Þjóðviljinn - 15.02.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1975
ÚTVARPSANNÁLL SKÚLA Á LJÓTUNNARSTÖÐUM
Ef þjóöin treystir forsjá
þeirra, sem guö hefur gefiö
völdin og stjórnviskuna...
Skúli
Sumir menn eru þannig af guöi
gerðir að þegar þeir tala i útvarp,
finnst hlustandanum, sem á sér
einskis ills von, hefir kannski leg-
ið hálfsofandi uppi i divan, að þeir
séu að boða heimsendi og yfirvof-
andi dómsdag. Fari maður svo að
leggja við hlustir kemst maður að
raun um, að það er á valdi ræðu-
manns, að forða þjóðinni, jafnvel
allri veröldinni frá slikum ósköp-
um. Hann er spámaðurinn, sjá-
andinn, sem getur leyst hinn and-
varalausa lýð frá villu sins vegar,
svo framarlega sern hann vill
trúa á orð spámannsins og
treysta leiðsögn hans. Ég ber allt-
af dálitía virðingu fyrir þessum
spámönnum útvarpsins, þeir
minna mig á spámenn Gamla-
testamentisins.
Hins vegar skal ég játa, að ég
efast dálitið um, að þeir séu i raun
eins miklir spámenn og mann-
kynsfrelsarar og orð þeirra gætu
gefiö ástæðu til að ætla.
Nú ætla ég að nefna þrjá menn
er ég hefi heyrt i útvarpi nýlega
og virðast vera haldnir þessari
spámannsnáttúru.
Sá fyrsti er Gunnlaugur
Þórðarson doktor, annar er Pétur
Guðjónsson, sem mig minnir að
hafi verið kynntur sem formaður
i Samtökum áhugamanna um
sjávarútveg og sá þriðji er Hilm-
ar Jónsson bókavörður i Keflavik.
Gunnlaugur Þórðarson flutti
erindi um stjórnarskrármáliö. Ég
heyrði að visu ekki nema siöari
hluta þeirrar iesningar. En það
sem ég heyröi, bar þess glöggan
vott, aö manninum var mikið
niðri fyrir og að honum fannst
mikið á þvi velta að ráðum hans
væri hlýtt. Meðal annars vildi
hann lögbjóða það i sjálfri
stjórnarskránni, að kona væri i
öðruhverju sæti á hverjum fram-
boðslista. Taldi hann, að konur
væru betri helmingur mannkyns-
ins og að margt myndi betur fara,
ef þær hefðu horfuráðin i stjórn
heimsmálanna. Get ég vel fallist
á þessa skoðun fyrirlesarans.
En séu kenningar nútima kven-
réttindafræðinga réttar um að
konan sé jafnoki karlmannsins á
öllum sviðum, hlýtur sú spurning
að vakna, hvort hún sé ekki einnig
jafnoki hans i hinu illa. Ef svo
væri, stæðum við litlu nær, þótt
konur færu aö ráða gangi ver-
aldarsögunnar. Sá sem með vald-
ið fer, hefir ávallt tilhneigingu til
að misbeita þvi á örlagastundu,
sjálfum sér til framdráttar og
öðrum til óþurftar.
Pétur Guðjónsson ræddi um
landhelgismálið i Degi og vegi.
Loftleiðaumboð Kristjáns
Guðlaugss. I Keflavik gengst fyrir
Lundúnaferð um páskana i ár
eins og undanfarin ár. Að þessu
sinni verður möguleiki fyrir
menn að velja úr mörgum knatt-
spymuleikjum, sem leiknir verða
um páskana og er listi yfir þá hér
á eftir.
Farið verður frá Keflavík 22.
mars og komið aftur heim 31.
mars. Þetta verður sem sagt 9
daga ferð og kostar hún 27.200.00.
Innifalið i þessu verði eru ferðir
til og frá flugvelli, hótel og
morgunverður. Hótelið verður i
hjarta borgarinnar og þaðan er
stutt bæöi til að versla og
skemmta sér.
Þátttakendur i þessari ferð
hafa möguleika á að sjá einhvern
af þessum leikjum.
Eriiidi hans var að mörgu leyti
athyglisvert. En hann spillti fyrir
sér með svo æðibunulegum flutn-
ingi, að aðrir hafa naumast
lengra komist. Hlustandinn tók
meir eftir þvi, hvernig hann tal-
aði, en hinu, hvað hann sagði.
Svo var það bóka-
vörðurinn í Keflavík
Svo var það bókavörðurinn i
Keflavik, Hilmar Jónsson, sem
einnig talaði um dag og veg. Hann
talaði einnig eins og heimurinn
væri að farast. En i hans augum
voru það ekki kvenréttindi, né
landhelgismál, sem ógnuðu ver-
öldinni, heldur kommúnisminn.
Hann var upphaf ræðunnar, endir
og sömuleiðis miðjan.
Það sem einna furðulegast var i
málflutningi mannsins, var sú
staðhæfing hans, að nýafstaðin
úthlutun svonefndra viðbótarrit-
launa, væri eitt átakanlegasta
táknið um aðvifandi kommún-
istahættu á þessu landi.
Og sönnunin, sú hin veigamesta
fólst i þvi, að formaður nefndar
þeirrar, er þessum peningum
deildi út, skrifaði i Þjóðviljann.
Jafnframt gaf hann i skyn, að
flestir þeir, er hlotiö höfðu náð
fyrir augum nefndar þessarar
væru handbendi kommúnismans.
Reyndar eru reglur þær, sem
farið er eftir við þessa úthlutun,
hrein vitleysa, en ég held að hún
eigi ekkert skylt við pólitik og
skal ekki farið frekar út i þá
sálma að sinni.
Það er svo skritið með þessa út-
hlutun, að sumir seih ekkert
fengu, verða vondir, eins og bóka-
vöröurinn i Keflavik. Svo finnast
einnig dæmi þess, að menn geta
orðið vondir, þegar þeir fá þau,
eins og Þorgeir minn Þorgeirs-
son. Kannski hefir hann orðið
vondur, sökum þess að náöarsól
þeirra, sem úthluta styrkjum til
rithöfunda hefir ekki skinið á
hann fyrr.
1 tilefni af þessari ádrepu Hilm-
ars Jónssonar, fór ég að hugleiða,
hvort ekki væri hægt að finna ein-
hverja þá leið, er allir gætu sætt
sig við, eða að minnsta kosti ein-
hverja þá leið, að enginn þyrfti
annan að klaga.
Árangurinn af þessum vanga-
veltum minum læt ég fylgja hér
með, mér vitrari mönnum til vin-
samlegrar athugunar.
Ollu þvi fé, sem rikið lætur af
hendi rakna, til eflingar islenskri
ritlist, skal safnað saman i einn
sjóð. Við gætum kallað hann Rit-
höfundasjóð tslands.
Laugardagur 22. mars:
Tottenham — Liverpool
Chelsea — Middlesbro
Þriðjudagur 25. mars:
Liverpool — Newcastle
i Liverpool
Birmingham — Carlisle
i Birmingham
Chrystal Palace — Colchester
I 3. deild, i London
Föstudagur 28. mars:
Tottenham — Wolve
West Ham — Stoke
Sennil. leikinn kl. 11 f.h.
Laugardagur 29. mars:
Arsenal — Stoke
Ipswich — Leichester
QPR — Tottenham
West Ham — Chelsea
Fararstjóri verður hinn kunni
knattspyrnuaðdáandi Kristinn
Danivalsson.
dr. Gunnlaugur Þórðarson,
spámaður kvenfólksins.
Hilmar Jónsson, spámaður
andkommúnista.
Othluta skal úr sjóðnum árlega
og sér sérstök nefnd um úthlutun-
ina. Hún mætti gjarnan vera kos-
in af Alþingi pólitiskri kosningu.
Það skiptir ekki máli hvernig slik
nefnd er kosin. Siðan sendir RiL
höfundasamband íslands nefnd-
inni skrá yfir alla sina félaga,
smáa og stóra.
Nefndin telur félagana og deilir
siðan i útkomuna með tveim. Sú
tala, sem út kemur er fjöldi
þeirra styrkja sem úthluta skal
og skulu þeir vera misjafnlega
háir, likt og vinningar i happ-
drætti.
Siöan labbar nefndin með list-
ann frá Rithöfundasambandinu
upp á skrifstofu borgarfógeta og
lætur draga þar út nöfn þeirra
höfunda, sem styrk eiga að hljóta,
það árið og hve háan.
Við gætum kallað þetta rithöf-
undahappdrætti, þar sem annar-
hvor höfundur hlýtur vinning,
misjafnlega háan, eftir vilja al-
mættisins.
Sumir gætu að visu orðið
heppnir, unnið ár eftir ár, aðrir ó-
heppnir kannski ekki fengið neitt
árum saman.
Við skulum að minnsta kosti
vona að bókavörðurinn i Keflavik
finni náð fyrir augum almættis-
ins, þó ekki væri nema vegna
þess, hve hann berst hraustlega
gegn heimskommúnismanum.
Eins og prestur/ sem
býr banvænan sjúkling
undir dauðann
Eins og prestur sem er að búa
banvænan sjúkling undir dauð-
ann, keppast nú ráðamenn þjóð-
arinnar og máttarstólpar þjóðfé-
lagsins i atvinnurekendastétt
hver um annan þveran. við þaö aö
búa þjóðina undir það að taka við
þvi sem þeir telja óumflýjanlegt,
versnandi lifskjör.
Viö heyrum þetta á hverjum
degi og oft á dag I leiðurum
stjórnarblaðanna, i fréttum og
fréttaaukum, og fundarsam-
þykktum af ýmsu tagi. Tölunum
er látið rigna yfir saklausan og
varnarlausan landslýðinn, svo
hann ruglast i riminu og veit
naumast sitt rjúkandi ráö. Auð-
vitað gleyma menn tölunum jafn-
óðum. Það er aðeins eitt, sem eft-
ir situr i vitundinni. Tölunum ber
aldrei saman. Þær breytast
meira að segja frá degi til dags,
hjá sama aðila. Sumir reikna i
prósentvis, aðrir bera saman töl-
ur frá árinu i fyrra og hitteðfyrra.
Daglega berast okkur fréttir af
þvi að skipuð hafi verið nefnd, til
þessaðgreiða fram úr vandanum
og lækna meinið. Suma dagana
eru skipaðar margar nefndir i
sama tilgangi. Og allt þetta
leggja þeir á sig, þarna fyrir
sunnan, til þess að hjálpa þjóöinni
yfir þrengingarnar. En þjóðinni
ber lika skylda til að sýna þakk-
látsemi, með þvi að taka á sig
kross lifskjaraskerðingarinnar,
með þögn og þolinmæði.
Eins og presturinn, sem hug-
hreystir hinn deyjandi meö lof-
orði um himnarikisvist, þannig er
þjóðin hugguð með þeirri hugg-
un, að hún muni eiga bjarta og
hamingjurfka framtið, ef hún að-
eins sýnir stillingu og þolgæði i
lltilfjörlegum stundarþrenginum,
og treystir forsjá þeirra sem guð
hefir gefið völdin og stjórnvisk-
una, sem nauðsynleg er til þess að
bjarga þjóðarskútunni úr þeim
vandræðum, er yfir hana hafa
gengið.
Efi um hæfni hins
kapítalíska þjóðfélags
Það væri svo sem allt I lagi, fyr-
ir venjulegt alþýðufólk, að trúa
öllu þvi sem þvi hefir verið sagt
um óhjákvæmilega, yfirvofandi
lifskjaraskerðingu, ef, já ef það
gæti jafnframt treyst þvi, að slik
lifskjaraskeröing gengi jafnt yfir
alla. Nei, ekki jafnt yfir alla,held-
ur legðist með þvi meiri þunga á
menn, sem þeir væru betur i
stakkinn búnir. En ætli að þeir
verði ekki frekar fáir, sem trúa
sllku.
Og ætli að það verði ekki nokk-
uð margir, sem fara að efast um
hæfni hins kapitaliska þjóðfélags,
tilþess að leysa vandamál liðandi
stundar.
Kapitaliskt þjóðfélag, borið
uppi af frjálsu framtaki einstakl-
ingsins hefir sannarlega ekki af
miklu að státa um þessar mundir.
Er það ekki hið frjálsa framtak
einstaklingsins, sem nú hrópar
hæst á hjálp þjóðfélagsins.
Nú skulum við ekki frekar ræöa
hið leiðinlega heilaþvottahlút-
verk, sem útvarpið hefir verið
látið leika allt frá þvi, að forsætis-
ráöherrann upphóf sina raust á
gamlárskvöld og aðeins huga að
hinni venjulegu dagskrá. Er þar
skemmstfrá að segja, að hún hef-
ir reynst okkur oft og einatt, sem
sönn hugarfró og sálubót, eftir
allan heilaþvottinn.
Otvarpsstjóri og
forseti lýöveldisins
Ja, gamlárskvöld, það er nú
það. Þá var Jónas Jónasson
framreiðslustjóri, eða yfirkokkur
gamanmálanna.
Sumt var þar dálitið sniöugt,
annað leiðinlegt, t.d. hið lang-
dregna þref þeirra Jónasar og
Bessa.
Hins vegar var á nýársdag
fluttur bráðskemmtilegur þáttur
eftir Sigurð Ó. Pálsson. Þar var
Njáll gamli á Bergþórshvoli flutt-
ur inn I nútiðina og fengið það
veglega hlutverk, að hjálpa Ólafi
Jóhannessyni til þess að mynda
rikisstjórn fyrir Geir Hallgrims-
son.
A gamlárskvöld flutti Andrés
Björnsson sina hefðbundnu ára-
mótahugleiðingu. En Guð fyrir-
gefi mér. Ég sofnaði undir henni.
En ég trúi þvi, að hún hafi verið
góð.
Á nýársdag flutti forsetinn sina
hefðbundnu áramótahugleiðingu.
Góður ræðumaður Kristján Eld-
járn.
Það kastar ekki rýrð á hann,
sem slikan, þótt ég, vesæll mað-
ur, hnyti um eina setningu i ræðu
hans, sem að visu var tilvitnun i
alkunnugt ljóð.
Hann var að tala um þjóðhá-
tiðarárið og hátiðahöldin á þvi
herrans ári. Jafnframt lét hann
þess getið, að sumir hefðu verið
óánægðir og gagnrýnt hátiðahöld-
in. Við sliku var auðvitað ekkert
aö segja. Forsetinn, sem aðrir,
hefir auðvitað fullan rétt til þess
að gagnrýna menn fyrir þeirra
gagnrýni. En mitt i þessum hug-
leiðingum skaut hann inn tilvitn-
uninni, sem ég drap á áðan; Last-
aranum likar ei neitt.
Lastari er nokkuð stórt orð. Við
sem höfum gagnrýnt eitt eöa ann-
að i sambandi við margnefnd há-
tiðahöld, höfum ekki gert okkur
grein fyrir þvi, að þessari nafn-
gift yrði á okkur klint. En þetta
gjörir vitanlega ekkert til. Það er
hvort tveggja, að þeir lifa lengst,
sem með orðum eru vegnir, og í
annan stað hefir forsetinn sama
rétt til þess og aðrir islendingar,
að orða hugsanir sinar á hvern
þann hátt, er honum þykir við
hæfi.
Miðvikudagur og líf-
ið gengur sinn gang
Miðvikudagur og lifið gengur
sinn gang, kvað Steinn Steinarr.
Hinir virku dagar koma nú hver
af öðrum og útvarpiö hefir klæðst
sinum hversdagsfötum og slik
klæði fara þvi jafnan best.
Það koma reyndar sunnudagar,
sjöunda hvern dag, en þeir eru vel
þolanlegir. Þá fá þeir sem vinna
við stofnunina reyndar að sofa
einni stund lengur og við sem för-
um á fætur jafnt helga daga sem
virka, söknum þess, að heyra
ekki i útvarpi fyrr en klukkan
átta. Svo koma einnig klassiskir
tónleikar, sem við lokum fyrir,
eins og það væri popp. En eftir
hádegið gefum við okkur stund-
um tóm til að hlusta á sunnudags-
erindin, nú siðast erindi Sigurðar
Hjartarsonar um Suöur-Ameriku.
Þá gátum við hlustað á þættina
hans Páls Heiðars um inngöngu
Islands i Atlantshafsbandalagið.
Tókust þeir yfirleitt nokkuð vel og
hafa orðiö til fróðleiks fyrir hina
ungu. Reyndar fannst mér, að
viðtölin við suma er þarna komu
viö sögu og studdu þetta fyrirtæk-
ið, bæru þvi vott, að Atlantshafs-
bandalagið væri aumur blettur á
sál þeirra. Má sem dæmi nefna
Eystein Jónsson.
Þegar allt kemur til alls, er
mánudagurinn sá dagur vikunn-
ar, sem við hlökkum mest til.
Hann er okkar hvildardagur eftir
ofhlaðna dagskrá helgidaganna
tveggja, og á mánudagskvöldum
er fluttur skemmtiþáttur sem
kemur okkur æfinlega i sólskins-
skap og við förum strax að hlakka
til næsta mánudags. Þessi af-
bragðsgóði gamanþáttur nefnist:
Blöðin okkar.
21. til 28. jan. 1975.
Skúli Guðjónsson.
Limdúnaferð um páska