Þjóðviljinn - 15.02.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Fiskiðnaðurinn fær liðsauka
Tœknideild
Rannsóknar-
stofnunar
fiskiðnaðarins
tekin til starfa
Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins hefur kom-
ið á fót sérstakri tækni-
deild, sem ætlað er það
hlutverk að vera fiskiðn-
aðinum f heild innan hand-
ar varðandi lausn tækni-
vandamála, vera eins kon-
ar þekkingarforðabúr í
sambandi við vélar og bún-
að sem að fiskiðnaði lýtur.
Trausti Eiriksson, vélaverk-
fræðingur veitir deildinni for-
stöðu, en starfsmenn deildarinn-
ar eru enn aðeins tveir.
„Við höfum hafið upplýsinga-
söfnun”, sagði Trausti i viðtali
við Þjóðviljann, „við flokkum
upplýsingar eftir ákveðnu kerfi,
þannig að menn sem þurfa að
kaupa vélar eða fá upplýsingar
um tæki, ættu að koma til okkar.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins hefur lika leitast við að prófa
tæki af mismunandi gerðum og
gera mönnum siðan kunnugt um
niðurstöður athugana.
Ég reikna ekki með að Tækni-
deildin geti annað þvi að sinna
einstökum, smærri vandamálum
sem upp kunna að koma hjá fisk-
verkendum, enda hafa t.d. SIS og
SH sfnar tæknideildir til að leysa
öll dagleg vandamál”.
Trausti kvaðst búast við að
reynt yrði að fylgjast náið með
samsvarandi stofnunum erlendis,
kaupa timarit og bækur og koma
þannig upp upplýsingasafni.
Tæknideildin mun lika gera til-
raunir og prófanir meö einstakar
vélar og leiðbeina fiskverkunar-
mönnum á þann hátt varðandi
tækjakaup.
„Það þarf að koma þessum
málum á visindalegri grundvöll
en verið hefur hér á landi”, sagði
Trausti, ,,og Tæknideildin mun
sinna þeim málum sem fiskverk-
endur sinna yfirleitt ekki”.
—GG.
Tónleikar
hljómsveitar
Tónlistar-
skólans í
dag
Hljómsveit Tónlistarskólans i
Reykjavik heldur tónleika i Há-
skólabiói i dag laugardaginn 15.
febrúar. Hefjast tónleikarnir
klukkan 2.30 siðdegis. Stjórnandi
er Björn Ólafsson.
A efnisskránni eru eftirtalin
verk: Sembalkonsert i E-dúr eftir
Johann Sebastian Bach, einleik-
ari Elin Guðmundsdóttir, Sin-
fónia i D-dúr nr. 104 eftir Haydn
og Pianókonsert I a-moll, op. 16
eftir Grieg, einleikari Vilhelmina
ólafsdóttir.
Þaö borgar sig
að auglýsa í
sunnudagsblaöi
Þjóðviljans —
Útbreiöslan
eykst vikulega
Nýi hjúkrunarskólinn braut- dóttir, Eva Sveinbjörg Einars-
skráði fyrstu hjúkrunarkonurn- dóttir. Aftari röð frá vinstri:
ar, 21 að tölu þann 23. nóv. sl. Inga Dóra Eyjólfsdóttir,
Var þessi hópur að þvi leyti Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún
sérstæður að þær voru orðnar ína ívarsdóttir, Sigriður
ljósmæður áður en þær hófu Einvarðsdóttir, Rannveig
hjúkrunarnám. Matthiasdóttir, Elin Hjartar-
Fremri röð frá vinstri: Eygló dóttir, Sjöfn Eyfjörð Skúladótt-
Einarsdóttir, Guðbjörg Andrés- ir, Sólveig Kristinsdóttir,
dóttir, Helga Hinriksdóttir,, Hallfriður Alfreðsdóttir, Helena
Þórunn Brynjólfsdóttir, María Ottósdóttir, Björg Guðmunds-
Björnsdóttir, Ásgerður Emma dóttir, Kristin Oddsdóttir, Guð-
Kristjánsdóttir, Birgitta Páls- rún Þór Arnaldsdóttir.
NÝÚTSKRIFADAR
HJÚKRUNARKONUR
•X*
reioir
T ollv erðir
Segja ekki hlustað á bendingar um
bveytt skipulag tollgœslunnar
Vegna spirasmygisins mikla,
sem toilþjónustan komst á snoðir
um I haust og vetur, hefur toll-
gæsla iandsins sætt ámæli og
gagnrýni. Tollvarðafélag isiands
hefur nú sent frá sér yfirlýsingu,
og segir þar m.a.:
„...I þessum umræöum hefur
yfirstjórn tollgæslu sætt miklu á-
mæli, en tollverðir hafa heldur
ekki farið varhluta af gagnrýni.
Umræður sem þessar eiga auð-
vitað fullan rétt á sér. En þegar
farmaður lýsir þvi yfir i blaða-
viðtali, að tollverðir á Islandi séu
„viðvaningar” samanborið við
stéttarbræður erlendis, og sjálfur
tollgæslustjóri segir i sjónvarps-
þætti 17. jan. sl„ að „búið sé að
þétta tollgæslunetið umhverfis
landið” með þvi að fá lögreglunni
tollgæslu i hendur I stað tollvarða,
finhst Tollvarðafélagi Islands að
heldur sé vegið þungt að þessari
fámennu stétt.
Tollverðir hafa um árabil lagt
áherslu á breytingar á skipulagi
tollgæslunnar...”
Þegar tollverðir sömdu sl. vor
við fjármálaráðuneytið, lögðu
þeir m.a. fram sundurliðaðar
kröfur um endurskipulagningu og
breytta starfsháttu tollgæslunn-
ar.. 1 kröfum Tollvarðafélagsins
segir m.a.:
„Bent er á nauðsyn þess, að
fenginn verði stærri og hrað-
skreiðari tollbátur til gæslustarfa
við strendur landsins...
Bent er á nauðsyn þess, að toll-
gæslan dragist ekki aftur úr hvað
varðar tækjabúnað I sambandi
við tollleit og að athugað veröi
með kaup eða leigu á slíkum bún-
aði. Æskilegt er, að samráð verði
haft við færustu menn á þessu
sviði og upplýsinga leitað erlend-
is...
Rannsóknardéild tollmála
verði stofnuð, bæði i smyglmálum
og i sambandi við vöruinnflutn-
ing, og tollverðir þjálfaðir til
slikra starfa...
Þetta er þó ekki nema hluti af
kröfunum, en það sýnir þó, að
TFI hefur verið á verði hvað
skipulag og þarfir tollgæslunnar
snertir. Kröfurnar um nýjan toll-
bát eru t.d. frá árinu 1962 og um
rannsóknardeild i tollmálum frá
þvi I fyrra. Þessi tvö atriði voru
aðalinntak viðtalsins við toll-
gæslustjóra i þættinum „Kast-
ljós” I sjónvarpinu 17. jan. sl„
auk þess sem hann eyddi nokkr-
um tima i að útskýra fyrir lands-
mönnum, að störf tollvarða hafi
verið lögð niður og falin lögreglu-
mönnum. ( Skýringin felst e.t.v. i
þvi, að hann er fyrrverandi aðal-
fulltrúi lögreglustjórans i
Reykjavik og það var fyrirrenn-
ari hans einnig)...
TFI vill minna á, að hugmyndir
um skipulagsmál innan tollgæsl-
unnar eru ekki nýjar af nálinni,
heldur hefur félagið haft þær á
stefnuskrá sinni um árabil...
Það sýnir ef til vill við hvaða
andrúmsloft tollverðir búa, að
fyrirhugað er að stofna rann-
sóknardeild tollmála skv. auglýs-
ingu tollgæslustjóra frá 15. jan.
1975, er hefst með orðunum: „Til
reynslu er ráðgert að setja á stofn
deild innan tollgæslunnar til að
vinna að rannsókn mála”....
Stjórn TFI hefur setið marga
viðræðufundi með tollgæslustjóra
um ýmis mál, er varða dagleg
störf tollvarða i Reykjavlk.
Árangur af þessum fundum hefur
enginn orðið. Þá hefur stjórn TFI
ákveðið að leita eftir beinum við-
ræðum við fjármálaráðherra um
málefni félagsins”.
—GG
Neitar að víkja
strax fyrir Bergi
Nýlega réð Samband sveitarf-
claga i Austurlandskjördæmi
Berg Sigurbjörnsson að nýju
framkvæmdastjóra sambands-
ins, en Bergur hefur um árabil
veri einn af framkvæmdastjór-
um Framkvæmdastofnunarinn-
ar. Ingimundur Magnússon sem
verið hefur framkvæmdastjóri
SSA siðan Bergur fór til Fram-
kvæmdastofnunarinnar hafði
sagt starfi sinu lausu fyrir aust-
an frá 20. jan. sl.
Þegar sá dagur rann upp
hafði enginn verið ráöinn I stað
hans og Ingimundur þvi beðinn
að gegna starfinu áfram þar til
nýr framkvæmdastjóri væri
ráðinn.
Þegar svo búið var að ráða
Berg neitaði Ingimundur að
vlkja úr starfi fyrr en eftir I það
minnsta 3 mánuði, þar sem
hann taldi sig þurfa 3ja mánaða
uppsagnarfrest eftir að hafa
verið beðinn um að sitja áfram.
Nú standa máiin þvi þannig
að Ingimundur situr til vors en
Bergur verður atvinnulaus á
meðan þar eð ekki hafði endan-
lega verið gengið frá ráðningar-
samningi hans.
Helgi Gislason formaður
stjórnar SSA staöfesti aö þetta
væri rétt og að stjórn sam-
bandsins myndi koma saman
innan skamms og ræða þetta
mál. Að öðru leyti vildi hann
ekkert um málið segja. S.dór.