þvi
er enginn vafi að allur þorri kjósenda
Framsóknarflokksins er andvigur ihalds-
samvinnu leiðtoganna og sú andstaða
hefur farið harðnandi undanfarnar vikur
og mánuði svo að sjálfir forustumennirn-
ir eru orðnir hikandi og hræddir. Þeir
sem köstuðu atkvæðum sinum á flokks-
brotin tvö vita nú þegar af sárri reynslu að
sá stuðningur hefur ekki orðið hags-
munum þeirra og hugsjónum til fram-
dráttar. Þróunin er enn sem fyrr að stað-
festa þá mikilvægu pólitisku staðreynd að
Alþýðubandalagið er einingarafl islenskra
vinstrimanna, sú samstaða sem allir
félagshyggjumenn á islandi hafa barist
fyrir áratugum saman er að takast innan
vébanda þess.
í þeim átökum um kjaramál sem nú eru
framundan og munu birtast i ýmsum
myndum hvilir mikill vandi á verkalýðs-
hreyfingunni og til hennar verða gerðar
miklar kröfur eins og löngum fyrr. En af-
koma og öryggi alþýðuheimilanna verður
ekki tryggt með kjarasamningum einum
saman. Forsendurnar eru breytingar á
gerð þjóðfélagsins til vaxandi jafnaðar og
aukins efnahagslegs lýðræðis, aukinna
valda launafólks — sú barátta er óhjá-
kvæmileg einmtt nú þegar klakkar nýrrar
auðvaldskreppu hrannast upp hvarvetna i
löndunum umhverfis okkur. Þvi verða
kjarabarátta og stjórnmálabarátta nú að
haldast i hendur i rikara mæli en nokkru
sinni fyrr; verkalýðshreyfingin og
Alþýðubandalagið verða að sameina
krafta sina og aðgerðir hvarvetna i þjóð-
félaginu. Þá mun veruleikinn sjálfur
einangra þá menn sem enn reyna að
sundra félagshyggjumönnum og reka er-
indi stjórnarflokkanna, hvort sem er á
þingi eða innan verkalýðssamtakanna.
—m
Um samninginn viö Danska hreingerningafélagiö h.f.:
IÞAGU HVERRA?
Þann 27. nóvember 1974 birtust
auglýsingar í Þjóðviljanum frá
Det Danske Rengörings Selskab
a.s., sem auglýsti eftir lager- og
skrifstofuhúsnæði og fram-
kvæmdastjóra. En þegar þann 10.
nóvember höfðu samningar viö
danska hreingerningafélagiö ver-
ið undirritaðir fyrir hönd Verka-
mannnasambands íslands og hins
danska verktakafélags, að til-
skildu samþykki félaga.
í þágu hverra var verkalýðs-
forystan að vinna, þegar hún und-
irritaði samninginn viö danska
hreingerningafélagið? Hver er á-
vinningurinn fyrir okkur Islend-
inga að fá útlenda yfirboðara með
skeiðklukku til að reka Islenskt
verkafólk áfram? Er ekki aug-
ljóst að þetta danska fyrirtæki
ætlar sér að græða á vinnu is-
lensks láglaunafólks? Hver önnur
getur ástæöan verið fyrir áhuga
dananna á atvinnurekstri hér á
landi? Og hvert fer gróðinn?
Sllk verktakafélög þrælskipu-
leggja og tlmamæla hvert hand-
tak og hverja hreyfingu upp á
brot úr sekúndu til að fá sem
mesta vinnu út úr starfsfólkinu. í
öðrum löndum hefur reynslan
sýnt, að þegar verktakafélög af
þessu tagi taka að sér hreingern-
ingar eykst vinnuhraöinn, vinnu-
skilyrði versna og samskipti fólks
á vinnustað verða ópersónulegri.
Roskiö og vinnulúiö fólk getur
ekki til lengdar haldiö sama
vinnuhraða og ungt og hraust fólk
og veröur þvi oft aö hætta störfum
við þessi skilyrði.
Þaö er staöreynd, að hér á landi
vinna einmitt margar rosknar
konur við ræstingar. Þessar
konur eiga af ýpisum ástæðum oft
ekki völ á annarri vinnu.
Er hagsmunum þessa stóra
hóps innan verkalýöshreyfingar-
innar betur borgiö með þessum
samningum?
Erum við íslendingar ekki leng-
ur einfærir um aö sjá um hrein-
gerningar okkar sjálfir án milli-
göngu útlendinga og hver eru eig-
inlega þau rök, sem gætu réttlætt
hana?
Þau hafa enn ekki heyrst,
hvorki frá verkalýðsforystunni né
öðrum.
Aðstaða og vinnuskilyrði eru
öðru visi hér I okkar fámenna
þjóðfélagi, samskipti fólks meiri
og persónulegri en á hinum fjöl-
mennu vinnustööum I útlöndum,
þar sem verkafólkiö er nafnlaus
fjöldi og vinnuharka meiri en við
eigum að venjast. Starfsreglur,
Kafli E 8. gr. og Kafli A 3. gr.
sjálfs samningsins, bera greini-
lega vorr um þetta. I starfsreglun
um stendur m.a.:
2. gr. Starfsmenn skulu koma
kurteislega fram viö viöskipta-
vini félagsins og ræöa ekki við þá
önnur málefni en starf þeirra
krefst.
4. gr. Sima viðskiptavinarins
má aðeins nota, ef starfið krefst
þess.
11. gr. Þegar félagið telur nauö-
synlegt og gefur um það fyrir-
mæli, skulu starfsmenn tilkynna
skrifstofu félagsins um komu- og
brottfarartima.
1 samningnum sjálfum stendur
i Kafla E 8. gr.: Mæti starfsmað-
ur ekki til vinnu i meira en þrjá
daga hvort sem það stafar af
veikindum eða öörum orsökum,
án þess að tilkynna Danska hrein
gerningafélaginu h/f um fjarveru
slna, er litiö svo á, að starfsmað-
urinn sé ekki lengur I vinnu hjá
félaginu.
Kafli A 3. gr. Danska hrein-
gerningafélagið h/f (DDRS A/S)
hefur rétt til þess að ákveöa
vinnutima, vinnustaö og tegund
vinnu.
Margumræddur samningur
hefst á þessum orðum:
,,A meöan þessi samningur er I
gildi, má enginn þeirra, sem und-
irrita hann eða þeir, sem hjá
þeim eru ráðnir eöa félagsmenn,
hvorki einn og einn né fleiri sam-
an reyna með nokkrum hætti,
ljóst eöa leynt, aö vinna gegn á-
kvæðum hans eða knýja fram
neinar breytingar á honum.”
Hverra hag er verið að tryggja,
þegar slik ákvæði eru samþykkt?
Hvers vegna snýst verkalýðs-
forystan ekki til varnar gegn er-
lendri ásælni á islenskum vinnu-
markaði?
Má ef til vill eiga von á að fleiri
erlendir atvinnurekendur af svip-
uðu tagi fái fagnandi móttökur
hér á landi I framtlðinni?
Er ekki full ástæða til þess aö
staldra við og Ihuga vandlega
þessa sérstæðu samningsgerð?
F.h. Febrúarstarfshóps Rauð-
sokka
Rannveig Jónsdóttir,
Erla E. Arsælsdóttir,
Guðrún Friögeirsdóttir.
Vélbátaábyrgöar-
félagiö Hekla
Stokkseyri
Stofnað 26. júní 1938.
Félagssvæði: Stokkseyri, Eyrarbakki, Þor-
lákshöfn.
Starfar samkv. lögum nr. 41/1967 um báta-
ábyrgðarfélög.
Starfssvið: Skyldutrygging fiskiskipa 100
rúmlestir og minni, á félagssvæðinu.
Umboð fyrir Samábyrgð Islands á fiskiskip-
um á:
Slysatryggingum sjómanna,
Ábyrgðartryggingum útgerðarmanna,
Farangurstryggingum skipshafna,
Afla- og veiðarfæratryggingum.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HELGI SIGURÐS-
SON, BRÆÐRABORG, STOKKSEYRI. SIMI:
3219.
ÁRSHÁTÍÐ
Barðstrendingafélagsins
verður haldin i Dómus Medica laugardag-
inn 15. febrúar 1974 og hefst með borðhaldi
kl. 19.
DAGSKRÁ:
Ræða — skemmtiatriði — dans.
Aðgöngumiðar verða seldir i Domus
Medica miðvikudaginn 12. febrúar og
fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17 til 19.
Borð tekin frá á sama tima.
STJÓRNIN.