Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 15
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
viö vinsæl lög
Tökum lagið
1 dag tökum viö fyrir mjög vinsælan negrasálm, sem heitir „GO
DOWN, MOSES. Ég vona, að ég fari bráðum að heyra frá ykkur t.d. til-
lögu um lag, sem ég veldi siðan hljóma við eða ef þið eruð ekki fyllilega
ánægð með þau lög, sem ég tek fyrir ellegar þá hljóma, sem ég vel þá
skora ég á ykkur að láta af allri feimni og segja hiklaust ykkar álit.
GO DOWN, MOSES
e B7 e
When Israel was in Egypt’s land,
B7 e
Let my people go
e N B7 e
Opressed so hard they could not stand,
B7 e
Let my people go.
Viðlag:
e A7 B7
Go down, Moses, way down in Egypt’s land
e A B7 e
Tell old Fharoah, let my people go.
No more shall they in bondage toil,
Let my people go
Let them come out with Egypt’s spoil
Let my people go.
Go down, Moses o.s.frv.
The hand of God shall lead the way,
Let my people go
A fire by night, a cloud by day,
Let my people go.
Go down, Moses, o.s.frv.
He touched a rock and water ran,
let my people go
And manna fell upon the land,
let my people go.
Go down, Moses o.s.frv.
ThenMosesoffered to the Lord,
let my people go
And told the Hebrews of his word,
let my people go.
Go down, Moses o.s.frv.
e-hljómur- /\- hLjómur
a X D C )C )C D
i
Sitt
úr
hverri
áttinni
Fyrstu
verölaun
Pieter van Loo vann 1. verð-
laun i spurningakeppni i sjón-
varpinu i Amsterdam. Verð-
launin: Einn kassi af bjór i
hverri viku heilt ár! — Sigur-
vegarinn er bruggari aö mennt-
un og starfar i bjórverksmiðju.
Heyrt um
sjónvarpið
Möguleikar sjónvarpsins eru
nær ótakmarkaðir. En i stað
þess að opna okkur glugga út i
heiminn dregur það tjaldið nið-
ur og sýnir okkur gamlar kvik-
myndir á þvi.
Eitt gott íná uin sjónvarpið
segja: Þvi óhæfari sem myndin
er fyrir börn, þvi rólegri sitja
þau við tækið.
Ónefndir
Sjónvarpið er það skemmti-
tæki sem gerir miljónum manna
kleift að hlæja samtimis að
sömu skritlunni — og vera samt
einmana.
T.S.Eliot
Ég hef komist að raun um, að
sjónvarpið hefur uppeldisleg
áhrif. í hvert sinn sem einhver
opnar það fer ég inn i annað her-
bergi og les i bók.
Groucho Marx
Og nú hefur það verið mælt:
Snigillinn hreyfir sig meö 7
sentimetra hraða á klst.
Semsé samt hraðar en barn,
sem ekki vill fara að hátta, segir
sænka „Femina” um fréttina.
Skissa al' reiðhjóli, talin cl'tir ncmanda I.eonardos
450 árum eftir dauöa hans:
Minnisbækur
da Vincis
gefnar út
Sumar uppfinningar 20.
aldarinnar hafði ítalski
listamaðurinn, vísinda-
maðurinn og uppfinninga-
maðurinn Leonardo da
Vinci (1452-1519) — fræg-
astur fyrir málverkið
„Mona Lisa" — þegar gert
fyrir 450 árum. Þetta kem-
ur fram í minnisbókum
hans, sem allir álitu glat-
aðar þar til fyrir 10 árum,
að þaér fundust í lands-
bókasafninu í Madríd á
Spáni. Nú er verið að gefa
minnisbækurnar út i einni
bók víða um lönd.
Það var alger tilviljun, að
minnisbækur listamannsins fund-
ust i bókasafninu. Spænskufræð-
ingurinn Dr. Jules Piccus var að
leita spænska miðalda ballaða
þegarhann fékk fyrir misskilning
afhent tvö áður óskoðuð númer úr
handritadeild safnsins og komst
að þvi við nánari athugun, að hér
hlyti að vera um handrit frá Leo-
nardo að ræða.
Ekkert hefur verið sparað til
vinnunnar við útgáfu verkanna,
en handritin voru send undir
spænskri hervernd og svissneskri
lögregluvernd til eftirtöku hjá
sérfræðingum prentlistarinnar i
Lausanne i Sviss. Það er banda-
riska risaútgáfufyrirtækið
McGraw Hill, sem keypti útgáfu-
réttinn i félagi við sjö önnur for-
lög og hafa útgefendurnir þegar
lagt jafnvirði 225 milj. Isl. króna i
visindalega útgáfu bókarinnar.
Söluverðið verður eftir þvi, t.d.
mun þýska útgáfan hjá S. Fischer
kosta 1250 mörk eða rúinl. 56 þús.
krónur islenskar. 1 þeirri bók
verða þá vönduð ljósrit beggja
handritanna, tvö bönd þýðinga og
aukarit með ritgerðum og at-
hugasemdum visindamanna.
Handritin ganga undir nafninu
„Codices Madrid” eftir fundar-
staðnum og geymir hið fyrra um-
fangsmesta verk Leonardos:
Kenningar og notkun aflfræðinn-
ar. I ritinu kemur fram, að Leo-
nardo hafði ekki aðeins fundið
upp fjölda vélahluta heldur einnig
þegar fyrir 500 árum velt fyrir sér
ýmsum vandamálum aflfræði,
jafnvægisfræði og vatnsaflsfræði,
sem menn eru enn i dag að fjalla
um.
Siðara bindið er öllu meiri
rnjnnis- og hugmyndabók. I
þvi eru skissur og minnisatriöi
varðandi málverk, tónlist og ljós-
fræði, og jafnvel i sambandi viö
hernaðarmannvirki og brons-
steypu. Upphaflega átti að nota
bronssteypitæknina við 7 metra
háa myndastyttu af Francesco
Sforzas hertoga i Milanó á hest-
baki, en úr þvi varð ekki og tækn-
in var siðar nýtt við gerð fall-
byssukúla i striði gegn frökkum.
Aðrar uppfinningar eða hug-
myndir Leonardos voru fram-
kvæmdar enn siðar, að visu án
vitneskju um þær, — t.d. brú yfir
Bosporus: ,,400metra yfir sjó, 200
yfir landið, sein hún styður sig
á”, — Brúin sem nú hefur verið
smiðuð var tekin i notkun sumar-
ið 1973. Einnig hugsaði Leonardo
sér sjálfvirka vélbyssu með
l.connrdo da Vinci — sjálfsmynd
I.istainaðurinii sem úrsmiðor.
Ekki treystum við okkur til aö út-
skýra livernig þessi mekanismi
gckk fyrir sig, cn takið eftir letr-
inu frá liægri til vinstri.
tnörgum hlaupum, ekki ólika
þeim, sem nú tilheyra útbúnaði
þotuhermanna.
Enn eina uppgötvunina fann
Leonardo-fræðingurinn sem
stjórnar útgáfunni, Ladislao Reti,
á baksiðu annars handritsins,
sennilega rissaö af nemanda Leo-
nardos: reiðhjól, að fróðra
manna dóini nothæft.
Skýringarnar með ölluin upp-
finningum sinum hefur Leonardo
skrifað á einskonar leyniletri,
sennilega þeim til verndar. Hann
skrifaði þær i spegilskrift og frá
hægri til vinstri, en Leonardo var
örvhentur. (endursagt úr „Stern”
— vh).