Þjóðviljinn - 09.02.1975, Síða 23

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Síða 23
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 KERLING Kerlingarparadis er skemmtilegur leikur sem við krakkarnir á Vestdals- eyrinni fórum oft í. Við teiknuðum kerlinguna með smáspýtu, eða gjarðarbroti, á miðja götuna, því umferð var lítil og bíl sáum við löngu áður en hann kom. Á Vestdalseyrinni átti enginn bíl eftir að Bensi í Gránu flutti inn á Búðareyri. Best var að nota f latan stein svo sem lófastóran. Sá sem eignaðist góðan stein, til að nota í paradís, gætti hans vandlega. Á myndinni sjáið þið hvernig á að hoppa. Þar sem er eitt spor á að hoppa á öðrum fæti. Fyrst var steininum kastað í fyrsta reit til hægri og svo hoppað eins og sporin sýna og snúið við í hausnum. Steinninn var tekinn í bakaleiðinni. Ekki mátti stíga á strik né steinninn lenda á striki, það mátti ekki heldur styðja sig meðan steinninn var tekinn upp. Eftir hverja umf. varsteininum hent í næsta reit við og síðast í hausinn. Vandasamast var að hitta í hálsinn og ná steininum upp þar, því þá stóð maður á öðrum fæti og mátti ekki styðja niður hendi. Og aldrei mátti hreyfa sig úr stað — ef ekki var hægt að teygja sig eftir steininum var maður úr og næsti fékk að gera. Þegar allir voru búnir að gera var gert aftur í sömu röð og byrjað í þeim reit, sem hver og einn hafði komist án þess að feila. Sá, sem hafði til dæmis verið búinn að kasta steininum í báða neðstu- og miðreitina og byrjaði nú á því að kasta í vænginn (við kölluðum það alltaf vængi en ekki hendur) hægra megin. Sá sem var fyrstur að klára vann og það var gaman. Hvaða paradís eða parís kunnið þið? Kunnið þið landaparadís, karlapara- dís, gluggaparadís, tröppuparadís eða lús? Skrifið Kompunni og lýsið því hvaða reglur þið hafið. Teiknið mynd til skýringar. Sendið Kompunni Ijóð, sögur, Ijósmyndir, teikningar og vísur eftir ykkur sjálf Sagan um Þröst Kóngsson Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu einn son. Hann hét Þröstur. Kóngurinn í næsta ríki átti dóttur sem hét Ragnheiður og var mjög falleg. Þresti leist mjög vel á hana. En einn dag hvarf Ragnheiður. Allir urðu mjög hryggir, en þó mest Þröstur. Kóngurinn hengdi upp auglýsingu um það að hver sá sem fyndi Ragnheiði fengi hana og hálft konungsríkið. Vísa og saga eftir tvær 12 ára vinkonur Eydis og Katrin eru báðar 12 ára. Þær eiga heima á Selfossi, en krakkarnir á Selfossi hafa verið mjög dugleg að skrifa Kompunni. Nú senda þessar vinkonur bæði sögu og visu, sem þær hafa sett saman. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonumst eftir meiru frá þeim. Þröstur ákvað að fara að leita að henni. Mamma hans bjó hann út með gott nesti. Kvaddi hann allt heimilisfólkið og lagði af stað. Gekk hann lengi lengi. Þá sá hann allt í einu tjörn og hljóp þangað. Hún var alveg kolsvört af skít og drullu. Kemur þá stúlka út úr rjóðri. Hún var mjög óhrein. Stúlkan sagði: ,,Viltu kafa ofan i tjörnina fyrir mig?” „Nei, það vil ég ekki", sagði Þröstur og færðist lengi undan. En þó fór svo að lokum að hann féllst á það. Hann tók fyrir nefið, lokaði augunum og stökk útí. Þegar hann kom upp aftur sá hann Ragnheiði standa á tjarnarbakkanum og horfa á sig. Hann varð ofsa glaður og spurði hvers vegna hún væri þar. Hún sagði honum að hún hef ði verið úti í skógi og þá hefði komið galdranorn til hennar og lagt það á hana, að hún yrði að húka þarna þar til einhver vildi kafa ofan í tjörnina fyrir hana. Þau lögðu nú af stað heim og þar varð mikil gleði þegar spurðist að Ragnheiður var fundin. Svo giftust þau Ragnheiður og Þröstur og lifðu vel og lengi og kunnum við ekki þessa sögu lengri. Eydisog Katrín 12 ára. KROSSGATA VÍSA Það var einu sinni tunna sem hét bara Gunna Hún valt út um viðan völl þar hitti hún fimmtán tröll Hæ, hæ og hó! Hoppum upp á hól syngjum öll saman það verður gaman. Eydis og Katrin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.