Þjóðviljinn - 09.02.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 MAGNÚS KJARTANSSON: Hverjir hafa hlaupist frá ábyrgri stefnu? Þeir sem lengi hafa fylgst meö stjórnmálabaráttu á Islandi, eins og höfundur þessarar greinar, vita að þjóöfélagi okkar er ekki einvöröungu stjórnað með ákvörðunum i efnahagsmálum, atvinnumálum, félagsmálum og öörum hliöstæöum verkefnum. Eitt helsta stjórntækið er and- rúmsloftiö i landinu, þau viðhorf sem reynt er aö innræta almenn- ingi til þess að hafa áhrif á mat fólks á framtiö og horfum. Það hefur verið sameiginlegt einkenni á öllum ihaldsstjórnum á íslandi áratugum saman að þær hafa kappkostað að bregða upp fyrir þjóöinni sem skuggalegustum myndum af framtiðinni, magna svartsýni og kviða, draga kjark úr fólki. Vissulega hefur oft verið unnt að styðja slika spádóma æmum rökum, en megintilgang- ur þeirra hefur þó ævinlega verið sá að fá láglaunafólk til þess að sætta sig við skert kjör án þess að beita valdi samtaka sinna, fá menn til þess að una félagslegri stöðnun eða afturför. Hér hefur verið um sálfræðilegan hernað að ræða til þess að hafa áhrif á stéttaátökin i þjóðfélaginu. Rikisstjórnir þær sem sósialist- ar hafa tekið þátt i nýsköpunar- stjórnin og vinstristjórnirnar báðar, eru þær einu sem hafnað hafa slikum barlómsáróðri en I staðinn hvatt menn til bjartsýni og framfara, stuðlað vitandi vits að bættum kjörum og auknum fé- lagslegum réttindum. Enda leystu þessar rikisstjórnir úr læð- ingi fjör og áhuga i þjóðfélaginu, svo miklar framkvæmdir að ihaldssömum mönnum þótti meira en nóg um. Samt eru það einmitt þessar framkvæmdir sem orðið hafa hornsteinar efnahags- kerfisins og gert okkur að ein- hverju fjáðasta þjóðfélagi I víðri veröld. Blómlegt bú Sjaldan hefur þjóðin verið leidd inn i aðra eins gerningahríð svartsýni og bölmóðs og undan- farnar vikur, og vissulega er unnt aö styðja frásagnir um þá örðug- leika gildum rökum. En and- spænis sllkum vandkvæðum stoð- ar ekki að sýta sárt og kviða, heldur verður að bregðast við þeim af manndómi og trú á fram- tiðina. Og okkur eiga að verða þau viðbrögð þeim mun sjálfgefn- ari sem við höfum nú meiri burði en við höfum nokkru sinni áður haft; framleiðslukerfi okkar er öflugra, fjölbreytilegra og af- kastameira en nokkru sinni fyrr og þjóðartekjur á mann enn ein- hverjar þær hæstu I viðri veröld. Vinstristjórnin hafði ekki raun- veruleg völd nema I hálft þriðja ár, frá miðju ári 1971 til áramót- anna 1973-1974. Þá skarst einn fulltrúi Samtakanna úr leik, og skömmu siðar hlupust þrir brott á eftir honum. Á þessu hálfa þriðja ári var hins vegar unnið stórvirki á öllum sviðum þjóðlifsins. Fiski- skipaflotinn var endurnýjaður; fiskiðnaðurinn sömuleiðis, og gerbreytti það högum almenn- ings I sjávarplássum um land allt. Iðnaður var efldur mjög verulega og hafist handa um iðn- þróun sem tók rétt mið af fram- tfðarþörfum þjóðfélagsins. Staða landbúnaðarins var styrkt til muna. Framkvæmdar voru ger- breytingar á sviði almannatrygg- inga og heilbrigðismála. Framlög til orkumála, samgöngumála, hafnamála og flugmála voru margfölduð, og þannig mætti lengi telja. Samt fór þvi fjarri að gengiö væri nærri atvinnuvegum eða afkomu þjóðarbúsins. Opin- berar skýrslur sýndu að sjávarút- vegur hafði aldrei verið jafn arð- bær og árið 1973; afkoma iðnaðar reyndist einnig mjög traust allt fram á mitt ár 1974. Gjaldeyris- varasjóðurinn var gildari i árs- byrjun 1974 — fyrir aðeins einu ári — en hann hefur nokkru sinni áður verið. Alþjóðlegar skýrslur sýndu að islendingar voru þá komnir I þriöja eða fjórða sæti meðal rikja heims að þvi er varð- ar þjóðartekjur á mann, og höfðu þær tekjur þá hækkað um 70% i tið vinstristjórnarinnar. Þeir stjórnmálamenn sem raunverulega tóku við völdum og ábyrgð snemma árs 1974 settust að blómlegra búi en nokkrir ráða- menn á Islandi hafa áður gert. Þá væri öðruvísi ástatt Þegar ljóst var i ársbyrjun 1974 að verulegir erfiðleikar steðjuðu að vegna hrikalegrar verðhækk- unar á oliu, versnandi viðskipta- kjara og mikillar verðbólgu komu Alþýðubandalagið og Framsókn- arflokkurinn sér saman um ráð- stafánir til þess að brégðast við þeim vanda, stuðla að efnahags- jafnvægi, draga úr verðbólgu, umframkaupgetu og gjaldeyris- sóun. Þá gerðust þau tiðindi aö þingmenn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks og f jórir af fimm þing mönnum Samtakanna neituðu að fjalla um efnahagsmálin á þingi, gerðu Alþingi islendinga óstarfhæft á þjóðhátiðarárinu og komu þannig i veg fyrir óhjá- kvæmilegar ráðstafanir. Ýmsum þóttu tillögur Alþýðubandalags- ins og Framsóknar næsta harka- legar, en skyldi ekki öllum lands- mönnum vera ljóst að nú væri örðuvisi ástatt f þjóðfélaginu ef þær hefðu náð fram að ganga? Al- þýöubandalagið uppskar aukið traust þjóðarinnar I kosningunum i fyrra vegna þess að það hafði átt þrek til þess að takast á við vandamálin; kjósendur þekktu dægurmálatillögur Alþýðubanda- lagsins og virtu þær. Framsókn hélt velli I kosningunum, þrátt fyrir klofning, vegna þess að for- ustumenn flokksins hétu þvi að halda áfram samvinnu við Al- þýðubandalagið og standa að vinstristjórn. Ekki málefni heldur spilamennska Tíminn hefur haldið þvl fram, að undanfönru að Alþýðubanda- lagið hafi gerbreytt um stefnu eftir að það komst i stjórnarand- stöðu á nýjan leik; það sé nú ein- hver munur á Magnúsi ráðherra og Magnúsi stjórnarandstæðingi. Þetta eru staðlausir stafir. Alþýðubandalagið tók þátt i vinstristjórninni allt til loka og bar fram raunsæjar tillögur um áframhald hennar. Um það bar Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins,vitni i ræðu sem hann hélt á fundi Framsóknarfélaganna í Reykja- vik 10. september I haust. Hann sagði: „Ég verð að segja það, og skal bera þvf vitni hvar sem er, að af einkaviðræðum við ráðherra Aiþýðubandalagsins að dæma, þá held ég að þeir hafi viljað halda vinstristjórn áfram.” En Ólafur sagði fleira i þessari ræöu, ma. fleygar setningar sem varpa skýru ljósi á það hvernig forusta Framsóknarflokksins hugsar: „Ég er á móti þvi; að þvi sé yfirlýst af hálfu Framsóknar- flokksins I eitt skipti fyrir öll, að hann muni bara vinna I þessa átt en aðrar ekki. Ég er á móti þvi að þvi sé lýst yfirleitt fyrir kosningar — nema alveg sérstaklega standi á —' að svona muni flokkurinn vinna og ekki öðruvfsi. Slikt er ekki pólitik. Slikt er heimska, þvi að hann er þá alveg úr leik á annan veginn og getur litla kosti sett á hinn veginn. Þannig geta menn ekki spilað. Það er eins og að leggja spilin á borðið fyrir andstæðinginn, áður en farið er að spila úr þeim.” Forusta Framsóknarflokksins litur þannig ekki á stjórnmál sem stefnumarkmið, hugsjónir, heldur sem spilamennsku, þar sein tekist er á um völd og ráöherrastóla. Þess vegna var mynduð ihaldsstjórn eftir kosningarnar i fyrra. Betlidollarar og betlirúblur Hvernig hefur Ólafi Jóhannes- syni tekist að spila úr þeim spil- um sem hann hafði á hendinni? Hann var gerður að viðskipta- málaráðherra i stjórn Geirs Hallgrimssonar, settur yfir út- flutning og innflutning, banka og gjaldeyrissjóð. Gjaldeyris- sjóðurinn sem fyrir ári var gild- ari en nokkru sinni fyrr er þrotinn með öllu. Meginhluta hans hefur verið sólundað siðan núverandi rikisstjórn tók við, á aðeins fimm mánuðum. Mest varð sóunin i nóvember og desember — eftir að rikisstjórnin framkvæmdi „bjargráð” sin — en þá eyddu heildsalarnir nær fjór- um miljörðum króna umfram svartsýnustu spádóma, fylltu vöruskemmur og hafnarbakka af 2.000 bilum umfram eftirspurn og hvers kyns varningi öðrum sem nú liggur undir skemmdum eða úreldist. Þegar ólafur Jóhannes- son herti sig loks upp i það I janúarmánuði að greina frá þvi, hve ömurlega honum hefði haldist á gjaldeyrissjóðnum, sem honum var ætlað aö ávaxta, þustu heildsalarnir i bankana daginn eftir og hirtu það sem eftir var. Við ráöum nú aðeins yfir gjald- eyri sem tekinn hefur verið að lána hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og erlendum bönkum ásamt láni þvi sem ólafur Jóhannesson tók i fyrrahaust I Sovétrikjunum vegna neyslu okkar á oliu. Við lif- um á betlidollurum og betlirúblum, einu ári eftir að við áttum gildari gjaldeyrissjóð en nokkru sinni fyrr. Auðvelt að spara Þjóðin vildi þetta, sagði ólafur Jóhannesson, þegar hann var spurður um ástæðurnar fyrir þessum ófarnaði i sjónvarpi, og er varla hægt að hugsa sér átakanlegri málsvörn hjá stjórn- málaleiðtoga. Auk þess er sá dómur ólafs Jóhannessonar tvimælalaustöfugmæli. Ef þjóðin hefði verið spurð hvernig ætti að varöveita eðlilega gjaldeyriseign, hefði allur þorri landsmanna tvimælalaust svarað þvi til, að nú bæri um tima að stöðva innflutning á ýmsum varningi, sem við værum vel birgir af og öðrum, sem þarflitill væri. Is-' lendingar eiga nú tvimælalaust betri og nýrri bílaflota en nokkur þjóö önnur, og það kæmi naumast illa við nokkurn mann, þótt við tækjum fyrir alla bilainnflutninga 1 hálft eða heilt ár. Sama máli gegnir um fjölmargar vörur aðrar, svo sem hvers kyns heimilistæki, sem eru okkur til þæginda, og ánægju, en óþarfi er að endurnýja meðan gjaldeyris- örðugleikar eru. Og er þá ekki minnst á hverskyns þarflausan innflutning, sem grefur undan iðnaði okkar, danskan bjór, gos- drykki og tertubotna, húsgögn og eldhúsbúnað, svo að örfá dæmi séu nefnd. Hver maður veit, að þaö væri hægt að spara miljarða króna á ári með slikum skammtimaráðstöfunum, án þess að lifskjör þjóðarinnar væru skert. Þetta fólk hefur ekki sólundað gjaldeyri Eðlilegum viðbrögðum af þessu tagi er andmælt með kreddu- kenningum um frjálsa verslun og frjálsan innflutning sem verði að standa þótt allt annað farist, enda sé of mikil gjaldeyrisnótkun bein afleiðing af of mikilli kaupgetu. Vissulega er þarna um tengsl að ræða en ekki jafn einföld og núverandi rikisstjórn heldur fram gegn betri vitund. Aðgerðir hennar hafa leitt til þess að lág- launafólk — sem hefur um 40.000 kr. I mánaðartekjur fyrir dag- vinnu, býr við stórskert kjör, svo að ekki sé minnst á aldrað fólk og öryrkja sem eiga að draga fram lifið á rúmlega 20.000 kr. mánaða- rtekjum. Ýms algengustu mat- væli hafa hækkað um 60-70% og hliðstæðu máli gegnir um raf- magn og upphitun. En gjaldeyris- sóunin minnkað ekki hætishót af þessum sökum eins og dæmin sanna, vegna þess að það er ekki þessir hópar, sem staðið hafa að gjaldeyrisbruðlinu á undanförn- um árum og mánuðum. Jafnvel þótt þetta fólk væri svipt öllum tekjum sinum, mundi ekki komast á það jafnvægi I gjald- eyrismálum sem rikisstjórnin þykist stefna að með kjara- skerðingu sinni. Leið rikis- stjórnarinnar er ekki aðeins félagslega ranglát, hún er einnig óframkvæmanleg. Til þess að jafna þessi met þarf að skerða hlut þeirra sem borið hafa og bera margfalt meira úr býtum I þjóðfélaginu; það þarf að auka launajöfnuð en magna ekki kjaramisrétti eins og nú er að gerast. Það verður vissulega ekki gert i einni svipan, en á meðan ætti að vera auðvelt og sjálfgefið að koma i veg fyrir tilgangslaust gjaldeyrisbruðl. Allsherjar sóunarkerfi Einu sinni voru islendingar sparsamir menn og nýtnir, enda áttu þeir ekki annarra kosta völ. Þetta verða hins vegar ekki talin einkenni á ráði okkar siðustu ár og áratugi. Allra sist á þetta við um atvinnuvegi okkar, þar sem sóun og bruðl, skipulagsleysi og léleg framleiðni riða húsum. Þetta á I mjög rikum mæli við um sjávarútveginn, jafnt veiðar sem vinnslu — það er dæmigert að á skuttogurunum hefur lifur og öðrum innyflum verið kastað á undanförnum árum. Erlendir sérfræðingar hafa kveðið upp þann dóm að framleiðni i islensk- um iðnaði sé þriðjungi til helmingi lélegri en I hliðstæðum fyrirtækjum norskum. Naumast mundi samsvarandi könnun á landbúnaði verða okkur já- kvæðari. Og varla þarf að fara orðum um það yfirgengilega bruðl, sem viðgengst I þjónustu- starfsemi, útflutningi og innflutningi eða minna á fjár- plógsmenn þá sem kunna að nqta verðbólguna til gróðamyndunar. 1 öllu þessu kerfi er að finna miljarðafúlgur sem myndu margfaldlega nægja til þess að leysa allan raunverulegan vanda atvinnuveganna um þessar mundir. Endurskipulagning á þessu kerfi gerist að sjálfsögðu ekki I hendingskasti, en þær bráða- birgðaráðstafanir sem kann að þurfa að gera nú i þágu út- flutningsatvinnuveganna verða að greiöa brautina til skynsam- legra skipulags, hagsýni og aukinnar framleiðsni. A hitt verður aldrei fallist að skerða, kjör láglaunafólks, aldraðs fólks og öryrkja til þess eins að halda spillingarkerfinu gangandi. Eina ábyrga stefnan Þessi orð eru til þess skrifuð að brýna fyrir fólki að glata ekki átt- um I gerningarhrið bölmóðs og svartsýni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins eru enn sem fyrr nægar til þess að standa undir háu neyslustigi. Framleiðslugeta þjóðarinnar er jneiri en hún hefúr nokkru sinni verið. Við erum enn i hópi þeirra rikja, sem búa við hæstar þjóðartekjur á mann. Þjóðin á auðlindir sem hún er rétt aðeins byrjuð að nýta. Islending- ar hafa alla burði til þess að takast á við þau vandamál sein að utan koma, ekki sist með þvi að uppræta innri meinseindir. En til þess þarf allt aðra pólitiska for- ustu en þá sem nú fer með völd i þjóðfélaginu. Sigur Alþýðbandalagsins I kosningunum 1971 lyfti Islenzku þjóðfélagi úr niðurlægingu viðreisnarinnar, og i hálft þriðja ár fengu landsmenn sannanir fyrir þvihvers þeireru megnugir. Alþýðubandalagið mun halda áfram að berjast fyrir félagslegri og þjóðlegri sóknarstefnu og ekki skirrast neina ábyrgð til þess að koma þeirri stefnu fram. Það eru forustumenn Framsoknar- flokksins sem hafa hlaupist frá ábyrgri stefnu og ástunda i staðinn spilamennsku með eintóma hunda á hendinni. Hitt á eftir að koma i ljós hvort kjósend- ur Framsóknarflokksins fylgja leiðtoguin sinum yfir i ábyrgðar- leysið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.