Þjóðviljinn - 15.02.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1975 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Umsjón með sunnudagsblaði: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Vilborg Harðardóttir Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaðaprent h.f. SVIKAMYLLA GEIRS HALLGRÍMSSONAR OG HÚSKARLA HANS Nú er augljóst, að framfærsluvisitalan mun hækka um a.m.k. 30% á fyrsta hálfa ári þessarar stjórnar. öll eldri met blikna gjörsamlega hjá þessum ósköpum. Og þetta eru mennirnir, ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, sem fyrir nokkrum mánuðum þóttust hafa ráð undir rifi hverju til að kveða niður verðbólguna og öfluðu sér kjósendafylgis undir þeirri grimu. Fyrirsjáanlegt er að komist rikisstjórnin upp með áform sin, þá standa allir þeir, sem ekki njóta láglauna- bóta, frammi fyrir kjaraskerðingu sem svarar tila.m.k. 30% almennrar verðlags- hækkunar á hálfu ári, án þess nokkuð komi á móti. Og þeir sem láglaunabót- anna njóta hafa i raun orðið fyrir nokkurn veginn álika kjaraskerðingu að tiltölu, vegna þess, að þeir eru dæmdir til að verja öllum tekjum sinum i brýnustu nauðþurftir, — og þessar brýnustu nauð- þurftir hafa hækkað langsamlega mest. Þegar Þjóðviljinn kannaði fyrir fáum dögum, hvað nokkur algengustu matvæli, svo sem kjöt og mjólk, kaffi sykur og brauð höfðu hækkað frá þvi Geir Hall- grimsson og Ólafur Jóhannesson sórust i fóstbræðralag, þá kom i ljós, að hækkun á ársneyslu visitölufjölskyldunnar af hinum algengu matvælum reyndist vera 64%. Og könnun okkar á hækkun rafmagns til heimilisnota, hitaveituvatns og sima- kostnaðar i Reykjavik reyndist vera á bilinu 40-60%. Engin ábending hefur komið fram frá stjórnarherrunum um það, hvað af þessum vörutegundum fólk á að spara við sig. Á móti hinum gegndarlausu verðhækk- unum hefur stóreignamaðurinn Geir Hall- grimsson, sem sjálfur er i hópi augðugustu manna á landi hér, slett i þá sem minnst bera úr býtum 10% kauphækkun, en bannað frekari uppbætur á kaup með lögum. Svo er ætlast til þakklætis og tiltrúar almennings i landinu. Rikisstjórnin hefur nú i huga að hleypa af stokkunum stórkostlegri verðhækkunarskriðu; gengislækkunin, sem ákveðin var nú i vikunni er bara eitt skrefið á þeirri braut. Og auðvitað er ætlunin að greiða einhverjar „bætur” til launafólks, svo að lýðurinn hafi fyrir eitt- hvað að þakka. En trúlega verður þetta gert eftir sömu reglu og hingað til hjá þessari rikisstjórn, þ.e. samkvæmt guðspjalli Sjálfstæðis- flokksins. Fyrst skal verkamaðurinn, eða sjómaðurinn eða hinn lágt launaði opin- beri starfsmaður koma með einar þúsund krónurnar á fætur öðrum úr sinum vasa i svikamyllu Geirs Hallgrimssonar og félaga hans, — en fyrir hverjar þúsund krónur fær láglaunamaðurinn jú kannski svo sem 500,- krónur til baka. Og fyrir það ber honum auðvitað að þakka sinum háverðugu stjórnarherrum, þvi að þannig heldur launamaðurinn þó alltaf helmingnum af raungildi teknanna. Þetta er myndin af svikamyllu þess „bótakerfis”, sem þessi rikisstjórn heitir, og vill fá sérstakar þakkir fyrir. Mynd sú er nakin og æpandi, þótt áróðursmenn rikisstjórnarinnar sveitist blóðinu við að færa hana i óhreinar skjólflikur. En verðum við ekki öll að fórna okkur fyrir velferð þjóðarbúsins? spyrja hinir nytsömu sakleysingjar eftir pöntun frá Ólafi Jóh. og Geir. Þannig á vist engla- kórinn að syngja. Litum á nokkrar staðreyndir: 1.1 nýjustu skýrslu frá Þjóðhagsstofnun er talið, að okkar þjóðartekjur hafi rýrnað um 3% á siðasta ári. Aldrei átti að koma til greina að þessi litla rýrnun hefði hin minnstu áhrif á lifskjör þess helmings þjóðfélagsþegnanna, sem lakar eru settir. Hinir áttu að bera þá byrði, og var það vissulega enginn ofur- þungi. 2. Viðskiptakjör okkar á siðasta ári voru samkvæmt visitölu Seðlabankans (Sjá Hagtölur mánaðarins, janúarhefti) þrátt fyrir allt hagstæðari á siðasta ári en þau höfðu nokkru sinni verið, nema árið 1973. Halli á okkur i þeim efnum á þessu ári, sem nú er hafið, ber að.svara þvi með þvi að skera niður gjaldeyris- eyðsluna, t.d. miljarðana þrjá, sem fóru i bila á siðasta ári, — án þess að skerða i nokkru umsaminn kaupmátt lág- tekjufólks. 3. Vandi útflutningsatvinnuvega okkar er vissulega nokkur, en eins og fram kom i ræðu Lúðviks Jósepssonar á alþingi nú i vikunni þar sem hann vitnaði i spár Þjóðhagsstofnunar fyrir þetta ár, þá er þar gert ráð fyrir að sjávarútvegurinn (fiskveiðar + fiskvinnsla) muni á þessu ári hafa 969 miljónir afgangs upp i afskriftir. Hins vegar er þar reiknað með að fullar afskriftir væru um 2700 miljónir og kemur þannig út tap upp á rúmar 1700 milljónir. Með þvi að reikna ekki með afskriftum umfram greiðslu af föstum lánum, svo sem sjálfsagt má telja, þá er áætlað heildartap sjávarút- vegsins fyrir gengislækkun rétt um 1000 miljónir króna. Lúðvik benti á, að 500 miljónir mætti spara með þvi að lækka vexti útgerðarinnar um 3-4%, og hinar 500 miljónirnar hefði t.d. mátt ná i með þvi að togararnir tækju upp svartoliunotkun. Hér þurfti auðvitað að færa nokkuð á milli, en siendurteknar stórárásir rikisstjórnar ihalds og Framsóknar á lifskjör almennigs verða með engum rökum réttlættar sem lifsnauðsyn þjóðarheildarinnar. k Alþingi og NATO lagt að jöfnu Því skyldi starfsmaður NATO ekki njóta sérstakrar verndar — eins og alþingismaður9 spyr Mogginn! Þau tíðindi gerðust I gær að út kom tölublað af Morgunblaöinu þar sem Alþingi Islendinga og Natoeru einfaldl'- lögöaðjöfnu. Félagið Islensk grafík styður FÍM Á fundi hjá félaginu íslensk grafík þann 8. febr. 1975 var samþykkt að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Félag islenskra myndlistarmanna i deilunni um sýningarrétt á Kjar- valsstööum, og mötmæla harðlega ihlutun meirihluta borgarráös i því máli. — Stjórnin. Þessi afstaða kemur ekki fram I blaöamannsskrifum i Mbl. eöa aðsendum greinum. Hún kemur fram i forustugrein þess, en þar segir: „Þingmenn Alþýðubanda- lagsins og dagblaðið Þjóðviljinn hafa að undanförnu veist all- harkalega aö nafngreindum islenskum rikisborgara og krafist þess, að hann yrði sviptur borgararéttindum, pólitiskum réttindum sinum, vegna skoðana sinna og starfa. Hér er um að ræða starfsmann uppiýsinga- þjónustu Atlantshafsbanda- lagsins, sem Islendingar eru aðilar aö. Samkvæmt sérstökum samningi aðildarrikjanna og samkvæmt fslenskum skatta- lögum, sem endurskoöuð voru i tið vinstristjórnarinnar, njóta starfsmenn bandalagsins skatt- friðinda fyrir störf i þágu þess, en greiða að sjálfsögðu skatt af öðrum tekjum. Þetta ákvæði i skattalögum vinstri stjórnar- innar tekur eðlilega til starfs- manns Islendinga hjá upplýsingaþjónustu Atlantshafs- bandalagsins. Hvers vegna á aö svipta hann pólitiskum réttindum sakir þessara laga? Með stoö i áðurnefndum samningum eru starfsmenn Atlantshafsbandalagsins undan- þegnir málssókn vegna ummæla, er þeir láta falla viö framkvæmd starfa sins i þágu þess, A SAMA HATT OG ALÞINGISMENN. Skýrt er tekiö fram, að þetta er i þágu bandalagsins en ekki viðkomandi starfsmanna. Það er þvi ekki unnt að svipta starfs- mann íslendinga hjá Atlantshafs- bandalaginu pólitiskum borgara- réttindum FREMUR EN HATT- VIRTA ALÞINGISMENN.” I þessari forustugrein Morgunblaðsins, sem hér hefur verið birt i heild, kemur fram ótrúlega óþjóðlegt hugarfar. Þaö hefur aldrei gerst áður að Alþingi Islendinga og hernaðarbanda- lagið NATO væru lögð að jöfnu — en svo langt geta menn komist i skriðdýrshætti slnum fyrir erlendu valdi. Mbl. skilur greini- lega ekki af hverju alþingismenn njóta sérstakrar lagaverndar 1 þingsölum og meðan þing situr. Þjóöviljinn eða Alþýðubanda- lagið hafa aldrei krafist þess að einn eöa neinn verði sviptur póli- tiskum borgararéttindum. En Þjóðviljinn og Alþýöubandalagið hafa krafist þess aö maður sem nýtur launa og skattfriðinda vegna þjónustu við hernaöar- bandalag verði ekki kosinn af alþingi tslendinga i útvarps- ráö, stofnun sem á að bera aöal- ábyrgð á rikisútvarpinu, fjölmiðli landsmanna allra. Fundu tvær kindur ✓ 1 Nýjahrauni á Fyrir skömmu fóru hjónin á Vaðbrekku á Jökuldal ásamt manni frá Aðalbóli á þrem snjó- sleðum inn að Vatnajökli. Fundu þau tvær kindur i Nýjahrauni sein er milli Jökulsár og Jökulsár- kvislar. Voru þær orðnar rýrar, einnig fundu þau tvær kindur á Kringilsárrana, en önnur þeirra var dauð, sennilega drepin af tófu, hin kindin var sæmilega sig komin. Snjór cr mikill inná öræfum, og sáust ekki hreindýr, en aftur mik- ið af þeim útum allt hérað. Margt fé vantaði af fjalli I haust, t.d. vantaði Vilhjálm Snædal bónda á Skjöldólfsstöðum 50 lömb. —Sveinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.