Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975
Nú nýverið var dr. Unn-
steinn Stefánsson skipaður
prófessor í haffræði við
Háskóla íslands, en ráð-
gert er að hefja kennslu í
haffræði við háskólann
næsta haust.
Unnsteinn nam efna-
fræði við ríkisháskólann í
Wisconsin í Bandaríkjun-
um á stríðsárunum, og
lauk þaðan meistaraprófi
árið 1946.
Tvö næstu árin starfaði
Unnsteinn á Rannsóknar-
stofu Fiskifélags íslands,
en réðst síðan til Fiski-
deildar Atvinnudeildar Há-
skólans, til starfa við sjó-
rannsóknir. Á næstu árum
átti hann þess kost að
heimsækja erlendar rann-
sóknarstofnanir, einkum í
Danmörku og Bandaríkj-
unum og dvaldist þar í
nokkra mánuði til sérhæf-
ingar.
Á árunum kringum"1960
vann Unnsteinn að ritgerð
um hafsvæðin norðan ís-
lands, milli Islands, Græn-
lands og Jan AAayen, og
varði hana til doktorsprófs
við Kaupmannahafnarhá-
skóla árið 1962.
Eftir þetta dvaldist hann
eitt ár við haffræðideild
Washingtonháskóla í Se-
attle í Bandaríkjunum við
rannsóknir og framhalds-
nám.
Á árunum 1965 til 1970
vann Unnsteinn að hluta
við Dukeháskóla i Banda-
ríkjunum sem aukapró-
fessor í haffræði, skipu-
lagði þar rannsóknir og
kenndi þar tvö námskeið,
annað i almennri sjófræði,
þ.e.a.s. hafefna- og haf-
eðlisfræði og hitt í haf-
ef naf ræði.
Árið 1970 réðst hann til
Unesco í París og starf aði í
rúmlega tvö og hálft ár við
haff ræðideild þeirrar
stofnunar, aðallega að
kennslumálum í haffræði.
Haustið 1973 hóf hann störf
að nýju hjá Hafrann-
sóknarstof nuninni.
Dr. Lnnsteinn Stefánsson.
Rætt viö dr. Unnstein Stefánsson, nýskipaöan
prófessor í haffræöi viö Háskóla íslands
Þjóðviljinn átti á dögunum við-
tal viö dr. Unnstein Stefánsson,
sem er deildarstjóri i Sjórann-
sóknadeild Hafrannsóknar-
stofnunarinnar og spurðum við
hann fyrst hvert verksvið hans
hafi verið hjá stofnuninni.
— Verksvið mitt hérna hefur
frá upphafi verið sjórannsóknir,
þ.e.a.s. eðlis- og efnafræði sjávar,
sagði Unnsteinn. — Fyrstu árin
vann ég aðallega að rannsóknum
á ástandi sjávar og straumakerf-
um á islenskum hafsvæðuin, ekki
sist norðanlands, en hin siðari ár,
eftir að sérstakur hafeðlisfræð-
ingur, dr. Svend Aage Malmberg,
réöst að stofnuninni, hef ég meira
sinnt rannsóknum á sviði haf-
efnafræði, aðallega næringarsölt-
um sjávar. Nýlega hefur svo
stofnuninni bæst ungur hafefna-
fræöingur, Jón ólafsson, sem
einkum fæst við rannsóknir á
snefiimálmum og lifrænum
mengunarefnum i sjó.
— Hvernig er haffræði skil-
greind?
— Það má segja að haffræði
taki til allra rannsókna á hafinu,
þ.e.a.s. eðlisfræðilegra eiginleika
hafsins, hreyfingar þess, efnanna
i sjónum, lifveranna, hafsbotns-
ins og samskipta sjávar og lofts.
Hún byggist þvi á mörgum grein-
um náttúruvisinda.
— Er eitthvað til i haffræðinni,
sem segir að sjór sé góður eða
vondur?
— Það þarf þá fyrst að skil-
greina hvað átt er við með góðum
eða vondum sjó. Við getum t.d.
kallað það vondan sjó, þar sem
fáar lifverur þrifast. Þá mætti
allteins kalla mikið mengaðan sjó
vondan sjó, og þá aftur góðan sjó
þar sem mengun er litil eða eng-
in, og þá einnig ef mikið lif er i
honum.
— Hvernig er sjórinn hér við ís-
land i þessu tilliti?
— Ég held, sem betur fer, að
hægt sé að fullyrða, að hér við Is-
land lifum við við tiltölulega
hreinan sjo miðao viö það sem
annars staöar gerist. Þetta þýðir
þó ekki, aðþað þurfi ekki að fylgj-
ast náið með heilsufari sjávarins
Það þarf
aðfylgjast
með
heilsufari
sjávarins
hér eins og annars staðar. Eins
þurfum viö aö fylgjast með að-
gerðum annarra þjóða sem leitt
geta til mengunar i hafinu og taka
þátt i alþjóðasainvinnu um
verndun hafsins.
Sjórinn hér við Island er tiltölu-
lega auðugur af lifi og þvi eru hér
mjög góð fiskimið.
— Hver er ástæðan til þess, ,að
menn hafa fengið aukinn áhuga á
haffræði?
— Það má segja, að um heims-
byggð alla fari áhugi manna á
hafinu ört vaxandi, verndun þess
og skynsamlegri nýtingu.
Til þess liggja að sjálfsögðu
margar ástæður. I fyrsta lagi
hrein náttúrufræðileg ástæða.
Hafið þekur sjötiu hundraðshluta
af yfirborði jarðar, og haldgóð
þekking á þessum stóra hluta af
jarðaryfirborðinu er forsenda
þess, að við hljótum viðhlitandi
skilning á þeim heiini, sein við
búum i. Þannig er orkubúskapur
jaröar að miklu leyti háður hafinu
og samskiptuin þess við and-
rúmsloftið. Veðurfar á hverjum
tiina og á hverjum stað er nátengt
hafinu, ástandi þess og strauma-
kerfi. Ýmsar merkar kenningar
um þróunarsögu jarðar, sem
fram hafa komið á siðustu árum,
eru byggðar á rannsóknum á
sjávarbotninum, lögun hans og
gerð. Þá er talið að lif á jörðu hafi
hafist i hafinu, og þróun og við-
hald flókinna og margbreytilegra
lifsforma, eins og við þekkjum
þau, er erfitt að hugsa sér á haf-
snauðum hnetti.
Þá má nefna i öðru lagi, og það
þekkjum við islendingar flestum
þjóðum betur, að öflun matvæla
úr hafinu er ákaflega mikilvæg,
og margir telja að hafið sé það
forðabúr, sem muni sjá jarðarbú-
uin fyrir næringu i framtiðinni ef
takast á að forða mannkyninu frá
hungurdauða.
1 hafinu er um ýmsar aðrar
auðlindir að ræða en matvæli,
auðlindir, sem eru nú þegar hag-
nýttar viða um heim. Það má
nefna saltvinnslu, vinnslu þangs
og þara, nýtingu verðmætra efna
af sjávarbotni og oliuvinnslu. Þá
er liklegt að með vaxandi tækni á
komandi áruin muni vinnsla ým-
issa verðmætra málina að miklu
leyti fara fram á hafsbotni.
Þá hefur þekking á hafinu hag-
nýtt gildi fyrir okkur i daglega lif-
inu, hvort sein um er að ræða
siglingar, samgöngur, gerð hafn-
armannvirkja, veðurspár o.fl.
Nú. Og svo er það þessi vondi
draumur, sein menn hafa vaknað
upp við á siðustu árum, að heilsu-
far hafsins er i hraðri afturför og
viða er mengun oröin mjög mikil,
einkum á strandsvæðum. Þar eru
fiskistofnar i hættu, fuglar og
önnur dýr veslast upp og farast I
oliubrák. Notkun baðstranda
leggst sums staðar niður vegna
sýkingarhættu eða óþrifnaðar.
Vaxandi magn af eiturefnum i
hafinu og lifverum hafsins er
mönnum mikið áhyggjuefni.
Margir telja, að verði haldið á-
fram að menga hafið eins og gert
hefur verið, komi að þvi, að ekki
verði aðeins strandsvæðin i
hættu, heldur heimshöfin sjáif.
Þessar ástæður liggja að baki
þvi, að áhugi manna viða um
heiin á hafinu hefur heldur vaxið.
Þetta kemur meðal annars frain i
ýinsum aðgerðum og ráðagerð-
um hjá Sameinuðu þjóðunum og
alþjóðastofnunuin, þar sem stefnt
er að þvi að gera frekari könnun á
hafinu og auðlindum þess, og
gera ráðstafanir til þess að
vernda það gegn frekari mengun.
Til þess að hægt sé að gera
þetta, þ.e.a.s., að öðlast frekari
vitneskju um hafið og koina fram
með skynsamlegar hugmyndir
um verndun þess og nýtingu er að
sjálfsögðu þörf á menntuðum sér-
fræðinguin á ýmsuin sviðuin haf-
fræðinnar.
Þetta hefur siðan leitt til þess,
að kennsluinál i haffræði hafa
verið ofarlega á baugi bæði meðal
einstakra þjóða og hjá alþjóða-
samtökum. I þessu sambandi hef-
ur ekki aðeins verið lögð áhersla
á að mennta sérfræðinga, heldur
er það einnig talið mjög mikil-
vægt að efla þekkingu á hafinu
meðal almennings, og vekja hann
til uinhugsunar um verndun þess
og skynsainlega nýtingu. Meðal
annars er sú uppfræðsla hugsuð
sem liður i að kenna uppvaxandi
kynslóð að meta kosti þess að búa
við hreint og heilnæmt umhverfi,
og njóta óspilltrar náttúru. Það
getur allt eins átt við um fjöru-
borðið og úthafið, eins og fjalla-
náttúruna, eöa umhverfi manns-
ina á láglendi.
Það sýnist nú, að hjá fáum
þjóðuin sé meiri ástæða til upp-
fræðslu um hafið og vandamál
þess heldur en hjá okkur islend-
ingum. Við vitum að frá fyrstu tíð
hefur lif fólksins i þessu landi ver-
ið nátengt hafinu og þeim auðæf-
um, sein það hefur haft upp á að
bjóða og væntanlega og vonandi
verður svo enn uin langa framtið.
Mér virðist þvi að hjá slikri þjóð
sein okkur islendinguin ætti það
bæði að vera hagsinunamál og
siðferðisleg skylda að efla rann-
sóknir á hafinu, hafsvæðinu um-
hverfis Island og islensku land-
grunni.
Þrátt fyrir þetta finnst mér sem
gætt hafi ansi mikils tómlætis i is-
lensku skólakerfi hvað viðkemur
fræöslu um hafið. Sú fræðsla er
enn sem komið er mjög af skorn-
um skammti bæði i miðskóluin
landsins og menntaskóluin, og ég
tel að úr þvi þurfi að bæta. Það er
þvi mikil þörf á þvi að efla þekk-