Þjóðviljinn - 09.02.1975, Qupperneq 11
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
i síöustu viku þegar
úthlutað var listamanna-
launum, kom það í Ijós,
að i fyrsta skipti síðan
slíkar úthlutanir hófust,
var að finna á listanum
yfir þá útvöldu, popptón-
listamann. Sá heppni var
Gunnar Þórðarson, fyrrum meðlimur f popphljóinsveitunum Trúbrot og Hljómum — fékk 75.000 frá út-
hlutunariiefnd listamannalauna. (ljósm. SS)
Popph I jóm I ista ma n n i
veitt listamannalaun
Gunnar Þórðarson, sá
poppari sem hvað mesta
vinnu hef ur látið eftir sig,
á undanförnum árum.
Hann er að finna, annað-
hvort sem aðstoðarmann
eða útsetjara á annarri
hvorri breiðskífu sem út
hefur komið hérlendis á
undanförnum árum, auk
þess, sem hann hefur
verið meðlimur í þeirri
hljómsveit, eða hljóm-
sveitum sem hvað lengst
hafa náð innan íslenska
poppsins og yfirleitt
samið flest lög sem þær
hljómsveitir (Trúbrot og
Hljómar) hafa gefið út á
plötum. Klásúlur brugðu
sér á heimili Gunnars, og
lögðu fyrir hann nokkrar
spurningar.
— Ég byrjaði i Hljómum fyrir
þréttan árum, en fyrstu þrjú
árin vann ég með spiliriinu, en
siðustu tiu árin, hef ég eingöngu
unnið við spilamennskuna.
Mestur hlutinn hefur farið i að
spila á böllum, og æfingar i þvi
sambandi, sem er oft meiri
vinna, en margur heldur. Þetta
ballspileri er leiðinlegt til
lengdar, og ef til væru almenni
leg stúdió hér á lslandi, myndi
maður eyða miklu meiri tima i
að taka upp og gefa út plötur,
heldur en að standa i sllku.
— Er ekki sifellt verið að tala
um, að nú sé að risa upp full-
komin stúdió á hinum og
þessum stöðum?
— Það hafa nú frekar verið
orðin tóm, þó hefur Hjörtur ,
Blöndal verið að reyna að koma
upp góðu stúdiói, en það erekki
nógu fullkomið. Ég á t.d. jafnvel
betri upptökutæki hér heima, en
hann er með hjá sér. Annars er
sjónvarpið' með fullkoinnustu
upptökutækin hérlendis, það fær
bara enginn að fara þar inn.
Þeir hafa nóg með sitt.
— Hver var orsökin fyrir þvi
að Hljómar hættu?
— Við ákváðuin það i ágúst
s.l. að hætta um áramótin,
vegna þess að við vorum allir
orðnir leiðir á þessari ballspila-
mennsku, en við sáum fram á að
við myndum enda i henni ef við
ekki hættum strax. Stefndi
áhugi okkar meira i þá átt, að
skapa efni og spila inn á plötur.
— Hvað stendur þá til hjá þér
á næstunni?
— Ég fer til Sviþjóðar i mars
n.k. á Nordisk Festival, ásamt
þeim Halldóri Pálssyni, Asgeiri
i Pelican og Jakob Magnússyni
(jassgrúppan sem spilaði á
Sögu um daginn) og munuin við
spila þar eitt kvöld. Þetta
festival er haldið á sama tima
og Evrópusönglagakeppnin, og
á sama stað, en þetta er eins
konar mótmælatónlistahátiö
gegn henni. Er þar verið að
mótmæla lélegum tónlistar-
gæðum, en þau hafa einkennt
þessa keppni undanfarin ár.
Núna er ég að gera tónlist við
leikritið Fjölskyldan eftir Claes
Anderson, en það verður sýnt i
Iðnó i vor. Þegar ég kem heim
af festivalinu, ætla ég að snúa
mér að plötunni sem ég hef
ætlað að gefa út undanfarin
fjögur ár, en það er sólóplata frá
eigin hálfu.
— Að lokum Gunnar, áttu þér
einhverja uppáhalds hljómsveit
eða hljómlistamann. —■
— Ég hef alltaf haldið mjög
mikið upp á Beach Boys, alveg
frá þvi að þeir gáfu út Pet
Sounds árið 1966, og fram á
þessa daga.
Félagsmiðstöövar
kappsmál
— Ertu ánægður með úthlut
unina. —
— Já, vissulega er ég það,
þetta kitlar svolitið
hégómagirndina i manni.
Annars sá ég þetta bara i
kassanum (sjónvarpinu), svo
ég veit nú litið um þetta enn sem
komið er. Þeir hljóta að koma til
min og tilkynna mér úthlutun-
ina, eða kannski á ég bara að
fara og ná I peningana. —
— Er með þessu verið að
viðurkenna poppið sem list-
grein. —
— Já, það tel ég alveg tvi-
mælalaust. —
— Telurðu að þú fáir þessi
laun fyrir eitthvað sérstakt sem
þú hefur gert, ef til vill á siðasta
ári, eða fyrir allt sem þú hefur
gert á undanförnum árum. —■
- Ég veit það ekki. Kannski
eru þetta einhvers konar elli-
laun, maður er búinn að vera
svo lengi i þessum bransa.
Annars finnst mér orðið tima-
bært að veita þessu inn i poppið,
þvi nú gegnir hljómplatan að
miklu leiti orðið þvi hlutverki
sem bókin gerði. —
— Hvað ertu eiginlega búinn
að vera lengi i poppinu
Unglingavandamálið
(eða foreldravandamál-
ið) hefur verið mjög til
umræðu á undanförnum
árum og sitt sýnst hverj-
um. Fyrir nokkrum mán-
uðum var sett á stofn fé-
lagsmiðstöð í Breiðholti
sem virðist leysa þetta
vandamál að vissu
marki. Foreldrar vita
hvaða starfsemi fer
þarna f ram og geta geng-
ið að því sem vísum hlut
að börn þeirra skemmta
sér á heilbrigðan og
þroskandi hátt.
Þegar Klásúlur heim-
sóttu Feliahelli fyrir rúmri viku
voruin viö ákaflega efins um að
sú starfsemi sem þar færi fram,
leysti að einhverju marki æsku-
lýðsvandamál þess hverfis. En
raunin varö önnur. Allir sem við
hittum að ínáli virtust sammála
um ágæti félagsmiðstöðvarinn-
ar, einkum unglingarnir sem
reyndar hafa ekki góða viðmið-
un, þvi að þeir höfðu litils að
sakna úr Grillinu. Fyrirmyndir
Fellahellis eru sóttar til Norður-
landanna þar sem slik starfsemi
hefur þróast mjög á siðustu ár-
um.
Fellahellir er staðsettur i
kjallara Fellaskóla og starfsemi
félagsmiðstöðvarinnar þvi i
óbeinu sambandi við skólahald-
ið. Unglingarnir sem sækja fé-
lagsmiðstöðina eru flestir i
Fellaskóla og tengjast þeir bet-
ur skólanum sinum ef þeim er
gert kleift að skeininta sér inn-
an veggja hans i fristundum sin-
um. Þá er það mjög athyglis-
vert að ýmis félagasamtök
hverfisins hafa fengið inni meö
starfsemi sina i Felagsmiöstöð-
inni og eykur það til muna nota-
gildið.
Útbreiðsla slikra félags- og
æskulýðsmiðstöðva i sem flest
hverfi borgarinnar hlýtur að
vera kappsmál borgarstjórnar,
einkum er mikilvægt að koma
slikri starfseini á fót i hinum
nýju hverfum, vegna aðstöðu-
leysis unglinga i þeim hverfum.
Forkólfar æskulýðsmála úti á
landi gætu mikið lært af þessum
nýju félagsmiðstöðvum og reynt
að knýja á um úrbætur i sinuin
eigin byggðalögum. 1 þeiin
kaupstöðum sem Klásúlur eru
Changes
gera
samning
viö
Polydor
Er Klásúlur heimsó+tu
Gunnar Þórðarson, og
tóku viðtalið við hann,
sem birtist hér á siðunni,
barst talið að hljómsveit-
inni Changes. Kom þá í
Ijós að Gunnar var ný-
kominn að utan, og hafði
hitt þá félaga i Englandi.
Sagði Gunnar að þeir væru
búnir að gera sainning við út-
gáfufyrirtækið Polydor, og
ætlaði það að dreifa plötunni út
um allan heim. Væru þeir nú að
vinna að tveggja laga plötu,
sem yrði alger ,,hit” plata að
þeirra sögn, en þeir sögðu það
stefnu þeirra að leggja heiminn
að fótum sér i gegnum plötur, en
ekki spilamennsku á klúbbum
eða hljómleikahaldi. Þessa dag-
ana vinna þeir eingöngu við
upptökur. Samningurinn við
Polydor hljóðar upp á 12% i
þeirra hlut, og kvað Gunnar það
góðan samning að sinu mati.
Samninginn fengu þeir i gegn
um fyrirtækið Cappells, en það
sér um að rukka inn Stefgjöld,
og var það maður sem þar vann,
sem kom piltunum á framfæri.
Eins og margir vita, er
Polydor heimsþekkt útgáfu-
fyrirtæki, og mega Changes þvi
mikils vænta af þvi samstarfi.
Það er þá kannski að rætast sá
stóri drauinur, sem alla popp-
ara dreymir, að verða heims-
frægir. Þó skal varast að vera of
bjartsýnn, en Klásúlur vona að
Changesmönnum gangi vel i
baráttunni fyrir frægðinni.
eru
hvað kunnugastar væri ekki
vanþörf á að taka æskulýösinál-
in fastari tökum.
Iþróttahreyfingin á Islandi
hefur innan sinna vébanda yfir
50.000 meðliini, eða u.þ.b. 1/4
hluta þjóðarinnar. Hreyfingin
hlýtur þvi að gegna ákaflega
mikilvægu hlutverki i uppeldi
barna og unglinga. Nú hefur það
veriö svo að stjórnvöld hafa ætið
skorið við nögl framlög til
iþrótta- og æskulýðsmála. Það
virðist vera að ráðamenn þjóð-
arinnar sjái ekki framtiðargildi
þeirrar f járfestingar, svo
þröngsýnir eru þeir. Klásúlur
vona að augu þessara manna
opnist fyrr en siðar.
Þankar um
æskulýðsmál